Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988.
Utlönd
Jesse Jackson býr við sífelida ógnun af hálfu aðila sem hatast við litaða
kynþætti. Símamynd Reuter
Formleg ákæra
fyrir samsæri
Yfirvöld í St. Louis í Missouri í
Bandaríkjunum lögðu í gær fram
formlega ákæru á hendur Londell
Williams, þrítugum karlmanni sem
sakaður er um að hafa ætlað að
myrða Jesse Jackson. í ákærunni er
sagt að Williams hafi haft í hyggju
að skaða Jackson líkamlega. Eigin-
kona Williams, Tammy, var ákærð
fyrir ólöglegan vopnaburð, en hún
mun hafa tekið þátt í ráðabrugginu
með eiginmanni sínum.
Þegar Williamshjónin voru hand-
tekin var talað um að þau hefðu stað-
ið aö samsæri um að myrða Jackson.
Ekki er minnst á slíkt samsæri í
ákærunum á hendur þeim og má því
telja víst að yfirvöldum sýnist af-
Londell Williams, þrítugur að aldri,
hefur verið formlega ákærður fyrir
að hafa, ásamt eiginkonu sinni, ætl-
að að myrða Jackson.
Simamynd Reuter
sannað að fleiri aöilar en hjónin hafi
tekið þátt í skipulagningu aðgerða
gegn Jackson.
Jesse Jackson, sem er einn af
fremstu leiötogum þeldökkra í
Bandaríkjunum, auk þess að hann
sækist nú eftir útnefningu sem for-
setaefni demókrata þar, lifir sífellt í
skugga ógnana af hálfu öfgasinnaðra
kynþáttahatara. Honum berast alltaf
öðru hvoru morðhótanir.
Fyrir nokkrum dögum varð að-
stoðarmönnum hans mjög órótt þeg-
ar skothylki fannst um borð í flugvél
sem Jackson og fylgdarlið hans ferð-
aðist í. Skothylki þetta var ekki af
sömu gerð og þau sem öryggisverðir
hans nota.
Við erum aðeins
að skapa rými fyrir
nýjar vörulínur!
Notið tækifæri
sem ekki gefst aftur
og gerið hagkvæm kaup
Á rýmingarsölunni bjóðum við m.a.:
Dæmi um verð:
-Heilartepparúllur
-Teppabúta og afganga
-Mottur og stök teppi
-Fyrsta flokks gólfdúka
—ítölsk leðursófasett
-Sófaborð
-Borðlampa
-Amerísk málverk
Afsláttur Áður: Nú:
20% Ballet 139.500 111.600
30-50% ýmsir 5.000 2.500
20% L 1,70X2,40 36.025 28.820
25% Rikettfm. 595 446
20% Altana 121.000 96.800
30% Turin 15.250 12.200
20% Lampi 6.450 5.160
30% stærsta gerð 21.900 17.520
Góðir greiðsluskilmálar - Eurokredit - Visa-raðgreiðslur.
TEPPABÚÐIN hf.
SUÐURLANDSBRAUT 26, s. 681950-84850.
I ’crid vc/komin!
Lrtil knatt-
spyma í opin-
beru sjónvarps-
stöðvunum
Ásgeir Eggertsson, DV, Miinchen;
Allt útlit er fyrir að umfjöllun um
knattspyrnu í opinberu sjónvarps-
stöðvunum ARD og ZTF í V-Þýska-
landi verði lítil sem engin á næstu
keppnistímabilum. Knattspymu-
samtök V-Þýskalands eru þessa dag-
ana að semja við fyrirtækið UFA um
umfjöllunarrétt á þýskri knatt-
spyrnu.
UFA býður knattspyrnusamtökun-
um 135 milljónir v-þýskra marka eða
um helmingi meira en sjónvarps-
stöðvarnar segjast hafa efni á. Fyrir-
tækið UFA hyggst selja réttinn til
útsendingar til hinna ýmsu útvarps-
og sjónvarpsstöðva.
Sjónvarpsstöðvarnar ARD og ZTF
hafa hingað til sent þriggja mínútna
útdrátt úr þremur til fjórum leikjum
fyrstu og annarrar deildar stuttu eft-
ir að leikjunum hefur verið lokið.
UFA-fyrirtækið segir að þaö eina sem
breytist sé að fleiri stöðvar en ríkis-
sjónvarpið fái að sýna frá knatt-
spymuleikjunum.
Með rollur
í herinn
Asgeir Eggertsson, DV, Munchen:
Ekki leist yfirmönnum Reiners
Schmalzbauer á blikuna er hann
birtist meö tvö hundruð kindur sínar
sem hann krafðist aö hafa með sér í
herbúðunum þar sem hann gegndi
herskyldu.
Schmalzbauer þessi er frístunda-
fjárhirðir og hafði ekki tekist að
finna neinn sem vildi hirða fé hans.
Það var því örþrifaráö að þramma
með hjörðina í herbúðimar. Ekki
nutu rollumar dvalarinnar lengi því
eftir þrjátíu stundir sem herkindur
vom þær sendar til húsa sinna ásamt
eigandanum.
Nú hefur sem betur fer fundist
lausn á þessu máli. Varð það úr að
Schmalzbauer gegnir herskyldu í
þrjá mánuði á ári hverju þar til
skyldutíma hans er lokið. Þeim níu
mánuðum sem eftir em á hveiju ári
getur hann varið með kindum sínum
að vild.