Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
Utlönd
Dauðadómur yHr Demjanjuk
DómstóU í Israel felldi í gær
dauðadóm yflr John Demjanjuk,
Bandaríkjamanninum sem talinn
er vera Ivan grimmi, fangavörður
í dauðabúðum Nasista í Póllandi á
tímum síöari heimsstyrjaldarinn-
Demjanjuk var dæmdur til heng-
ingar fyrir stríðsglæpi sína en
ísraelsmenn telja hann hafa átt
aö dauða hundraða þúsunda
gyöinga.
Demjanjuk hefur alla tíð haldiö
fram sakleysi sínu og segir þaö
misskilning að hann hafí veriö
fangavörður í dauöabúöunum.
Máli Demjatýuk verður áfrýjaö
John Demjanjuk heldur enn fram til hæstaréttar ísraels en jafnvel
sakleysi sfnu. þótt hæstiréttur staöfesti dóminn
Simamynd Reuter er ekki vist að Demjanjuk verði líf-
látinn. Hann gæti enn eftir þaö veriö náðaður, fari dómsmálaráðherra
ísraels fram á það við forseta landsins.
Demianjuk hefur þráfaldlega neitaö aö vera viðstaddur réttarhöldm
yfir sér. Þegar úrskurður réttarins um að hann teldist sekur um stríðs-
glæpi var kveðinn upp varð aö bera hann nauðugan í réttarsalinn. Þegar
úrskuröur um refsingu var lesinn upp i gær var Demjapjuk ekiö 1 réttar-
salinn i híólastól.
Atök um helgina
Embættlsmenn bera kennsl á Ifk f El Salvador um helglna.
Sfmamynd Reuler
Aö minnsta kosti tuttugu stjómarhermenn og sex vinstri sinnaðir
skæruliðar létu lífiö í átökum í E1 Salvador um síðustu helgi. Þar á meö-
al létu saufján sljómarhermenn lífiö í íyrirsát sem skæruliðar gerðu þeim.
Fjórir almennir borgarar voru myrtir í landinu um helgina og kenna
ættingjar þeirra dauöasveitum stjómarhersins um. Undanfarið hefúr
nokkuð borið á aftökum sem bera keim af vinnubrögöum dauöasveitanna
i E1 Salvador.
Allt virtist með kyrrum kjörum
í Suður-Kóreu í morgun þegar kjör-
staðir vom opnaðir þar fyrir
þingkosningar. Kosið verður um
tvö hundruð níutíu og níu þingsæti
og er búist við því aö stjómarflokk-
ur landsins vlnni meirihluta
þeirra.
Vopnaður lögregluvörður var við
alla kjöretaði f landinu í morgun,
til þess að koma í veg fyrir ofbeldls-
verk af hálfu róttækra stúdenta og
andófemanna sem halda því fram
að stjómvöld hafi skipulagt svik í
tengslura við kosningamar.
Til nokkurra átaka kom í gær
vegna kosninganna og í Chongju,
einni af borgum landsins, slösuðust
þrjátíu manns í átökum milli hópa
úr hinum ýmsu stjómmálaflokk-
um landsins.
móðir hans og eiginkona grelða
atkvæðl i þlngkosningunum i
morgun.
Simamynd Reuter
Meira en tuttugu og sex milijónir kjósenda em á kjörskrá í S-Kóreu en
búist er við fremur dræmri þátttöku í kosningunum.
Japönsk ungmenni brenndu um helgina bandaríska fána og bila í mótmælaskyni við þróun viðskiptamála milli
Bandaríkjanna og Japan. Símamynd Reuter
Umdeilt frum-
varp um milli-
ríkjaverslun
Ólafur Amaison, DV, New York:
Miklar deilur eru nú milli Reagans
Bandaríkjaforseta og leiðtoga demó-
krata á þingi vegna lagafrumvarps
um milliríkjaverslun sem þingið hef-
ur nú til meðferðar. Verði frum-
varpið að lögum mun þaö gera
innflutning til Bandaríkjanna mun
erfiðari en nú er fyrir þau viðskipta-
ríki- Bandaríkjanna sem eru með
verulega jákvæðan viðskiptajöfnuð
við Bandaríkin. Þau ríki sem yrðu
fyrir mestum áhrifum eru Japan og
Vestur-Þýskaland.
Fulltrúadeildin samþykkti frum-
varpiö í síðustu viku með miklum
mun en búist er við mun jafnari bar-
áttu í öldungadeildinni. Forsetinn
hefur hótað aö beita neitunarvaldi
ef frumvarpiö verður samþykkt í
núverandi mynd.
Þaö sem fer helst fyrir brjóstið á
forsetanum er ákvæði sem kveður á
um að bandarísk fyrirtæki þurfi að
gefa starfsfólki sínu sextíu daga fyr-
irvara áður en verksmiðjum er lokað
eða gripiö til fjöldauppsagna af öðr-
um ástæðum.
Frumvarpið á að miða að bættri
stöðu bandarískra fyrirtækja í sam-
keppninni við erlend fyrirtæki en
forsetinn telur að sextíu daga ákvæð-
iö skaði samkeppnisaðstöðu banda-
rískra fyrirtækja auk þess sem
ákvæði af þessu tagi eigi ekkert er-
indi inn í frumvarp um milliríkjavið-
skipti.
Það er hins vegar ekki einungis
Reagan Bandaríkjaforseti sem hefur
athugasemdir viö þetta frumvarp. í
Japan er mikil reiði vegna frum-
varpsins og telja Japanir aö því sé
stefnt gegn þeim. Viðskiptaráðherra
Japans sagði í gær að frumvarpiö
bæri vott um kynþáttahatur Banda-'
ríkjamanna. Almenningur í Japan
hefur fyllst heift í garð Bandaríkj-
anna og er mikið talað um að
Bandaríkjamenn séu fullir öfundar í
garð Japana vegna japanska efna-
hagsundursins. Um helgina brenndu
japönsk ungmenni bandaríska fána
og bandarískar bifreiðir í mótmæla-
skyni við fyrirhugaðar takmarkanir
á' innflutning japanskra vara til
Bandaríkjanna. Hafa ýmsir jap-
anskir frammámenn látið þau orð
falla að greinilegt sé að Bandaríkin
ætli nú að reyna að bæta samkeppn-
isaðstöðu sína gagnvart Japönum
með höftum í stað þess að einbeita
sér að keppni á frjálsum markaði.
Bandaríski sendiherrann í Tokýo
reyndi í gær að fullvissa japansica
þingmenn um að hvemig sem málin
færu þá væru Bandaríkin staðráðin
í að halda uppi viðskiptafrelsi og að
hagsmunir allra viðskiptaaðila
Bandaríkjanna yrðu tryggðir.
Verður einka-
fyrirtækjum heimiluð
kynþáttamismunun?
Ólafur Amarson, DV, New York:
Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað
í gær með fimm atkvæðum gegn fjór-
um að taka fyrir mál sem fjallar um
rétt einkaaðila til að mismuna fólki
eftir kynþætti.
Þessi ákvörðun æðsta dómstóls
landsins hefur vakið ugg meðal
frjálslyndra hér í Bandaríkjunum.
Ástæðan er sú að árið 1976 kvað rétt-
urinn upp úrskurð í svipuðu máli.
Þá var frjálslyndur meirihluti í rétt-
inum og niðurstaðan varð sú að
ólöglegt væri fyrir einkaaðila og
einkafyrirtækja að mismuna fólki
eftir kynþætti. Nú eru hins vegar
fimm íhaldssamir dómarar á móti
fjórum frjálslyndum, eftir aö Antony
Kennedy tók við embætti, og frjáls-
lynd samtök óttast að í þetta skipti
komist rétturinn að þeirri niður-
stöðu að einkaaðilum sé heimilt að
mismuna fólki eftir kynþætti.
Málið snýst um það hvort fyrir-
tæki, önnur en þau sem eru í eigu
hins opinbera, séu skyldug til aö ráöa
starfsfólk af mismunandi kynþáttum
í hlutfalli við skiptingu milli kyn-
þátta úti í þjóðfélaginu.
Hefðbundin afstaða íhaldsmanna
er sú að stjórnarskráin, eða eignar-
réttarákvæði hennar, sé þess eðlis
að ekki sé hægt að skylda einkaaðila
til að nota kvóta við ráðningar á
starfsfólki.
Það var athyglisvert að minnihluti
hæstaréttar gagnrýndi meirihlutann
í gær opinberlega og var því haldið
fram að kynþáttahatur réði ferðinni.
Fulltrúar minnihlutans lýstu því yfir
að’ef niðurstöðunni frá 1976 yrði snú-
ið við myndi það hafa alvarlegar
afleiðingar fyrir minnihlutahópa í
Bandaríkjunum. Það er mjög óvenju-
legt að dómarar í hæstarétti Banda-
ríkjanna gagnrýni samstarfsmenn
sína opinberlega.
Þaö má búast við að dómur í þessu
máli falli að ári liðnu.