Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 4
28 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. íþróttir Kari Guðmundsson, fyirum landsliðsþjálfari, í DV-viðtali: Knattspyman greipmig heljartökum á unga aldri • Karl sýnir lærisveinum sinum í Lilleström hvernig á að skalla knöttinn. landsliðsþjálfari. , ,Landsliðsnefndin vildi að ég spilaði og það varð úr. Á þessum árum og lengi á eftir valdi landsliðsnefnd liðið en þjálfarinn sá um að skipuleggja leikinn. Ég var ungur og hress og með nóg sjálfs- traust þannig að þessi þrefalda ábyrgð mín reyndist ekki mjög þung- ur baggi. Og leikurinn vannst, 1-0.“ Næstu fimmtán árin var Karl meira og minna landsliðsþjálfari og sinnti jafnframt fræðslustarfi á veg- um KSÍ. Hann átti sæti í tækninefnd KSÍ frá stofnun hennar árið 1962 í ein tuttugu ár, lengst af sem formað- ur. „Það kom í minn hlut að sjá um námskeið á vegum nefndarinnar og ég fór víða um landið eftir því sem óskað var og þjálfaði á fjölmörgum stöðum, yfirleitt í 7-10 daga í senn. Meðal viðkomustaða voru Vest- mannaeyjar, ísaijörður, Akureyri, Siglufjörður, Húsavík, Hornaíjörður og Eskifjörður, svo eitthvað sé nefnt, og í nágrenni Reykjavíkur, Keflavík, Akranes, Hafnarfjörður, Mosfells- sveit og Kópavogur." Þrjú sumur í norsku 1. deildinni En þrjú sumur, ekki þó í röð, var Karl í Noregi og þjálfaði 1. deildar liðin Lilleström og Sandeíjord meö mjög góðum árangri. Hann hefði get- að ílenst þar ytra og fékk tilboð frá flestum liðum 1. deildar en ákvað að halda áfram störfum á íslandi eftir að hafa lokið námi við íþróttakenn- araskólann í Osló. „Þetta var stór- kostlegur tími og lærdómsríkur fyrir mig og fjölskylduna. Við hjónin vor- um komin með þrjú börn um þetta leyti og því var gott að fá starf sem þjálfari til að framfleyta henni á meðan ég stundaði námiö. En ég var einnig nokkuð bundinn af starfi mínu heima á íslandi, sem íþrótta- kennari við Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, en þeirri stöðu gegndi ég frá 1949 til 1965, eftir það fluttist ég í Kennaraskólann og var þar til 1986.“ • Karl bregður sér enn í æfingagallann nokkrum sinnum i viku og skokkar i Laugardalnum. DV-mynd GVA Úrkhppur úr norskum blööum sem Karl hefur haldið til haga frá þessum tíma bera hæfileikum hans og vin- sældum þar í landi ótvírætt vitni. Fyrri part ársins 1964 átti Karl sér- lega annríkt. „Mikill hörgull var á þjálfurum um veturinn og ég setti upp vetrarþjálfun - stjórnaði æfing- um hjá Fram, Val, Þrótti og Keflavík frá áramótum til páska og var því aö öll kvöld og allar helgar. Þetta kostaði mig slæm veikindi og upp úr þessu fór ég að minnka við mig í þjálfuninni þar til ég hætti henni að mestu undir lok sjöunda áratugar- ins. Síðast þjálfaði ég þó reyndar í Bandaríkjunum áriö 1981 þegar ég dvaldi þar í hálft ár og stjómaði þá liði Luther College háskóla í Iowa. Þetta var sannkallað fjölþjóðalið því leikmennirnir voru ættaðir víös veg- ar að úr heiminum, flestir frá Norðurlöndunum, Möltu og Suður- Afríku og ég hafði mjög gaman af þessu.“ Mannskepnan orðin að vermireitablómi Breytingar á knattspyrnunni hafa verið miklar frá því Karl hóf fyrst afskipti af henni. „Þegar ég ber nú- tímann saman við þann gamla kemur fyrst upp í hugann að strákar í dag hafa mun betri knattmeðferð en áöur gerðist. Meiri þjálfun liggur á bakvið þeirra leik en áður, við æfð- um 2-3svar í viku og oft aðeins frá vori til hausts. En samt er ekki eins mikili kraftur í drengjunum nú og þá. Við ólumst upp við mikil hlaup og göngur, vomm alltaf á ferðinni við leik eða í sendiferðum og töldum það ekki eftir okkur að hlaupa vestur á Mela til að fara á æfingar, og síðan til baka. í dag eru þægindin orðin svo mikil að svona lagað er ekki lengur fyrir hendi, mannskepnan er orðin að vermireitablómi og þarf lítið að hafa fyrir hlutunum. Áður voru menn harðir og sterkir, í. dag nýta knattspyrnumennirnir sér lipurð, tækni pg leikaðferðir til að ná ár- angri. Ég er ekki viss um að knatt- spyrnan sem slík sé skemmtilegri í dag, hér áður fyrr var hún mun opn- ari og um leið líflegri. En fyrir mig hefur hún alltaf sama aðdráttaraflið og ég mun fylgjast með henni eins lengi og mér reynist unnt.“ -VS Hann skokkar í rólegheitum hringinn á gervigras- velhnum í Laugardal, um hádegisbil. Hraöinn er ekki mikill en jafn og trimmarinn, sem varla ber með sé að hann sé kominn nokkuð á sjötugsaldur, , fylgist útundan sér með tilburðum þeirra sem leika sér í knattspyrnu á grænu teppinu. Ef boltinn berst út af vellinum og í áttina til hans kemur glampi í augun og hann spyrnir knettinum til baka með fagmannlegri innanfótarspyrnu. Knattspyrnu- mennirnir hvessa augun, sumir kannast strax við hann, aðrir ekki. Þeir sem á annað borð hafa fylgst með knattspymu og muna lengra en 5-10 ár aftur . í tímann eru ekki í vafa. Þetta er Karl Guðmunds- son - þjálfarinn sem á drýgri þátt en flestir aðrir í að móta íslenska knattspyrnu og stuðla að þróun og framförum íþróttarinnar hér á landi síðustu áratugina. spilaði með áhugamannaliðinu Dul- wich Hamlet. Úrvalslið Reykjavíkur kom um þetta leyti til Englands og lék nokkra leiki gegn áhugamanna- liðum og ég man sérstaklega eftir því þegar við mættum Ilford. Þá gerðist það atvik að markvörður okkar renndi boltanum til mín og ég spyrnti honum viðstöðulaust úr stöðu hægri bakvarðar þvert yfir á vinstri kant- inn til Lolla, Ellerts Sölvasonar. Þetta var mikil heppni og tilviljun að sendingin varö svona góð. Tom Whittaker, framkvæmdastjóri Ars- enal, horfði á leikinn og kom strax til mín eftir hann og sagöi að hann vantaði einmitt bakverði sem gætu afgreitt boltann svona fljótt og vel og vildi að ég færi og léki með Ox- ford sem á þessum árum var áhuga- mannalið og nokkurs konar útungunarstöð fyrir Arsenal. En það stóð aldrei til að ég ílentist í Englandi, ég var þar fyrst og fremst til að kynna mér þjálfun. Ég skil varla enn þann dag í dag hvílíkum heljartökum knattspyrnan greip mig á unga aldri - það varð sterk köllun hjá mér að mennta mig sem knatt- spyrnuþjálfari til að blása lífi í þau mál sem voru í miklum ólestri hér á landi um þetta leyti." Æft á Kolviðarhóli fyrir fyrsta landsleikinn Karl fór heim sumarið 1946 til að leika fyrsta landsleik íslands, gegn Dönum á Melavellinum þann 17. júlí. „Við fórum að Kolviðarhóli og æfð- um þar í íjóra daga fyrir leikinn, undir stjórn Billy Steel frá Stoke. Góð grasflöt var á milli Víkingsskálans og Kolviðarhóls og þar var æft. Lítið var þó lagt upp úr leikaðferðum, að- altaktík okkar í leiknum var dugnaö- urinn og baráttan. Við vissum að Danir voru mjöggóðir enda máttum við verjast mestallan leikinn og töp- uðum, 0-3.“ Karl varð síðan sá eini sem var með í fyrstu tíu landsleikjum ís- lands. Tiunda leikinn lék hann árið 1954 þó hann hefði hætt aö leika með Fram haustið áður. Hann var ekki aðeins hægri bakvörður, heldur einnig fyrirliði og var tekinn við sem Karl er á margan hátt brautryðj- andi og hefur helgað íþróttunum, sér í lagi knattspyrnunni, nánast allt sitt lif. Hann lék fyrstu tíu landsleiki ís- lands, aflaði sér þjálfaramenntunar erlendis fyrstur íslendinga, stjórnaði íslenska landsliðinu lengur en nokk- ur annar fyrr eða síðar, þjálfaði norsk 1. deildar lið með frábærum árangri, ferðaðist um landið á vegum Knattspyrnusambands íslands og kenndi undirstöðuatriði íþróttarinn- ar, átti um tíma sæti í stjórn KSÍ og starfaði á skrifstofu sambandsins, og nú síðustu árin hefur hann gegnt starfi fræðslufulltrúa íþróttasam- bands íslands. Sannarlega viðburða- ríkt lífshlaup, sem þó hefur einkennst af því að Karl er ekki mik- ið fyrir að standa sjálfur í sviðsljós- inu. Hann hefur frekar unnið sín verk í kyrrþey og aðrir hafa notið uppskerunnar og sigurljómans. Uppalinn viö Laugaveginn Karl er fæddur 24. janúar 1924 og alinn upp við Laugaveginn ofan- verðan og segir að á þeim slóðum hafi verið mikið um íþróttamenn í sinni æsku. „Við höfðum til umráða Rauðarártúnið, þar sem nú standa Frímúrarahúsið og bæjarverkstæð- in, og stórar flatir í Norðurmýrinni þar sem síðar risu hús Egils Vil- hjálmssonar og Hótel Hof. Frímann Helgason, Valsmaður, og Guömund- ur Halldórsson, Framari, sáu um að smala okkur strákunum í sín félög - Guðmundur varð fyrri til að ná mér og þar með varð ég Framari fyrir lífs- tíð.“ Sautján ára var Karl búinn að vinna sér fast sæti í liði Fram og lék þar sem hægri bakvörður samfleytt í 13 ár, þgr til hann hætti árið 1953. En margt gerðist á þeim árum og veturinn 1946-47 dvaldi Karl í Eng- landi þar sem hann kynnti sér þjálf- un fyrstur íslendinga til að fara utan gagngert til að aflá sér mennt- unar í knattspymu. Whittaker vildi að ég færi til Oxford „Ég var hálfan veturinn hjá Chelsea og hálfan hjá Arsenal en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.