Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Síða 35
MÁNUDAGUR 9. MAÍ 1988.
47
Heimilisbókhald DV:
LíísstQl
Stórkostleg hækk-
un milli mánaða
viö framkiillun og koperingu á 24 mynda
litfilmu oi> 24 nwnda KONICA litfilmu sem Jui færd til baka
mann í febrúar var aðeins kr. 4998,75,
þannig að hækkun milli mánaða
nemur um 58.8%.
Þetta er meðaltal 44 einstaklinga.
Þegar litiö er á tölur einstakra fjöi-
skyldna kemur fram mikill munur.
Lægstu tölumar námu kr. 3668 á
mann. Þetta er tveggja manna fjöl-
skylda. Hæstu tölurnar koma frá
fimm manna fjölskyldu á Reykjavík-
ursvæðinu. Matarkostnaður á mann
í þeirri fjölskyldu nam kr. 12.452.
Dýrasti mánuðurtil þessa
Marsmánuður er sá dýrasti til
þessa og ekki gott að sjá neina ein-
hlíta skýringu. Páskarnir koma að
vísu inn í en þeir eru ekki slík hátíð
að þeir slái út jólin. Þeir eru því ekki
aðalástæðan fyrir hækkuninni.
Liðurinn „Annað“ virðist óvenju-
hár fyrir marsmánuð. Hann er
undantekningalaust mun hærri en
matarliðurinn og koma þar til ýmsar
ástæður. Sámkvæmt bréfum þátttak-
enda vega iðgjöld af bifreiöatrygging-
um þungt og einnig er nokkuð um
fermingar.
Á meðfylgjandi súluriti gefur að
hta þróunina síðustu mánuði. Hver
súla er meðaltal matarkostnaðar á
Marsmánuður þungur í skauti
Marsmánuður virðist hafa verið
dýr mánuður ef marka má tölur úr
heimilisbókhaldi DV. Meðaltalsmat-
arkostnaður á mann reyndist vera
kr. 7.935. Meöaltalsmatarkostnaður á
Maturinn er sífellt stærri hlutur I útgjöldum heimilanna.
mann á mánuði. Ferhð er þannig að
tölumar fóru lækkandi frá því í des-
ember þar til að þær snarhækka nú.
Gaman væri aö fá línur frá þátttak-
endum þar sem þeir skýra þessa
miklu hækkun, og nú er um aö gera
að senda inn tölur aprílmánaðar.
Heimilisbókhald er kjarabót
Þótt tölurnar hafi hækkaö mjög
fyrir marsmánuð eru þær samt sem
áður í lægri kantinum. Jafnvel
hæstu tölurnar þykja lágar. Það er
því greinilegt að með því að skipu-
leggja heimihshaldið og halda bú-
reikningum í lagi má spara verulegar
íjárhæðir. Lækkiö því við ykkur
heimiliskostnað og gerist þátttak-
endur í heimilisbókhaldi DV. Þaö er
veruleg kjarabót. -PLP
MOTTOKUSTAm
AUAN BÆf
Til dæmis:
m
Bókaverslun Isafoldar
Austurstræti
Gleraugnadeildin
Austurstræti
veiðihúsið
Hafnarstræti, Rvík.
Veiðimaðurinn
Nóatún
Steinar
Rauðarárstíg, Rvik
Handið
Siðumúla. Rvík
Neytendur
íslensku frönsku
kartöflumar lélegar
Neytandi kom meö franskar
kartöflur hingað á DV og sagði sín-
ar farir ekki sléttar. Kartöflurnar
voru keyptar í verslun í Reykjavík
fyrir helgi og áttu síðan að vera
með sunnudagssteikinni en reynd-
ust óhæfar.
Þegar hvolft var úr pokanum í
ofnskúffuna kom innihaldiö í ljós.
Nær helmingurinn af kartöflunum
voru annað hvort meö hýðinu eða
augum eða hvoru tveggja. Eins og
gefúr að skilja ber enginn shkt á
borð fyrir fólk, því bara við að sjá
þær missir það lystina. Þessar
kartöflur eru islensk framleiðsla
og seldar undir merki Þykkvabæj-
ar.
Aö kvarta yfir íslenskri kartöflu-
framleiðslu er eins og beijast viö
vindmyllur, ekkert er gert til að
bæta ástandið. íslensku framleið-
endurnir kvörtuðu sáran yfir
lélegum undirtektum neytenda hér
á landi og fóru fram á vemd fyrir
óheftum innflutningi erlendis frá.
Innflutningsgjald hækkað
Eins og greint var frá i fréttum í
marsmánuði stóð mikill styr um
innflutninginn á frönskum kartöfl-
um. Veitingamenn lýstu því yfir að
íslenska framleiöslan fullnægði
ekki kröfúm þeirra og almenning-
ur keypti frekar þær erlendu. Um
tíma var stöðvaöur innflutningur á
kartöflum aö boði landbúnaöarráö-
herra. Fjármálaráöherra aflétti
síöan banninu á þeirri forsendu aö
franskar kartöflur væru iönaöar-
vara og þvi ætti innflutningur að
vera frjáls.
Landbúnaðarráöherra nýtti sér
svo heimild í lögum og hækkaði
innflutningsgjáldiö úr 40% í 190%.
Skýringin var sú að leyfilegt væri
að hækka slíkt gjald ef um væri að
ræða vöru sem niöurgreidd er til
framleiðenda erlendis.
Eftir sitja neytendur og verða að
taka því sem að þeim er rétt. Annað
hvort verður neytandinn aö velja,
ódýrari og óætar kartöflur eða dýr-
ari og þá inannamat.
Við spyrjum: Eiga neytendur
endalaust aö kyngja sliku?
Ekki tókst að ná í forráöamenn
kartöfluverksmiðjú Þykkvabæjar-
kartaflna vegna þessa máls.
-JJ