Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 44
44
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1988.
Ármennl5ára
Þaö var fjölmcnni á 15 ára af-
mæli Ármanna um helgina í félags-
heimili þeirra aö Dugguvogi sem
gefið var nafniö Árósar í afmælinu.
„Við erum hérna í næsta nágrenni
við árósa Elliðaánna og nafnið
passar því vel,“ sagði Guöni „ís-
lenskusérfræðingur" Kolbeinsson
sem gaf félagsheimilinu nafn.
„Líklega hafa mætt í afmælið hjá
okkur um 70 manns og þetta gekk
vel. Menn borðuðu nægju sína af
Ármannatertunni og fengu sér
kafíi og kók með. Þarna voru veiði-
menn á öllum aldri samankomnir,"
sagöi tíðindamaöur okkar á staðn-
um undir lok hófsins
G. Bender
Tertan glæsilega snædd i afmæl-
inu. DV-mynd G. Bender
Sviðsljós
Olyginn
sagði...
Cornelis Vreeswijk
sænski vísnasöngvarinn snjalli,
lést um mitt síðasta ár eins og
margir vita eflaust. Ein af hans
síðustu óskum var að stofnað-
uryrði sjóðurtil hjálpar ungum,
efnilegum en félitlum lista-
mönnum. Nú fyrir skömmu
varð draumur hans að veru-
leika og var stofnaður sérstakur
sjóður með þessu markmiði í
Stokkhólmi á dögunum sem
tileinkaður er honum.
Kari Storækre, sem áður var gift njósnaranum Arne Treholt, á nú von á barni með nýjum eiginmanni sinum, Ake
Wilhelmsson.
Hefurhafiðnýtt
]fi í Svíþjóð
Kari Storækre, fyrrverandi eigin-
kona njósnarans Arne Treholts,
hefur nú hafið nýtt líf sem sænskur
þegn. Hún er nú gift sjónvarpsmann-
inum sænska, Áke Wilhelmsson, sem
er 55 ára gamall. Sjálf er Kari Stor-
ækre 37 ára og á 10 ára son, Thor-
stein, með Arne. Hann býr hjá móður
sinni og Áke sem hefur komið hon-
um í föðurstað.
Nýlega tilkynnti Kari að hún ætti
von á barni og kom það henni sjálfri
mjög á óvart. Kari og Áke eru aðeins
búin að vera gift í hálft ár og búa í
Stokkhólmi. Hann hefur verið i 25
ár hjá sænska ríkisútvarpinu, bæði
hljóðvarpi og sjónvarpi. Hann hyggst
hætta í sínu starfí og þau ráðgera að
vera með sjónvarpsþátt sem bera á
heitið „Godmorgen Scandinavia".
Kari var þekktur dagskrárgerðar-
maður í Noregi áður en ósköpin
dundu yfir með Arne Treholt.
Sendirfrásérnýjamynd
.
Leikstjorinn Louis Malle er kvæntur leikkonunni kunnu, Candice Bergen,
en þau sjást hér við frumsýningu myndar Malle’s „Au Revoir les Enfants".
Símamynd Reuter
Hinn frægi franski leikstjóri Louis
Malle er nýbúinn að senda frá sér
nýja kvikmynd er ber heitið „Au
Revoir les Enfants”. Hún byggir á
sjálfsævisögumolum úr bernsku
Louis Malle þar sem hann minnist
þrettán ára gamals bekkjarbróður
síns sem var gyðingur og sendur í
útrýmingarbúðir nasista.
Hinn 57 ára gamli Louis Malle er
ekki aðeins þekktur í heimalandi
sínu fyrir myndir sínar heldur hefur
hann framleitt nokkrar myndir í
kvikmyndalandinu Bandaríkjunum
sem náö hafa miklum vinsældum.
Þar má telja myndir eins og „Pretty
Baby“, „Atlantic City“ og „My dinn-
er vith André". Louis Malle er
kvæntur bandarísku leikkonunni
Candice Bergen.
Michael Jackson afhenti forseta söfnunarsjóðs til styrktar svertingjum í fram-
haldsskólum, Christopher Edley, tæpar tuttugu og fjórar milljónir króna sem
söfnuðust á hljómleikum fyrir skömmu. Simamynd Reuter
Rausnarleg gjöf
Þótt margt misjafnt hafi verið sagt milljónir króna sem Michael afhenti
um Michael Jackson er ekki hægt sjóði til styrktar svertingjum í fram-
að segja annað en að hann hafí til haldsskólum í Bandaríkjunum.
að bera góða kosti. Hann tók sig til Michael Jackson er sérlega fram-
í síðustu viku og hélt styrktartón- takssamur í tónlistarmálum þessa
leika í Madison Square garði í dagana, enda þykir hann líkiegur til
heimsborginni New York. Alls söfn- þess að hljóta fjölda grammy-verð-
uðust tæplega tuttugu og ijórar launa þegar þau verða afhent.
Ólafur Ó. Jónsson og Engilbert
Jensen i heimspekilegum umræð-
um. DV-mynd G. Bender
Valdór Bóasson, einn af stjórnarmönnum i Ármönnum, ræðir málin við
Árna ísaksson veiðimálastjóra og umræðuefnið er auðvitað veiði.
DV-mynd G. Bender
Whitney Houston
Sigurður Pálsson, félagi númer
100 í Ármönnum, smakkar á tert-
unni góðu. DV-mynd ÁÞS
á móður sem heitir Cissy Hou-
ston. Hún er söngvari eins og
Whitney en hefur aðallega
sungið trúarlega söngva. Whit-
ney kom móður sinni mjög á
óvart með því að tilkynna
henni að hún ætlaði að eyða
um 200 milljónum króna af
eigin fé til þess að taka upp lög
með sér og móður sinni og
ætti að taka öll herlegheitin
upp á myndband. Síðan er
ætlunin að setja allt saman á
markað um næstu jól.
Rod Stewart
á átta ára gamla dóttur og sjö
ára gamlan son og eins og
gengur og gerist þá heldur
hann stundum afmælisveislur
fyrir þau. En Rod Stewart er
ekkert fyrir hefðbundnar af-
mælisveislur og því lét hann
krakkana í afmælisveislunni
fara í sérstakan leik sem fólst í
jví að finna tuttugu dollara
seðla sem hann hafði falið.
Fyrsti krakkinn, sem tókst að
safna þannig 100 dollurum,
fékk að gjöf mini-útgáfu af
Mercedes Benz að verðmæti 2
hundruð þúsund krónur.