Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. 13 Lesendur „Það er augljóst, að kona situr ekki löglega í embætti forseta íslands, nema 4. lagagr. stjórnarskrár sé breytt", segir bréfritari. - Forsetasetrið að Bessastöðum. Forsetakjör og kyngreining Ásdís Erlingsdóttir skrifar: í 4. grein stjómarskrárinnar segir: „Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maöur...“ (tilvitnun stytt). En kona eöa kvenmaður er ekki nefnd á nafn. Samkvæmt 33. grein stjómarskrárinnar er nafn konunn- ar virt, ásamt karlinum, að þau megi bjóða sig fram í Alþingiskosningum. Það er þess vegna augljóst mál, að kona situr ekki löglega í embætti for- seta íslands, nema að 4. lagagrein sé breytt í líkingu við 33. grein, en þar em bæði kynin tilgreind sem hæfir frambjóðendur. - En samkvæmt 5. grein stjómarskrárinnar situr kona löglega í embætti forseta íslands. En þar segir: „Sá sem flest fær atkvæði, ef fleiri en einn er í kjöri, er réttkjör- inn forseti." - Hvers vegna fórum við ekki að lögum eins og aörar þjóðir? Þannig kom í ljós, að er ríkisarfar Danmerkur og Svíþjóðar vom kon- ur, þá þurfti að breyta lögunum til þess að þær gætu orðið þjóðhöfðingj- ar viðkomandi landa. - Því krefst ég þess að Alþingi sjái sóma sinn í að breyta 4. grein stiómarskrárinnar þannig að kvenframbjóðandi verði rétt kjörinn forseti íslands. Hættið þeim ævintýraleik að gera konur í embættisleit að hvorug- kynsverum, þ.e.a.s. maður - mann- kyn. - Orðið maður er karlkynsorð, ef um karlpersónu er að ræða. En orðiö maður er ekki kvenkyns, nema um kvenkynsperósnu sé að ræða. Bæði kynin eiga rétt til að bjóða sig fram til forsetaembættisins, - en ekki bamið. Orðatiltækið „manni flnnst" eða „sjáðu maður“ hefur sömu hvomg- kynsmerkingu og mannkyn, þ.e.a.s. maður, kona og bam. - Eg spyr: Fæðir maður bam? Eða var fröken Ingibjörg Bjarnason fyrst kjömi ai- þingismaður á íslandi? Ef hæstaréttardómari og íslensku- fræðingur væm á gönguferð framhjá Fæðingarheimib Reykjavíkur, myndu þeir þá segja sem svo; „Þama inni em mennimir að fæða bömin?" - Eða ef þeir sæju margar konur í hóp, myndu þeir þá segja; „Ne-hei, sjáðu mennina?" - En maður og kona em menn. Vísítolumálin: Vaknaðu, Steingrímur! Ábending um málfar Ingvar Agnarsson skrifar: I fjölmiðlum er mjög algeng rangnotkun oröasambandsins „að notast við“ e-ð. Þar hefur mátt heyra og $já málfar sem þettæ „Loftleiöirkaupanýjaþotu af fullkomnustu gerð og ætla að NOTAST VIÐ HANA til milli- landaflugs", eða „Eimskip hefur fest kaup á nýju og fullkomnu flutningskipi og ætlar að NOT- AST VH) ÞAÐ til Atlantshafssigl- inga.“ Meö þessu orðalagi er geflð í skyn, eða raunar beiniínis sagt, aö þaö sé neyðarúrræöi fyrir umrædd félög að þurfa aö nota þessi umræddu farartæki, fiug- vélina eða skipið, sem þó em af fulikomnustu gerö, rétt eins og þau væm Jitt hæf til notkun- ar. Hér væri verkefiii fýrir mól- fræðinga að stemma á að ósi. • S. Kjartansdóttir skrifar: Ég hef lengi haft æma ástæðu til að láta í mér heyra á opinberum vett- vangi. Nú nýlega lét sá ofurvinsæli stjómmálamaður, Steingrímur Her- mannsson, hafa það eftir sér að hann vildi fella niður allar vísitölur. - Ég bara spyr: er nú Sambandið farið að þurfa að borga lánin sín til baka? Með þessu leyfir ráðherrann sér að leggja til að við hverfum aftur til hðinna tíma og losnum við að borga það sem við skuldum. Ég segi nei, takk. Ég vil fá að borga mín hús- næðislán og námslán að fifllu. - Til hvers? Jú, til þess að sonur minn geti fengið lán þegar að honum kem- ur svo og e.t.v. önnur lán sem til boða standa í þessu landi. Við verðum að skiija aö vísitala er ekkert nema mælikvarði á verð- bólgu. Mín kynslóð skilur þetta þótt stundum sé stunið undan því, eins og gengur, og ég tnii því ekki að nokkur maöur vilji hverfa aftur til þess tíma, þegar sparifé landsmanna var étið upp á meðan þeir græddu sem fjárfestu gegndarlaust. En þetta vom dýrðardagar Sam- bandsins og kannski vill ráðherra hverfa aftur til þeirra tíma. Eða hef- ur hann einhver rök fyrir þessari til- lögu sem ég kalla óábyrga? - Er hon- um alveg sama um landsmenn, bara ef hægt er að tryggja einhverja sér- hagsmuni? Er engin ábyrgðartiifinn- ing til staðar? NÝKOMIÐ Brasilíumahóní, askur, eik, iraco, paun, marfin, brenni. Fullþurrkaður viður. BYGGW HE Grenásvegi 16 - sími 37090 AUGLÝSING Staða símavarðar í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum sé skilað í fjármálaráðuneytið fyrir 26. maí nk. 18. maí 1988 Fjámálaráðuneytið Tjaldsvæði lokuð á Þingvöllum Gróður er skammt kominn á veg á Þingvöilum. Tjald- svæðin verða því lokuð enn um sinn. Þjónustumið- stöð þjóðgarðsins er hins vegar opin. Þar er hreinlæt- isaðstaða fyrir almenning og margvísleg fyrirgreiðsla önnur. Leiðsögn um þingstaðinn er einnig í boði án endurgjalds að vanda. Þeim sem hug hafa á leiðsögn er bent á að snúa sér til þjóðgarðsvarðar á Þingvallabæ sími, 99-2677. Stangaveiði fyrir landi þjóðgarðsins er öllum heimil endurgjaldslaust til maíloka. Þó eru menn beðnir að varast veiði í Lambhaga um varptímann. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Fjölbrautaskólann í Garðabæ eru lausar til um- sóknar kennarastöður í eftirtöldum greinum: stærð- fræði, viðskiptagreinum, ensku, samfélagsgreinum, raungreinum, íslensku, spænsku og fjölmiðlafræði. Þá vantar stundakennara í ýmsar greinar. Iþróttakennara vantar enn fremur í heila stöðu í eitt ár. Við Kvennaskólann í Reykjavík, menntaskóla við Fríkirkjuveg, vantar kennara í stærðfræði, líffræði og íslensku. Þá vantar stundakennara í þýsku og félags- fræði. Við Verkmenntaskóla Austurlands, Neskaupstað, eru lausar kennarastöður í íslensku, dönsku, stærðfræði, tréiðn, málmiðn og rafiðn. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. júní næstkomandi. Umsóknir um stundakennslu sendist skólameisturum viðkomandi skóla. Menntamálaráðuneytið ySm wmm ■'dpiJ ' ■ þar sem smáauglýsingarnar verða STÓRAR! Síminn er 27022 -* •■-T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.