Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 2
2 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Fréttir Ámi Benediktsson: Gengið fellt á ný innan fárva mánaða „Þaö er ljóst aö ef gengið hefði verið að kröfu útgerðarinnar um 6 prósent hækkun fiskverðs hefði ástandið í fiskvinnslunni oröið það sama og var fyrir kjarasamninga. Það hefði því leitt af sér aðra geng- isfellingu, eitthvað nálægt hækkun fiskverðsins eða 6 prósent,“ sagði Ámi Benediksson, framkvæmda- stjóri og fyrrum formaður í Félagi Sambandsfrystihúsa, í samtali við DV. Er ekki með þessari ákvöðrun verið að flytja tap frystingarinnar yfir á útgerðina og sjómenn? „Það er alltaf verið að flytja eitt- hvaö til annars og ekkert við það að athuga. Verðlagsráð á meðal annars að hafa það til grundvallar sínum ákvörðunum að eðlileg skipti séu á milli vinnslu og útgerð- ar. Það er ekki hægt að segja að sjómenn komi inn í þessa stöðu. Þeir seipja um sín launakjör við útgerðina." Forsvarsmenn fiskvinnslunnar hafa sagt að efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar haíi ekki verið nægar. Má gera ráð fyrir því, í ljósi þessa og lækkandi markaðsverðs erlendis, að fiskverð verði ekki hækkað á þessu ári? „Já. Auk þess er sýnt að gengið veröur fellt innan fárra mánaða. Það skiptir engu máli þegar rignir og flóö kemur hver stefna ríkis- stjórnarinnar í gengismálum er,“ sagöi Ámi. -gse - sjá einnig bls. 7 Sveinn Hjörtur Hjartarson: Ákveðið úti í bæ „Ég er ekki í nokkrum vafa um að ákvörðunin um óbreytt fiskverð hafi veriö tekin í samningum fisk- vinnslunnar og ríkisstjómarinnar um aðgerðir til að bæta afkomu frystingarinnar. í þjóðhagsspá, sem gerð er út frá efhahagsstefnu ríkisstjómarinnar, stendur ein- faldlega að fiskverð skuli verða óbreytt. Þessir þrír fimmtán mín- útna fundir í Verðlagsráði vora því óþarfir. Fiskverð haföi þegar verið ákveðið úti í bæ,“ sagöi Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur og fulltrúi útgerðarinnar í Verð- lagsráði, i samtali við DV. „Ákvörðun Verðlagsráös hefur lagalegt gildi og henni verður ekki breytt. En hér er um lágmarksverð að ræða svo ég býst viö að menn freistist til að ná hærra verði með beinum samningum við fiskvinnsl- una,“ sagöi Sveinn Hjörtur. -gse Bergrós Kjartansdóttir, fegurðardrottning Vestfjarða 1987, krýndi Mörthu Jörundsdóttur, fegurðardrottningu Vest- fjarða 1988, í veitingahúsinu Uppsölum á ísafirði á laugardagskvöld. Við hlið Mörthu stendur Anna Lind Ragnard- dóttir sem valin var vinsælasta stúlka keppninnar. Stúlkurnar þrjár lengst til vinstri eru, f.v.: Dagbjört Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Maria Guðmundsdóttir og Hafrún Huld Einarsdóttir. DV-mynd BB Isafirði Fegurðardrottning Vestfjarða: „Held að hjartað hafi stoppað“ Martha Jörandsdóttir var valin feguröardrottning Vestfjarða 1988 í veitingahúsinu Uppsölum á ísafirði á laugardagskvöld. Fimm stúlkur tóku þátt í keppninni. Martha er 18 ára ísfirðingur og nemi í Mennta- skólanum á ísafirði. Vinsælasta stúlkan í hópnum var einnig kjörin en þann titil hlaut Anna Lind Ragn- arsdóttir frá Súðavík, 24 ára nemi í Menntaskólanum á ísafirði. „Ég held jafnvel að hjartað hafi stoppað í smátíma þegar úrslitin vora tilkynnt. Þetta kom mér virki- lega á óvart og tilfinningin, sem greip mig, var mjög skrítin. En núna, þeg- ar ég er búin að átta mig á þessu, er mjög gaman að hafa þennan titil,“ sagöi Martha Jörundsdóttir, fegurð- ardrottnig Vestfjarða 1988, í samtali við DV í gær. „Það er miklu skemmti- legra að taka þátt í fegurðarsam- keppni en ég bjóst við. Daginn sem keppnin var haldin voram við allar saman og héldum auðvitað að við yrðum mjög stressaðar þegar liði á kvöldið en sú varð ekki raunin held- ur vorum við allar mjög afslappaðar rétt fyrir keppnina." Foreldrar Mörthu eru Jörandur Sigtryggsson og Helga Sigurgeirs- dóttir. Hún er yngst fjögurra systra en fyrsta fegprðardrottningin í þeim hópi. Martha stundar nám á þriðja ári á mála- og samfélagsbraut í Menntaskólanum á ísafiröi og auk þess er hún þjálfari hjá sunddeild Vestra. íþróttir eru aðaláhugamál hennar og sagði hún líklegt að hún færi í íþróttaskóla í framtíðinni. -JBj Jón L. Ámason siguivegari á Reykjavíkurskákmótinu: Maður ber sér ekki á brjóst vegna sigurs á einu móti - auk þess sem andstæðingamir vom mér afskaplega hjálplegir Það ríkti mikil spenna meðal áhorf- enda á Reykjavíkurskákmótinu í gær þegar lokaumferöin var tefld og allt snerist um viðureign Jóns L. Árnasonar og Mikhails Gurevich. Jón varð að ná jafntefli til að sigra á mótinu því Grikkinn Kotronias samdi um jafntefli eftir örfáa leiki gegn Goran Dizdar og var þar með orðinn jafn Jóni að vinningum. Jón haföi frumkvæðiö í skákinni við Guruvich sem tefldi stíft til vinnings, þar sem hann gat náð Jóni og Kotroniasi að vinning- um, en komst ekkert áfram og bauð jafntefli aö lokum. Þar með hafði Jón L. Árnason sigrað á mótinu með 8,5 vinninga. Kotronias hlaut 8 vinninga en síð- an koma 4 skákmenn með 7,5 vinninga. „Þetta er ósköp þægileg tilfinning en maður ber sér nú ekkert á bijóst vegna sigurs í einu móti, það þarf meira til,“ sagöi Jón L. Ámason í samtali við DV eftir skákina í gær. Árangurinn kom mér á óvart - Undirbjóstu þig eitthvað sérstak- lega vel fyrir þetta mót? „Nei, aÚs ekki og sannast sagna kom það mér á óvart hvað mér gekk vel á mótinu. Nú, svo voru andstæðingarnir mér afskaplega hjálplegir. í byrjun mótsins var ég hálflasinn, var með hitavellu og ef til vill hefur það orðiö til þess að maður hélt sig við jörðina og þetta gekk allt upp. Fyrir utan skákina gegn Kotroniasi, sem ég tapaði, var skákin gegn Þresti Þórhallssyni langerfiðasta skákin að mér þótti, þar sem við lékum af okkur til skiptis í ofboðslegu tímahraki. All- ar aðrar skákir var létt að tefla." - Hvað gerðist í skákinni gegn Kotroniasi? „Ég lenti þar í ævafornu afbrigði, sennilega frá dögum Sókratesar, sem ég kunni ekkert í og fyrir bragðið þurfti ég að eyða miklum tíma í byrjunina. Mér tókst þó að jafna taflið, en það er nú einhvern veginn svo að eftir að hafa unnið 6 skákir í röð fer maður ekki að bjóða jafntefli. i framhaldinu lenti ég svo í tímahraki, lék af mér og tapaði." Grikkinn kom á óvart „Það hefur enginn komiö eins mikið á óvart á þessu móti og þessi gríski skákmaður. Hann er lítt Jón L. Árnason stórmeistari eftir sigurinn á Reykjavíkurskákmótinu í gærkvöldi. DV-mynd KAE þekktur og það er alltaf erfitt aö tefla gegn mönnum sem maöur þekkir hvorki haus né sporð á. Hann tefldi að visu á 1. borði í ólympíusveit Grikkja í Dubai og stóð sig vel, en þaö er líka það eina sem maður vissi um hann.“ - Er mikill munur að tefla á opnum eða lokuðum mótum? „Þaö er mikill munur þar á. Eig- inlega hef ég aldrei tekið opin mót alvarlega. Þaö er miklu meiri al- vara yfir lokuðu mótunum, eins og IBM-mótinu hér í fyrra. Og það er einmitt mesta vandamál okkar ís- lensku stórmeistaranna hvað við fáum fá tækifæri til að tefla á sterk- um, lokuðum mótum. Ég verð að játa að enda þótt gaman verði að fá hiö sterka skákmót Stórmeist- arasambandsins hingað til lands í haust hefði ég frekar viljað aö því fé, sem eytt er í það mót, hefði ver- ið eytt í sterkt, lokað mót, þar sem við íslensku stórmeistararnir hefð- um allir fengið aö vera með. Sannleikurinn er sá að ef maður fær ekki að tefla reglulega við sér sterkari menn þá fer manni ekkert fram. Það er gagnslítið fyrir okkur íslendingana að vera alltaf að tefla saman innbyrðis. Á meðan svo er fer okkur lítið eða ekkert fram.“ Lofa engu um Akureyrarmó- tið - Og nú hefst Akureyrarmótið á miðvikudaginn, er árangurinn á þessu móti ekki gott veganesti á þaö mót? „Ég skal ekkert um það segja. Það er aldrei hægt að spá fyrir um ár- angur manna á skákmótum. Það er ekkert óalgengt að sigurvegarar á einu móti lendi neðarlega á því næsta og öfugt. Þess vegna segi ég ekkert um Akureyrarmótið fyrr en því er lokiö. En það verður gaman að tefla á því þar sem þaö er lokað og þokkalega sterkt mót. Samt hefði nú verið meira gaman að fá einhverja af þeim allra sterkustu á rnótiö." - Hvað er svo framundan hjá þér að lokriu mótinu á Akureyri? „Mér hefur verið boðið á opið mót Okham í Englandi í lok mars. Eg veit að þar munu tefla í þaö minnsta fimm stórmeistarar en að öðru leyti veit ég ekkert um það nema hvaö það er opið.“ - Og verðlaunin fyrir sigurinn á þessu móti, 9 þúsund dollarar... ? „Já, þau eru ágæt, þetta eru þokkaleg mánaöarlaun forstjóra, það má notast við það,“ sagði Jóii L. Ámason og brosandi. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.