Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Page 8
32 MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988. MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988. 33 íþróttir íþróttir ;.vav * * v . ' • Berglínd Þórhallsdóttir, Vlkingi, kemur boltanum framhjá tveimur stúlkum i hávörn Þróttar. DV-mynd G.Bender • Snjólaug BJamadóttir, fyrírliöi Þróttar, með bikar- inn. DV-mynd G.Bender Bikarkeppnin í blaki: ■ ■ ■ Þrattur skellti « jr<**| ■ mU VIKingl Þróttarstúlkuraar, sem ekki fengu stig í úrslitakeppn- inni ura íslandsmeistaratitilinn á dögunura, tryggðu sér sigur í bikarkeppninni á laugardaginn með öruggum sigri á Víkingi í iþróttahúsi Hagaskóla, 3-0. Þróttur var loksins með sitt sterkasta lið þvi uppspilar- inn Björg Bjömsdóttir lék með á ný eftir meiðsli. í lið Víkings vantaði hins vegar tvo fastamenn. Hrinurnar enduðu 15-12, 15-3 og 15-12 og var sigur Þróttar aldrei í hættu. Linda Jónsdóttir var langbest á vellinum og lék stærsta hlutverkið í sigri Þróttar. Stærsta tap Njarðvíkinga um árabil: Langbesti leikur Valsara í vetur - íslandsmeistaramir kafsigldir á Hlíðarenda „Við áttum mjög góðan leik í dag og sýndum hvers við erum megnugir á góðum degi. Ég er bjartsýnn á leik- inn í Njarðvík. Við eigum allavega helmings möguieika og nú höfum við öðlast trú á að við getum unnið Njarðvíkinga og það kemur okkur til góða,“ sagði Torfi Magnússon eftir aö Valsmenn höfðu unnið stóran sig- ur, 88-78, á íslands- og bikarmeistur- um Njarðvíkur á Hlíðarenda á laugardag. Stærsta tap Njarðvíkinga í mörg ár Langt er síðan Njarðvíkingar hafa fengið aðra eins útreið í körfuknatt- leik og í þessum leik og er þetta stærsta tap liðsins í mörg ár. Leikur- inn var sá síðari í úrslitakeppninni en Njarövíkingar unnu fyrri leikinn suður í Njarövík. Liðin þurfa því að eigast við á nýjan leik um hvort 1)611X3 kemst í úrslitaleikinn gegn Keflvíkingum eða Haukum, sem einnig þurfa að leika aukaleik sín á milli. Valsmenn sterkari Valsliðið kom skemmtilega á óvart í leiknum og áttu íslandsmeistararn- ir undir högg að sækja allan leikinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik. Njarðvík komst í 20-15 en Valsmenn jöfnuðu og komust yfir, 23-20, og höfðu síðan yfir í hálileik, 43-41. í seinni hálfleik hélt Hlíðar- endaliðið uppteknum hætti og komust meistararnir lítið áfram gegn baráttuglöðum Valsmönnum. Fór þar fremstur í flokki Tómas Holton sem var Njarðvíkingum sannarlega erfiður. Valsmenn juku muninn jafnt og þétt og þegar 4 mínútur voru eftir var munurinn 14 stig, 81-67. Njarð- víkingar klóruðu aðeins i bakkann í lokin og minnkuðu muninn í 10 stig, 88-78. Valsmenn fógnuðu góðum sigri en Njarðvíkingar máttu þola sinn stærsta ósigur í mörg ár. Tómas fór á kostum Valsliðið lék sinn langbesta leik á keppnistímabilinu og leikmenn liðs- ins áttu allir góðan dag en Tómas Holton var þó, að öðrum ólöstum, maöur leiksins. Hann fór á kostum í sókninni og skoraði 26 stig og áttu Njarðvíkingar engin ráð til að stöðva drenginn. Torfi Magnússon var lykil- maður í vörninni og tók mörg fráköst. „Við vorum mjög lélegir í þessum leik og áttum ekkert annað skilið en tap. Við verðum að leika betur í Njarðvík ef ætlum að sigra þá og menn verða að koma með rétt hugar- far í þann leik ef ekki á illa að fara,“ sagði Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga, eftir leikinn. Valur skaraði helst fram úr sínu liði ásamt Helga Rafnssyni en aðrir áttu dapran leik. Liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði og síðustu árin og svo gæti hæglega farið að einveldi Njarðvíkinga í Islandsmót- inu og bikarkeppninni yrði rofið í ár. Njarðvík og Valur mætast í þriðja skipti í Njarðvík á miðvikudags- kvöldið, og miðað við leikinn á laugardag er engan veginn víst hvernig sú viðureign fer. Þeir Sigurður Valgeirsson og Ómar Scheving tíæmdu leikinn og komust þeir ágætlega frá hlutverki sínu. -RR VALUR-UMFN 88-78 (43-41) Stíg Vals: Tóraas Hoiton 26, Leifur Gústafsson 12, Svali Björg- vinsson 12, Þorvaldur Geirsson 12, Torfi Magnússon 11, Einar Ólafsson 10, Bjöm Zoega 3, Jó- hann Bjamason 2. Stig UMFN: Valur lngimundar- son 24, Helgi Rafiisson 20, Teitur Örlygsson 13, Sturla Örlygsson 10, Isak Tómasson 5, Hreiöar Hreiðarsson 2, Árni Lárusson 2, Friðrik Rúnarsson 2. Áhorfendur: 22ii. HAUKAR-ÍBK 85-69 (41-39) Stig Hauka: HennmgHennings- son 21, Pálmar Sigurösson 20, ívar Webster 14, Ólafur Rafnsson 10, Reynir Kristjánsson 10, Tryggvi Jónsson 8, Ingimar Jónsson 2. Stíg ÍBK: Jón Kr. Gíslason 15, Sigurður Ingimundarson 14, Magnús Guöfinnsson 12, Guðjón Skúlason 9, Axel Nikulásson 8, Hreinn Þorkelsson 6, Falur Harð- arson 5. Áhorfendur: 612. • Helgi Rafnsson freistar þess að koma knettinum í körfu Vals en Þorvaldur Geirs- son og Leifur Gústafsson reyna að stöðva hann. DV-mynd Brynjar Gauti Kastar þú peningum á glœ? Ef þú þarff að ferðasf í viðskipfaerindum og hefur ekki kynnf þér viðskipfapakka Arnarflugs er vel mögulegt að þú borgir meira en þú þarft. ■ Viðskiptafargjaldi fylgir aðild að Arnarflugsklúbbnum. Grfurleg spenna í úrslitakeppninni í körfuknattleik: Berjumst til síðasta kk blóðdropa í Keflavík - sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir glæsilegan sigur á Keflvíkingum í gærkvöldi „Viö höfðum metnaðinn til að vinna ogþað gerði útslagið í leikn- um. Hraðinn var mikill hjá okkur í síðari hálfleiknum og það setti Keflvíkinga út af laginu. Það verður erfiðara að spila í Kefla- vík á þriðjudagskvöldið en við munum berjast til síðasta blóð- dropa,“ sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir að hð hans hafði sigrað Keflvíkinga í úrslitakeppninni í körfubolta í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 85-69 og var það heldur stór sigur miðað við gang leiksins. Munurinn var lengst af lítill en Haukar voru mun sterkari á lokasprettinum og unnu verðskuldað. Jafnræði í fyrri hálfleik Haukamenn voru greinilega staðráðnir í að hefna ófaranna frá því í fyrri leiknum í Keflavík. Þeir byijuðu með látum og skor- uðu fyrstu 4 stigin en Suðurnesjamenn jöfnuðu og vora yfir, 23-21, um miðjan fyrri hálfleik. Liðin skiptust síðan á aö skora næstu mínúturnar en rétt undir lok hálíleiksins náðu Haukamenn frumkvæðinu á nýjan leik og komust í 39-36 og leiddu síðan með íjórum stigum í hálfleik, 41-39. Haukar sterkari í seinni hálfleik Haukar tóku góðan kipp í upphafi síðari hálíleiks og náðu 9 stiga for- ystu. Keflvíkingar náðu aö minnka muninn og baráttan var mikil á báða bóga. Haukarnir yfir, 70-65, þegar 5 mínútur voru eftir og allt stefndi í spennandi lokakafla en það var þó öðru nær. Haukar keyrðu upp hrað- ann og hreinlega rúlluðu Keflvíking- um upp á síðustu mínútum leiksins og unnu stóran sigur, 85-69. Það vérður því að leika þriðja leikinn til að fá úr því skorið hvort liðið kemst í úrslitaleikinn. Sá leikur verður í Keflavík á þriðjudagskvöldið. Haukar áttu toppleik „Lið mitt átti slæman dag og þá sérstaklega í vörninni sem á að vera okkar sterkasta hlið. Haukamir áttu toppleik og unnu sanngjarnan sigur en við eigum þriðja leikinn eftir og við munum sigra þá á heimavelli okkar. Þeir verða alla vega að leika enn betur en í kvöld ef þeir ætla að sigra okkur þar,“ sagði Gunnar Þor- varðarson í samtali við DV eftir leikinn. Þeir Jón Kr. Gíslason og Sigurður Ingimundárson voru bestu menn Keflvíkinga í leiknum. Liðið lék vel á köflum en datt svo niður þess á milli og víst er að það verður að leika betur ef það ætlar sér í úrslitin. Óvenjulítið bar á Hreini Þorkelssyni og aðrir náðu sér heldur ekki á strik. Hjá Haukum voru þeir Pálmar Sig- urðsson og Henning Henningsson bestu menn að vanda en liðsheildin barðist mjög vel. Reynir Kristjáns- son átti góða spretti og ívar Webster átti góðan leik í vörninni og hirti að venju mörg fráköst. ívar Ásgríms- son, einn lykilmaöur Hafnfirðinga, meiddist á hendi á laugardaginn og lék því ekki með en það kom ekki að sök. Dómarar voru þeir Ómar Scheving og Jón Otti Ólafsson og voru þeir á tíðum mistækir en komust ágætlega frá leiknurp í heildina. Þriðji leikurinn annað kvöld ÍBK og Haukar þurfa nú að mætast í þriðja skiptið og fer sú viðureign fram í Keflavík annað kvöld. Liðið sem þar sigrar tryggir sér rétt til að leika til úrslita um Islandsmeistara- titilinn gegn sigurvegaranum ur leik UMFN og Vals sem leikinn verður í Njarðvík á miðvikudagskvöldið. Ef marka má leikinn í gærkvöldi verða Haukamir þar sýnd veiði en ekki gefin - flestir höfðu spáð Keflvíking- um öruggum sigri í einvígi liðanna en nú er ljóst að allt getur gerst í þessari úrslitakeppni. -RR JL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.