Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 4
4 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Fréttir Fegurðardrottningar Suðurlands sem valdar voru á laugardagskvöldiö. Þær eru f.v.: Anna Berglind Júlíus- dóttir, sem valin var vinsælasta stúlkan, Sigrún Ágústsdóttir, feguröardrottning Suðurlands, og Linda Hrönn Ævarsdóttir sem valin var Ijósmyndafyrirsæta kvöldsins. Fegurðardrottning Suðuriands starfar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja: Vona að gömlu karlamirá sjúkrahúsinu verði stoltir Sigrún Agústsdóttir var valin fegurðardrottning Suðurlands 1988 á Hótel Örk í Hveragerði á laugar- dagskvöldið. Sigrún er tvítugur Vestmannaeyingur og starfar sem sjúkraliði á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja. Anna Berglind Júlíus- dóttir, danskennari frá Þorláks- höfn, var valin vinsælasta stúlkan í hópnum og Linda Hrönn Ævars- dóttir, starfsmaður hjá Fiskvinnsl- unni í Vestmannaeyjum, var valin ljósmyndafyrirsæta Suðurlands. Sigrún Ágústsdóttir sagði í sam- tah við DV eftir krýninguna að áður hefði hún verið á móti öllu standi í kringum feguröarsam- keppni en þó hafi farið svo að hún var valin sumarstúlka Vestmanna- eyja. „Og nú er ég hér og sé alls ekki eftir því. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki, þetta hefur aukið sjálfs- traustið og þetta var mjög gaman því móralhnn í hópnum er frá- bær.“ Enda ætla stelpumar í keppninni að heimsækja hana fljót- lega th Eyja. Sigrún sagði frábært að búa í Vestmannaeyjum, fólkið þar væri ríkt af samkennd og styddi hvert annað í gleði og sorg. Henni líkar vel að vinna á sjúkrahúsinu og vænst þykir henni um gömlu karl- ana þar og vonar að þeir verði stoltir af henni eftir sigurinn. Áhugamál Sigrúnar eru að vera með góðu fólki og leggja rækt viö stóran vinahóp auk þess sem hún siglir út í eyjarnar með pabba sín- um. Foreldrar Sigrúnar eru Guðrún Ingibertsdóttir og Ágúst Þórarins- son. Hún á tvær yngri systur, sautján og átta ára, og kærashnn hennar heitir Magnús Guömunds- son, nemi í Stýrimannaskólanum. -JBj Búðardalur: Tveir menn lét- ust í eldsvoða Talið líklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni Tveir menn biðu bana í eldsvoða í Búðardal á föstudagskvöldið. Eldur kom upp í húsinu Ægisbraut 5. Mennimir, sem létust, hétu Guð- mundur Ingvason, fæddur 1922, og var hann húsráðandinn og Gísli Ragnarsson, fæddur 1935. Þeir voru báðir einhleypir og bamlausir. Mikil þoka var í Búðardal á föstu- dagskvöldið og var því erfitt aö greina reyk. Að sögn Péturs Þor- steinssonar sýslumanns áth kona nokkur leið framhjá húsinu um sjö- leyhð og taldi hún sig finna reykjar- lykt. Hún gerði slökkvihðinu viðvart og kom það strax á staðinn. Þá var eldur farinn að loga út úr húsinu. Slökkvihðsmenn urðu að brjóta rúð- ur í glugga hl að komast inn í húsið en þá vom mennimir tveir látnir. Húsið var gamalt múrhúðað ein- býhshús. Það var einangrað með torfi og því myndaðist strax mikill reykur og bræla inni í húsinu og bendir aht th þess að mennirnir hafi kafnaö í svefni. Að sögn sýslumanns em eldsupp- tök enn ekki kunn en aht bendir þó th þess að kviknað hafi í út frá raf- magni. -ATA Grundarfjörður: Ungur pittur brenndist illa Nítján ára gamall phtur í Grundar- firði brenndist hla er logandi bensín hehhst á hann á laugardaginn. Pilt- urinn var fluttur með Amarflugsvél th Reykjavíkur og liggur hann nú á Borgarspítalanum en mun ekki vera í lífshættu. Nokkrir phtar voru að gera við vél í bifreið í bhskúr í Grundarfirði þeg- ar bensín skvethst skyndhega á einn þeirra og það kviknaði í því um leið. Amarflugsvél var á leiðinni frá Rifi th Reykjavíkur þegar beiðni barst um að sækja unga manninn og flytja hann th Reykjavíkur. Flugvél- inni var þegar snúið og henni lent á flugvehinum í Grundarfirði tíu mín- útum efhr að beiðnin barst. Ungi maðurinn er mikið bmnninn en er sem fyrr sagði ekki talinn í lífs- hæhu. -ATA Akureyri: Eldur í kyndiklefa Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Slökkvihðiö á Akureyri var í fyrri- nótt kahaö að Súkkulaðiverksmiðj- unni Lindu en þar hafði eldur komið upp í kyndiklefa. Það var vaktmaður hjá Securitas sem varö eldsins var og thkynnti um hann. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn og skemmdir urðu hhar. Um helgina kviknaði einnig eldur í poth á eldavél í húsi við Byggða- veg, þar gekk sömuleiðis vel að slökkva og uröu einungis skemmdir af reyk. Stækkum skjalasafnið Þau hðindi gerðust í borgar- stjóm Reykjavíkur síðasthðinn fimmtudag að borgarfuhtrúar minnihlutans gengu út af fundi í mótmælaskyni viö þá ákvöröun meirihlutans aö hefja nú þegar byggingarframkvæmdir við ráð- húsiö í Tjörninni. Að visu fóm ekki allir minnihlutafihltrúamir út vegna þess að borgarfthltrúi Fram- sóknar þarf aö framfylgja stefnu Framsóknarflokksins meö því að vera bæði með og móh ráðhúsinu. Það er já, já og nei, nei stefnan sem fræg var hér fyrir nokkmm ámm og Framsókn hefur gert að ein- kunnarorðum sínum. Framsókn- armennimir í borgarstjóm em með ráðhúsinu en vhja fresta fram- kvæmdum þess. Þeir era hka hlynnhr því aö ráðhúsið verði byggt í Tjöminni en leggja th að það verði byggt annars staöar í Tjöminni en nú er gert ráð fyrir. Þeir era sem sagt bæði með og móh og geta því hvorki komið né farið þegar hinir ýmist ganga út eða sitja kyrrir. En þetta er útúrdúr. Reyndar er þaö svo að það er einn maöur í borgarstjóm sem ræður. Það er sjálfur borgarstjórinn eins og vera ber. Hann hefur níu fthltrúa á bak við sig sem rétta upp hendumar og segja já þegar borgarstjórinn segir já og þeir segja nei þegar borg- arstjórinn segir nei. Þetta er óhkt afdráttarlausari póhtík heldur en að segja bæði já, já og nei, nei. Og auðveldari því déskotans lýðræöið getur stundum reynst flókið og taf- samt, þegar einn og einn er að hlaupa útundan sér með prívat skoðanir. Eins og fyrr segir er enn í borgar- stjórn sex manna minnihluti frá öðrum flokkum og þessir sex hafa tileinkaö sér þær starfsvenjur aö vera á móh því sem borgarstjórinn segir og gerir. Eru th ama og leiö- inda og halda uppi málþófi löngu efhr að búið er aö ákveða alla hluti samkvæmt vilja borgarstjórans. Þess vegna var það mikh blessun þegar fimm þessara minnihluta- fuhtrúa tóku upp á því á fimmtu- daginn að ganga út og yfirgefa fundarsahnn. Borgarstjórinh telur þetta óvanalega thlitssemi og mik- inn spamað á hma aö hafa þá eina efhr í salnum sem rétta upp hend- umar þegar hann segir þeim aö réha upp hendumar. í sannleika sagt er borgarstjórinn svo feginn aö hann tekur það fram í viötah við Morgunblaðiö á fóstudaginn, aö hann geh fyrirgefið útgönguna. Mikiö hljóta minnihlutafuhtrú- amir að vera glaöir yfir því að borgarstjórinn ætlar að fyrirgefa þeim enda ekki gott að vita hvaö mundi gerast ef borgarstjórinn ákvæði að fyrirgefa ekki borgar- fuhtrúum það sem þeir gera af sér. Það er eins goh aö reita ekki hans háhgn hl reiði. Best væri auövitaö að minnihlutafulltrúamir tækju þaö upp sem reglu hjá sér að ganga út af fundum þegar von er á ágrein- ingi eUegar þá hitt að mæta aUs ekki á fundi í framtíðinni. Það mundi auðvelda borgarstjóranum störfin og vera mikill hmaspamað- ur, þegar engir em efhr í borgar- stjórn nema þeir sem rétta upp hendumar þegar þeir eiga að rétta upp hendumar. Ef sá háttur verður tekinn upp í borgarstjórn aö minnihlutamenn ómaka sig ekki lengur á fundi og meirihlutamenn em hlýðni sinni trúir, þá er í rauninni ekkert sem kemur í veg fyrir að borgarstjórinn hafi þau völd sem honum ber, nema þá helst kjósendumir í borg- inni. Borgarstjórinn hefur hins vegar tekið það fram upp á síökas- hð að hann sé orðinn fráhverfur því að taka mark á kjósendum og hefur láhð þess gehð að skoöanir fólks í borginni séu best geymdar á skjalasafninu. Það er að segja ef einhveijir Reykvíkingar eru á ann- aö borð aö hafa fyrir því að hafa skoöanir, enda er það hreinn óþarfi í seinni hð, eftir að borgarstjórinn okkar hefur tekið aö sér að koma sér upp skoöunum fyrir aöra. Til vonar og vara hefur borgar- stjórinn sent frá sér orðsendingu um að þeir sem ekki eru honum sammála séu fyrirfram vanhæfir hl að hafa skoðanir. Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor er óhæfur til að hafa skoðanir á ráðhúsmál- inu af því að hann hefur aðra skoðun en borgarstjórinn. Allt er þetta í rétta átt og nú er bara að stækka skjalasafnið til að rúma alla kjósendurna sem verða van- hæfir af því að hafa aðra skoðun en borgarstjórinn. Er ekki hægt að stækka ráðhúsið? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.