Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Page 35
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
35
Fólk í fréttum
Om Friðriksson
Örn Friðriksson, aðaltrúnaðar-
maður í álverinu í Straumsvík, var
kosinn formaður Málm- og skipa-
smiðasambandsins á þingi sam-.
bandsins 19. apríl. Öm er fæddur
30. maí 1941 í Rvík og tók gagn-
fræðapróf í Gagnfræðaskóla
verknáms 1958. Hann var sjómaður
á togurum 1958-1959 og tók sveins-
próf í vélvirkjun í Iðnskólanum í
Rvík 1962. Örn var vélvirki í Vél-
smiðjunni Héðni 1962-1963 og var
í undirbúningsdeild fyrir tækni-
nám í Vélskólanum í Rvík 1963 og
í tækninámi í Leipzig og Karl Marx
Stadt 1 Austur-Þýskalandi
1964-1965. Hann var vélvirki í
Héðni 1966-1967 og við Búrfells-
virkjun 1968-1969. Örn hefur verið
vélvirki á viðgerðaverkstæði ál-
versins í Straumsvík frá 1969 og
yfirtrúnaöarmaöur starfsmanna
frá 1970. Örn var í stjóm Sálar-
rannsóknafélags íslands 1980-1985
og forseti þess 1984-1985 og var í
stjóm Félags járniðnaðarmanna
1974-1975 og hefur verið varafor-
maður þess frá 1987.
Öm kvæntist 1. desember 1967
Ólöfu Helgadóttur, f. 16. mars 1941,
ræstingakonu. Foreldrar hennar
eru Helgi Jakobsson, verkamaöur
á Patreksfirði, og kona hans, Lára
Guðbjartsdóttir, d. 14. nóvember
1986. Böm Amar og Ólafar eru
Róbert Þór Gunnarsson, f. 3. júní
1963, sjómaður í Hafnaríiröi, sam-
býliskona hans er Hildur Krist-
jánsdóttir skrifstofumaður;
Guðrún Valdís, f. 12. mars 1966,
skrifstofumaður í Hafnarfirði,
sambýhsmaður hennar er Gunnar
Svavarsson verkamaður; og Tinna,
f. 13. apríl 1972.
Systkini Amar era Kristján, f, 2.
september 1927, húsasmiður í
Garðabæ, kvæntur Stefaníu
Sveinsdóttur, Guðni Karl, f. 7. apríl
1929, bókhaldari í San Francisco í
Bandaríkjunum, kvaentur Hrafn-
hildi Guðjónsdóttur, Ólöf Steina, f.
18. júlí 1933, gift Sigurði Tryggva-
syni, húsasmið í Tvaaker í Sviþjóð,
og Fríða, f. 16. ágúst 1934, gift Jó-
hanni G. Möller, tannlækni í Rvík.
Foreldrar Amar voru Friðrik
Sigurðsson, verkamaður í Rvík, d.
29. mars 1974, og kona hans, Guðr-
ún Margrét Ámadóttir, d. 7. maí
1986. Friðrik var sonur Sigurðar,
verkamanns í Rvík, Vigfússonar,
b. á Amarstapa, bróöur Oddnýjar,
ömmu Elísabetar, konu Árna Þór-
arinssonar, prests á Stóra-Hrauni,
og Magnúsar Sigurðssonar, odd-
vita í Miklaholti, sem er faöir
Siguröar, fyrrv. forstjóra Ferða-
skrifstofu ríkisins. Vigfús var
sonur Siguröar, b. á Amarstapa,
bróður Brands, langafa Sigurðar
Pálssonar vígslubiskups. Sigurður
var sonur Sigurðar, b. í Eiríksbúð
á Amarstapa, Brandssonar, b. á
Jörva í Haukadal, Brandssonar,
fóðurbróöur Sigurðar Sigurðsson-
ar, ættfoður Sívertsensættarinnar,
langafa Ásthildar, móður Muggs
og ömmu Péturs Thorsteinssonar
sendiherra. Móðir Sigurðar Sig-
urðssonar var Steinunn Sigurðar-
dóttir, systir Jóns, langafa
Kristjáns Eldjárns, afa Kristjáns
Eldjárns forseta. Jón var einnig
langafi Sigríðar, ömmu Sigurðar
Helgasonar, stjómarformanns
Flugleiða. Móðir Sigurðar Vigfús-
sonar var Guðrún Kristjánsdóttir,
b. í Pétursbúð á Arnarstapa, Sig-
urðssonar. Móðir Kristjáns var
Guðrún Hannesdóttir, foðursystir
Þórðar Jónssonar, ættfoöur Hjarð-
arfeUsættarinnar, langafa Sólveig-
ar, móöur Guðmundar J.
Guðmundssonar, formanns Dags-
brúnar.
Guðrún er dóttir Áma, b. á Jaðri
í Ólafsvík, bróður Kristjáns, fóður
Lúðvíks rithöfundar. Árni var son-
ur Árna, b. á Holti á Brimilsvöllum,
Árnasonar, b. á Dalli á Brimilsvöll-
um, Ólafssonar, b. í Furubrekku í
Staðarsveit, Ámasonar, b. á Gaul
í Staðarsveit, Ámasonar, b. á Gaul,
Jónssonar, langafa Sigríðar,
Örn Friðriksson.
langömmu Megasar og Hauks
Helgasonar, aöstoðarritstjóra DV.
Móðir Guðrúnar var Karítas
Magnúsdóttir, b. í Hjaröarbóli í
Eyrarsveit, Narfasonar, b. á Tröð
Árnasonar, b. í Hörgsholti, Narfa-
sonar frá Arnarstapa Árnasonar,
bróður Þorleifs, langafa Þorleifs,
læknis í Bjamarhöfn. Móðir Karít-
asar var Sigríður Steindórsdóttir,
systir Sesselju, langömmu Jóns,
afa Bjöms Bjömssonar, prófessors
í guðfræði.
A&næli
Mavgrét Ásgeirsdóttir
Margrét Ásgeirsdóttir húsmóðir,
Brekkulæk 4, Reykjavík, er níræð
í dag.
Margrét fæddist á Amgerðareyri
við Ísafjarðardjúp og ólst þar upp
í foreldrahúsum. Faðir Margrétar
lést 1914 en móðir hennar bjó að
Arngerðareyri sex ár eftir það.
Margrét var einn vetur í Kvenna-
skólanum í Reykjavík og lauk
þaöan íjórða bekkjar prófi. Eftir að
fjölskyldan seldi Arngerðareyri
var Margrét eitt sumar í kaupa-
vinnu að Vallholti í Skagafirði en
hún kom síðan til Reykjavíkur 1920
og bjó þar með móður sinni. Hefur
Margrét búið í Reykjavík síðan.
Margrét giftist 3.2.1923 Birni Ein-
ari lögfræðingi, en hann var jafn-
framt fyrsti löggilti endurskoðand-
inn hér á landi. Björn Einar fæddist
27.2.1896, d. 1967, sonur Árna próf-
asts Björnssonar í Görðum og
Líneyjar Sigurjónsdóttur frá Laxa-
mýri, systur Jóhanns skálds.
Margrét og Björn Einar bjuggu
allan sinn búskap í Reykjavík,
lengst af í húsi sínu að Tjarnargötu
46 eöa í þrjátíu og sjö ár. Margrét
starfaði mikið að félagsmálum.
Hún var í stjórn Hringsins í tuttugu
og þrjú ár og varaformaður um
skeið. Hún var einn af stofnendum
Bridgefélags kvenna og formaður
þess í níu ár. Þá hefur hún starfað
í stúkunni Bergþóru í Oddfellow-
reglunni í fjölda ára.
Margrét og Björn Einar eignuð-
ust tvö börn, Aðalbjörgu, BA,
kennara, f. 14.2.1926, og Árna, lög-
fræðing, f. 6.8. 1927, d. 24.7. 1978.
Maður Aðalbjargar er Skúli Guð-
mundsson byggingaverkfræðingur
Ágústssonar frá Birtingaholti.
Börn Aðalbjargar og Skúla: Ragn-
heiður sem nú er látin en var
læknir við Landspítalann, eftirlif-
andi maður hennar er Jón Barða-
son og eignuðust þau tvo drengi;
Margrét Birna, hjúkrunarfræðing-
ur, gift Áma Tómassyni endur-
skoðanda, Ámasonar, fyrrv.
ráðherra; og Erla Björg leikari.
Eftirlifandi kona Árna er Ingi-
björg, dóttir Jóns Loftssonar
framkvæmdastjóra og eignuðust
þau Ingibjörg og Árni fjögur börn:
Björn Einar, stærðfræðingur og
kennari; Brynhildur, lyfjafræðing-
ur í Borgarapóteki; Ásgeir Þór,
lögfræðingur og skákmaður, og
Jón Loftur, viðskiptafræðingur og
stórmeistari í skák.
Margrét átti þrjú alsystkini en
auk þess tvö hálfsystkini samfeðra
og önnur tvö sammæðra, en for-
eldrar hennar höfðu bæði misst
fyrri maka þegar þau giftust. Al-
systir Margrétar, Geirþrúöur, er
eina systkini Margrétar sem nú er
á lífi.
Alsystkini Margrétar: Jochum,
raffræðingur í Ameríku, sem starf-
aði lengi fyrir Winnipegborg, f. 8.1.
1901, en kona hans var Ingibjörg
Ásgeirsson. Börn þeirra voru tvö:
Jón Guðmundur Ásgeirsson píanó-
leikari, f. 20.4.1902, d. 23.8.1926, og
Geirþrúður Jóhanna sem var for-
stööukona Heilsuverndarstöðvar-
innar við Barónsstíg, f. 23.3. 1904,
gift Jóhanni J. Kúld, fiskmats-
manni og rithöfundi, en hann lést
7.10. 1986.
Hálfsystkini Margrétar, sam-
feðra, sem upp komust: Bjarni,
húsgagnasmiður í Osló, en hann
var giftur Klöru Karterud og eign-
uðust þau fimm börn; Asgeir,
prófastur í Hvammi í Dölum, en
hans kona var Ragnhildur Gísla-
dóttir frá Ármúla við ísafjarðar-
djúp.
Hálfsystkini Margrétar sam-
mæöra: Magnús Jochumsson,
fyrrv. póstmeistari í Reykjavík,
kvæntur Guðrúnu Zoega, dóttur
Geirs gamla Zoega útgerðarmanns,
og Sigríður Jochumsdóttir sem
lengi var starfsstjóri hjá þvottahúsi
Landspítalans. Faðir Magnúsar og
Sigríöar var Jochum Magnússon,
bróðursonur Matthíasar skálds
Jochumssonar.
Foreldrar Margrétar voru Ás-
geir, póstmeistari, símstjóri,
hreppstjóri, dbrm og b. að Arngerð-
areyri, Guðmundsson, f. 22.9.1849,
d. 7.8. 1914, og seinni kona hans,
Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 20.11.1860,
d. 26.12. 1922.
Guðjón R. Sigurðsson
Guðjón R. Sigurðsson, Fagur-
hólsmýri I, Hofshreppi, er áttatíu
og fimm ára í dag
Guðjón fæddist að Hömram í
Mýrahreppi í Austur-Skaftafells-
sýslu. Hann var hálfs árs er for-
eldrar hans fluttu til Kanada meö
þrjú hörn sín, en Guðjón varð þá
eftir hér heima. Móöir hans lést í
Winnipeg ári eftir að þau fluttu
vestur en faðir hans lést 1929.
Guðjón flutti til Ameríku 1925 og
dvaldi þá fyrst hjá fóður sínum og
bróður. Hann starfaði við korn-
hlöðubyggingar í þrjú ár, ásamt
fjölda norskra og sænskra innflytj-
enda en hjá þeim lærði Guðjón
bæði norsku og sænsku.
Á kreppuáranum var Guðjón við
dýraveiðar norður í óbyggðum
Kanada þar sem hann kynntist
náið hinu fjölbreytilega, villta
dýralífi og fábrotnum lífsháttum
indíána.
Árið 1941 réð Guðjón sig á bát frá
Vancouver sem stundaði flutninga
frá Kanada til Bandaríkjanna en
þar starfaði hann í þrjú og hálft ár.
Hann tók síðan aftur til við bygg-
ingavinnu norður í Yellowknife en
settist síðan að í Hag Rever á suður-
strönd Þrælavatns hins stóra.
Guðjón var við byggingavinnu hjá
Hudsonfélaginu norðan við útfall
MacKenziefljóts og flutti eftir það
til íslands eftir þrjátíu og þriggja
ára dvöl í Kanada. Guðjón var tvo
mánuði hjá frændfólki sínu á Höfn
en fór þá aftur til Kanada þar sem
hann starfaöi nú vetrarlangt áður
en hann kom alkominn heim til
íslands. Guðjón vann svo fyr-
ir bændur eftir að hann kom
heim.
Systkini Guðjón voru Signý, en
hún lést tólf ára; Sigríður er giftist
Willfred Pearson, en þau eignuðust
tólf börn og lést Sigríður 12.3. sl.,
og John, en hann kvæntist Rose
Littlewood og eignuðust þau fimm
dætur en John lést fyrir nokkrum
áram.
Foreldrar Guðjóns voru Runólfur
Sigurðsson frá Svínafelli í Öræfum
Margrét Ásgeirsdóttir.
Föðurforeldrar Margrétar voru
Guðmundur, b. á Arngerðareyri,
Ásgeirsson, b. þar, og Dagbjört Sig-
urðardóttir, sýslumanns í Stykkis-
hólmi, Guðlaugssonar, prests í
Vatnsfirði við Djúp. Guðmundur
var bróðir Ásgeirs Ásgeirssonar,
kaupmanns og útgerðarmanns á
ísafirði.
Móðurafi Margrétar var Jón, b. í
Miðhúsum í Blönduhlíð í Skaga-
firði, Björnsson, b. að Hofdölum,
Hafliðasonar, b. þar, Jónssonar.
Kona Jóns í Miðhúsum var Þrúður
Jónsdóttir.
Margrét tekur á móti ættingjum
og vinum í Oddfellowhúsinu í
Reykjavík milli klukkan 15 og 17 á
afmælisdaginn.
Guðjón R. Sigurðsson.
og Steinunn Jónsdóttir frá Odda í
Mýrahreppi.
Til hamingju
með daginn
75 ára
Björn Sigurðsson, Neðra-Jaðri,
Höfðahreppi, er sjötíu og fimm ára
í dag.
70 ára
Gisli Sigurtryggvason, Steinagerði
2, Reykjavík, er sjötugur í dag.
Rútur Snorrason, Háaleitisbraut
107, Reykjavík, er sjötugur i dag.
Bjarni Þorsteinsson, Fellsmúla 18,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
60 ára
Jóhann Pétursson, Heiðarhorni 12,
Keflavík, er sextugur í dag.
50 ára
Valdís Marinósdóttir, Kópsvatni II,
Hrunamannahreppi, er fimmtug í
dag.
Helgi Gestsson, Birkihlíð 20, Vest-
mannaeyjum, er fimmtugur í dag.
Ævar Rögnvaldsson, Mýrarbraut
3, Blönduósi, er fimmtugur í dag.
40 ára
Halldóra Axelsdóttir, Þverárseli 22,
Reykjavík, er fertug í dag.
Unnur Káradóttir, Víðiholti II,
Reykjahreppi, er fertug í dag.
Erlendur Jónsson, Hafnargötu 1,
Stykkishólmi, er fertugur í dag.
Sólveig S. Ásgeirsdóttir, Stangar-
holti 4, Reykjavík, er fertug í dag.
Áskell Gunnlaugsson, Grashaga 8,
Selfossi, er fertugur í dag.
Andlát
Sigrún Jónsdóttir frá Patreksfirði, Hjallavegi 10, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 24. apríl. Bjarni Snorrason, Hólabergi 6, lést 24. apríl. Hallur Kristjánsson, fyrrverandi póstfulltrúi, Úthlíð 7, lést í Borgar- spítalanum 24. apríl. Guðrún Lilja Kristmannsdóttir, Stórageröi 13, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 24. apríl. Óskar B. Jónsson mælitækjasmið- ur lést mánudaginn 25. apríl. Guðlaug Eiríksdóttir, Þverspyrriu, Hrunamannahreppi, lést í Sjúkra- húsi Suðurlands 24. apríl. Tira Jul lést að Droplaugarstöðum fóstudaginn 22. aprfl.