Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1988, Síða 48
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rftstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreif'jig: Sími 27022
Leki kom
að Stál-
- víkinni
Leki kom að togaranum Stálvík
frá Siglufirði í gær. Tekist hefur
að þétta skipið. Þegar verið var að
lagfæra víra sem lágu á milli Stál-
víkur og danska flutningaskipsins
Kongsaa, sem er vélarvana, rákust
skipin saman meö þeim afleiðing-
um að leki kom að báðum skipun-
um. Stálvík hafði haft Kongsaa í
togi frá því aðfaranótt miðviku-
dags.
Meiri leki kom að Stálvíkinni en
Kongsaa. Lekinn er í vélarrúmi
Stálvíkur og var hann það mikill
að dælur skipsins höföu ekki und-
an. Komið var með dælur úr landi
og einnig komu froskmenn úr landi
og með aðstoð þeirra tókst að þétta
lekann. Lekinn í Kongsaa kom á
stafnhylki skipsins.
Bæði skipin liggja nú á Gunnólfs-
vík og er hvorugt skipanna eða
áhafnirnar í hættu. Kongsaa liggur
fyrir festum. Togarinn Sigluvík er
á leið til skipanna og er áætlað að
Sigluvíkin dragi Kongsaa til Seyð-
isfjarðar.
-sme
m Reykjavíkurskákmótið:
Jón L. Árnason
eraðstingaaf
Þröstur Þórhallsson gaf biðskákina
gegn Jóni L. Árnasyni i gær, án þess
að tefla hana, og þar með er Jón kom-
inn með 6,5 vinninga af 7 möguleg-
um, einum og hálfum vinningi meira
en næstu menn.
Úrslit í öðrum biöskákum í gær
urðu þau að Zsuzsa Polgar og Mar-
geir Pétursson gerðu jafntefli,
sömuleiðis Halldór G. Einarsson og
Schön en Walter Browne vann Sæv-
^ ar Bjarnason.
Margeir og Browne eru komnir
með 4,5 vinninga eftir þessar bið-
skákir en fimm skákmenn eru með
5,0 vinninga.
í gær var frídagur hjá öðrum en
biðskakareigendum. í kvöld verður
8. umferðin tefld en mótinu lýkur
næstkomandi sunnudag.
-S.dór
LOKI
Man nokkurhin
margauglýstu slagorð SÍS?
Vinnum saman!
Bílstjórarnir
aðstoða
. smm
ssnDiBiinsTöÐin
Okuimálið:
Ný dómsrannsókn
í máli Hermanns
Vegna kröfu verjanda Hermanns
Björgvinssonar er hafin ný dóms-
rannsókn á máli Hermanns. Ólöf
Pétursdóttir, dómari við Sakadóm
Kópavogs, hefur málið til meðferð-
ar og sagði hún að nú væri verið
að yfirheyra Hermann og áætlað
væri að yfirheyrslur yfir vitnum
hæfust snemma í næstu viku.
Verjandi Hermanns krafðist
nýrrar dómsrannsóknar vegna
breytinga sem gerðar voru á kæru
á hendur Hermanni. Ólöf Péturs-
dóttir sagði að óneitanlega tefði
dómsrannsóknin gang málsins en
hversu mikið er erfitt að segja til
um. Unnið er í málinu alla daga og
ennþá er erfitt að segja til um hven-
ær dómur í Sakadómi Kópavogs
fellur i málinu.
Bréytingar á ákærunni á hendur
Hermanni Björgvinssyni voru
gerðar eftir dóm Hæstaréttar í einu
þeirra mála sem tengjast okur-
málnu. í þeim dómi sagði að
Seðlabanki heföi 2. ágúst 1984 horf-
ið frá þvi að ákveða hámark vaxta.
Hæstaréttardómurinn var kveðinn
upp í desembermánuði 1986.
-sme
Fundað um bjór
til miðnættis
Ekki tókst að ljúka atkvæða-
greiðslu um bjórmálið til 2. umræðu
á Alþingi í gær þó fundað væri fram
til miðnættis. Þetta er í þriðja skipti
sem málið kemur til 1. umræðu en
ljóst er að fjórar umræður þarf til
að koma málinu aftur til nefndar og
2. umræðu. Fundur verður í neðri
deild í dag og verður þá gengið til
atkvæða.
Það var laust eftir kl. 14 í gær sem
byrjað var að ræða um bjórinn en
fundi var ekki slitið fyrr en um mið-
nætti svo að það er ljóst að málið fer
ekki órætt til 2. umræðu. Reyndar
var tvisvar gert hlé á umræðunni en
þeir sem tala gegn bjór hófu umræðu
um þingsköp og mótmæltu kvöld-
fundi um málið - sögðu það enn eitt
dæmið um að að knýja ætti málið
áfram með látum. -SMJ
Það var ekki amalegt, veðrið í höfuðborginni í gær. Þessi samborg-
ari fylgdist grannt með tímanum og leit hvatlega á klukkuna áður
en hann vatt sér út úr húsasundi á Skólavörðuholti og út í blíðuna
í borginni. DV-mynd KAE
Kjarasamningamir
Felldir á Höfn
og í Hafiiaifirði
í gærkveldi voru nýju kjarasamn-
ingarnir felldir bæði á Höfn og í
Hafnarfirði. Á fundi Verkakvennafé-
lagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði
voru samningamir felldir með 94
atkvæðum gegn 8 en hjá Jökli á Höfn
með 83 atkvæöum gegn 3.
Á þremur stöðum hafa samning-
arnir aftur á móti verið samþykktir,
í Stykkishólmi, í Keflavík og hjá
Dagsbrún.
Þar sem samningamir hafa verið
felldir munu verkalýðsfélögin óska
eftir viðræðum við atvinnurekendur
heima í héraði.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, sagði í samtali við DV að
þessum nýja kjarasamningi yrði ekki
hnikað. Fiskvinnslan væri áfram
rekin með tapi þrátt fyrir aðgerðir
ríkisstjórnarinnar og hún gæti ekki
tekið á sig meira en fælist í nýgerðum
kjarasamningum. Að sögn Þórarins
mun Vinnuveitendasambandið stýra
samningaviöræðum á hveijum stað
fyrir hönd sinna meðlima.
-S.dór
Þingmannanefnd um vanda refabænda:
Sumum bjaigað
en ekki öllum
„Það er ljóst að það þarf þó nokkuð
mikið fé að bjarga refabændum og
greinilegt er að ekki verður öllum
bjargaö í þessari grein,“ sagði Stefán
Guðmundsson, formaður þing-
mannanefndar sem landbúnaðarráð-
herra skipaði til að íjalla um vanda
refabænda. Nefndin hefur skilað frá
sér niðurstöðu sem hún varð sam-
mála um að sögn Stefáns. Niðurstöð-
ur hafa verið kynntar þingflokkum
og ríkisstjórnin tók málið fyrir í
morgun.
Stefán sagði að ekki væri unnt að
gefa upp að svo stöddu hve miklum
fjármunum þyrfti að verja til að
koma rekstri refabænda á réttan
kjöl. Stefán sagði þó að það væri nið-
urstaða nefndarinnar aö rétt væri
að koma refabændum til hjálpar til
að nýta þá þekkingu og mannvirki
sem byggst hafa upp í greininni og
glata ekki þeim ijárfestingum sem
þar eru fyrir hendi. Fé yrði varið til
bænda og fóðurstöðva og reynt yrði
að aðstoöa menn til að söðla yfir í
minkarækt.
-SMJ
Veðríð á morgun:
Bjart veður
suðaustan-
lands
Á morgun veröur hæg vestan- og
norðvestanátt með lítilsháttar snjó-
eða slydduéljum á Vestur- og Norð-
urlandi en bjart veður á Suðaustur-
landi. Vægt frost verður á
Noröausturlandi en annars staðar
0 til 3ja stiga hiti.
Hnrfstungu-
maðurinn
í gæslu-
varðhald
Unghngspilturinn, sem stakk
jafnaldra sinn með hnífi í sölut-
urni við Vesturgötu á þriðju-
dagskvöldið, hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald
til 30. mars. Honum hefur einn-
ig verið gert að sæta geörann-
sókn.
-sme