Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 14
38 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. Iþróttir Vestur-Þýskaland-knattspyma: Bochum batt enda á siguigöngu Stuttgart „ - Bremen með sex stiga forystu. Atli lék að nýju með Uerdingen og stóð fyrir sínu Siguröur Bjömsson, DV, V-Þýskaland; Bochum, sem berst fyrir tilveru- rétti sínum í Bundesligunni, batt óvæntan endi á átta leikja sigur- göngu Stuttgart á laugardaginn var. Bochum, sem lék oft á köflum góöa knattspyrnu, tók Stuttgart í kennslu- stund og sigraði 5-1. Ásgeir Sigur- vinsson var skipt út af fjótlega í seinni hálfleik en hafði fram að því sýnt sæmilegan leik. Ásgeir fékk þrjá í einkunn hjá Bild í gær fyrir leik sinn. Pólverjinn Iwan náði forystu fyrir Bochum strax á 4. mínútu með þrumuskoti úr aukaspyrnu frá hægri kanti. Immel, markvörður Stuttgart, bjóst við sendiiigu fyrir markið og var illa á verði fyrir hörkuskoti. Kree kom Bochum í 2-0 á 18. mínútu og þremur mínútum síðar varð Scháfer hjá Stuttgart fyrir því óláni aö skora sjálfsmark, þannig að staðan í hálf- leik var 3-0 fyrir Bochum. Á 61. mínútu tókst Buchwald að minnka muninn í 3-1 fyrir Stuttgart og lifnaði þá talsvert yfir leik liösins. Bochum barðist af krafti og þeir Lei- feld og Nehl skoruðu tvö mörk til viðhótar með mínútu millibili seint í hálfleiknum. Leikur Stuttgart olh miklum von- brigðum eftir frábært gengi í undanförnum leikjum. Bochum lék hins vegar léttleikandi knattspyrnu og átti sigurinn fyllilega skihð. • AtM Eðvaldsson lék að nýju með Bayer Uerdingen og stóð vel fyrir sínu í leik gegn Hamburg SV en loka- tölur leiksins urðu 1-1. Uerdingen er á miklu hættusvæði í deildinni þegar sex umferðum er ólokið. Svíinn Prytz kom Uerdingen yfir á 24. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Bein jafnaði fyrir HSV rétt undir lok fyrri hálf- leiksins og þar við sat. Atli átti gott marktækifæri í seinni hálfleik sem fór forgörðum. • Bayern Munchen missti að öll- um líkindum af titli sínum eftir 2-1 tap gegn Hannover. Bayern náði að vísu forystu á 5. mínútu og var Pflúgler þar að verki. Englendingur- inn Hobday jafnaði fyrir Hannover og GriMemaier skoraöi síðan sigur- markið á 77. mínútu þá nýkominn inn á sem varahiaður. • Werder Bremen er á góðri leið með að tryggja sér meistaratitiMnn í ár. Bremen vann auðveldan sigur 3-0 á heimavelM gegn FC Homburg. Neu- barth, Sauer og Riedle skoruðu mörkin. Bremen er með sex stiga forystu í deildinni. • Útlitið hjá Kaiserslautem verð- ur svartara með hverjum leik. Bayer Leverkusen átti ekki í miklum erfið- leikum með að sigra Kaiserslautern 1-3 á útivelM. Kohr kom Kaiserslaut- ern yfir með marki úr vítaspyrnu. Síðan fylgdu í kjölfarið þrjú mörk frá Waas, Táuber og Götz. • Köln er nú komið upp að hMð Bayern Múnchen eftir 3-1 sigur á Núrnberg. Daninn Poulsen skoraði tvö mörk fyrir Köln og Janssen gerði eitt. Eina mark Núrnberg skoraði Reuter. • Gladbach gengur ekki sem best um þessar mundir og mátti þola 2-0 ósigur gegn Frankfurt. Binz og Turowski skoruöu mörk Frankfurt í leiknum. Schalke og Mannheim skildu jöfn 1-1. Búhrer kom Mann- heim yfir en Olav Thon jafnaði fyrir Schalke. • Úrslit leikjanna á laugardag urðu þessi: Bremen-Homburg..............3-0 Hannover-Bayern.............2-1 Karlsruhe-Dortmund..........0-0 Bochum-Stuttgart............5-1 Frankfurt-Gladbach..........2-0 Köln-Númberg................3-1 Schalke-Mannheim............1-1 Uerdingen-Hamburg...........1-1 Kaiserslautern-Leverkusen...1-3 • Staðan í Bundesligunni: Bremen ....28 19 7 2 53-15 45 Bayern 28 18 3 7 69-37 39 Köln 28 14 11 3 47-23 39 Stuttgart...28 15 6 7 58-38 36 Núrnberg .28 12 9 7 40-30 33 Gladbach.,28 13 3 12 46-40 29 Leverkus.,28 9 10 9 43-46 28 Hamburg.,28 9 10 9 46-55 28 Frankfurt.28 10 6 12 44-42 26 Hannover.27 10 5 12 44-45 25 Karlsruhe 28 8 8 12 30-48 24 Dortmund28 7 9 12 37-42 23 Mannh 28 6 11 11 29-42 23 Bochum....27 7 7 13 39-44 21 Uerdingen27 7 7 13 38-50 21 Kaisersl....28 7 7 14 40-53 21 Schalke 27 8 4 15 42-68 20 Homburg.,28 5 9 14 30-57 19 • Jiírgen Klinsmann. V-Þýskaland: Klinsmann Júrgen Klinsmann hjá Stutt- gart er markahæstur í vestur- þýsku knattspymunni með 16 mörk. Næstur í rööinni er félagi hans Fritz Walter og Karl Heinz Riedle með 14. Þeir KMnsmann og Walter hafa þvi skorað 30 af 58 mörkum Stuttgart á keppnis- tímabihnu. Frank Ordenewitz, Werder Bremen, Siegfried Reich, Hann- over, Lothar Mattheus, Bayern, Múnchen og Dieter Eckstein hiá Núiuberg hafa skoraö 13 mörk. -JKS Þrátt fyrir ósigur gegn Saint Etienne, 2-0, er Mónakó enn með fimm stiga forskot í 1. deildinni í Frakklandi. Bordeaux, sem er í öðru sæti, tapaði fyrir LiHe, 1-0. Önnur úrsht urðu þessi: Marseille-Lens.........4-1 Auxerre-LeHavre..........1-1 Matra-Niort..............1-1 Metz-MontpeUier.........0-1 Laval-Toulon.............0-3 Brest-Cannes.............1-0 Nantes - St. Germain.....0-0 Nice-Toulouse............3-0 -JKS • Werder Bremen er á góðri leið með tryggja sér þýska meistaratitlinn í knattspyrnu. Tii vinstri á myndinni Norbert Maier úr Bremen í baráttu um knöttinn. Bremen sigraði um helgina Homburg á heimavelli 3-0. Símamynd/Reuter ítalska knattspyman um helgina: Rush vaknaði til lífisins á Ítalíu - Juventus vann topplið Napolí og AC Milan vann Roma á útivelli Ian Rush kom mikið við sögu er lið hans Juventus sigraði topplið 1. deildarinnar í ítölsku knattspym- unni um helgina. Juventus lék gegn NapoH á heimavelM sínum og sigraði með þremur mörkum gegn einu. Rush skoraði eitt markanna og átti mikinn þátt í öðru. Rush hefur veriö mikið gagnrýndur á Ítalíu vegna slæ- legrar frammistöðu en í þessum leik náði hann sér vel á strik. Forysta NapoM er nú aðeins tvö stig en aðalkeppinautur Mðsins, AC Milan, gerði sér Mtið fyrir í gær og sigraði Roma á útiveUi með tveimur mörkum gegn engu. Svo virðist sem baráttan um meistaratitilinn á ítaMu muni koma til meö að standa á milli NapoM annars vegar og AC Milan hins vegar. Liðin hafa nú stungið af á stigatöflunni. Úrlsit í ítölsku knatt- spyrnunni í gær: Ascoli-Sampdoria............1-1 AvelMno-Pescara.............1-1 Como-Cesena.................2-0 EmpoM-Torino................0-0 Inter Milan-Fiorentina......3-0 Pisa-Verona.............„...0-0 Juventus-Napolí.............3-1 Roma-AC Milan...............0-2 • Eins og áður sagði er forysta NapoM nú einungis tvö stig eftir leiki helgarinnar. Staðan í 1. deild er ann- ars þannig: NapoU 26 18 5 3 49-18 41 AC Milan 26 15 9 2 37-11 39 Roma 26 13 7 6 36-23 33 Sampdoria...26 12 9 5 36-24 33 Inter Milan..26 10 8 8 36-29 28 Tórino 26 7 14 5 29-25 28 Juventus 26 10 7 9 30-25 27 Verona 26 7 10 9 22-26 24 Cesena 26 7 9 10 20-28 23 Fiorentina ...26 6 10 10 22-28 22 Pescara 26 8 6 12 24-39 22 AscoU 26 5 10 11 28-36 20 Pisa 26 4 11 11 20-29 19 Como 26 4 11 11 17-34 19 AveUino 26 3 12 11 16-36 18 EmpoH 26 4 12 10 15-26 15 ■SK RllShskoraði mark fyrir Juventus i sigri liðsins á Napolí 3-1 i ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu. Forskot Napolí er aðeins tvö stig. Á myndinni sjást Rush og Maradona berjast um knöttinn. Simamynd/Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.