Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Síða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. I>V Sauðfjárbúskapur í borgarmenningunni: Yfir300 bóm komu til mín í heimsókn um sauðburðinn -segir Amór Guðlaugsson, sauðfjárbóndi í Kópavogi Þeim fækkar óðum sem stunda búskap inni í miðju þéttbýli. Þó eru einstaka karlar sem hafa nokkrar kindur, hesta eða hænur. Til skamms tíma voru fjórir sauðfjár- bændur í Kópavogi. Þeir eru allir á leið út fyrir þéttbýhskjarnann en Kópavogsbær hefur útvegað þeim land undir búskapinn við Fífu- hvammstúniö. Einn þessara sauðfjárbænda er Arnór Guðlaugsson. Hann hefur stundað búskap ásamt konu sinni og Guðbirni syni sínum neðan við Digranesveginn síðastliðið 21 ár. Sjálfur býr hann hinum megin göt- unnar. „Ég skal segja þér að það komu hér ung hjón fyrir nokkrum árum í kringum sauðburðinn. Þeim fannst hreinlega stórkostlegt að vera við- stödd burð lambanna, höfðu varla upplifað neitt þessu líkt, enda aldrei verið í sveit. Fæðingin er stórkostleg, hvort sem er hjá mönnum eða dýrum. Sauð- burðurinn laðar fólk alltaf að. í fyrra komu til að mynda heil þrjú hundruð skólabörn til mín.“ Arnór Guðlaugsson, fjárbóndi í Kópavogi, með tvö vorlömb. DV-mynd GVA Það sýnist kannski sitt hverjum um að hafa fjárhús og rollur fyrir framan stofugluggana hjá sér en Arnór segir að sambúðin við ná- grannana hafi gengið afskaplega vel. „Reyndar kviknaði í hjá mér í fyrra. Þar voru víst einhverjir strák- bjánar aö verki. Fólk segist munu sakna mín enda fengið ókeypis skít í garðinn. Ég sagði viö prest hér um daginn að ekki væri guðlast að hafa rollur innan um mannfólkið. Jésú fæddist í jötu, Nýja testamentið var þýtt í fjósinu í Skálholti og margir hafa lært kverið sitt í íjósinu hér áður fyrr þegar of kalt var í baðstof- unni.“ Arnór sagði frá Sóleyjarkollu, frægustu kind á íslandi. Hún hefur borið fjórum sinnum um vetur, nú siðast í mars og þykir það einsdæmi. Nýja lambið heitir Derrick, en rollan bar sama kvöld og sá þýski bófaskelf- ir hóf göngu sína á skjánum á ný. Loks sagði Arnór að þaö væri mik- ilvægt að hafa eitthvað við að vera í ellinni þegar manni hafl verið ýtt út af vinnumarkaðnum. Þar kæmu roll- urnar sér vel. -HLH HandknatUeikssambandið og Skaksambandió: „Mark og mát“ Handknattleikssamband íslands og Skáksamband íslands eru um það bil að stofna með sér sérstakt félag til aö reka hraðhappdrætti, líkt og lukkuþrennurnar sem eru í gangi, til fjáröflunar fyrir þessi sambönd. Örn Petersen, starfsmaður Visa ísland, hefur fengið 9 mánaöa leyfi til að koma þessu hraðhappdrætti á lagg- irnar og verður hann starfsmaður þess til næstu áramóta. Örn sagði í samtali við DV að fjár- öflunarfélagið, sem samböndin ætla aö stofna í síðustu viku maí, ætti að heita „Mark og mát.“ Þar sem Há- skólinn hefur einkaleyfi á peninga- happdrættum yrði hér um vöru- happdrætti aö ræða. Þar sem ekki fást allar vöru alls staðar hefur Visa ísland verið fengið til aö aðstoöa við að færa til peninga til vörukaupa fyrir vinningshafa. Örn sagðist von- ast til aö hraöhappdrættið gæti fariö af stað í fyrstu viku júní. Örn Petersen benti á að þessi tvö sambönd, Skáksambandið og Hand- knattleikssambandið, væru með mestu umsvifin á aiþjóðavettvangi af íslenskum íþróttasamböndum og því hefði þótt rétt að þau slægju sér saman í þetta fjáröflunarfélag. Hand- knattleikssambandið fær hluta af Lotto-hagnaöinum en Skáksamband- ið ekki. Eignarhlutfall sambandanna í „Mark og mát“ verður þannig að Handknattleikssambandið mun eiga 60% en Skáksambandið 40%. -S.dór Skagfírðingar teknir á 150 km hraða Tveir Skagfirðingar á vélhjólum voru teknir í kappakstri á Vestur- landsvegi á fóstudag. Það var klukk- an rúmlega sex síðdegis aö lögreglan mældi þá á 149 kílómetra hraöa. Þá voru þeir á Vesturlandsvegi við Korpu á norðurleið. Þeir voru báöir sviptir ökuleyfi. Ökumennirnir eru 19 og 26 ára gamhr. -sme Bakarinn sem sagt var upp störfum hjá KB: Átti eitt ár íeftir- laun eftir aldar- fjórðungs starf „Mér finnst það furðulegar að- farir aö kalla manninn upp á skrif- stofu klukkan 10.30 á frídegi verka- lýðsins til aö segja honum fýrir- varalaust upp starfi eftir 24 ára starf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Hann vantar aðeins eitt ár til að komast á eftirlaun,“ sagöi Sigur- geir Erlendsson tengdasonur bak- arans, sem rekinn var fyrirvara- laust frá brauðgerð Kaupfélags Borgfirðinga fyrir að hjálpa tengdasyni sínum í bakarii sem hann hefur nýverið sett á fót. Bakarinn hefur fengiö sér lög- fræðing til aö annast sín máL Sig- urgeir Erlendsson, sagði í samtali viö DV að tengdafaðir hans heföi starfað í 24 ár hjá kaupfélaginu og hefði því átt eftir eitt ár í starfi til aö komast á eftirlaun. Ólafur Sverrisson kaupfélags- sfjóri sagði í samtali við DV eftir brottreksturinn að manninum hefði verið sagt upp störfum þar sem kaupfélagið og umræddur starfsmaöur þess ættu ekki lengur sameiginlega hagsmuni þar sem bakarinn væri orðinn hluthafi í ööru bakaríi og ynni þar í hjáverk- um. Sigurgeir Erlendsson bakari seg- ir tengdafóður sinn eiga lítið hluta- bréf í bakaríinu til að ná nauðsyn- legum fimmta aöila inn í hlutafé- lagið. Tengdafaöir hans hefur að- eins einu sinni hjálpað honum í bakaríinu en það var á aðfaranótt 1. maí en strax daginn eftir var honum sagt upp störfum. Það var á frídegi verkalýðsins auk þess sem verkfall var hjá kaupfélaginu og því lítið að gera fyrir bakarana þar. -JBj Beðið staðfestingar páfa á dagskrá heimsóknarinnar hugsanlegt að messað vevði á Þingvöllum „Við bíðum nú staðfestingar frá páfanum á þeirri dagskrá sem við höfum sett saman,“ sagði Alfred Jol- son, biskup kaþólikka á íslandi, um væntanlega dagskrá páfaheimsókn- ar sem mun verða um mitt næsta ár. Jolson sagði að niðurstaða fengist væntanlega næstu daga enda Jó- hannes Páll páfi aö ljúka heimsókn sinni í S-Ameríku. Jolson sagöi aö miklar vangaveltur hefðu veriö um væntanlegan messu- stað páfa enda þyrfti margs að gæta í því sambandi. Gert er ráð fyrir tölu- verðum fjölda fólks við messuna en Jolson játaði að Landakotstúnið væri nú líklegasti messustaðurinn. Áður höfðu Amarhóll og Háskólalóðin verið nefnd til sögunnar. Þá sagði biskupinn einnig að það hefði komiö til tals að messa yröi haldin á Þing- völlum sem yröi þá með þátttöku fleiri safnaöa. Það væri þó of snemmt aö spá fyrir um það enda er ekki búist við aö páfinn dvejjist hér lengur en einn og hálfan dag. Páfinn mun örugglega hitta forseta íslands og þá er líklegt að ríkisstjóm- in fái áheym hjá honum. ísland verð- ur annað Norðurlanda sem páfinn heimsækir en hann fer fyrst til Nor- egs. -SMJ Næturdagskrá rásar 2 Engin bilun DV sagði frá því á miðvikudag að hlustandi næturdagskrár rásar 2 að- faranótt mánudags hefði haft sam- band og sagt að lítið eftirlit væri með næturdagskrá rásarinnar. Hann sagði að hjakkað heföi verið í sama farinu í tvær klukkustundir. Ólafur Þórðarson hjá rás 2 hafði samband við DV vegna þessa. Hann sagði að næturdagskrá rásar 2 væri forrituð inn á tölvu. Starfsmenn rás- arinnar könnuðu tölvuútskriftir um bilanir, sem ætíö liggja fyrir, m.a. frá aðfaranótt mánudags, og sagði Ólaf- ur að engin bilun hefði átt sér stað. Það geta komið upp tilfelli þar sem um gallaða geisladiska er að ræöa, sagði Ólafur, en í slíkum tilfellum er í mesta lagi um tveggja mínútna bil- un að ræða á meðan þaö er lagfært. -StB Knattspyma á Litia-Hrauni: Jafnt hjá föngum og lögfræðingum Úrvalsliö lögmanna og fanga á Litla-Hrauni áttust við í stór- skemmtilegum knattspymuleik fyrir nokkru. Leikurinn fór fram á heima- velli þeirra síðamefndu. Leiknum lauk með jafntefli, átta mörkum gegn átta. Leikurinn var prúðmannlega leik- inn og höfðu liðsmenn beggja liða gaman af. Fyrirhugað er að liðin mætist sem fyrst á ný. í liði lögmanna voru eftirtaldir leikmenn: Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi landsliðmaður úr Breiðabliki, Viöar Már Matthíasson, Andri Ámason, Ólafur Garðarsson, Gunnar Jónsson, Sigmundur Hann- esson, en hann mun hafa leikiö með KR í æsku, Guðni Haraldsson og bræðurnir Friöjón Öm og Ingólfur Friðjónssynir. Eftir leik settust liösmenn saman að rabbi og var þá fastmælum bund- ið að mætast oftar á vellinum að Litla-Hrauni. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.