Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 12
Útlönd
r
Harður jarðskjáHti á Alaskaflóa
Mikill jaröskjálfti varð á Alaska-
flóa í gær um fimm hundruð og
sextíu kilómetra suöaustur af borg-
inni Anchorage í Alaska.
Ekki er vitað til þess að verulegar
skemmdir hafi orðið af völdum jarð-
skjálftans.
Bandaríska jarðfræðistofnunin í
Golden í Colorado skýrði frá því í
gær að skjálftinn hefði orðið klukkan
1.36 eftir hádegi í gær að Alaskatíma.
Hefði skjálftinn mælst 7,2 stíg á Rich-
terskvarða.
Jarðskjálftinn fannst viða, meðal
annars í Anchorage, Juneau og þorp-
inu Yakatut, sem er fiskveiðiþorp við
Alaskaflóa. Þá fannst skjálftinn einn-
ig í Whitehorse sem er bær á
Yukon-svæðinu í Kanada.
í nóvembermánuði síðastliðnum
varð skjálfti á svipuðum slóðum og
mældist hann aðeins meiri, eða 7,6
stig á Riuchterskvarða. Sá skjálfti
olh nokkrum skemmdum á mann-
viijum í Yakutat og í kjölfar hans
fylgdi minniháttar flóðbylgja af hafi.
Ef þúerl í vafa um
hvada óvöxtunarleid
er hagstæðust sparifé
þínu, kynntu þér þá
kosti spariskírteina
ríkissióÖs
einhverja áhæftu með
sparifé mitt?
Ávöxtun sparifjár með spariskírtein-
um ríkissjóðs fylgir engin áhætta. Að
baki þeim stendur öll þjóðin og ríkis-
sjóður tryggir fulla endurgreiðslu á
gjalddaga. Slíkt öryggi býður enginn
annar en ríkissjóður.
innlent lánsfé og draga því úr erlendri
skuldasöfnun. Þetta gerir spariskírt-
eini ríkissjóðs að enn betri fjárfest-
ingu.
Hvernig óvoxta ég
sparifé mitt, svo það
beri háa vexti umfram
verðtryggingu?
8,5% ársvöxtum umfram verðtrygg-
ingu. Ríkissjóður býður nú til sölu
þrjá flokka verðtryggðra spariskírt-
eina:
1« Söfnunarskírteini sem greiðast
eftir 2 ár með 8,5% ársvöxtum.
2« Söfnunarskírteini sem greiðast
eftir 3 ár með 8,5% ársvöxtum.
3« Hefðbundin spariskírteini með
7,2% ársvöxtum. Binditíminn
er 6 ár en lánstíminn allt að 10
ár. Að binditíma liðnum eru
skírteinin innleysanleg af þinni
hálfu og er ríkissjóði einnig
heimilt að segja þeim upp. Segi
hvorugur skírteinunum upp
bera þau áfram 7,2% ársvexti út
lánstímann, sem getur lengst
orðið 10 ár.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
i.n.D 2 ár 8,5% l.feb ’90
i.n.D 3 ár 8,5% l.feb '91
í.n.A 6/10 ár 7,2% l.feb ’94-’98
úm
Með spariskírteinum ríkissjóðs getur
þú ávaxtað sparifé þitt með allt að
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
banka íslands og hjá löggiltum verð-
bréfasölum, sem m. a. eru viðskipta-
bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús
um land allt og aðrir verðbréfamiðlar-
ar. Einnig er hægt að panta skírteinin
með því að hringja í Seðlabankann í
síma 91-699863, greiða með C-gíró-
seðli og fá þau síðan send í ábyrgðar-
pósti.
RIKISSJOÐUR ÍSLANDS
Sextán fómst
Að minnsta kosti sextán manns
fórust í borginni Necochea í Arg-
entinu í gær þegar bifreiöastjóri
í kappakstri missti stjórn á öku-
tæki sínu og ók á hóp áhorfenda
við brautina.
Ökumaðurinn var þátttakandi
í kappakstri fyrir venjulega fólks-
bíla en ekki er vitað hvað olli því
að hann missti stjórn á bílnum.
Allt rólegt
Kinverskir íjölmiðlar segja nú
að allt sé með kyrrum kjörum aö
nýju í Tíbet eftir tveggja daga
óeiröir þar vegna mótmæla þjóö-
emissinna.
Að sögn kínverskra dagblaöa
hefúr tekist aö beija niður óeirðir
aðskilnaöarsinna, sem hleyptu
upp hátíöarsamkomu búddatrú-
armanna í Lhasa og hrópuöu þar
slagorö um sjálfstætt Tíbet.
Taliö er að níu manns hafi látiö
lífið í óeirðunum, þar á meðal
einn lögreglumaður sem hrapaði
til bana úr byggingu.
Bmðkaupsafmæli
Ronald Reagan Bandarílcjafor-
seti og eiginkona hans, Nancy
Reagan, héldu á fóstudag upp á
þijátíu og sex ára brúökaupsaf-
mæli sitt.
Starfsmenn Hvíta hússins
komu forsetahjónununm á óvart
að þessu tilefni meö því að halda
þeim veislu.
Þúsundir hjúkrunarkvenna og
stuðningsmanna þeirra fóru um
helgina í mótmælagöngu um mið-
borg London til þess að reyna að
þvinga stjórn landsins til þess að
veita meiri fjármuni til heilbrigð-
isþjónustu.
Talið er aö um þrjátíu þúsund
starfsmenn heilbrigðisþjón-
ustunnar hafi tekið þátt í
raótmælunum.