Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1988, Side 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRlL 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Mireille
Mathieu
franska söng- og leikkonan
fræga - er aUs ekki hætt að
koma fram þótt hún sé orðin
42ja ára gömul. Hún er nú að
skipuleggja hljómieikaför um
Evrópu, sem farin verður
seinni hluta þessa árs, og segist
aldrei- hafa verið í betra formi
en einmitt nú. Hún segir sjálf
að hún ætli ekki að hætta aö
koma fram á meðan hún geti
enn sungið og hreyft sig.
Rod
Stewart
fékk fregnir fyrir skömmu
sem glöddu hann mjög og gætu
haft áhrif á líf hans. Rod flýði
England á sínum tíma því hon-
um fundust skattamir alltof
háir í heimalandinu. Nú, með
nýrri skattalöggjöf Thatcher
minnka skattar talsvert fyrir
hátekjumenn eins og Rod Stew-
art og því er hann nú að velta
alvarlega fyrir sér að flytja aft-
ur heim til Englands því hann
hefur alltaf saknað heimalands-
ins.
Þeldökka leikkonan Whoopi Gold-
berg, sem átti svo eftirminnilegan
leik í myndinni „Colour Purple", er
mjög önnum kafin þessa dagana.
Hún tekur að sér nokkur kvik-
myndahlutverk á ári, enda streyma
tilboðin inn. Af myndum sem komn-
ar eru á markað hér eru „Jumpin
Jack Flash“ og „Burglar" þekktast-
ar.
Nú er að koma á markað myndin
„Fatal Beauty" þar sem hún leikur
lögreglumann í spennumynd. Hún
var ekki fyrr búin að leika í þeirri
mynd en hún tók til við leik í ann-
arri sem bera mun heitið „Homer
and Eddie“. Aðalhlutverkiö á móti
henni verður í höndum Jim Belushi
og ætti það að verða skemmtilegur
dúett.
Einkamálin ganga ekki sem best
hjá henni þótt vel gangi í kvikmynd-
unum. Whoopi Goldberg giftist
hollenska ljósmyndaranúm David
Claessen stuttu eftir leik sinn í
myndinni „Colour Purple". David
þessi þoldi ekki að standa í skuggan-
um af frægðarljóma hennar og
yfirgaf hana. Whoopi er því laus og
liðug eins og er.
Einmanalegt
á toppnum
Þótt ungur sé að árum hefur Mic-
hael Jackson nú gefið út endurminn-
ingar sínar og er bók hans strax
orðin með söluhærri bókum. Margt
athyglisvert kemur fram í þessari
bók, atriði sem mörgum þykja vafa-
söm. Michael Jackson heldur því til
dæmis fram í bók sinni að hann hafi
eiginlega ekkert látið breyta andliti
sínu með skurðaðgerðum. „Ég fór í
tvær nefaðgerðir og lét hanna skarð
í höku mína, en það er allt og sumt.
Allar sögur um aðrar fegrunar-
aðgerðir eru lygi í óvinveittum
fjölmiölum," segir Jackson í bók
sinni.
Bókin er ritstýrð og gefin út af
Jackie Onassis, sem er eigandi út-
gáfufyrirtækis. Bókin er tileinkuð
Fred Astaire en þeir Fred og Michael
eru báðir miklir dansarar þótt stíll
þeirra sé frekar ólíkur.
Þeir sem biðu eftir útgáfu bókar-
innar vonuðust eftir safaríkum
frásögnum um ástarsambönd Micha-
els við Tatum O’Neal og Brooke
Shields en þeir hinir sömu uröu fyrir
vonbrigðum því ekkert er minnst á
þau í bókinni. Þess í stað er talsverð-
ur harmagrátur goðsins um að hann
sé vansæll í ástarsamböndum sínum
og hafi ekki enn hitt þá réttu. „Veran
á toppnum er einmanaleg og það
finnst líklega engin mannvera í
heiminum sem er eins einmana og
ég,“ segir Michael. „Ég hef ekki getað
keypt hamingjuna fyrir peninga,"
segir hann að lokum í bók sinni.
Michael Jackson segist hafa látið breyta nefi sínu og höku en að öðru leyti
hafi hann ekkert látið breyta andliti sinu. Trúi honum hver sem vill.
ÁTHUGíf)! •
í nm ' reykuusa E
DEúlMJh' 7APRIL I
\Srít% < ' i." l F I
Whoopi Goldberg og Sam Elliot leika aðalhlutverkin í myndinni „Fatal Be-
auty“ sem verið er að taka til sýninga hér á landi.
Ekkert
tóbakselt
Dalvíkingar tóku
framkvæmd „reyklausa
dagsins“ alvarlegar en
flestir aðrir. Hinn 7.apríl
sl. var tóbak hvergi selt
í verslunum þar og á
myndinni aö ofan má sjá
auglýsingu í glugga
verslunarinnar Svarf-
dælabúöar. Vonandi
prentast myndin þaö vel
að stafirnir sjást. DV-
mynd Geir Guðsteins-
son, Dalvík.
Afkastamikil leikkona
Sarah
Ferguson,
sem gift er Andrew prins, hitti
hann fyrst þegar hún var íjög-
urra ára gömul. Það var í veislu
í Windsor-kastala. Sara er
menntuð sem einkaritari og í
umsögn um hana kemur margt
forvitnilegt í ljós. Þar er henni
meðal annars lýst sem kvikri í
hreyfingum, líflegri persónu, en
dálítið „sjúskaðri". Sarah
Ferguson var víst ekkert sér-
lega hrifin þegar dagblað í
Englandi birti þessa umsögn.
Stofnanakeppni
í skák
Á hverju ári er haldin firma-
keppni stofnana í skák hér á landi
og er um fimasterk mót að ræða
þar sem flestir okkar sterkustu
skákmanna taka þátt. Teflt er á
fjórum boröum en hverju liði er
heimilt að hafa 4 varamenn í hði
sínu.
Sigurvegarar síðasta árs eru sveit
Búnaðarbankans en hún er skipuð
tveimur stórmeistumm í ár, eins
og í fyrra, þeim Jóhanni Hjartar-
syni og Margeiri Péturssyni. Þegar
þetta er skrifað er lokið þremur
umferöum af sjö og er teflt eftir
Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn
er klukkustund á mann og sjást því
oft miklar tímahrakssviptingar viö
borðið.
Teflt er í tveimur riðlum, 22 sveit-
ir í hvorum úm sig. A-riðillinn er
sterkari og eftir þrjár umferðir er
sveit Ríkisspítalanna efst með 9 'A
vinning af 12 mögulegum. í B-riðl-
inum er sveit Flensborgarskóla efst
með 10 vinninga.
Monrad-kerfiö hefur þann galla
(eða kost) að sveitir með svipaðan
vinningafjölda etja oft kappi saman
og því er oft hægt að „spila“ á kerf-
ið og sveitir geta veriö misheppnar
með andstæðinga. Ógjörningur er
því að spá um úrslit mótsins fyrir-
fram. Þessu sterka móti lýkur
fyrsta dag maímánaðar. Ljósmynd-
ari DV brá sér á eina umferðina
og smellti af nokkrum myndum.
Hér er svipmynd úr bullandi timahraksskák Ingvars Ásmundssonar í
sveit Iðnskólans og Braga Kristjánssonar sem tefldi fyrir Húsnæðisstofn-
un rikisins og hraðinn er mikill eins og sjá má.