Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 35 Fólk í fréttum Geoig Guðni Hauksson Georg Guðni Hauksson myndlist- armaður hlaut Menningarverð- laun DV fyrir endursköpun í myndlist. Georg Guðni er fæddur 1. janúar 1961 í Rvík og lauk námi í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1985. Hann nam við Jan Van Eyck Akademie í Maastricht í Holl- andi 1985-1987 og hefur haldið fiölda sýninga: Gullströndin andar, Rvík 1983, Ungir myndlistarmenn, Rvík 1983, í Þrándheimi 1984, Rvík 1985, Stokkhólmi 1985, Maastricht 1986, Dusseldorf 1986, Rvík 1986, IBM, Rvík 1987, Svart á hvítu, Rvík 1987, Málmey 1987, Maastricht 1987 og á ísaHrði 1987. Sambýliskona Georgs Guðna er Sigrún Jónasdóttir, f. 10. október 1961, meinatæknir. Foreldrar hennar eru Jónas Bjarnason rann- sóknarlögreglumaður og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Georg Guðni og Sigrún eiga eina dóttur, Elísabetu Hugrúnu, f. 11. janúar 1988. Systkini Georgs Guöna: Sigrún, f. 31. apríl 1959, landfræðingur, samhýlismaður hennar er Loftur Ath Eiríksson ljósmyndari og eru þau í framhaldsnámi í Bandaríkj- unum og Tómas Kolbeinn, f. 20. júlí 1964, d. 22. mars 1987. Foreldrar Georgs Guðna eru Haukur Tómasson, jarðfræðingur í Rvík, og kona hans, Karítas Jóns- dóttir. Faðir Hauks er Tómas, verkamaður í Hnífsdal, Tómasson, b. á Saurum í Staðarsveit, bróðir Margrétar, langömmu prófesso- ranna Sigmundar og Þórðar Eydal Magnússona. Tómas var sonur Jóns, b. í Skammadal í Mýrdal, Tómassonar, bróður Þórðar, afa Þórðar Tómassonar, fræðimanns í Skógum og langafa Ólafs Laufdals og Stefáns Harðar Grímssonar skálds. Jón var bróðir Sigríðar, langömmu Jóns Þórs Þórhallsson- ar, forstjóra Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar og Erlendar Einarssonar, fyrrv. forstjóra SÍS. Móðir Tómasar Tómassonar var Margrét, systir Sigríðar, ömmu Bjarna Braga Jónssonar, aðstoðar- bankastjóra Seðlabankans. Margr- ét var dóttir Jóns, b. í Breiðuhlíð í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Margr- étar var Ingibjörg Einarsdóttir, b. í Fjósum í Mýrdal, Þorsteinssonar, b. á Hunkubökkum, Salómonsson- ar, bróður Sigríðar, langömmu Jóhannesar Kjarvals. Móðir Ingi- bjargar var Guðlaug, systir Magnúsar, langafa Helga, fóður Jóns ráðherra. Guðlaug var dóttir Jóns, b. og hreppstjóra á Kirkju- bæjarklaustri, Magnússonar, og konu hans Guðrúnar Oddsdóttur, systur Sigurðar, langafa Guð- brandar, fóður Ingólfs söngstjóra og Þorfinns, afa Omars Ragnars- sonar. Móðir Hauks er Elísabet Elías- dóttir, b. á Berjadalsá á Snæfjalla- strönd, Jónssonar, og konu hans Rakelar Jakobsdóttur, b. í Unaðs- dal, Kolbeinssonar. Móðir Rakelar var Elísabet, systir Solveigar, langömmu Ingigerðar, móður Þor- steins Pálssonar forsætisráðherra. Elísabet var dóttir Þorleifs, b. í Unaðsdal, Benediktssonar, b. á Blá- mýrum, hróður Markúsar, langafa Ásgeirs.Ásgeirssonar forseta. Ben- edikt var einnig bróðir Matthíasar, langafa Jóns, langafa Guðmundar, foður Guömundar J., formanns Dagsbrúnar. Matthías var einnig langafi Matthíasar, afa Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra. Benedikt var sonur Þórðar, stúdents í Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, langafa Jóns forsetá. Móðir Elísabetar var Sigríður Árnadóttir, umboðsmanns í Vatns- firði, Jónssonar, og konu hans Elísabetar Guðmundsdóttur, b. í Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnar- dal, Illugasonar, ættföður Arnar- dalsættarinnar. Karítas er dóttir Jóns Guðna, verkstjóra í Bolungarvík, Jónsson- ar, b. á Hanhóli, Tyrfingssonar. Móðir Jóns Tyrfingssonar var Ka- rítas, systir Guðrúnar, langömmu Pálma á Akri, Þorbergs Kristjáns- sonar prests í Kópavogi og Jóns Georg Guðni Hauksson. Þorsteinssonar, fyrrv. alþingis- manns, föður Sigfúsar, bæjarstjóra á Akureyri. Karítas var dóttir Bárðar, b. á Hóli í Bolungarvík, Sturlusonar. Móðir Bárðar var Ingibjörg Bárðardóttir, systir Guð- mundar í Arnardal. DV Afmæli Gunnar Guðmundsson Gunnar Guðmundsson járn- smiður, Nökkvavogi 42, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Gunnar fæddist á Hóh í Sauðaneshreppi á Langanesi og ólst þar upp fram yfir tvítugsaldur. Hann var við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni og í Reykholti og síðan einn vetur í Samvinnuskólanum í Reykjavík en th Reykjavíkur flutti hann með for- eldrum sínum. Gunnar fór svo til Svíþjóðar og dvaldi þar og í Dan- mörku næstu níu árin og stundaði þá lengst af vinnumennsku á bóndabæjum. Gunnar var á nám- skeiði hjá norræna alþýðuskólan- um í Genf en það var haldið í Noregi og Frakklandi og dvaldi hann þá eitt ár í Frakklandi. Hann kom svo heim 1946 og fór að vinna við járnsmíði sem hann hefur gert óslitið síðan. Hann starfaði í níu ár við Sóló-eldavélar en hóf síðan sjálfstæðan rekstur og smíðaði mikið bílpalla og síðar stálgrinda- hús til sveita. Kona Gunnars er Sólveig, f. 21.6. 1923, dóttir Kristjáns Sveinssonar rafvirkja og Sigríðar Daníelsdóttur saumakonu, bæði ættuð úr Skag- firði. Sonur Gunnars frá fyrra hjóna- bandi er Páll, f. 1944, kvæntur Ester Þorgrímsdóttur, en þau búa í Sví- þjóð og eiga þrjú börn. Sonur Sólveigar frá því fyrir hjónaband var Kristján Sveinn Helgason en hann er látinn. Kristján Sveinn átti tvö börn. Gunnar og Sólveig eiga þrjá syni saman. Þeir eru: Guð- mundur, starfsmaður hjá Vest- fjarðaleið, f. 1954, en hann er búsettur í Reykjavík; Sigurður Daníel, starfsmaður hjá Optima, kvæntur Önnu Gunnarsdóttur, en þau búa í Reykjavík og eiga þrjú börn; Oddur, verslunarstjóri hjá Húsgagnahölhnni, kvæntur Ás- laugu Jónsdóttur, en þau búa í Reykjavík og eiga tvö börn. Gunnar átti tvö systkini sem bæði eru látin. Þau voru: Gísli al- þingismaður, f. 1903, d 1973, en kona hans var Margrét Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þisthfirði; og Oddný Gunnhildur, kennari og rit- höfundur, f. 1908, d. 1985. Foreldrar Gunnars voru Guð- Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir Sveinlaug Hahdóra Sveinsdóttir, Suðurgötu 26, Sandgerði, er sjötug í dag. Hún fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp th sjö ára aldurs en 1925 missti hún föður sinn og flutti þá með móður sinni til Vestmanna- eyja. Þar bjó Sveinlaug Halldóra uns hún gifti sig og flutti til Sand- gerðis 1939. Maður hennar er Pétur Björns- son vélstjóri, f. 21.7. 1918, en hann er fæddur og uppalinn í Miðnes-. hreppi. Sveinlaug og Pétur eiga fimm börn. Þau eru: Guðbjörg Birna, f. 24.12.1940, gift Birni Kristjánssyni, póst- og símstöðvarstjóra á Höfn í Hornafirði, en þau eiga þrjú böm; Sveindís Þórunn, f. 1.1. 1942, gift Ágústi Einarssyni vélstjóra, en þau búa á Akureyri og eiga fimm börn; 75 ára Kristján P. Guðmundsson, fyrrv. útgerðarmaður og umboðsmaður Sjóvá, til heimilis að Brekkugötu 27A, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Friðrikka Pálsdóttir, Hólmgarði 2B, Keflavík, er sjötug í dag. 60 ára_________________________ Þorbjörg Valdimarsdóttir, Kárs- Sigurður, f. 28.5. 1944, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Guðnýju Eddu Magnúsdóttur húsmóður, en þau búa í Reykjavík og eiga þrjú börn; Jóhanna Sigurrós, f. 8.11. 1948, húsmóðir, gift Niels Karls- syni, menntaskóla- og háskóla- kennara á Akureyri, en þau búa á Akureyri og eiga fjögur börn; Anna Marý, f. 4.12. 1955, sjúkraliði, gift Guðmundi Jens Knútssyni raf- virkjameistara, en þau eiga eitt barn. Sveinlaug Halldóra átti þrjú systkini sem öll eru látin. Foreldrar Sveinlaugar Halldóru: Þórunn Sigurðardóttir frá London í Vestmannaeyjum og Sveinn Ottó Sigurðssonfrá Seyðisfirði. Foreldr- ar Þórunnar voru Sigurður Sig- urðsson og Guðríður Ólafsdóttir. nesbraut 89, Kópavogi, er sextug í dag. Ingibjörg Bergsteinsdóttir, Hraun- kambi 6, Hafnarfirði, er sextug í dag. Ólafur Kristinn Sveinsson, Sell- átranesi, Rauðasandshreppi, er sextugur í dag. Erna Sigurjónsdóttir, Vesturbrún 6, Flúðum, Hrunamannahreppi, er sextug í dag. Hún verður að heiman á afmælisdaginn.______________ 50 ára_________________________ Einar Logi Einarsson, Týsgötu 5, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Gunnar Guðmundsson. mundur, b. á Hóli á Langanesi, Gunnarsson, f. 10.5. 1873, d. 6.9. 1942, og kona hans Kristín Gísla- dóttir húsfreyja, f. 20.6.1875, d. 10.3. 1955. Föðurafi Gunnars var Gunn- ar, b. að Djúpalæk, Pétursson, en móðurafi Gísli, b. að Miðfjarðar- nesseli og síðar í Kverkártungu, Árnason. Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir. Foreldrar Sveins voru Halldóra Þorvaldsdóttir og Sigurður Sig- urðsson. Rögnvaldur Lárusson, Höfðagötu 9A, Stykkishólmi, er fimmtugur í dag. Úlfhildur Jónasdóttir, Hlíðarvegi 42, ísafirði, er fimmtug í dag. 40 ára___________________________ Sigríður Guðrún Óladóttir, Rjúpu- felli 23, Reykjavík, er fertug í dag. Margrét Kristinsdóttir, Aðallandi 2, Reykjavík, er fertug í dag. Smári Thorarensen, Norðurvegi 35, Hrísey, er fertugur í dag. Sveinn Þorsteinsson, Bláskógum 6, Egilsstöðum, er fertugur í dag. Gísli Magnússon Gísli Magnússon kennari, Sigt- úni 34, Selfossi, er fimmtugur í dag. Gísli fæddist í Hraunkoti í Land- broti í Vestur-Skaftafehssýslu og dvaldi þar th tveggja ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum að Fagurhlíð í sömu sveit og ólst þar upp. Gísh stundaði nám við íþrót- takennaraskólann á Laugarvatni 1957-58. Hann var kennari á Ólafs- firöi 1958-60 og síðar stundakenn- ari í Reykjavík en hann stundaði svo nám við KÍ og lauk þaðan kenn- araprófi 1964. Gísli kenndi í Vestmannaeyjum 1964-65 en flutti þá til Selfoss þar sem hann hefur búið síðan og kennt við Grunn- skóla Selfoss. Kona Gísla er Guðrún frá Braut- arholti í Haukadal í Dýrafirði, f. 29.1. 1936, dóttir Jóns sjómanns Pálssonar, sem er látinn, og Matt- hildar Kristjánsdóttur. Gísli og Guðrún eiga tvö böm. Þau eru: Magnús, starfsmaður hjá pönnuverksmiðjunni Alpan, f. 1963, og Nanna Sif, skrifstofustúlka í Reykjavík, f. 1964. Gísli á tíu systkini sem öll eru á lífi. Foreldar hans: Magnús, b. í Gísli Magnússon. Fagurhlíð, Dagbjartsson, f. 1906, d. 1986, og kona hans, Jónína Kristín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1912. Föðurforeldrar Gísla voru Dag- bjartur, b. í Syðri-Vík í Landbroti, Sveinsson og kona hans, Guðlaug Magnúsdóttir. Móðurforeldrar Gísla voru Sigurður, b. í Hraun- koti, Runólfsson, og kona hans, Ólafia frá Flögu, Gunnarsdóttir. Ólafur Þorsteinsson Ólafur Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur og skrifstofustjóri Krabbameinsfélags íslands, til heimilis að Þórsgötu 12, Reykjavík, er fertugur í dag. Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og viðskiptafræöiprófi frá HÍ 1977. Ól- afur var skrifstofustjóri hjá framkvæmdadeild Innkaupastofn- unar ríkisins frá 1977 og deildar- stjóri þar frá 1982-87 en skrifstofu- stjóri Krabbameinsfélags íslands frá haustdögum 1987. Ólafur kenndi við Kvennaskólann í Reykjavík 1979-80 og hefur kennt við MR frá 1980. Hann hefur starfað í kjaradeild ríkisstarfsmanna inn- an Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Þá hefur Ólafur starf- að mikið með Knattspyrnufélaginu Víkingi en hann er gjaldkeri þess. Kona Ólafs er Helga, íslensku- fræðingur og starfsmaður við Orðabók HÍ, f. 30.5.1955, dóttir Jóns Jónssonar, b. á Melum í Hrúta- firði, og Þóru Ágústsdóttur, húsmóður þar. Systir Ólafs er Kristín, fréttamaö- ur hjá Ríkisútvarpinu, f. 10.4.1955, gift Skafta Jónssyni kaupmanni. Foreldrar Ólafs: Þorsteinn Ólafs- son, tannlæknir í Reykjavík, f. 21.12. 1920, d. 1984, og kona hans, Ólöf Vilmundardóttir, húsmóðir Ólafur Þorsteinsson. þar, f. 10.4.1920. Ólöf er systir Guð- rúnar, konu Gylfa ráðherra og móður Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds, hagfræðings og prófessors. Bróðir Ólafar er Þórhallur prófessor. Föð- urforeldrar Ólafar voru Ólafur, læknir í Reykjavík, Þorsteinsson og Kristín Guðmundsdóttir hús- móðir. Móðurforeldrar Ólafar voru Vhmundur Jónsson landlæknir og Kristín Ólafsdóttir læknir. Systir Kristínar var Ásta, móðir Olafs Ólafssonar landlæknis og Guð- rúnar, móður Ólafs Björnssonar, hagfræðings og prófessors.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.