Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
Utlönd
Versta útreið
hægri manna
í þrjátíu ár
Jacques Chirac forsætisráöherra á tali við fréttamenn eftir ósigurinn i gær.
Símamynd Reuter
Bjami Hinriks son, DV, Bordeaux:
Francois Mitterrand er fyrsti for-
seti Frakklands frá stríöslokum
sem nær kjöri í annaö sinn. Klukk-
an átta í gærkvöld var ljóst að hann
hafði sigraö Jacques Chirac, fram-
bjóðanda miðju- og hægri manna,
og það með meiri mun en búist
haföi verið við.
{ dag eöa á morgun mun Mitter-
rand tilnefna nýjan forsætisráð-
herra og ný ríkisstjórn síðan taka
við, líklegast samansett af sósíalist-
um og miðjumönnum. Upplausn
þjóðþingsins og nýjar þingkosning-
ar koma til greina.
Mitterrand fékk 54,5 prósent at-
kvæða á móti 45,5 prósentum
Chiracs og þessi mikli munur gefur
forsetanum meira svigrúm og
vinnufrið en ef hann hefði náð kjöri
með lágmarksmeirihluta. Forset-
inn vinnur nú með 2 prósent meira
fylgi en 1981. Þetta er hins vegar
versta útreið hægri manna frá 1958.
Eftir fyrri umferð kosninganna
24. apríl þótti víst að Mitterrand
myndi sigra í þeirri seinni. En at-
burðir síðustu viku - þegar Chirac
og stjórn hans stálu senunni með
frelsun gíslanna í Líbanon, árás
hersins á aðskilnaðarsinna í Nýju
Kaledóníu og frelsun 23 gísla svo
og heimkoma eins af leyniþjón-
ustumönnunum sem stóðu að eyði-
leggingu skips grænfriðunga á
Nýja-Sjálandi fyrir nokkrum árum
og dæmdur hafði verið af þarlend-
um yfirvöldum - hleyptu nýjum
krafti í kosningabaráttu Chiracs og
fylgismenn hans fóriTaftur að trúa
á sigur.
Vonbrigði stjórnarsinna voru
mikil og andrúmsloft sjónvarpsvið-
ræðna stjórnmálamanna í kjölfar
úrslitanna hlaðið spennu og
beiskju. Chirac flutti yfirlýsingu í
sjónvarpi strax eftir að úrslit voru
kunn og þakkaði öllum þeim sem
studdu hann, talaði aðeins um verk
stjórnar sinnar síðustu tvö árin og
sagði stuðningsmönnum sínum aö
þær vonir sem bundnar höfðu ver-
ið við framboð hans myndu lifa
áfram. Baráttunni væri ekki lokið.
Þetta er í fyrsta skipti frá stríðs-
lokum sem hinn sigraði í forseta-
kosningum kemur fram sama
kvöld og úrslit eru kunn.
í ræðu sinni seinna um kvöldið
lagði Mitterrand áherslu á samein-
ingu, frelsi, jafnræöi og gagn-
kvæma virðingu. Hann talaði um
mikilvægi unga fólksins og að
væntanleg stjórn yrði að leita sátta
þar sem upp úr hefði soöið. Átti
hann þar meðal annars við Nýju
Kaledóníu. Fórsetinn sagði að nýtt
tímabil væri hafið í sögu landsins.
Hvers vegna sigrar Mitterrand
með svo miklum mun? Eins og
búast mátti við fylktu allir vinstri
menn sér á bak við hann: sósíalist-
ar, kommúnistar, bæði hefðbundn-
ir og lengst til vinstri, og græningj-
ar. En þaö sem vantaði upp á til
að ná meirihluta kom frá fylgis-
mönnum Raymonds Barre og Le
Pens. Einnig kom góð kjörsókn
frekar Mitterrand til góða en
Chirac. ’Af 54,5 prósentum Mitter-
rands má ætla aö 2 prósent séu at-
kvæði stuðningsmanna Barres og
3,5 prósent komi frá Le Pen. Chirac
fékk einungis 60 prósent af öllum
atkvæðum Le Pens úr fyrri um-
feröinni og er greinilegt aö yfirlýs-
ing þess síðarnefnda 1. maí, þar
sem hann hvatti óbeint til hjásetu
í seinni umferðinni, hefur haft sitt
að segja.
Af viðbrögðum ýmissa miðju-
manna og hófsamra hægri manna
er greinilegt að þeir eru ekki á
móti samvinnu við sósíalista og
samsteypustjórn af einhverju tagi
eini raunhæfi möguleikinn. Megin-
þema kosningabaráttu Mitterrands
var samstaða og samvinna Frakka
og líklega er hann sannfærður um
að víðtæk samvinna meirihluta
stjórnmálaflokka í Frakklandi sé
eina leiðin til að 'vinna gegn vax-
andi fylgi Þjóðfylkingar Le Pens,
bæta efnahag landsins og búa það
undir breytingarnar miklu í Evr-
ópu 1992.
í Frakklandi hafa menn löngum
skipst í tvær jafnar fylkingar hægri
og vinstri eins og tiltölulega jöfn
úrslit í forsetakosningum hafa allt-
af sýnt. Breytingar í frönskum
stjórnmálum síðustu vikur og þær
breytingar, sem búast má við að
uppstokkun spila á næstu dögum
leiði af sér, verða kannski aö nýtt
afl fyrir miðju nær að sameina
mikinn meirihluta Frakka.
Flestir búast við að Mitterrand
tilnefni Michel Rocard, sósíalista,
forsætisráðherra. Að vísu tekur sú
útnefning ekki gildi fyrr en 20. maí
nema Chirac, núverandi forsætis-
ráðherra, segi af sér. Hann hefur
lýst sig reiðubúinn til þess ef forset-
inn óskar.
Francois Mitterrand óskað til hamingju með sigurinn í forsetakosningun-
um i Frakklandi í gær. Simamynd Reuter
Telur sig eina foringja
stjómarandstöðunnar
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
Le Pen, leiðtogi öfgamanna til
hægri, hélt langa sjónvarpsræðu í
Talaðu við
ofefeur um
eldhústæfei
SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89
Le Pen telur sig nú eina mögulega
foringja stjórnarandstöðunnar.
Simamynd Reuter
gærkvöldi þar sem hann taldi sig
eina mögulega foringja nýrrar
stjórnarandstöðu og hvatti Frakka
til að fylkja sér um hann. Að hans
sögn undirbjó meirihluti Sameining-
arflokks lýðveldisins og Lýðræðis-
bandalagsins sitt eigið sjálfsmorð.
Valery Giscard d’Estaing, fyrrver-
andi forseti og einn leiðtoga Lýðræð-
isbandalagsins, taldi úrslitin áfall
fyrir frjálslyndisstefnu og að miöju-
menn þyrftu að skilgreina og skýra
betur stöðu sína og stefnu. Hann
sagðist bíða og sjá hvað ný ríkis-
stjórn gerði áður en hann gagnrýndi
og að fyrirfram væri hann ekki á
móti stjórninni. Raymond Barre frá
Lýðræðisbandalaginu tók í sama
streng og óskaði þess að næstu sjö
ár yrðu Frakklandi gæfurík.
Simon Veil frá Lýðræðisbandalag-
inu og fyrrum forseti Evrópuþings-
ins sagði samstarf sósíalista og
miðjumanna mögulegt þótt of
snemmt væri að fullyrða nokkuð um
það. Mitterrand og sósíalistar þyrftu
að skilgreina betur stefnu sína áður
en miðjumenn ákvæðu nokkuð um
samstarf. Eitt væri ljóst: samstarf við
Þjóðfylkingúna kæmi ekki til greina.
Michel Rocard sagðist skilja
áhyggjur þeirra sem ekki kusu Mit-
terrand og að morgundagurinn yrði
ekki auðveldur en staða Frakklands
væri ekki eins slæm og af væri látið.
í Vestur-Þýskalandi voru viðbrögð
ráðamanna jákvæð, Willy Brandt,
fyrrum formaður sósíaldemókrata,
var ánægður með sigur Mitterrands
og Helmut Kohl kanslari, sagði aö
hvort sem Chirac eða Mitterrand
hefði náð kosningu hefði hann orðið
ánægður.
í Bretlandi var Margaret Thatcher
forsætisráðherra sömuleiðis ánægð
því þótt furöulegt megi virðast kýs
hún fremur sósíalistann Mitterrand
en hægri manninn Chirac. Ráða-
menn í Bretlandi bjuggust þó ekki
við svo stórum sigri sem raun varð á.
Skoðanakannanir eftir úrslit forsetakosninganna sýna að Frakkar vita ekki
almennilega hvernig stjórn þeir vilja. Simamynd Reuter
Hápunkturinn
Bjanú Hinnksson, DV, Bordeaux:
Þessi sigur Mitterrands er há-
punkturinn á ferli hans sem stjórn-
málamanns. Fjórum sinnum hefur
hann boðið sig fram. Fyrst árið 1965
gegn De Gaulle og síðan tvisvar gegn
Valery Giscard d’Estaing 1974 og
1981. Tvisvar hefur Mitterrand tap-
að, hann hefur tvisvar unnið og allt-
af hefur atkvæðafjöldinn aukist.
Gegn De Gaulle hlaut Mitterrand
44,8 prósent atkvæða, 1974 fékk hann
49,2 prósent og í sigri sósíalista sjö
árum seinna 51,8 prósent og núna
54,5 prósent. Þetta er ekki stærsti
sigur fransks forseta. Pompidou
vann eitt sinn stórsigur með 58,2 pró-
sentum atkvæða.
Þær skoðanakannanir, sem gerðar
voru skömmu eftir að úrslit voru
kunn í gærkvöldi, sýna að Frakkar
vita ekki almennilega hvernig stjórn
þeir vilja eða öllu heldur að þeir vita
ekki hvernig þeir eiga að bregðast
við’þeim breytingum sem orðið hafa
á hinu venjulega flokkamunstri með
hjá MHterrand
auknum áhrifum Þjóðfylkingar Le
Pens og uppstokkun hinna hefö-
bundnu hægri ílokka, Lýðræðis-
bandalagsins, sem stendur reyndar
ansi nálægt miðju, og Sameiningar-
ílokks lýðveldisins.
Rúmlega helmingur Frakka virðist
vera fylgjandi því að Mitterrand leysi
upp þingið og efni til nýrra kosninga
en 25 prósent eru á móti. Ef efnt yrði
til kosninga myndi Sósíalistaílokk-
urinn fá 42 prósent atkvæða og hinir
ýmsu vinstri flokkar til samans 54
prósent en Lýðræðisbandalagið og
Sameiningarflokkurinn saman 38
prósent og Þjóðfylkingin 8 prósent.
Flestir Frakkar vilja sósíalískan
forsætisráðherra eða 36 þrósent.
Tæp 30 prósent kjósa óflokksbund-
inn mann og 22 prósent vilja að hann
komi frá miðju stjórnmálanna.
Af þeim stjórnmálamönnum, sem
helst hafa heyrst nefndir í sambandi
við forsætisráðherrastólinn, eru 32
prósent fylgjandi Michel Rocard, 17
prósent vilja Valery Giscard d’Esta-
ing og 12 prósent Jacques Delors.