Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1988, Side 10
34
MÁNUDAGUR 11. APRÍL 1988.
Fóstrur
óskast til staifa
Barnaspítali Hringsins
Óskum eftir að ráða fóstrur til starfa nú þegar eða
eftir samkomulagi.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir
þá sem hafa áhuga á skapandi starfi með börnum á
ýmsum aldri.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, Hertha W. Jónasdóttir, sími 29000-285.
Reykjavík, 11. apríl 1988
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
N áttúrufr æðingur
óskast
Blóðbankinn - Blóðónæmisrannsóknadeild
Óskum eftir að ráða náttúrufræðing til starfa við þjón-
'usturannsóknir nú þegar eða eftir samkomulagi.
Fullt starf. Vinnutími 9.00-17.00.
Umsóknir sendist Ólafi Jenssyni yfirlækni, Blóð-
banka. Hann gefur jafnframt nánari upplýsingar um
starfið, sími 29000-557.
Reykjavík, 11. apríl 1988
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
Hjukrunar-
frstóingar
óskast til starfa
Geðdeild Landspitalans
Hjúkrunarfræðingar óskast á Geðdeild Landspítal-
ans, deild 33C, Landspítalalóð.
Móttökudeild, fjölþætt hjúkrunarþjónusta.
Vaktavfnna, sveigjanlegur vinnutími. Starfshlutfall
samkomulag.
Boðið er upp á aðlögunartíma. Athygli skal vakin á
námskeiði fyrir hjúkrunarfræðinga 25. apríl-6. maí.
Hjúkrunarfræðingur óskast á göngudeild Geðdeildar
Landspitalans, að Kleppi.
Starfshlutfall samkomulag. Dagvinna.
Starfið er fólgið í eftirmeðferð, forvarnarstarfi og
stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur.
Athygli er vakin á námskeiði fyrir hjúkrunarfræðinga
25. apríl-6. maí.
Nánari upplýsingar um framangreind störf gefur
Nanna Jónasdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími
38160.
Umsóknir sendist skrifstofu Geðdeildar Landspítal-
ans c/o Nanna Jónasdóttir.
Vífilsstaðaspítali
Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleysinga og
vegna forfalla. Vaktavinna. Starfshlutfall samkomu-
lag.
Nánari upplýsingar um störfin gefur hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, Bjarney Tryggvadóttir, sími 42800.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
íþróttir
• Ungur kylfíngur úr Golf-
klúbbi Reykjavíkur, Helgi A.
Eiríksson, vann það frækilega
afrek á dögunum að fara holu í
höggi á golfvelli í Tulsa í Okla-
homa í Bandaríkjunum.
• Víðavangshlaup ÍR fer
fram í 73. sinn á sumardaginn
fyrsta, 21. apríl. Hlaupið er öll-
um opið og er jafnframt sveita-
keppni í karla-, öldunga-,
sveina-, kvenna- og meyjaflokk-
um. Vegalengdin er 4 km og
byrjað er í Hljómskálagarðin-
um viö Skothúsveg kl. 14. Eftir
góðan hring í Vatnsmýrinni
endar hlaupið í Tjarnargöt-
unni. Þátttökutilkynningar
þurfa að berast Guðmundi Þór-
arinssyni eigi síðar en sunnu-
dagskvöldið 17. apríl ásamt 200
kr. þátttökugjaldi. Verðlamia-
afhending fer fram í ÍR-húsinu
sama dag og þar er keppendum
og starfsfólki boðið upp á veit-
ingar.
• Siglingamennirnir Gunn-
laugur Jónasson og Isleifur P.
Friðriksson munú hafa nóg að
gera á næstu dögum. Þeir fóru
utan um páskana til æfínga og
gera ráð fyrir þátttöku í þremur
mjög sterkum mótum á næst-
unni, m.a. vormóti í Sete í
Frakklandi dagana 15.-21. apríl.
Þá má geta þess að þeir félagar,
sem búa sig nú af kappi undir
ólympíuleikana í Seoul eins og
kemur fram í greininni hér til
hliðar á næstu síðu, taka þátt í
stórmóti í Kaupmannahöfn í
byijun maí. Það heitir Copen-
hagen spring series. Á þessum
mótum ætla þeir að freista þess
að ná ólympíulágmörkum sem
íslenska ólympíunefndin setur
til þátttöku á OL í Kóreu. Þeir
Gunnlaugur og ísleifur hafa æft
grimmt að undanförnu og ættu
að geta náð góðum árangri á
áðurnefndum mótum.
Bandaríkj amenn hafa lengi verið þekktir fyrir hin
ýmsu uppátæki og í íþróttunum gefa þeir ekkert eftir i baráttunni. Þessi
mynd sýnir 16 feta háan knött sem útbuinn hefur verið í Bandaríkjunum
og á hann eftir að „ferðast" um víða veröld. Bandarikjamenn ætla sér
að haida heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu 1994 og þeir sem styðja
þá eiga að skrifa nafn sitt á knöttinn, áhorfendur sem ieikmenn.
Símamynd Reuter
Mikil ólæti í
Austur-Þýskalandi
Ólæti knattspyrnuunnenda hafa
nú borist til Austur-Þýskalands en
hingað til hafa áhorfendur á knatt-
spyrnuleikjum þar í landi haft hljótt
um sig.
Nýlega gerðist það á leik Lokomo-
tive Stendal og Vorwaerts frá
Frankfurt í 2. deild að áhorfendur
þustu inn á völlinn á 33. mínútu er
staðan var 0-1 fyrir gestina. Spjótum
sínum beindu ólátaseggimir að dóm-
ara leiksins og var flöskum og öðru
lauslegu varpað í átt til hins svart-
klædda en ekki var tekið fram í
fréttaskeyti hvort hann hefði slasast
eður ei. Heimaliðið var dæmnt til
þess að leika næsta heimaleik sinn í
100 km fjarlægð frá heimavelli sín-
um.
-SK
'
.
. 1 , ‘flifÍB PPPtir r \
Gary Lineker , enski landsliðsmaðurinn í spánska liðinu Barcelona, hampar hér hinum glæsi-
lega bikar á Spání eftir að Barcelona hafði sígrað Real Sociedad í úrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum.
Sigurinn var svo sannarlega sárabót fyrir Lineker og félaga hans i Barcelona en illa hefur þeim gengið á
öðrum vígstöðvum í vetur. Simamynd Reuter