Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
21
Fréttir
Imm
Ingimar Þórðarson, vöruflutningabílstjóri á Egilsstöðum, og aðstoðarmenn
losa farm yfir í stærri bíl, sem svo ekur til Egilsstaða. DV-myndir Ægir
Slæmt ástand á þjoðvegi:
Selflytja farm-
inn á smábílum
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði:
Mjög slæmt ástand er nú á þjóöveg-
inum frá Sævarenda aö Víkurgeröi
sunnan Fáskrúðsfjarðar. Vegurinn
er nánast eitt drullusvað og illfær
venjulegum fólksbílum og er nú aö-
eins leyfður ílmm tonna öxulþungi á
honum.
Vöruflutningabílar, sem koma úr
Reykjavík, mega ekki aka lengra en
að Víkurgerði. Þaðan verða bílstjór-
arnir að selflyfja farminn á smábíl-
um að Búðakauptúni, þar sem aðrir
flutningabílar eru og taka farminn.
Síðan er ekið norður á firði og upp á
Hérað. Þessi vegarspotti er um 10 km
og verður illfær á hverju vori þegar
frost fer úr jörðu.
Á veginum frá Fáskrúðsfirði til
Reyðarfjarðar er nú leyfður sjö tonna
öxulþungi og á sjálfsagt eftir að
lækka. Spamaður í framkvæmdum
hins opinbera kemur nokkuð oft í
ljós á umræddum vegi en fram-
kvæmdum er frestað ár eftir ár.
Bílstjórar, sem aka þennan veg dag-
lega, eru orðnir nokkuð langeygir
eftir úrbótum sem lofað hefur verið
nokkuð árvisst undanfarin ár og
segja vegarslóðann einn hinn versta
á leiðinni frá Reykjavík til Aust-
fjarða.
?Álölaixkðultij7
IOI?QijlcjaÁ
<?imíl58l4
Ekið í einn drullupyttinn af mörgum
á Suðurfjarðavegi.
Flensa eykur
dánartíðni
aldraðra
Skæð inflúensa hefur gengið yfir
landið undanfarnar vikur. Inflú-
ensufaraldurinn hefur aukið dánar-
tíðni meðal aldraðra nokkuð, en það
er einkenni faraldra á borð við þenn-
an.
Skúli G. Johnsen borgarlæknir
sagði í samtali við DV að það væri
rétt, inflúensa gæti orðið öldruðum
að aldurtila. „En ég hef ekki heyrt
af slíku umfram það sem mætti telj-
ast eðlilegt. Inflúensan getur orðiö
þeim sem eru veikir fyrir að aldur-
tila. Þess vegna erum við að reyna
aö fá aldraða til að láta bólusetja sig.
Það er mismunandi hversu út-
breiddir faraldrarnir verða en þessi
er einn af þeim verri. Fyrir bólusetn-
ingu reynum við að finna út hvaða
inflúensustofn er líklegastur til að
koma til landsins hverju sinni og telj-
um við að þeir einstaklingar, sem
voru bólusettir í vetur við inflúensu,
hafl nú mótefni fyrir þessari flensu,"
sagði Skúli. -JBj
83.468 FERMEIMR
788 ÍBÚÐIR
1970 ÍBÚAR
Byggingarsamvinnufélag ungs fólks í
Reykjavík, BYGGUNG, var sfofnað 1974 fil að
byggja meðsem hagfelldustum kjörum íbúðir
og íbúðarhús fyrir unga félagsmenn sína.
Fró þeim tíma hefur BYGGUNG byggt
íbúðarhús víða í Reykjavík og ó Seltjarnar-
nesi. í lok þessa órs verður BYGGUNG búið að
afhenda alls sjö hundruð óttatíu og ótta
’íbúðir. í órslok verða því samanlagðar
fimmtón óra byggingaframkvœmdir BYGGUNG
orðnar rétt um 83.468,89 heildarfermetrar.
Við reiknum að meðaltali með u.þ.b. 2,5
íbúum ó hverja íbúð, sem þýðir að í órslok
1988 búa nólœgt um 1970 íslendingar í
BYGGUNG-húsnœði, eða jafnmargir einstakl-
ingar og búa í Grindavík.
BYGGUNG er virkur þótttakandi í að gera
búsetu í Reykjavík betri.
BYGGINGARSAMVINNUFELAG
UNGS FÓLKS
Lynghólsi 3, 110 Reykjavík,
sími (91)-67-33-09.