Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 12
36 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. íþróttir_____________________________________________________________________dv Svipmyndirfrá lokahófi HandknatUeikssambands íslands í Broadway um helgina: • Siguröur Gunnarsson, Vikingi og Guðríður Guðjónsdóttir, Fram sjást hér með viðurkenningar sinar en bæöi fengu þau útnefninguna „besti sóknarleikmaðurinn 1988“. Sigurður varð markahæstur og fékk Gullk- nöttinn frá Adidas. Mikið fjör á lokahófi HSÍ Handknattleiksmenn héldu lokahóf sitt um helgina í veit- ingahúsinu Broádway og voru þar afhent mörg einstakl- ingsverðlaun. Þorgils Óttar Mathiesen, FH, var kosinn handknattleiksmaður ársins og Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, handknattleikskona ársins annað árið í röð. Fjöldi fólks lagði leið sína í Broadway á föstudagskvöldið og var mikið um dýrðir. Af öðrum útnefningum voru þessar helst- ar: Bestu dómarar: Ólafur Haraldsson og Stefán Amaldsson frá Akureyri. Bestu varnarleikmenn: Geir Sveinsson og Ema Lúðvíksdóttir í Val. Bestu markverðir: Einar Þorvarð- arson, Val, og Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram. Besti þjálfari: Viggó Sigurðsson, FH. Sóknarleikmenn: Sigurður Gunnars- son, Víkingi, og Guðríður Guðjónsdóttir, Fram. Efnilegust: Héðinn Gilsson, FH, og Ragnheiður Stephensen, Stjöm- unni. Besta unghngastaríið: Handknattleiksdeild, Fram. Hallur Hallsson var veislustjóri í forföllum Amþrúðar. Karlsdóttur. -SK DV-myndir Brynjar Gauti • Einar Þorvarðarson, Val og Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram. Bestu markverðirnir 1988. Kol brún var auk þess kosin handknattleikskona ársins, annað áriö í röð. • Ólafur Haraldsson, til vinstri og Stefán Arnaldsson.bestu dómararnir annað árið í röð. • Efnilegasta handknattleiksfólkið í dag, Héðinn Gilsson FH og Ragnheiður Stephensen í Stjörnunni, með verðlaun sín. • Það var mikil stemmning í Broadway á lokahófinu. Hér sjást valsmenn fagna kjöri Ernu Lúðviksdóttur, besta varnarmannsins hjá konunum. • Bestu varnarleikmennirnir í íslandsmótinu, Geir Sveinsson og Erna Lúðvíksdóttir, bæði í Val. • viggo Sigurðsson, þjalfari FH sest hér taka við viðurkenningunni „þjálfari ársins 1988.“ Lárus Lárusson afhendir styttuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.