Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1988, Síða 12
34 MÁNUDAGUR 16. MAÍ 1988. Iþróttir Enn eitt metið hjá Wimbledon vann Uverpool, 1-0, í úrslitum bikarsins Úrslit í ensku bikarkeppninni hafa oft veriö óvænt en úrslit leiks Liver- pool og Wimbledon eru með þeim óvæntari hin síðari ár. Liverpool eitt besta, ef ekki besta félagslið í heimi, lagt svo að segja á heimavelli af liði sem var utan deilda fyrir ellefu árum. Slíkar hugsanir þóttu það fár- ánlegar í Englandi að veðmangarar gáfu þeim sem þorðu að veðja á Wimbledon mikiö fyrir lítið. Með þessum sigrí sínum kom Wimbledon í veg fyrir að Liverpool næði að sigra tvöfalt í annað skipti á stuttum tíma og verða fyrst liða í Englandi til að drýgja þá dáð. Leikmenn Liverpool, sem flestir hafa spilað marga leiki á Wembley- leikvanginum í London, fyrir Li- verpool svo og landslið ýmissa þjóða náðu aldrei að sýna það léttleikandi spil sem þeir eru frægir fyrir. Til þess var barátta Wimbledonleik- mannanna of mikil. Ávallt var Wimbledonfótur eða Wimbledon- höfuð komið fyrir knöttinn. Það tók léikmenn beggja liða nokkum tíma að átta sig á aðstæðum en eftir það var stanslaus keyrsla og barátta all- ann leikinn út í gegn. Beardsley skorar: markið dæmt af Eftir tæpt korter virtist Liverpool vera að ná yfírhöndinni og þá gerðist umdeilt atvik er Peter Beardsley skoraði mark sem dæmt var af. Andy Thom, miðvörður Wimbledon, braut á Beardsley, náði þó ekki að fella hann alveg en datt-sjálfur. Beardsley var því kominn í gegnum vömina og skoraði mark. Dómarinn flautaði strax er brotið var á Beardsley. Þar var hann of fljótur á sér, átti að beita hagnaðarreglunni. Þetta atvik skipti sköpum fyrir Liverpool. Alan Hans- en, fyrirliði Liverpool, sagði eftir leikinn: „É'g sagði við dómarann að þetta hefði verið slæm ákvörðun hjá honum. Dómarinn sagði að þetta væri sanngjörn gagnrýni og ég tók það sem svo að hann viðurkenndi mistökin." Leikmenn Liverpool héldu áfram að sækja og þrisvar sinnum varð Dave Beasant, markvörður Wimble- don, að veija stórkostlega. Hann var liðinu mikill styrkur því auk þess sem hann varði allt sem á markiö kom þá sýndi hann geysilegt öryggi sem varð meðspilumm hans mikil hvatning. En leikmenn Wimbledon áttu sín færi og voru varnarmenn Liverpool í sífellu að bægja hættu frá markinu. Það tókst þó ekki alveg því á 36. mín- útu skoraði Lawrie Sanchez mark með skalla eftir homspymu. Þá var sett á svið endurtekning á sögunni um Davíö og Golíat. Skömmu síðar' brá Grobbelaar, markvörður Li- verpool, sér í skógarferð, missti af knettinum. Terry litli Gibson náði honum en tókst ekki að skora í autt markið. í síðari hálfleik hélst baráttan án þess að leikmenn fengju góð mark- tækifæri. Reyndar fékk Liverpool vítaspymu sem að flestra mati var hrein gjöf. Bakvörðurinn Clive Go- odyear og John Aldridge komu að knettinum á svipuðu augnabliki. Goodyear komst á knöttinn á undan en Aldridge féll. Dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspymu og var ef til vill að bæta Liverpool upp mistökin frá þvi í fyrri hálfleik er hann dæmdi af þeim mark. En Beasant, mark- vörður Wimbledon, kórónaði stór- kostlegan leik sinn með því að verja vítaspymuna. Eftir það var aldrei spuming um hvort liðið ynni þrátt fyrir að Liverpool setti báða vara- menn sína inn á. Engin leikmaður var bókaður í leiknum en mörgum var heitt í hamsi. Blóð, sviti og tár spmttu út á leikmönnum og er það satt að segja stórkostlegt að ekki skuli hafa soðið upp úr hjá þeim. -EJ • Fögnuður leikmanna Wimbledon var mikill þegar sigurinn var í höfn gegn Liverpool á laugardag. Hér faðmast þeir Terry Gibson og John Fashanu, (númer 9). Simamynd Reuter • Diana prinsessa heilsar hér upp á Kenny Dalglish, framkvæmdastjóra Liverpool, fyrir leikinn gegn Wimbledon í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Símamynd Reuter TVeir tímar í undirbúning - sagði Bobby Gould, sijóri Wimbledon „Éghefði átt að grípa knöttinn" - sagði Beasant, markvörður Wimbledon „Rökrétt að Aldridge tæki vítið“ — sagði Kenny Dalgl- ish, stjóri Liverpool Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri Liverpool, er að vonum von- svikinn yfir úrslitum leiksins. „Von- brigðin eru geysileg. Liverpool hefur gengið mjög vel undanfariö. Hver sigur er sætur og ósigur súr. Leik- menn Liverpool hafa spilað skemmtilega knattspymu þetta keppnistímabil og skemmt þúsund- um knattspymuaðdáenda. Viö náð- um ekki þeim tökum á leiknum sem við ætluðum okkur, annars hefðum við verið að fagna nú en ekki Wimbledonliðið," sagði Dalglish og bætti við. „Ég ætlaði að taka John Aldridge út af áður en vítaspyrnan var tekin en hann hefur skorað ellefu sinnum úr vítaspyrnum fyrir Liver- pool og því var rökrétt að hann tæki spymuna," sagði Dalglish að lokum. John Aldridge var með tárin í augun- um er hann var tekinn út af og sagð- ist ekkert vilja tala um vítaspyrnuna. -EJ Bobby Gould, framkvæmdastjóri Wimbledon, er ákaflega hamingju- samur maður. Hann tók við liðinu í haust og lætur draum leikmanna og aðdáenda Wimbledon rætast. „Við unnum saman í tvo klukkutíma dag- inn fyrir leikinn að því að fmna út hvemig við gætum stoppað Liver- pool og nú uppskerum við fyrir vinnu okkar,“ segir Gould. Draumur Wimbledon hefur ræst, en líkumar vom liðinu ekki hag- stæðar. Liverpoolliðið, sem byggist á aðkeyptum stjömum, kostar margar miljónir punda en liö Wimbledon kostaöi ekki helming þess sem greitt var fyrir Peter Beardsley er hann var keyptur í fyrrasumar fyrir 1,9 millj- ónir punda. Ekki er ólíklegt að leik- menn Wimbledon hækki í verði eftir bikarsigurinn. -EJ Markmannsrisinn Dave Beasant, fyrirliði Wimbledonliðsins, gnæfði upp úr Wimbledonhópnum er liðið fagnaði sigri sínum á Liverpool í London í gær. Beasant, sem hefur spilað með liðinu frá þvi aö Wimble- don var í 4. deild og hefur reyndar spilað hvem einasta leik liðsins und- anfarin sex ár, var maður leiksins. Þrisvar sinnum varði hann dauða- færi frá leikmönnum Liverpool og setti punktinn yfir i-ið er hann varði vítaspymu John Aldridge í síðari hálfleik. Aldridge, sem tók sína tólftu vítaspymu fyrir Liverpool, hafði aldrei áður mistekist að skora og aldrei hafði vítaspyrna mistekist í úrslitaleik í ensku bikarkeppninni fyrr. Markvörðurinn Dave Beasant var þrátt fyrir aUt ekki ánægður með vörsluna á vítaspymunni. „Ég hefði átt að grípa knöttinn. Yfirleitt stend ég beinn þegar andstæöingarnir fá vítaspymur. Þeir sem em bestir að taka vítaspyrnumar bíða eftir að markverðirnir skutii sér og skjóta svo í hitt homið. Ég bíð og skutia mér þegar andstæðingurinn hefur skotið,“ sagöi Beasant í sigurvímu. Beasant, sem er tæpir tveir metrar á hæð, hefur vakið athygli fyrir leikstíl sinn. Fyrir utan það að verja sem berserkur tekur hann flestar aukaspymur hðsins á eigin vallar- helmingi og skálmar að því loknu í eigið mark. Einnig á hann það til að rekja knöttinn áleiðis að marki and- stæöinganna til að ná sem lengstri spyrnu. „Þegar við vorum í 3. deild ákváðum við Dave Bassett, sem þá var framkvæmdastjóri Iiðsins, að ég skyldi prófa þessa aðferð og hún hef- ur reynst vel. Ég næ meiri ná- kvæmni með þessum spyrnum og því em meiri líkur á að við skorum mark,“ sagði Beasant.“ -EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.