Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Page 9
MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. 31 Jþróttir íslandsmótið 1. deild: Boltar fyrir gras og möl, inni og úti íþróttaskór, knattspyrnuskór fyrir möl og gras, gervigrasskór Gott verð ÁRMÚLA 36, REYKJAVÍK, SÍMI 82166 OG 83830. • Aðalsteinn Aðalsteinsson, Völsungi, í hvítum buxum, sést hér í baráttu um knöttinn í leik Völsungs og ÍBK i Keflavik I gær. DV-mynd Ægir Már Kárason „Agalega svekktur“ - sagði Daníel Einarsson sem rekinn var af velli ir mér,“ sagði Daníel Einarsson í liði Keflavíkur i samtali við DV eftir leik- inn gegn Völsungi. Daníel var vikið af leikvelli á 19. minútu síðari hálf- leiks. „Ég sagöi línuverðinum að fylgjast betur með línunni. Hann kallaði í dómarann sem gaf mér gula spjaldið. Ég sagði þá sem svo að þetta væri ekki tilefni til að gefa gult spjald. Þá fékk ég rauða spjaldið,“ sagöi Daníel. „Að sjálfsögðu rautt spjald“ Friðgeir Hallgrímsson, dómari leiksins, sagði eftir leikinn: „Daniel sendi línuverðinum tóninn. Þegar ég gaf honum gula spjaldið svaraði hann mér og fékk þá aö sjálfsögðu rauða spjaldiö." • Daníel Einarsson, sem lék me£ Víði í Garði i fyrra, var rekinn a velli í sínum fyrsta leik með ÍBK. • Sigurður Halldórsson, sem lék með Skagamönnum í mörg ár, þjálf- ar nú 1. deildar lið Vöisungs. Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Ég er alveg agalega svekktur. Dómarinn eyðilagði þennan leik fyr- Frétta- stúfar Gott hjá Essen • Alfreð Gíslason og félagar léku um helgina fyrri úrslitaleikinn gegn ZSKA Moskva í Evrópu- keppni meistraraliöa í handknatt- leik. Essen tapaöi leiknum í Moskvu 18-15 þannig að liöiö á góða möguleika í síðari leiknum sem fram fer í Essen. í fyrri úrslitaleiknum í Evrópu- keppni bikarhafa léku Grosswald- stadt frá Þýskalandi og sovéska lið- ið Dynamo Minsk. Leikiö var í Þýskalandi og sigraði Grosswald- stadt 24-21. Martin Schwalb skor- aði 12 mörk fyrir Grosswaldstadt en hjá Minsk var Jakimovich markahæstur með 10 mörk. Maradona markakóngur • Allt útlit er nú fyrir að Argent- inumaðurinn Diego Armando Maradona verði markakóngur í ítölsku knattspyrnunni. Mara- dona hefur nú skoraö 15 mörk en félagi hans hjá Napolí kemur næstur með 13 mörk. Næstir koma Giuseppe Giannini sem leikur með Roma og Antonio Vir- dis hjá meistaraliðinu AC Milan með 11 mörk. Bosman samdi • Hollenski landsliösmaðurinn í knattspyrnu, John Bosman, sem leikur með Ajax, hefur skrifað undir tveggja ára samning við belgisku Evrópumeistarana Mec- helen. Gott hjá Chelsea • Fyrstu leikimir í úrslita- keppninni um sæti í hinum ýmsu deildum í ensku knattspymunni fóru fram um helgina. Chelsea sigraði Blackbura Rovers 0-2 og Bradford Middlesboro 2-1 í bar- áttunni um laust sæti í 1. deild. í keppninni um sæti í 2. deild sigr- aði Walsall iið Bristol City á úti- velli 1-3.1 slagnum um laust sæti í 3. deild sigraði Swansea Rother- ham 1-0 og Torquay vann Scunt- horpe 2-1. Larissa meistari • Nú er sá árstími þegar úrslit fást í knattspyrnukeppni margra Evrópulanda. í gær varð Larissa grískur raeistari og hlaut liðið 43 stig í 1. deild. AEK varð i öðru sæti með 40 stig og bronsverðlaun komu í hlut PAOK sera hlaut 39 stig. Porto langbest • í knattspyrnunni í Portúgal hefúr Porto verið í sérflokki í all- an vetur og hefúr liðiö aðeins tap- að einum leik. Liðið hefur nú 58 stig en Benfica í öðru sæti er meö 47 stig. 3. titill Graf • Vestur þýska tennisdrottning- in, StefFi Graf, vann um helgina sigur í kvennaflokki í þriðja skipti á opna vestur-þýska meist- aramótinu. Graf sigraði Helenu Sukovu í úrslitum af öryggi 6-3 og 6-2. IBK-liðið fór í gang þegar Danni sá rautt - ÍBK sigraði VölsungT 3-1 Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; „Þetta var góður og sanngjarn sig- ur og síðari hálfleikurinn var ágætur hjá minum mönnum. Hvað brottvís- un Daníels varðar þá er það rétt hjá dómara að reka menn út af ef þeir eru með munnsöfnuö. Ég hef sagt mínum mönnum að láta dómara í friði við sín störf og það verða þeir að læra,“ sagði Frank Upton, þjálfari Keflvíkinga, eftir að menn hans höfðu unnið öruggan sigur á Húsa- víkurliðinu Völsungi í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu. Keflvík- ingar skoruðu þrjú mörk gegn einu marki gestanna en leikið var á mjög þurrum malarvelli í Keflavík. Staðan í leikhléi var 0-0. í byrjun voru leikmenn beggja liða taugaóstyrkir og knattspyman ekki áferðarfalleg. Keflvíkingar urðu þó fljótlega ágengir við mark Völsungs og í fyrri hálfleiknum áttu þeir tvö stangarskot. Þegar Danni fékk rautt fór allt af stað Daníel Einarsson fékk að sjá rauða spjaldið á 19. mínútu síöari hálfleiks og Keflvíkingar léku því einum færri til leiksloka. Við brottreksturinn fóru hjólin að snúast og þegar innan við tuttugu mínútur voru til leiks- loka hafði ekkert mark verið skorað. Á síðustu sautján mínútunum komu öll mörkin fjögur og gekk mikið á. Fyrst skoraði Siguröur Björgvinsson úr tveimur vítaspyrnum áður en Snævar Hreinsson skoraði stórglæsilega með langskoti fyrir Völsung. Nokkrum sekúndum seinna innsiglaði Ragnar Margeirs- son svo sigurinn. • í liði heimamanna var Ólf Þór Magnússon bestur og mjög frískur í framlínunni. Hann fiskaði báðar vítaspyrnumar sem ÍBK fékk í leikn- um. Einnig áttu þeir Sigurður Björg- vinsson og Jóhann Magnússon góðan leik en Sigurður tók stöðu Daníels í vörninni og stóð sig mjög vel. • Hjá Völsungum var Theodór Jóhannsson einna bestur en annars voru flestir leikmenn liðsins þungir á sér og seinir. Greinilegt er að Völs- unga skortir meiri samæfingu. „Siðara wtið algert bull“ Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Mínir menn voru seinir og þungir í þessum leik og Keflvíkingar unnu sanngjarnan sigur. Keflvíkingar fóru þó ekki í gang fyrr en Daníel hafði fengið rauða spjaldið," sagði Sigurð- ur Halldórsson, þjálfari Völsungs, í samtali við DV eftir leikinn gegn Keflavík. „Það sýndi sig enn einu sinni að lið tvíeflast þegar þau missa mann út af. Keflvíkingar reyndu mikið af löngum sendingum sem gáfust vel. Ég var ósáttur við síðari vítaspyrnu- dóminn. Ég er ekki vanur að gagn- rýna dómgæslu en þessi dómur var algert bull. Við munum hins vegar koma tvíefldir til næsta leiks. Okkur vantar meiri samæflngu en þetta kemur vonandi allt saman hjá strák- unum. Okkur hefur verið spáð falli í 2. deild en við ætlum okkur að af- sanna þá spá. Við erum með mann- skap til þess,“ sagði Sigurður Hall- dórsson. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.