Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1988, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1988. 3 dv Fréttir DV kannar afstöðu þingmanna til nýja frumvarpsins um að leyfa bjórinn: Meirihluti beggja deilda fylgjandi bjórfrumvarpinu Hver er afstaða þingmanna til þess nýja frumvarps um bjórinn sem lagt hefur verið frám á Alþingi? DV hefur kannað hug þingmanna og er niður- staða þeirrar könnunar sú að veru- legur meirihluti er meðal þingmanna fyrir samþykkt nýja frumvarps- ins. DV hefur áður, 16. maí 1987, spurt alþingismenn um afstöðu þeirra til bjórsins almennt en hér kemur fram afstaða þeirra til frumvarpsins sem nú liggur fyrir. Það er meirihluti alls- heijarnefndar neðri deildar Alþingis sem leggur frumvarpið fram og er fyrstu umræðu um máhð lokið. Því getur líklega varla nokkur maður neitað að málþófi hefur verið haldið uppi um máhð, nú sem endra- nær. Það voru skiptar skoðanir um það meðal þingmanna hvort frum- varpið fengi afgreiðslu og kæmi til atkvæða. Töldu jafnvel sumir að umræöan í upphafi benti til þess aö andstæðingar bjórsins ætluðu ‘ekki að láta málið koma til afgreiðslu á þessu þingi. Þá hafa verið uppi vangaveltur um að afstaða varaþing- manna kunni að geta ráðið nokkru um hve vel gengur að koma frum- varpinu í gegnum þingið. Með bjórfrumvarpinu Eftirfarandi flokkun byggir á svör- um þingmanna þegar þeir voru spurðir um afstööuna th frumvarps- ins, en rétt er að taka fram að margir þingmanna gerðu ýmsa fyrirvara á afstöðu sinni sem ekki kemur hér fram. Eftirtaldir þingmenn styðja bjór- frumvarpiö: Sjálfstæðismenn: Birgir ísleifur Gunnarsson. Friðrik Sophusson. Eyjólfur Konráð Jóns- son. Guðmundur H. Garðarsson. Geir H. Haarde. Ólafur G. Einarsson. Salome Þorkelsdóttir. Matthías Bjamason. Halldór Blöndal. Eggert Haukdal. Framsóknarmenn: Guðmundur G. Þórarinsson. Jóhann Einvarðsson. Alexander Stefánsson. Stefán Guðmundsson. Valgerður Sverrisdóttir. Halldór Ásgrímsson. Jón Kristjánsson. Guðni Ágústsson. Alþýðuflokksmenn: Jón Sigurðsson. Jóhanna Sigurðar- dóttir. Kjartan Jóhannsson. Karvel Pálmason. Jón Sæmundur Sigur- jónsson. Sighvatur Björgvinsson. Alþýðubandalagsmenn: Guðrún Helgadóttir, Hjörleifur Gutt- ormsson. Borgaraflokksmenn: Guömundur Ágústsson. Júlíus Sól- nes. Ingi Björn Albertsson. Samtök um kvennalista: Kristín Einarsdóttir. Kristín Hah- dórsdóttir. Á móti bjórfrumvarpinu: Eftirtaldir þingmenn eru andvigir bjórfrumvarpinu: Sjálfstæðismenn: Ragnhhdur Helgadóttir. Matthías Á. Mathiesen. Friðjón Þórðarson. Sverrir Hermannsson. Framsóknarmenn: Ólafur Þ. Þórðarson. Jón Helgason. Alþýðuflokksmenn: Karl Steinar Guðnason. Árni Gunn- arsson. Alþýðubandalagsmenn: Svavar Gestsson. Geir Gunnarsson. Skúli Alexandersson. Margrét Frí- mannsdóttir. Borgaraflokksmenn: Albert Guðmundsson. Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir. Samtök um kvennalista: Guðrún Agnarsdóttir. Málmfríður Sigurðardóttir. Utan flokka: Stefán Valgeirsson. Líka fylgjandi Ekki náðist í þá Þorsteinn Pálsson, Steingrím Hermannsson, Jón Bald- vin Hannihalsson, Ragnar Arnalds og Pálma Jónsson sem allir hafa sagst vera fylgjandi bjór. Nokkrir þögulir Þá sögðust nokkrir þingmenn ekki vilja gefa upp afstööu sína - hún kæmi fram á þingi. Þeir eru: Þór- hildur Þorleifsdóttir, sem hefur áður sagst vera jákvæð í afstöðu sinni, Hreggviður Jónson, sem hingað th hefur verið óákveðinn í afstöðu sinni, Eiður Guðnason, sem hefur verið hlynntur bjórnum, Danfríöur Skarphéðinsdóttir, sem sagðist vera fremur hlynnt því að sala bjórs verði leyfð, Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, sem hefur verið andvígur bjóm- um, Guðmundur Bjamason heh- brigðisráðherra, hefur enn ekki gefiö upp afstöðu sína en hefur hingað th verið tahnn fylgjandi bjór, Páll Pét- ursson, hefur hingað th verið óráðinn í afstöðu sinni, Steingrímur J. Sigfús- son, hefur sagst hafa marga stranga fyrírvara ef hann eigi að samþykkja bjór, Eghl Jónsson, hefur áður gefiö í skyn að hann vhji þjóðaratkvæða- greiðslu um máhð, og Óh Þ. Guð- bjartsson sem segist ekki vilja gefa upp sína afstöðu að svo komnu máli. 40 þingmenn jákvæðir gagn- vartfrumvarpinu Ef reynt er að spá í þessar tölur kemur í ljós að frumvarpið hefur mikinn stuðning í báðum deildum. Th þess að fá skýrar línur fyrir les- endur hefur verið reynt að flokka þingmenn ákveðið niður þó þeir sumir hverjir hafi ekki gefið ákveðin svör og einnig er margvíslegum fyr- irvörum einstakra þingmanna sleppt. Því má ætla að einhver, en þó ekki alvarleg, ónákvæmni sé í niðurstöðum. Samkvæmt þessu styðja 27 þing- menn frumvarpið í neðri deild, 11 eru því andvígir en 4 eru óráðnir. í efri deild eru 13 stuöningsmenn, 7 and- stæöingar og einn óráðinn. Samanlagt kemur þetta út þannig að 40 þingmenn eru jákvæðir gagn- vart frumvarpinu, 18 neikvæðir en 5 óráðnir. Ef lagt er út frá þessum nið- urstööum verður frumvarpið samþykkt. -SMJ Skipulögð stjórnar- andstaða að myndast innan Dagsbrúnar Ljóst er að sá hópur, sem lagð- ist gegn því innan Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar á dögunum aö kjarasamningarnir yröu sam- þykktir, er að skipuleggja sig sem stjórnarandstöðu innan félags- ins. Þaö er fxhlyrt að þeir sem að honum standa hyggist bjóða fram lista við stjómarkjör í félaginu að ári en framboösfrestur er útr- unninn nú. ,h>að er rétt, við erum tnjög óánægðir með forystuna og vhj- um hana frá en að svo komnu máh ætla ég ekki að segja meira, ég tel þaö ekki heppilegt,“ sagöi Páh Amarson verkamaður, sá hinn sami sem kæröi kosninguna á DagsbrúnarfUndinum á dögun- um, í samtali við DV. Samkvæmt öörum heimildum DV viröist vera kraftur í þessum hópi um þessar mundir. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagöi þeg- ar þetta var boriö undir hann að það væri ekkert nema gott um það að segja að menn byðu fram í félaginu á móti stjóminni enda væri það réttur manna aö bjóða fram til sljórnar og trúnaöarráðs. -S.dór BÚLGARÍA 1988 Baðstrandaferðir í gæðaflokki Hótel/strönd: 24. mai 14. júni 5. og 26. júli 16. ágúst 6. sept. 27. sept. Drushba/Grandhotel Varna: 2 vikur 3 vikur 35.170 42.200 41.100 49.900 37.600 44.600 36.380 40.990 Albena/Dobrudja: 2 vikur 3 vikur 29.440 33.540 34.780 40.340 31.850 35.950 30.650 34.750 Albena/Bratislava 2 vikur 3 vikur 25.930 28.270 30.690 34.200 28.340 30.680 27.140 29.480 Innifalið í verði er flug KEF-LUX-VAR fram og til baka, gisting á hótelum í 2ja manna herbergjum með baði, w.c./sturtu, hálft fæði (matarmiðar), leiðsögn, ath. ekki flugvallarskattur og annað ótalið hér. Verð er miðað við gengi US$ 20. jan. 1988 og breytist við breytingar hans gagnvart ísl. krónunni eða búlgörsku leva og breytingar á flugmiðaverði. FerOaskrilstota KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44 - 104 Reykjavik - Simi 91-68 62 55 Simnetni: Istravei - Telex: 2265 Istrav-ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.