Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 7
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988.
7
Atviimumál
Óskar Vigfusson, formaður Sjómannasambandsins:
Ríkisstjómin hefur
fiyst laun sjómanna
„Ég ætla aö ríkisvaldið hafi notað
þaö tæki sem það hefur hald á,
oddamann Þjóðhagsstofnunar, til
að frysta laun sjómanna. Það end-
urtekur sig nú sagan frá 1983 þegar
sjómenn voru látnir bera einir tap
útgerðarinnar. Nú kemur ríkis-
stjórn sem hefur svipaðan þanka-
gang og flytur tap frystingarinnar
yfir á sjómenn. Sjómenn eru einir
stétta háðir duttlungum ríkisvalds-
ins og hafa nú fengið þau skilaboð
aö laun þeirra skuli fryst á sama
tíma og laun annarra muni hækka
um 15 prósent, samkvæmt þjóð-
hagsspá," sagði Óskar Vigfússon,
formaður Sjómannasambandsins
og fuiltrúi sjómanna í Verðlags-
ráði, í samtali við DV. Óskar gekk
af fundi ráðsins þegar ákveðið var
að fiskverð skyldi verða óbeytt.
Fundur sambandsstjómar Sjó-
mannasambandsins hefur verið
boðaður í dag. Á honum veröur
tekin ákvörðun um kröfur í kom-
andi samningaviðræðum, en
samningar sjómanna era lausir
þann 1. júní næstkomandi. Að sogn
Óskars munu kröfurnar veröa
teknar í ljósi ákvörðunar Verö-
lagsráös. Þá mun sjálfsagt verða
tekin ákvörðun um áframhaldandi
setu fulltrúa sjómanna í Verðlags-
ráði.
„Ég hef endanlega misst allt
traust á ráðinu," sagði Óskar.
Hann sagðist enn ekki hafa gert
upp við sig hvort hann myndi
leggja það til á sambandsstjómar-
fundinum í dag að sjómenn segðu
sig úr ráðinu.
„Það er furðulegt að forstjóri
Þjóðhagsstofnunar skuli rökstyðja
afstööu sína meö markaðshoifum
og starfsskilyrðum útgerðarinnar
en sleppa því að nefna almenna
launaþróun í landinu sem Verð-
lagsráði er skylt að taka tillit til.
Það er líka einkennilegt að tillaga
um fijálst fiskverð var felld. Ef
fiskvinnslan stendur eins illa og
þessir menn segja ætti frjálst fisk-
verð að halda verðinu niðri. Þess
þurfti einfaldlega ekki. Oddamaður
Þjóðhagsstofnunar sá til þess,“
sagði Óskar. -gse
Þórður Friðjónsson:
Gengisfellingin veitti ekki
svigrúm til fiskverðshækkunar
„Það eru engin bein tengsl milli forstjóri Þjóöhagsstofnunar og og fiskvinnslu sé svipuð eftir efna- stafanir hafa áhrif á ákvörðun um
stjórnvalda og ákvörðunar Verð- oddamaður í Verðlagsráöi sjávar- hagsráöstafanir ríkisstjómarinn- fiskverð. Með niöurfellingu launa-
lagsráðs sjávarútvegsins. Hins útvegsins, i samtali við DV. ar. í ljósi þessara tveggja þátta er skatts, endurgreiðslu söluskatts og
vegar era óbein tengsl í gegnum „Verðlagsráðið þarf, lögum sam- ekkert svigrúm til fiskverðshækk- ekki nema 6 prósent gengisfellingu
efnahagsráöstafanir ríkissljórnar- kvæmt, að taka tillit til tveggja ana.“ ákvarðaði ríkisstjórnin starfsskil-
innar sem ákvarða starfsskilyrði þátta. {fyrsta lagi markaðsstöðu á - Óbreytt fiskverð hefur ekki verið yrði greinanna. Innan þessara
þessara greina. Með ákvörðun erlendum mörkuðum. Þar hefur ákveðið utan Verölagsráðsins? skilyrða var ekkert svigrúm til
sinni um að fella gengiö ekki neraa verðfaríðlækkandiaöundanfómu „Nei, ríkisstjómin skipti sér að hækkunar fiskverðs.'1
um 6 prósent veitti ríkisstjómin og fátt bendir til þess að breyting sjálfsögöu ekki af störfum ráðsins. -gse
ekkert svigrúm til fiskverðshækk- verði þar á. í ööra lagi var það mat En þaö er ekkert leyndarmál og
unar,“ sagöi Þórður Friðjónsson, okkar í ráöinu að afkoma útgerðar öllum er það Ijóst að efnahagsráö-
_____________________zss&msm
Er saltfiskverkunin ekki rekin með
þeim hagnaði sem Þjóðhagsstofnun
reiknar með?
Magnús Gunnarsson:
Útreikningar
Þjóðhags-
stofnunar eru
ekki heilagur
sannleikur
„Auðvitað gefa útreikningar Þjóö-
hagsstofnunar visbendingu, en þeir
eru hins vegar ekki þess eðhs að
menn geti tekið þá sem heilagan
sannleika," sagði Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra fiskframleiðenda og full-
trúi í Verðlagsráði, þegar hann var
spurður hvort ekki væri óeðlilegt að
fulltrúi saltfiskframleiðenda neitaði
hækkun á fiskverði á sama tíma og
saltfiskverkun er rekin með 9 pró-
sent hagnaði, samkvæmt upplýsing-
um Þjóðhagsstofnunar.
„Þessir útreikningar hafa lengi
verið umdeildir og það er þvi miður
ekki svo að saltfiskverkunin sé rekin
með þeim myljandi hagnaði sem
Þjóöhagsstofnun segir. Þessir út-
reikningar eru byggðir á granni sem
er vel kominn til ára sinna og það
hefur oft sýnt sig aö þeir gefa stund-
um æði skakka mynd af afkomunni,"
sagði Magnús. -gse
Er ferming í nánd?
Þá átt þú erindi í Radíóbæ
Sérstakt
fermingartilboð
Radíóbæiar
CA-DW
Þetta er sko tæki í lagi, útvarp með
LB-MB-SW og FM stereo. 35 W magn-
ari, tvöfalt kassettutæki með öllu og
geislaspilari. Lausir 3 Way hátalarar.
Tilboðsverð 25.980 staðgr.
Þetta verð
slær allt út.
CP-550 útvarp með LB-MB-SW og FM stereo, magnari 60 W, 5 banda tónjafnari, tvöf-
alt segulband með „High Speed Dubbing“ metal og CR02 plötuspilari, hálfsjálfvirkur,
og hátalarar. Tenging fyrir geislaspilara.
Verð kr. 29.635 5" staðgr.
AIWA®erbetra
VILDARK/ÖR
V/SA
Í=UR5
KREPIT
D i -
Káalö
s&na!831133 og 83177 Sendum i póstkröfu.