Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1988.
Spumingin
Hver er eftirlætisstjórn-
málamaður þinn?
Anna Soffía Sigurðardóttir: Þor-
steinn Pálsson, hann er okkar
hæfasti stjómmálamaður.
Margrét Guðmundsdóttir: Stein-
grímur Hermannsson, hann hefur
erft stjórnmálahæfileikana frá fóður
sínum.
Jón Hersir Elíasson: Ég á engan eftir-
lætisstj ómmálamann.
Sigurður Gunnarsson: Jóhanna Sig-
urðardóttir, hún er það mikil hug-
sjónamanneskja að hún væri tilbúin
að segja starfi sínu lausu fyrir mál-
staðinn.
Gunnar Þór Jónsson: Steingrímur
Hermannsson, hann hefur alla tíð
staðið sig vel sem forsætis- og utan-
ríkisráðherra.
Sigurlaug Hauksdóttir: Ragnar Arn-
alds, hann er mjög málefnalegur og
góður stjómmálamaður._______
Lesendur___________________________
Ljósvakinn - Minning:
Frábær útvarpsstöð
fallin í valinn
Jóhannes Einarss. skrifar:
Það er með mikilli eftirsjá, sem ég
sest niður til að skrifa nokkrar línur
um Ljósvakann, útvarpsstöð þeirra
Bylgjumanna, stöðina sem nú er búið
að ákveða að leggja niður. Það var
fyrir talsverðan þrýsting frá ótal
mörgum sem Ljósvakanum var kom-
ið í gang til aö þjóna þeim sem ekki
voru svo ýkja hrifnir af þeirri tónlist
sem hinar útvarpsstöðvarnar nýju
léku daginn út og inn. Ekki skal þó
á nokkum hátt haUmælt þeirra tón-
list.
Ljósvakinn mddi nýja braut hér á
landi með flutningi samfelldrar tón-
hstar af léttara taginu, en með ívafi
af sígildri tónlist. Þessa stöð gátu
þeir sem unnu léttri, sígildri dægur-
lagatónlist, ásamt annarri gamalli og
sígildri, treyst á hvenær dagsins sem
var.
Þaö var þægilegt að geta opnað fyr-
ir þessa tónlist viö vinnu sína, þar
sem maður stundar slík störf, að
maöur gat notið hennar, í bílnum og
raunar hvar sem tækifæri var til
þess að njóta eftirlætistónlistar
sinnar. Svona stöðvar em við lýði
víða um heim og alls staðar mjög
vinsælar, („Easy listening" stöðvar
em þær oft nefndar). í Bandaríkjun-
um, Þýskalandi, Frakklandi, Hol-
landi og viðar fá svona stöövar mikla
hlustun og ekki að ástæðulausu.
Og hér er ég e.t.v. kominn að kjama
málsins. Ég held að Ljósvakinn hafi
haft mun meiri hlustun hér en fram
kom í skoðanakönnunum. Stundum
hvarflar nú að manni að niðurstöður
skoðanakannanna séu kannski pant-
aðar, eins og virðist vera um niður-
stöður á úttekt ýmissa íslenskra
fyrirtækja um þessar mundir.
En hvað um það. Ljósvakinn er nú
allur. Maður heyrir ekki í bráð:
Lindu Ronstadt, Toots Thielemans,
Nat King Cole, Frank Sinatra, Oscar
Peterson Trio svo og þekktar stór-
hljómsveitir leika lög eftir Michel
Legrand o.fl., ásamt innskotum með
Claire de Lune éða Pavane pour un
Infante, allt í samfelldri útsendingu.
- Stöðin var eins konar „framheiji“
á sínu sviði og það er oft hlutskipti
frumheijanna að þurfa að líða fyrir
það að ryðja brautina. Síðan koma
aðrir og segja: Nú get ég.
Mín trú er sú og einnig von, að
„Ljósvakinn“ verði endurvakinn
einhvers staðar og af einhveijum á
þessu fjölmennasta hlustunarsvæði
og það fljótlega. Einhver stjórnun-
armistök mega valda því ef ekki er
hægt að láta svona stöð bera sig með
hóflegum auglýsingum eftir þær
miklu vinsældir sem Ljósvakinn hef-
urhaft.
Ég held, að auglýsendur séu ekki
alltaf með á nótunum eða hafi tilfmn-
ingu fyrir hvar best sé að auglýsa í
ljósvakamiölum. Ljósvakinn var ein
þeirra stöðva, sem stór hópur manna
hlustaði á að staðaldri, ekki til að
vera laus við auglýsingar, heldur
vegna magns og gæða þeirrar tónlist-
ar sem svo margir óska eftir. - Far
vel Ljósvaki og hafðu þökk fyrir allt
og allt.
„Ljósvakinn ruddi nýja braut með flutningi vinsællar, léttrar tónlistar, en
með ívafi af gamalli og sigildri." - Úr „stúdíói" Ljósvakans. Auður við takk-
ana og Jónas útvarpsstjóri hlustar meö tregablöndnum svip á tóna sem
stöðin sendir ekki út framar. „Far vel Ljósvaki," segir bréfritari.
Misræmi í
merkingum
Áslaug hringdi:
Flestar videospólur, ef ekki allar,
sem maður getur fengið til leigu, eru
merktar með rauðum, gulum eða
grænum miðum sem á stendur hvort
viðkomandi kvikmynd er leyfð til
sýningar fyrir alla aldurshópa eða
bönnuð til sýningar innan ákveðins
aldurs.
Ég hef hins vegar komist að þvi að
misræmi er á þeim merkingum sem
gerðar eru hér á landi og þeim sem
koma frá framleiðanda myndbands-
ins erlendis. Þannig hef ég séð
íslenskar merkingar með grænum
miða þar sem stendur að viðkomandi
mynd sé leyfð fyrir alla aldurshópa
en miðinn er þannig settur á að fyrir
neöan hann sést að viðkomandi
mynd er bönnuð til sýningar fyrir
ung börn, eða eins og segir á ensk-
unni: „Unsuitable for young chil-
dren“.
Þetta hef ég orðið vör við áður og
veit ég ekki hvers vegna þetta mis-
ræmi er. Síðast sá ég þetta misræmi
á mynd sem heitir á ensku „Poker
Alice“. Ekki ýkja óhugguleg mynd,
en auðvitað hefur hún ekkert að gera
fyrir augu allra aldurshópa, það seg-
ir sig sjálft. Þarna eru útlendingar
varfæmari en við í þessum efnum
eins og svo oft áður.
Þetta er svona til ábendingar fyrir
t eftirlitsfólk, ef þetta fellur þá yfirleit
undir nokkurt eftirlit hér á landi.
Kannski er bara nóg að stinga hausn-
um í sandinn eins og strúturinn og
vanda bara „límingar" á merkimið-
unum þannig að þær falli alveg yflr
erlendu ábendinguna!
Skákeinvigið mundi koma Akureyri á hið alþjóðlega landakort, segir hér.
- Séð yfir Akureyri.
Skákeinvígið á Akureyri
Tapaði
vasahnífi
Móðir hringdi:
Ég á 11 ára gamlan son í Hlíða-
skóla. Hann hefur verið að bera út
blað og safna sér fyrir vasahníf,-
Drengurinn er mikið fyrir útilegur
og langaði til að eignast einn þessara
íjölþættu, svissnesku vasahnífa
(rauður með hvítum krossi beggja
vegna).
Sl. miðvikudag, daginn fyrir sum-
ardaginn fyrsta, keypti hann sér svo
þennan langþráða hníf og fór að sýna
hann í skólanum. Þá gerðist það að
hnífurinn týndist og hefur ekki kom-
ið í leitirnar.
Ég vil koma á framfæri ósk um áð
þeir sem verða varir við svona hníf
í óskilum snúi sér til skrifstofu Hlíða-
skóla eða komi honum þangað, þar
sem búiö er að hafa samband þangað
vegna hugsanlegra skila.
H.V. hringdi:
Ég vil lýsa yfir furðu minni á bréfi
frá Guðlaugi Bjömssyni í DV þar
sem hann segist vera á móti því að
skákeinvígið verði haldið á Akur-
eyri. Segist hann frekar vilja hafa
Seattle sem mótsstað.
Hann virðist ekki gera sér grein
fyrir því að skákeinvígi sem þetta er
geysileg landkynning og staður eins
og Akureyri með alla sína fegurð og
aðlaðandi umhverfi ætti einmitt að
vera heppilegur til slíks móts.
Við ættum að vera þakklátir fyrir
að fá yfirleitt að halda svona mót því
aö þetta kæmi Akureyri á hið al-
þjóðlega landakort, líkt og var um
Reykjavík hér um árið vegna leið-
togafundarins.
IaII -M«44‘li lððMflilltCltlliatfKlll
DV
Hraðinn allt í einu horfinn, spennu-
fall hjá þjóðinni?
Spennufall hjá þjóðinni:
Það var
þaðsem
vantaði
Jóhann P. skrifar:
Nú er dagur kominn að kvöldi hins
fyrsta verkfallsdags hjá verslunar-
mönnum. Þetta er fyrsta verkfallið á
árinu (og var nú búið aö spá mörg-
um) sem hefur einhver afgerandi
áhrif á þjóðlífið hjá okkur. Ahrifin
verða auðvitað mun meiri og alvar-
legri ef það dregst á langinn.
Á þessum fyrsta degi verkfallsins
virðist mér hafa orðiö nokkurs konar
„spennufall" hjá fólki. Sá yfirgengi-
legi hraði, sem einkennt hefur
þjóðlífið, er allt í einu horfinn. Ef
ekki væri þessi glymjandi í útvarps-
stöðvunum um fréttir af verkfallinu,
eins og sá sem ekki hefur linnt í allan
morgun, a.m.k., þá væri þetta bara
til bóta.
Það sem þessi þjóð þarfnast fyrst
og fremst er spennufall og það á öll-
um sviðum. Þjóðlífið hefur einkennst
af spennu og streitu, óðagoti og
óþaifa hlaupum um allt í leit að ein-
hverju sem þó engan vantar. „Fólk
virðist tilbúið í langt verkfall“ segir
í yfirskrift fréttar í Mbl. í gær og vitn-
að til ummæla formanns Félags
verslunar- og skrifstofufólks á Akur-
eyri. Gott og vel, segi ég bara, þetta
sama fólk, sem er tilbúið í langt verk-
fall, virðist þá ekki skorta íjármun-
ina!
Kannski kemur nú að því að þjóðin
fer að slaka eitthvað á ef verkfallið
dregst á langinn. Ef það verður nið-
urstaða verkfallsins er verkfallið af
hinu góðá. Ef það verður hins vegar
til þess að launaskrið brýst fram í
öllum greinum og gengisfelling fylgir
í kjölfarið upphefst spennan sem
aldrei fyrr og jafnframt augljóst
hvert stefnir. En spennufallið er það
besta sem þessa þjóö getur hent, það
er óhrekjandi staðreynd.
Hringið
í súna
27022
millikL. 13csg 15
eóa skrifið