Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Qupperneq 16
16 Spumingin Hver er uppáhalds- drykkur þinn? Margrét Hagalínsdóttir: Ætli þaö sé ekki bara te. Erla Vignisdóttir: Þaö er kók. Kristín Valdimarsdóttir: Trópí. Kristín Kristmundsdóttir: Kóka kóla. Harpa Theódórsdóttir: Kók, en mér finnst vatnið líka mjög gott. íris H. Þórisdóttir: Southern Com- fort. MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. Lesendur dv Að fylla út skýrslu á víðavangi: Hvemig en ekki hvar Bréfritari treystir lögreglumönnum betur til þess að útfylla skýrslur á slys- stað. „Lögreglan hefur allt er til þarf að þessu leyti,“ segir hér. B.G. skrifar: í hinum nýju umferöarlögum, sem tekiö hafa gildi, er margt sem kemur spánskt fyrir sjónir. Eitt er þessi skýrsla sem við ökumenn eigum að fylla út sjálfir veröum við fyrir óhappi á götum eða vegum úti. Talsverðum tima og peningum er eytt í að sýna framkvæmd þessa, t.d. í sjónvarpsþætti frá einhverjum samtökum sem kalla sig Fararheill til framtíðar og er sennilega félags- skapur á vegum tryggingafélaganna. í þessari sjónvarpsauglýsingu má sjá tvo menn bjástra með skýrsluform í höndum og virðast þeir eiga að vera að fylia út formið en það sést auðvit- að aldrei hvernig þeir standa að útfyllingunni í úðarigningu á götu úti. Þeir eru bara látnir handíjatla eyðublöðin eða blaðið og segja svo allt í einu: aUt í lagi! - En hvernig á að standa að því að útfylla skýrsl- una? Á það að gerast inni í öðrum hvorum bílnum, sem lendir í óhappi, eða úti á götunni? Hvorugt er hægt, að mínu mati, ef vel á að vera, þar sem engar aðstæður eru til pappír- svinnu á götu úti eða inni í bíl. Til þessa verður annaðhvort að hafa hjá sér í bílnum harða möppu eða spjald, sem hægt er að nota undir skýrsluna tii að skrifa á, eða gera það á vélar- húsi annarrar hvorrar bifreiðarinn- ar og þá úti. Eða á sérhver bílstjóri aö kaupa sér spjald eða möppu til að nota í tilvikum sem þessum? Lögreglan er vel útbúin að þessu leyti því hún hefur allt er til þarf, mælingartæki og möppu til þess gerða að taka skýrslu og skrifa niður og færa inn uppdrátt af aðstæðum á slysstað. Þetta hlutverk mun hinn almenni ökumaður aldrei geta tekið að sér svo vel sé. Annað er það að í framtíðinni munu verða mikil brögð að því, ef menn eiga að sjá um þennan þátt sjálfir, að ekki veröi skýrslunni skil- að inn til viðkomandi tryggingafé- lags vegna þess að menn hér eru trassafengnir að eðlisfari. Hvor aðili fyrir sig á að senda sínu tryggingafé- lagi skýrsluna! Auðvitað græðir tryggingafélag á því að viðkomandi sendi ekki skýrslu inn fyrr en eftir dúk og disk. Margur skussinn og ökufanturinn mun þvi áreiðanlega gera sitt til að draga að skila svona skýrslu. - Kannski hefur það verið æúun tryggingafélaganna? En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það mikill ábyrgðarhluti að henda þeirri ábyrgð, sem fylgir út- fyllingu tjónaskýrslu á slysstað, á herðar ökumönmun sjálfum og munu þar einhverjir bera skarðan hlut frá borði áður en langt líöur. Þetta fyrirkomulag ætti aö endur- skoða hið allra fyrsta og raunar fleiri þætti hinna nýju umferðarlaga, t.d skyldunotkun ljósa, beltanna og enn fleira. Hugleið- ingar um viðhorf aldraðra J. P. skrifar: Aldraö fólk myndar ekki þrýsti- hóp. Þaö hefur flest unnið störf sín á hljóðlátan hátt og af aiúð og samviskusemi. Tvær heims- styijaidir hefur það lifaö og á milli þeirra mikil verösveifluár og illræmd kreppuár. Þetta hefur oftast veriö láglaunafólk en með ráödeiid og skynsamlegum lifn- aðarháttum haföi því tekist að aura saman smáupphæðum til eliiáranna en póhtíkusarnir og óábyrgir samningamenn um kaup og kjör sáu fyrir því að þær brunnu að mestu upp í verðbólg- unni. Enn þann dag í dag eru til stofn- anir sem eru með fé almennings án verðtryggingar og komast upp með það! Þessu aldraða fólki er ýtt út af vinnumarkaðinum nema þá helst ef um hálaunamenn er að ræða, þeim er séð fyrir ein- hverju. Aldraða fólkið gerir ekki kröfu tíi að fá sparifé landsmanna að láni til langs tíma með niður- greiddum vöxtiun til náms eða húsbygginga. Það er þakklátt fyr- ir allt sem fyrir þaö er gert, og þá ekki hvað síst fyrir ellilaunin og tekjutrygginguna frá Trygg- ingastofnun ríkisins. En varla þætti hálaunahópunum eða eyðsluklónum mikið til þeirra koma. Þetta fóik getur lifað af þeim vegna þess að það kann með peninga að fara. Aidraða fólkið er ríkinu einnig þakklátt fyrir fjölmiðlana enda þótt þaö getí nú varla skihö sumt í fari þeirra, svo sem t.d. að hafa skákþátt með skýringum í út- varpinu og spila á grammófón í sjónvarpinu - en ekki öfugt! Það nær því heldur ekki hvers vegna spilað er af kappi á grammófón eitthvert garg á meö- an flutt er talaö orð, og að sjálf- sögðu bæöi á undan og eftír. Þaö virðist vera eitthvert lögmál eða tiska en er mörgum til sárra leiö- inda og aðstandendum til Mtíls sóma, svo ekki sé meira sagt. Ýmsir góðir þættír með töluðu orði eru einnig rifnir í sundur á þennan hátt og ná því ekki til hlustenda sem heildar. Nú standa þessir fjölmiðlar á tímamótum. Undir stjóm hæstv. menntamálaráöherra, Birgis ísleifs Gunnarssonar, munu inn- an tíðar hefjast í sjónvarpinu þættir, hannaðir tíl fræðslu, um íslenskt mál til aö byrja með, von- andi á fleiri sviðum síöar. Ef gfammófóngargið minnkar að sama skapi þá væri vel farið. Muniö það, góðir fjölmiðlamenn, að það er tvennt ólíkt, grammó- fóngarg og tónhsL i sima 27022 miUi kl. 13 og 15 eða skrifið „Perestrojka" SÍS ekkert „g1asnost“ Gamall samvinnumaður skrifar: Það er varla hægt að segja, að gleði sé í höll samvinnumanna, eins og Goðmundar á Glæsivöllum, þótt í góðsemi vegi hver annan á báðum þeim bæjum. - Svo mikil eru þessi tíðindi og mönnum hug- leikin, að menn nenna ekki einu sinni að ræða gengisfellingu mótí markmiöum ríkisstjórnarinnar nema til málmynda. Tvennt vekur sérstaka athygli á þessu stígi málanna: í fyrsta lagi, að þeir Erlendur og Valur virðast hafa gleymt gömlum væringum og tekið saman höndum um að bola óskabarni sínu, Guðjóni B. í burtu, þegar í ljós kom, að hann ætlaði sér að gera það sem hann hélt, að hann væri ráðinn til, sem sé að stjóma Sísinu. Ráð þeirra til þess var að láta rannsaka ofan í kjöhnn fjármál Guðjóns B., bæði einkahagi og launamáhn. Hið síðamefnda ættí að vera hæg heimatökin, því hann hefur verið launaður af Sísinu hk- lega allan sinn starfsaldur, og a.m.k. síðustu árin, samkvæmt persónulegu samkomulagi við Er- lend - sem Erlendur virðist nú, a.m.k. að einhverju leyti, hafa gleymt. Enda er ekki ótítt, að minni manna hraki með aldrinum. En á þá SÍS-forstjórinn fyrrverandi enga sök, ef hann liefur þegjandi látið undirmann sinn hlunnfara Sísið um milljónir á undanfórnum ámm? Annars vekur það sérstaka at- hygli, aö þeir Erlendur og Valur skuh velja þessa leið. Ætli það getí verið, að þeir þekki það af sjálfum sér, að þarna sé mannskepnan veikust fyrir? í öðm lagi er athyghvert það vald sem einum manni er fengið í þessu máh, Geir Geirssyni, endurskoð- anda. Ekki verður betur séð en það velti á hans valdi, hverjir verði við stjórnvöl SÍS-veldisins í næstu framtíð. Finni hann ávirðingar á Guðjón B. er Guðjón úr Samvinnu- sögunni og með honum þeir sem stutt hafa hann, ásamt þeim sem hann hefur stutt sjálfur. Þar með mundi margur góður maðurinn hrekjast frá Samband- inu. Finni Geir þær ekki, fehur hann í ónáð hjá Val og Erlendi og getur raunar ráðiö nokkru um það, með afgreiðslu sinni á máhnu, hver staða þeirra verður innan Sam- bandsins eftir. Hvar venjulegur samvinnumað- ur og félagi í kaupfélagi stendur í þessu máh, eða hvar á vogarskál hans lóð getur fallið, er vandséð í þessari perestrojku samvinnumála á íslandi. En svo mikið er víst, að hún verður varla köhuð glasnost. „Varla gleði í höll samvinnumanna", segir bréfritari. - Hinir þrír stóru sem helstir eru til sögu nefndir: Valur Arnþórsson, Erlendur Einarsson og Guðjón B. Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.