Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988.
29
Iþróttir
Karlalið IB\^, sigurvegari í 2. deild 1987-88. Aftari röð frá vinstri: Eyjólfur Bragason þjálfari,
Óskar Freyr Brynjarsson, Sigbjörn Óskarsson fyrirliði, Sigurjón Aðalsteinsson, Elías Bjarnhéðinsson, Þorsteinn
Viktorsson, Sigurður Óli Ólafsson, Jóhann Pétursson, Friðrik Már Sigurðsson, handknattleiksráði, Stefán Agnars-
son, handknattleiksráði. Fremri röð frá vinstri: Sigurður Friðriksson, Hörður Pálsson, Ingólfur Arnarsson, Jón
Bragi Arnarsson, Viðar Einarsson, Þorvarður Þorvaldsson, Sigurður Friðriksson, Páll Scheving.
DV-mynd Þorsteinn Gunnarsson
Kvennalið IB\^, sigurvegari í 2. deild 1987-88. Aftari röð frá vinstri: Björn Eliasson þjálfari,
Sædís Steingrímsdóttir, Heiða Ingadóttir, Unnur Sigmarsdóttir, Ásdis Tómasdóttir, Andrea Atladóttir, Ingibjörg
Jónsdóttir fyrirliði, Arnheiður Pálsdóttir, Stefanía Guðjónsdóttir, Guðfinna Tryggvadóttir. Fremri röð frá vinstri:
Lovísa Ágústsdóttir, Berglind Ómarsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Elisabet Benónýsdóttir.
DV-mynd Ómar Garðarsson
Tvö 1. deildar lið í Eyjum
Ómar Garöarsson, DV, Vestmannaeyjum:
Handknattleiksfólk úr ÍBV náöi
þeim glæsilega árangri á nýloknu
keppnistímabili aö vinna meistara-
titla, bæði í 2. deild karla og 2. deild
kvenna. Eyjamenn státaþví af tveim-
ur 1. deildar liöum á næsta vetri og
geta með sanni sagt aö mikill upp-
gangur sé hjá þeim í íþróttinni. Bæði
liðin höíöu nokkra yflrburði í sínum
deildum og voru nánast allan vetur-
inn örugg í toppsætunum - og voru
bæði búin að tryggja sér 1. deildar
sæti nokkru áður en keppni lauk.
• Ásgeir Sigurvinsson.
V-þýska ritið Bild:
Ásgeir hyggst predika í
íslenskri knattspymu
- ætlar að Ijúka þjálfaranámi í Þýskalandi
Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi:
í nýlegu hefti v-þýska íþróttarits-
ins Sport Bild er grein um velgengni
Stuttgart undir handleiðslu fyrirlið-
ans, Ásgeirs Sigurvinssonar, og
þjálfara félagsins, Ari Haan. Fyrir-
sögnin er þessi: Þegar Ásgeir gefur
fyrir markið svífur Stuttgart á skýj-
um. í greininni segir að liðið standi
og falli með framgöngu Ásgeirs - allt
ráðist af getu hans hverju sinni.
Blaöið segir að Evrópusæti sé nú
nánast í höfn hjá liðinu og ástæðan
fyrir því að Stuttgart sé ekki í barát-
tunni um titilinn sé aðeins sú að
Ásgeir hefur fulloft verið íjarverandi
vegna meiðsla. Bild segir að þá full-
yrðingu megi rökstyðja með því einu
að skoða leiki liðsins í deildinni í
vetur. Stuttgart hefur enn ekki tapað
deildarleik þegar Ari Haan hefur náð
aö tefla Ásgeiri fram, segir skrifFmn-
ur Bild.
Sagt er í greininni að samningur
Ásgeirs renni út árið 1990 en þá verð-
ur hann 35 ára gamall. í.samtali við
blaðið segir Ásgeir að hann muni
skoða framhaldið þá og telur lands-
liðsmaðurinn íslenski óvíst hvort
hann heldur þá áfram að leika með
Stuttgart.
Bild segir að Ásgeir hafi í hyggju
að ljúka þjálfaranámi í V-Þýskalandi
áður en ferli hans lýkur. Mun Ásgeir
þá hafa í hyggju að hverfa heim til
Islands, segir Bild, og gerast þjálfari
þar.
Kópavogshæli
Staða deildarsjúkraþjálfara við endurhæfingardeild
Kópavogshælis er laus til umsóknar.
Starfið er m.a. fólgið í mati og þjálfun vistmanna á
barna- og unglingadeildum.
Einstakt tækifæri til að kynnast hinum ýmsu hliðum
þjálfunar fjölfatlaðra.
Staðan er laus til 6 mánaða eða lengur eftir sam-
komulagi.
Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari, sími 41500 frá
kl. 08.00-16.00 virka daga.
Reykjavík 11. apríl 1988.
RÍKISSPÍTAIAR
STARFSMANNAHALD
Sjúkraliðar
ósKast tíl starfa
Vífilsstaðaspítali
Sjúkraliðar óskast á Vífilsstaðaspítala í föst störf og
til afleysinga.
Allar vaktir, einnig fastar næturvaktir. Starfshlutfall
samkomulagsatriði.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, Bjarney Tryggvadóttir, sími 42800.
Barnaspítali Hringsins.
Sjúkraliðar óskast á barnadeildir nú þegar eða 1. maí.
Litlar þægilegar deildir og góð vinnuaðstaða. Góður
aðlögunartími. Fjölbreytt og áhugavert starf. Sveigj-
anlegur vinnutími eða fastar næturvaktir.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, Hertha W. Jónsdóttir, sími 29000-285.
Reykjavík, 11. apríl 1988.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHAID
Mandeville
dDF=r i_cmr^JizzjczDi^j
FRAMLEIÐENDUR HEIMSINS
FÍNUSTU DÖMU- OG HERRA-
HÁRKOLLA OGHÁRTOPPA
HAFA SÉRFRÆÐING ÞESSA VIKU Á
RAKARAST OFUNNI KLAPPARSTÍG, sími 12725;
hjá HÁRSNYRTINGU REYNIS, Strandgötu 6,
Akureyri, sími 24408 og í KLIPPÓTEKI, Hafnargötu
23, Keflavík, sími 13428.