Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 2
26 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. fþróttir______________________________________________________________________dv Töframennimir hættir að galdra: Dolgslæti og ruddaskapur tröll- ríða brasilískri knattspymu Knattspymumenn í Brasilíu eru flestir langþreyttir orðnir á hörk- unni sem þar hefur þrifist hin alira síðustu ár. Reyndar eru þeir ekki einir um aö stríða við þennan vanda því fólskan hefur afvegaleitt íþrótt- ina víða um heim. Margir ætia tii að mynda að franska knattspyman hafi beðið hnekki með aukinni hörku þar í landi. Grófur leikur hefur dafnað í Brasilíu, á svipaðan hátt og í Frakk- landi. Vaxið fyrst við hlið léttleikans, raunar sem andsvar við honum, en síðan þvingað Upra eða léttleikandi menn til að beita nýjum aðferðum. „Það verður að stöðva ofbeldi í Brasilískri knattspyrnu. Harkan hef- ur spilit þeim Ustrænu töfmm sem einkennt hafa knattspyrnu okkar fram að þessu. Það voru ekki fólsku- brögð sem gerðu Brasilíumenn að heimsmeisturum í þrígang," segir Renato Gaucho, hinn eldfljóti sókn- armaður brasiUska liðsins Flam- engo, í nýlegu viðtaU. Gaucho hefur margsinnis orðið Ula úti í kappleikj- um og má nú sætta sig við að sitja aðgerðaUtill í tvær vikur hið minnsta eftir áfaU. JuUo Sesar Romero, alkunnur landsliðsmaður brasilískur, hefur barist fyrir bótum undanfarin ár en hefur fengið Utlu áorkað. Hann hefur róttækar hugmyndir og telur verk- faU „hinna fljótu" eina ráðið til að stöðva ruddaskapinn. Áhorfendur fara annað Zico, sjálft knattspyrnugoð S- Ameríku, er á meðal þeirra sem leitað hafa úrbóta. Hann segist hafa - Flamengo, eitt frægasta lið landsins, hefur hótað að hætta att kappi við knattspymuyfirvöld og ráðamenn félagsUða síðasta áratug- inn en kveðst UtU viðbrögð hafa fengið frá öðrum en áhorfendum. Þeir leita enda sífellt meira eftir ann- arri dægradvöl en knattspyrnu. Flestir brasilískir knattspyrnu- menn saka dómara um hvernig málum er komiö en sumir telja þó að stjóm knattspyrnumála sé í heild í ólestri. Edinho, sem er miðvörður í liði Flamengo, er tU að mynda á þeirri skoðun. Hann lék fjögur ár á Itaiíu og þekkir tvo ólíka heima í knattspyrnunni: „Það er engin furða þótt fólkið leiti annað en á knattspyrnuleiki hér í BrasiUu. Ofbeldið hefur náð yfirráð- um,“ segir hann. „Á Ítalíu er málum háttað á þann veg að hver ákvörðun er tekin með hliðsjón af hag leiksins, vexti íþróttarinnar sjálfrar. Hér hugsa ráöamenn einstakra félaga hins vegar fyrst og síðast um gang sinna Uða og gUdir þá einu hvaða ráðum er beitt til að ná árangri.“ Forseti Flamengo, Marcio Braga, er einn fárra ráðamanna sem sér í hvert óefni stefnir. í síðustu viku hótaði hann tU að mynda að draga liö sitt úr deUdarkeppninni. Hann krefst þess að unnið verði gegn of- beldinu með öllum tUtækum ráðum, annars grípi hann til sinna eig- in: „Við munum fylgjast náið með störfum dómara á næstunni og ef engar breytingar verða á knatt- spyrnunni sjálfri sjáum við okkur tilneydda að hætta,“ segir Braga. -JÖG Frumhlaup svipuð þessu hafa haldið Englendingum frá félagsliðamótum Evrópu í knattspyrnu. Enn sækja Englend- ingar á brattann, ofbeldi eykst sífellt á áhorfendapöllum og leikmenn þykja ekki til fyrirmyndar. Átök aukast á áhorfendapóllum í Bretiandi: Stuðningsmenn Dana hafa vakið athygli fyrir prúðmannlega framgöngu á pöllum, á svipaðan hátt og lið þeirra á kappvellinum. Það dugar ekki alltaf að véla mótherjann enda virðist ekki sjálfgefið að leikmaður fylgi boltanum. Maradona Iftur í gras með miklum tilþrifum í Mexfkó. Leikmenn stríða á sama hátt og áhangendur - fjórir Bretar sæta ákæmm vegna átaka á velli Prúður víkingur með trumbu að vopni. vegna dólgslegrar framkomu í leik Rangers og Celtic í október síöast- liðnum. Þar lentu þessir aðilar í heiftarlegum ryskingum vegna at- viks á vellinum. Þetta voru Englend- ingarnir Graham Roberts, Terry Butcher og Chris Woods úr Rangers- liðinu og Skotinn Frank McAvennie frá Celtic. Það er varla annað en eðli- legt að stirt sé á milli stuðnings- manna liðanna tveggja þegar leikmenn sjálfir sýna af sér ósæmi- lega hegðun og blása til orrustu með hnefum og hnúum í staö þess að láta boltann ráða. Á sjúkrahús eftir sennu á götunni Sumir leikmenn láta ekki kapp- völlin duga heldur lenda í sennum utan hans. Mark Dennis, vamar- maður Lundúnaliðsins QPR, er einn þeirra. Hann var nýlega lagður inn á sjúkrahús í heimaborg sinni vegna áverka á hálsi. Þau sár hlaut hann eftir útistöður á götu, deildi um til- kall til leigubíls er fór eftir götunni. Þess má geta að Denis þessi hlaut átta leikja bann á þessu leikári í kjöl- far brottvikningar í nóvember. Sú brottvísun var ellefta slík á ferlin- um. Það má ljóst vera, sé hliðsjón höfð af ofansögðu, að gera þarf átak inni á völlunum sjáifum samhliða því sem reynt er að bæta áste.nd á pöllun- um. JÖG Samhliða því sem Englendingar fara þess á leit að fá þátttökurétt að nýju meðal Evrópuþjóða í knatt- spyrnumótum félagsliða eykst of- beldi í tenglsum við knattspyrnuleiki á sjálfum Bretlandseyjum. Að sögn talsmanns lögreglu í Eng- landi var 1521 maður handtekinn vegna óspekta á knattspymuleikjum í fyrstu deildinni í janúarmánuði ein- um. Telst aukningin 74 prósent sé hliðsjón tekin af sama mánuði í fyrra. „Það er skoðun mín að sumir leikir kalli á átök milli áhorfenda frekar en aðrir og ef ekki væri fíleflt lög- regluhð við gæslu á þeim leikjum sem undir þann flokk faha yrðu vandræðin óviðráðanleg," sagöi tals- maður lögreglu í spjalh við Times nú nýverið. Sá hinn sami sagði að sérstakar myndavélar, sem sífellt taka nærmyndir af áhorfendum án þeirra vitundar, hefðu vissulega gef- ið góða raun en vandinn væri langt frá því leystur og í raun vax- andi. Leikmenn temja sér hreint ekki betri siöi en áhorfendur í öllum tilvikum En það em ekki áhorfendur einir sem eiga í stríði innbyrðis á Eng- landi því í mörgum tilfellum eru leikmenn lítt eða ekki betri. Fjórir breskir leikmenn sættu til aö mynda ákæram fyrir skemmstu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.