Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Page 13
13 MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Fréttir Mikilvægt fyrir Ólafsvík að eiga kraftmikil félög Ámi E. Albertsson, DV, Ólafevík; Félagar í Kiwanisklúbbnum Korra í Ólafsvík færðu félagsmið- stöðinni í Ólafsvík höfðinglega gjöf í síðasta mánuði. Það voru mjög fullkomin hljómílutningstæki. Af- hendingin fór fram í félagsmiðstöð- inni 17. janúar að viðstöddum itorrafélögum, Sinawikkonum, æskulýðsnefnd Ólafsvikurkaup- staðar og fleiri gestum. Ingi Á. Pálsson, forseti Korra, bauð gesti velkomna. í ávarpi sínu ræddi hann um þjónustuhlutverk Kiwanishreyfingarinnar og helstu tekjur styrktarsjóðs Korra. Þær eru sala á jólatrjám, greni, jóla- pappír og farið er í sjóróðra. En síðastliðið sumar var farin ný fjár- öflunarleið. Það var sala á fána- stöngum í tilefni af 300 ára verslunarafmæli Ólafsvíkur og gekk hún vel. Ingi gat þess að öllu því fé, sem safnaö væri hjá almenn- ingi, væri varið til styrktarverk- efna. Margir fá styrki Þá kom fram að Korrafélagar hafa á undanfórnum árum styrkt ýmsa aðila hér í Ólafsvík, til dæmis kirkj- una, heilsugæslustöðina, barna- heimilið, dvalarheimihö Jaöar, björgunarsveitina Sæbjörgu og fleiri. Á síðasta starfsári og þessu hefur verið úthlutað hálfri milljón króna úr styrktarsjóði Korra. Þar má nefna björgunarsveitina Sæbjörgu, einstaklinga, sem átt hafa í erfiö- leikum, íþróttasamband fatlaðra var styrkt og félagsheimilinu gefið píanó í samvinnu við Lions- og Rotaryklúbba Ólafsvíkur. Þá var jólatré gefið á barnaheimilið og skemmtun haldin fyrir eldri borg- ara. Ingi gat þess að kjörorð Kiwanis- hreyfingarinnar starfsárið 1987-1988 væri; „Þjónum æskunni" og þess vegna hefðu Korrafélagar ákveðið aö gefa þessi hljómflutn- ingstæki í félagsmiðstöðina með þeirri von að æskufólk Ólafsvíkur njóti þeirra um ókomin ár. Ingi las síðan upp gjafabréf og bað Árna E. Albertsson, formann Æskulýðs- og íþróttaráðs Ólafsvíkur, að taka á móti gjöfinni. Innanhúss símakerfi Þá tók til máls Svanhildur Páls- dóttir, formaður Sinawikklúbbs Ólafsvíkur, og sagði frá því að sl: sumar hefðu Sinawikkonur í Ólaf- svík staðið að útimarkaði og blómasölu í tengslum við 300 ára verslunarafmæli Ólafsvíkur og hefði verið ákveðið aö nota hagnað- inn til þess að kaupa innanhúss- símkerfi í félagsheimilið. Þá las hún upp gjafabréf og bað síðan Pál Ingólfsson, formann stjórnar fé- lagsheimilisins, að taka við gjöf- inni. Páll þakkaði fyrir þessa góðu gjöf. Til máls tóku einnig Sveinn Þór Elinbergsson, forseti bæjarstjórn- ar, og Kristján Pálsson bæjarstjóri. í máli þeirra kom fram mikið þakk- læti fyrir þessar höfðinglegu gjafir og sögðu þeir að það væri mikil- vægt bæjarfélagi eins og Ólafsvík að vita af jafnkraftmiklum félögum og Kiwanismenn og eiginkonur þeirra væru. Félag starfsmanna Landsbanka íslands: Sextíu áva í dag Félag starfsmanna Landsbanka ís- lands er sextíu ára í dag. Félagið var stofnað í Kaupþingssalnum í Reykja- vík hinn 7. mars árið 1928. Aðalmark- mið félagsins eru að gæta hagsmuna félagsmanna og að kynna fyrir þeim nýjungar í bankamálum og öðru er gerir þá að hæfari starfsmönnum. Innan FSLÍ starfa margar fasta- nefndir er annast hin ýmsu félags- mál svo sem skemmtinefnd. bókasafnsnefnd, mötuneytisnefnd og seljanefnd en stjórn félagsins skipu- leggur starfið með þessum nefndum. Á fimmtíu ára afmælishátíð félags- ins fyrir 10 árum kom út rit um sögu þess. Fréttabréf starfsfólks Lands- banka íslands, sem kemur út í dag, verður helgað félaginu og þar er drepið á nokkur atriði í sögu þess og birt viðtöl við nokkra félagsmenn. Hafnsögubáturinn Þytur við nýja viðlegukantinn þegar nýja vöruhöfnin var formlega tekin i notkun. DV-mynd BB, ísafirði Ný vömhöfn á ísafirði Sigurjón J. Sigurðsson, DV, feafirði: Ný vöruhöfn sem gerð hefur verið í Sundahöfn á ísafirði hefur nú verið tekin í notkun. Þar er um að ræða 120 metra viðlegukant og er þarna því um verulega stækkun aö ræða að sögn Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra. Hann flutti ræðu við athöfnina, sem átti að vera við nýju höfnina, en sökum hvassviðris gat ekki af því orðiö. í stað þess var hald- ið í Sjómannastofuna. Hermann Skúlason skipstjóri várð þess heiðurs aðnjótandi að vígja höfnina því hafnsögubáturinn Þytur lagðist að hafnarkantinum í stað tog- arans Júlíusar Geirmundssonar IS 270.1981 var unnið við fyrsta áfanga vöruhafnarinnar og fram á árið 1982. Síðan lágu framkvæmdir niðri þar til í fyrra. í fyrstu var fyrirhugað að taka vöruhöfnina í notkun 1984 en hún var tekin út af fjárlögum þar til á síðasta ári. Þá komst hún á blað á ný og hefur nú formlega verið tekin i notkun. Ekki er hún þó fullgerð og í næsta áfanga er stefnt að gerö fyrir- stöðugarðs og frekari dýpkun. Áætlaöur kostnaður við þetta er 24 milljónir króna. Eins og staðan er í dag geta stærri skip ekki lagst að kantinum sökum grynninga. Ný lögreglustöð á Húsavík Hólmfríöur Friöjónsdóttir, DV, Húsavik: Senn líður að því að lögreglan og sýslumannsembættið á Húsavík flytji í nýtt húsnæði. Lögreglan er nú til húsa á tveimur stöðum í bæn- um. Varðstofan og skrifstofuhús- næðið eru að Garðarsbraut 27 en fangageymslurnar að Ketilsbraut 9. Að sögn Þrastar Brynjólfssonar yfir- lögregluþjóns mun skrifstofuaðstað- an vera viöunandi en geymslurými svo til ekkert og taka varð gám á leigu til þess að leysa þann vanda. Þröstur sagði að eins og málin stæðu í dag væri ætlunin að flytja inn Hið nýja hús lögreglunnar og sýslu- mannsembættisins á Húsavik. DV-mynd Hólmfriður. í nýja húsnæðið um mánaðamótin apríl-mai. Þó bénti márgt til þess að það kynni að dragast og nefndi hann sem dæmi að ekki væri enn farið að bjóða út húsgögn í húsið. Þá væru ýmsir hlutir, sem ættu að koma er- lendis frá, svo sem tæki og lásakerfi, rétt ókomnir til landsins. Bygging hússins, sem Norðurvík hf. hefur séð um, hefur gengið mjög vel og alveg samkvæmt áætlun. Þröstur sagði að hið nýja húsnæði yrði sannkölluð bylting á starfsað- stöðu lögreglunnar og hann vænti þess að það myndi skila sér í framtíð- inni í störfum lögreglunnar. Aflaverðmæti 138 milljónir Reynir Traustason, DV, Flateyri: Togarinn Gyllir ÍS 261, Flateyri, aflaði á síðasta ári 4.143 tonna. Fjórðungur aflans var fluttur ferskur á markað erlendis en rúm- um þrjú þúsund tonnum var landað heima til vinnslu. Heildar- verðmæti aflans nam liðlega 138 milljónum króna. Gyllir við bryggju á Flateyri. DV-mynd Reynir Lido De Jesolo. Sannkallaður fjöl- skyldustaður í nágrenni Feneyja. Góðar strendur, hagstætt verðlag, skemmtilegt götulíf og mikið úrval skoðunarferða. Ítalía er óskaland ferðamannsins. 3 vikur, áætlunarflug til Mílanó, íslenskur fararstjóri. Verð frá 41.499 kr.* 4 í íbúð 49.184 kr. 2 í íbúð 58.088 kr. FERÐASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S. 624040 * Hjón með 2 börn 0-12 ára STAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.