Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 2
2' ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1988. Fréttir Hollustuvemd ríkisms rannsakar nú af hvaöa völdum hundruö fiska í Varmá í Hveragerði drápust í lok síöustu viku. Fyrst varð vart fiska- dauða í ánni á miðvikudag og fimmtudag, en í litlu magiii. Á laug- ardag drápust síðan fiskamir unnvörpum, svo þeir flutu upp hundruðum saman. „Við töldum fiskana í einum hyln- um og þeir reyndust vera yfir fimmtíu," sagði Þorlákur Kolbeins- son, veiðivörður í Varmá. „Þetta voru mest litlir fiskar og vargurinn hafði því étið töluvert. Það var það mikið af dauðum fiski að við trúum því ekki aö eitrunin hafi komið úr heimahúsi. Það varð ekkert vart við dauða fiska fyrir neðan Náttúru- lækningahælið, svo böndin berast helst aö Ullarþvottastöð Álafoss. Þar sögðust menn hafa verið að sótt- hreinsa ullarpoka á laugardaginn." Á laugardag og fyrir helgi var mjög litið vatn í ánni eftir langvarandi frostakafla. Það hlýnaði síðan á sunnudag og gær var áin oröin vatnsmikil. Ekkert af fiski hefur drepist síðan þá. „Eitrið virðist hafa fallið út eftir því sem vatnið blandaðist, nema straumurinn hafi borið dauða fisk- inn niður með ánni,“ sagði Þorlákur. „Það er tvennt sem kemur til greina að okkar áliti,“ sagöi Birgir Þórðarson hjá Mengunarvömum. “Annars vegar að mikið af heitu vatni hafi runnið í ána. Hins vegar að eiturefnum hefi verið hleypt í ána. Þar sem það var mjög lítið í ánni þegar fiskurinn drapst, þarf ekki mikið af eitri eins og klór til þess að fiskurinn drepist. Allt frá- rennsli frá Ullarþvottastöðinni er óhreinsað og þar hefur framleiðslan tvöfaldast eftir að Álafoss og Iðnað- ardeildir Sambandsins sameinuð- ust.“ Þorlákur Kolbeinsson fór með nokkra dauða fiska til Mengunar- varna og er verið að kryfja þá til að komast fyrir um dánarorsök. Hann tók einnig vatnssýni, en þau reynd- ust of gömul til rannsókna. Þegar menn frá Mengunarvörnum fóm austur í gær, vom það miklar leys- ingar í ánni að sýnataka var gagns- laus. Áin var ekki sú sama og í Landgræðsla ríkisins: Vill féð burt af Keflavíkurvegi Þegar menn frá Mengunarvörnum hugðust taka sýni úr Varmá í gær voru komnar það miklar leysingar í ána að hún var orðin alit önnur en þegar fiskarnir drápust. DV-mynd Brynjar Gauti Hundnið fiska drepast í Varmá: Mengunarslys í Hveragerði Böndin berast að UllarþvottastöðÁlafoss -segirveiðivörðurinn Landgræðsla ríkisins ráðgerir nú ásamt sveitarfélögum á Suðumesj- um að reisa fjárhelda girðingu ofan Reykjanesbrautar frá Vogum á Vatnsleysuströnd og aUt til Hafnar- fjarðar. Þessi girðing mun tengja saman tvær fjárheldar girðingar aðr- ar; girðingu sem nær frá Vogum til Grindavíkur og ofanbyggðargirðing- una í kringum Reykjavík. Ef af þessum framkvæmdum ■ verður munu vegfarendur um Reykjanes- braut losna við norpandi sauðfé í vegkantinum en töluverð slysahætta hefur verið af þvi. Innan hinnar fyrirhuguðu girðing- ar er eitt fjárbú á Vatnsleysuströnd og beitilönd nokkurra tómstunda- bænda í Hvassahrauni. Landgræðsl- an hefur boðáð til fundar með þessum aðilum næstkomandi fimmtudag þar sem ráðgerðimar verða kynntar. Landgræðslan þarf samþykki landeigenda til aö reisa girðinguna og friða svæðið innan hennar fyrir sauðfé. Ef þeir hins veg- ar neita þarf Landgræðslan að sanna ofbeit á landinu til þess að geta ákveðið framkvæmdina einhliða. Það mun hins vegar taka nokkur ár að afla gagna til slíkra sannana. -gse Vegagerðin tekur erfðafræðina í þjónustu sína: Framleiðir gras - óætt fyrir sauðfé Vegagerð ríkisins hefur nú tekiö erfðafræðina til gagns í stríði sínu við sauðfé sem þykir ekkert gras betra en það sem vex í vegköntum. Samkvæmt lögum er Vegageröinni skylt að græða upp vegkanta og þau flög sem hún skilur eftir sig. Þessi skylda hefur gert Vegagerö- ina aö stærsta uppgræðara lands á landinu, að Landgræðslunni und- anskildri. Á hverju ári græðir Vegagerðin upp um 500 hektara lands. Sá galli fylgir þessari upp- græöslu að sauðfé sækir mjög í alla nýrækt og leggst stíft á vegkanta fyrstu árin meöan veriö er að græða þá upp. Til að reyna að minnka slysahættu af þessu hefur Vegagerðin leitað aöstoðar hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins. „Ingvi Þorsteinsson náttúru- fræðingur er að vinna að því að kynbæta fræið sem við notum svo þaö verði ólystugra fyrir féð,“ sagöi Eyvindur Jónasson Iijá Vegagerð- inni. „Það er mun betri lausn en að girða vegina af.“ -gse Ullarþvottastöðin i Hveragerði þvær nú helmingi meira af ull en áður. Sú aukning gæti hafa valdið dauða fiskanna vegna þess hversu lítið var í ánni. síðustu viku. Niðurstöður úr krufn- ingu fiskanna koma síöar í þessari viku. Mengunarvamir hafa fylgst mjög grannt með Varmá. Þar til fyrir einu ári rann allt frárennsli frá Hvera- gerði í ána. Þá var reist hreinsistöö fyrir hluta þorpsins, sem síar fóst efni frá skólpinu. Ullarþvottastöðin og Elliheimilið em ekki tengd þess- ari stöð. „Það er ómögulegt að þetta sé okk- ur aö kenna,“ sagði Kristinn Amórs- son, framkvæmdastjóri Ullarþvotta- stöðvarinnar. „Við notum engin eiturefni við okkar framleiöslu, að- eins sápu og sóda. Það hefur ekkert farið í ána að undanfömu annað en það sem við eram alltaf að setja í hana.“ -gse Beathoven í Dublin: Sverrir prúður á blaðamannafundi Fyrstí blaðamannafundur Sverris Stormskers og Stefáns Hilmarssonar var haldinn í Dyflinni í gærdag. Funduriiui fór fram strax eftir fyrstu æfingu íslendinganna og fullyrti Hermann Gunnarsson í samtali við DV að Sverrir hefði ekki orðið sjálf- um sér eða löndum sínum á nokkum hátt til skammar, eins og margir höfðu haft áhyggjur af, heldur verið hinn prúðasti. Jón Páll Sigmarsson var ekki á blaðamannafundinum þar sem hann kom við í Skotlandi á leið- inni til Dyflinnar. Það vakti hins vegar óskipta athygli að sterkasti maður heims ætli að ganga til liðs við Beathoven. Æfingin í gærmorgun gekk vel að sögn Hermanns. „Krakkamir komu þrælvel út á sviðinu og er ég viss um að þau eiga eftir að standa sig vel. Þau vora mjög öragg og sýndu engin veikleikamerki. Sviðiö er mjög skemmtilegt og talsvert rokkaðra en hefur verið í fyrri keppnum." Veðbankar í Dyflinni hófu starf- semi sína í gær en spár um sigur- stranglegasta lagið hafa ekki enn verið gefnar út. Hermann Gunnars- son sagði þó greinilegt að mikið væri tekið eftir Svíanum, Tommy Kör- berg. Hann er þekktur á Bretlands- eyjum og er m.a. einn aðalsöngvar- anna í söngleiknum Chess að sögn Hermanns. -JBj aaVantrauststíllaga á ríkissljómiiia: Oll stjómarand- staðan stendur að tlllögunni - líklega rætl á fimmtudag VantraustBtfilaga á ríkisstjóm- ina veröur lögð fram á Alþingi í dag og er það öll stjórnarandstaðan sem stendur að tillögunni. Þaö voru aþýöubandalagsmenn sem höfðu framkvæðlö aö þessari van- trauststíllögu en á þingflokksfund- um 1 gær samþykktu þingmenn Kvennalistans og Borgaraflokksins aö vera meðflutningsmenn tillög- unnar en einnig verður Stefán Valgeirsson meö. Er talið liklegt aö vantrauststillapn veröi tekin jfýrir á fimmtudaginn. Vantraustillaga var síðast lögö fram á þingi gegn stjóm Stelngríms Hermannssonar 1984. Þá stóöu full- trúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista aö tiUögunni. -SMJ Utandagskrámmræða um kjaradeilur: Ríkissljómin leysir ekki deilumar með lögum „Ríkisstjómin hefur ekki uppi áform um að leysa þessar deilur með lögum,“ sagöi Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra við utandagskrárum- ræðu um kjaradeilur á Alþingi í gær en til umræöunnar var boðað að beiöni Hreggviðar Ágústssonar, þingmanns Borgaraflokksins. Sagði Hreggviður að það væri að- eins á valdi ríkisstjómarinnar að leysa deilu verslunarmanna og við- semjenda þeirra strax. Skoraði hann á forsætísráðherra aö beita sér fyrir lausn deilunnar. - segir forsætisráðherra Þorsteinn sagðist vilja minna á að frjáls samningsréttur væri í gildi milli deiluaðila sem legöi þá skyldu á herðar þeim að finna lausn á deil- unni. Ríkisstjómin myndi ekki hindra aðila við samningsgerö. Ráð- herra sagði að ríkisstjórnin hefði aðeins á valdi sínu að beita úrræðum í skatta- og tryggingamálum og væri hún búin að gera sitt þar. Nú hvíldi sú skylda á samningsmönnum að leiða þessa deilu til lykta. Sáttasemj- ari hefði ekki sett fram sáttatillögu og þegar af. þeirri ástæðu væri of snemmt fyrir ríkisstjómina aö grípa í taumana. Kristín Halldórsdóttir sagði að stjórnin bæri ábyrgð á því hvemig komið væri og hún ætti að viður- kenna mistök sín og afnema matar- skattinn. Aöalheiður Bjamfreðsdótt- ir tók undir það. Steingrímur J. Sigfússon sagði að ríkissfjórn, sem grundvaUaði efna- hagsstefnu sína á 30.000 kr. lág- markslaunum, ætti að fara frá sem fyrst. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.