Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 38
50;
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988.
Jarðarfarir
Útfór Svandísar Vilhjálmsdóttur fer
fram frá Fossvogskirkju í dag, 7.
mars, kl. 13.30.
Marinó Tryggvi Erlendsson símvirki,
Unnarbraut 5, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 7. mars, kl.
15..
Guðrún Á. Símonar óperusöngkona,
Reynimel 51, lést á heimili sínu 28.
febrúar sl. Útforin fer fram frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 9. mars
kl. 13.30.
Sigríður Guðjónsdóttir frá Stóru-
VöUum í Landssveit verður jarð-
sungin frá Skarðskirkju í Landssveit
þriðjudaginn 8. mars nk. kl. 14. Rúta
fer frá BSÍ kl. 11 f.h.
Bjarni G. Guðmundsson húsasmíða-
meistari, Dvergabakka 12, Reykja-
vík, sem lést í Borgarspítalanum 28.
f.m., veröur jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu þriðjudaginn 8. mars kl.
13.30.
Tilkynnirigar
Stuðningssamtöl
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð veita
upplýsingar og ráðgjöf í síma 696361
þriöjudaginn 8. mars milli kl. 20 og 22.
Lámarksstærðir
þorskfiskneta
Sjávarútvegsráðuneytið hefur geflö út
reglugerö varðandi leyfilega möskva-
stærð í þorskfisknetum. Samkvæmt
reglugerð þessari er leyfileg möskva-
stærð 7 þumlungar frá 1. janúar til páska
en 6 þumlungar eftir það. í Breiðafirði
gildir sú sérregla að 6 þumlunga möskvi
er aðeins leyfilegur frá 1. ágúst til ára-
móta. Reglugerð þessi er sett að ósk
Útvegsmannafélags Snæfellsness.
Trúnaðarbréf afhent
Hinn 24. febrúar 1988 afhenti Benedikt
Gröndal sendiherra Ulanhu, varaforseta
alþýðulýðveldisins Kína, trúnaðarbréf
sitt sem sendiherra íslands í Kína með
aðsetri í Reykjavík.
Fundir
Böm og sorg
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð halda
fræðslufund í safnaöarheimili Hallgríms-
kirkju þriðjudagskvöldið 8. mars kl. 20.30.
Helga Hannesdóttir barnageðlæknir flyt-
ur framsöguerindi um böm og sorg. Að
loknu erindi Helgu verða fyrirspurnir og
umræður. Kaffiveitingar ög samfélag.
Aðaifundur Ferðafélags
Íslands1988
verður haldinn þriðjudaginn 8. mars nk.
í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst stund-
víslega kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar-
störf. ATH. Félagar sýni ársskírteini frá
árinu 1987 við innganginn.
Konur - nú er nóg komið
Baráttufundur að kvöldi 8. mars að Hall-
veigarstöðum í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi kvenna. Fundurinn hefst kl.
20.30. Ávörp flytja: Margrét Bjömsdóttir
verkakona, Lilja Eyþórsdóttir banka-
maður og Laufey Jakobsdóttir amma.
Upplestur: Briet Héðinsdóttir leikari.
Söngur: Kjuregej Alexandra við undir-
leik Matta. Fundarstjóri: Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi.
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur fund i safnaðarheimilinu mánu-
daginn 7. mars kl. 20. Skemmtidagskrá
og kaffiveitingar. Mætum vel.
Kvenfélag Bústaðasóknar
heldur afmælisfund sinn 14. mars nk. í
tilefni 35 ára afmælis félagsins. Félags-
konur geta tekið með sér gesti á afmælis-
fundinn sem hefst kl. 20. Nánari uppl.
um fundinn veita Dagmar, s. 36212, Hólm-
fríður, s. 34700, og Lára, s. 35575.
Tónleikar
Tónleikar í Norræna húsinu
Dóra Reyndal sópransöngkona og Vil-.
helmína Ólafsdóttir píanóleikari halda,
Ijóðatónleika í Norræna húsinu þriðju-
daginn 8. mars kl. 20.30. Á efnisskrá verða
lög eftir Alban Berg, Richard Tmnk,
Maurice Ravel, Henri Dupark og William
Walton.
Meiming
Gaudeamus igitur
Háskólakórinn í Langholtskirkju í gærkvöldi
Háskólakórinn söng undir stjórn
Áma Harðarsonar í Langholts-
kirkju í gærkvöldi. Á efnisskránni
var margt stórskemmtilegt, m.a.
verk eftir fjögur íslensk tónskáld,
Tónlist
Leifur Þórarinsson
Kjartan Ólafsson, Karólínu Eiríks-
dóttur, söngstjórann og Jónas
Tómasson.
Fyrst voru þrjú alþekkt og elsku-
leg stúdentalög, Gaudeamus igitur,
Integer vitae og Valeté studia, og
var gott að heyra þessar ungu radd-
ir stemma saman þó ekki væri af
neinum kröftum eða yfirmáta til-
finningasemi. Þá voru þrír franskir
söngvar, madrigalar, og þar var
farið fallega tilgerðarlaust í sakim-
ar og með góðum, græskulausum
húmor.
Mér er ekki nokkur leið að gera
upp á milli íslensku verkanna, þó
féllu öll vel í geð og voru býsna
ólík. Þrjú lög úr tíulagaflokki við
ljóð Hannesar Péturssonar, Raddir
á daghvörfum, eftir Kjartan Ólafs-
son eru vel og fagmannlega samin,
sérstaklega miðlagið, Féh ég í
hendur flögðum, sem er afar „tra-
disjónelt" en ríkt í hljómnum. Tvö
smálög eftir Karólínu, án texta, eru
snotur „lágmarksmúsík" sem skil-
ur eftir þæghegar tilfinningar. Og
íjögur lög úr Disneyrímum Þórar-
ins Eldjárn eftir Áma Harðarson
eru stórskemmtileg sjómúsík, með
kurteislegum rímnatón og trítón.
Kannski var þó mestur fengu að
Waka, japönskum ljóðum eftir Jón-
as Tómasson, ekki síst vegna
tungumálsins sem hljómaði kostu-
lega úr íslenskum kokum.
I hehd vom þetta finir tónleikar.
Þó er kórinn ekki ahtof fágaður og
skortir kraft og hljómfylhngu á
köflum. Það mætti líka gjarnan
flölga í honum og þó ekki síður
áheyrendum sem voru undarlega
fáir miðað við að Háskóla íslands
er stærsti háskóli í heimi miðað við
fólksfjölda.
LÞ
Ofurefli ástríðnanna
skylda ættingja sem th landsins
koma eftir vafasömum leiðum,
jafnvel þótt slíkt athæfi sé ólöglegt.
Inntak leikritsins er m.a. per-
sónu- og örlagasaga hafnarverka-
mannsins Eddies Carbone. Hans
ógæfa kemur innan frá þegar hann
uggir ekki að sér og þaðan sem
hann á síst von á. Lífsfylhng og
hamingja snúast upp í andhverfu
sína.
Á heimhi Eddies ríkir sem sé
nokkurn veginn eindrægni og frið-
ur þó að kona hans sjái vissar
blikur á lofti í samskiptum hans
og fósturdóttur þeirra, gjafvaxta.
En upp úr sýöur þegar tveir bræð-
Þráinn Karlsson í hlutverki Eddie Carbone í uppsetningu Leikfélags
Akureyrar á „Horft af brúnni."
Leiktélag Akureyrar sýnir:
Horft al brúnni.
Höfundur: Arthur Miller.
Þýöing: Jakob Benediktsson.
Leikstjóri: Theodór Júliusson.
Lelkmynd og búningar: Hallmundur
Kristinsson.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Leikriti Arthurs Mhler, Horft af
brúnni, var á sínum tíma tekið
misjafnlega af samlöndum höfund-
ar og blönduðust þar að einhverju
leyti inn í málið meintar stjórn-
málaskoðanir hans og afstaða
manna th McCarthyismans sem
um þær mundir var að renna sitt
hlræmda skeið í Bandaríkjunum.
Það er forvitnilegt að sjá verkið
aftur á sviði nú, rúmum 30 árum
eftir að það var fyrst flutt hér á
landi, en það var í Þjóðleikhúsinu
haustið 1957.
Leikritið var upphaflega samið
sem einþáttungur og frumsýnt í
Bandaríkjunum 1955 en síöan end-
usamið og sett á svið í London ári
síðar. Sú uppfærsla vakti mikla
athygh og þar sveið heldur ekki
eins undan þeim skeytum sem
fylgdu meö í sögu Eddies Carbone
eins og heima í Bandaríkjunum.
Menn voru þannig í meira jafnvægi
austan hafsins og dæmdu verkiö
fremur á eigin forsendum.
Á frumsýningu leikritsins hjá
Leikfélagi Akureyrar síðasthðið
fostudagskvöld fannst mér per-
sónu- og örlagasaga Eddies enn
standa upp úr en minna ghti skír-
skotunin th samtíma höfundar eða
sjálft sögusviðið. Verkið hefur sem
skáldverk staðist tímans tönn,
mannlegu sannindin eru síghd og
saga Eddies er áhugaverð enn í dag.
Sem drama byggist leikritið upp
í kringum þessa persónu og fjöl-
skyldu hans. Dagfarsprúður
maður, góður fjölskyldu sinni og
vinum, tekur smám saman þeim
breytingum að hann verður nær
óþekkjanlegur. Sjálft innihaldið
gæti sem best verið smásaga í viku-
riti en efnistök Millers lyfta því upp
úr meðalmennskunni.
Leikritið minnir um margt á
grískan harmleik. Lögmaðurinn
Alfieri gegnir hlutverki sögu-
manns sem stendur álengdar og sér
jafnvel fyrir atburðarásina en get-
ur þó ekkert aðhafst. Einhver æðri
máttur hefur hrundið af stað því
ferh sem enginn fær breytt.
Það húmar að kvöldi og blámóða
stórborgarmyrkursins leggst yfir
sviðið í upphafi verksins. Hafnar-
verkamenn halda hver til síns
heima að loknum vinnudegi, þeir
gantast vingjarnlega sín í milli og
bregða á leik.
Miller velur verkinu sögusvið
meðal ítalskra innflytjenda í
Brooklyn í New York á sjötta ára-
tugnum. Ættartengslin eru sterk
og samhjálp í heiðri höfð. Straum-
ur ólöglegra innflytjenda er inn í
landið og það þykir ekkert thtöku-
mál að skjóta skjólshúsi yfir fjar-
Leiklist
Auður Eydal
ur, ólöglegir innflytjendur, fá inni
hjá þeim hjónum og dóttirin, Katr-
ín, fer að renna hýru auga til
annars þeirra. Þá kemur smám
saman í ljós að tilfinningar Eddies
th Katrínar eru ekki eins fóðurleg-
ar og þær ættu að vera.
Eins og Miller hefur sjálfur bent
á er thgangur hans hkt og hinna
fornu grísku harmleikjaskálda að
spyrja hinna stærstu spurninga um
vald mannanna yfir eigin hfi. í
þessu verki hans er niðurstaðan sú
að ekkert fær stöðvað örlögin. Van-
máttugir eru þeir sem horfa á og
sjá jafnvel fyrir framvindu atburð-
anna en fá samt ekkert að gert.
Leikritið er þannig skrifaö að
persónan Eddie er miðpunktur
verksins og sá sem öll atburðarásin
snýst um. Honum næst standa,
nokkuð skýrt mótaðar frá höfund-
arins hendi, eiginkonan, Beatrice,
og Katrín hin unga.
Þráinn Karlsson leikur viðamik-
ið og margslungið hlutverk Eddies
sem ber uppi sýninguna frá upp-
hafi til enda.-Hann er kraftmikill
og líflegur í upphafi og lýsir síðan
á sannfærandi hátt hvernig ástríð-
umar tæra þennan sterka mann
innan frá. Að lokum vílar hann
ekki fyrir sér, hálfruglaður af hug-
arangri, að svíkja skjólstæðinga
sína og koma þeim í klær réttvís-
innar, jafnvel þó að hann viti að
fyrir það hlýtur hann útskúfun og
fyrirlitningu sinna nánustu.
Eddie birtist ljóslifandi á sviðinu
í túlkun Þráins. Þó fannst mér að
leikstjórinn hefði mátt breyta
áherslum þegar líður að lokum
verksins. Þar gerðist Eddie óþarf-
lega brjálæðislegur. Hann er ekki
vitskertur heldur hefur hann hrak-
ið sjálfan sig fram á brún hengí-
flugsins og fullur örvilnunar sér
hann hyldýpið blasa við. Dauðinn
er honum lausn.
Þráinn Karlsson er mikilhæfur
leikari og ber, sem fyrr er sagt,
hitann og þungann af sýningunni,
eðh leiksins samkvæmt. Hann ger-
ir það hka með öhum þeim burðum
sem bestu leikarar einir geta gert.
Erla Ruth Harðardóttir er ekki
margreynd leikkona og því vafa-
samt að hægt sé að gera kröfu til
hennar um betri frammistöðu en
hún sýnir í hlutverki Katrínar.
Leikur hennar var um margt
áreynslulaus og eðlilegur. Henni
tókst mætavel að túlka jafnt sak-
lausan æskuþokka sem útþrá og
fyrstu ást unglingsstúlkunnar sem
smám saman er að vakna til vit-
undar um það að hún er að verða
kona. En henni fataðist í átakaat-
riöunum í seinni hluta verksins
þegar upp úr sýður.
í þriðja horni þríhyrningsins er
eiginkonan, Beatrice, konan og
móðirin, holdtekja skynseminnar,
sem sér-hvað er að gerast en fær
þó ekkert að gert. Sunna Borg hef-
ur gott útht í hlutverkið (þó fannst
mér hárgreiðslan ekki vð hæfi, hún
hefði mátt vera íburöarminni) og
túlkaði persónuna af festu. Stöku
sinnum brá þó fyrir tilgerð sem var
á skjön við leikinn að ööru leyti.
En það var þó smávægilegt og í
heild var leikur hennar ágætlega
traustur.
Nokkrir leikarar koma fram í
ýmsum aukahlutverkum og verða
ekki taldir upp hér, en þeir Skúh
Gautason, Rodolpho, og Jón Ben-
ónýsson, Marco, leika bræðurna
tvo, hina ólöglegu innflytjendur.
Skúli var hálfþvingaður í hlutverki
hins alltof ljóshærða hjartaknús-
ara og náði sér ekki á strik. (Gætir
ekki misskilnings þarna? í Suður-
löndum eru alhr þeir sem ekki eru
með kolsvart hár taldir fremur
ljósir yfirlitum.)
Jón Benónýsson var að sönnu
þöguh og þungbrýndur eins og
hlutverk Marcos gerir ráð fyrir að
hann sé en þar fyrir utan varla trú-
verðugur sem það heljarmenni sem
Marco á að vera. Sannast sagna eru
þessi hlutverk bræðranna bæði
hálfvandræðaleg frá höfundarins
hendi.
Marinó Þorsteinsson var ekki
heldur í essinu sínu sem lögmaður-
inn Alfieri. Þar kann einhverju um
að yalda stirðlegur texti sem hon-
um var lagður í munn.
Veikasti hlekkurinn í sýningunni
fannst mér einmitt vera þýðing
Jakobs Benediktssonar sem hefði
þurft að fá ærilega andlitslyftingu.
Miðað við frumtextann er málfar
ahtof stirt og hátíölegt. Þéringar
lögmannsins hefðu t.d. mátt hverfa
þó að þær hgfi ekki látið óeðlilega
í eyrum fyrir, 30 árum þegar þær
tíðkuðust ennþá í einhverjum mæli
manná á meðal.
En Theodór Júhusson, sem
þreytir hér frumraun sína sem
leikstjóri, hefur ásamt hönnuðum
leikmyndar og lýsingar, þeim Hall-
mundi Kristinssyni og Ingvari
Björnssyni, komið hér á svið sýn-
ingu sem er að mínu mati, þegar á
heildina er htið, bæði sterk og at-
hyghsverð.
Leikmyndin er eftirtektarverð
útfærsla á forsögn höfundar, nokk-
uö flókin en gefur um leið ýmsa
möguleika sem leikstjórinn nýtir
eftir fóngum. Lýsingin var hka
sérstaklega vel unnin svo athygli
vakti. Búningar og gervi voru (að
undanskildum áðurgreindum að-
finnslum um hár leikenda) ágæt-
lega við hæfi.
Þrúgandi andrúmsloft stórborg-
arinnar og heitar mannlegar
ástríður munu þannig ráða ríkjum
á sviði gamla samkomuhússins á
Akureyri næstu vikurnar og er
enginn svikinn sem þar eyðir
kvöldstund.
AE