Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð I lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Blaðamannanám
Nokkur umræöa hefur farið fram á síöum Morgun-
blaðsins og innan Blaöamannafélags íslands um nauð-
syn íslensks blaöamannaskóla. Nú síðast hefur Þorbjörn
Broddason dósent gert grein fyrir því aö félagsvísinda-
deild Háskóla íslands hefur gert áætlun um eins árs nám
í hagnýtri fjölmiðlun og slík kennsla hefur þegar verið
tekin upp í fjölmiðlafræði innan deildarinnar. Áhugi er
á að auka og bæta við það nám.
Hér skal tekið undir þau sjónarmið og rök sem mæla
með aukinni kennslu á þessu sviði. Blaðamennska og
hhðstæð störf við aðra fjölmiðla á ekki að vera háð til-
viljunum, enda kreflast þau bæði reynslu og þekkingar.
Blaðamennska verður að vísu aldrei lærð í skólum,
enda er ritstíll, frásögn og vald á íslenskri tungu mis-
jafnt eftir mönnum. En undirstöðurnar eru nauðsynleg-
ar og í ljósi þess að fjölmiðlar skipa æ veigameiri sess
í daglegu lífi, upplýsingastreymi, skoðanamótun og
áhrifum er vitaskuld hafið yfir allan vafa að fólkið, sem
miðlar fréttum og frásögnum, þarf að kunna til verka.
Á örstuttum tíma hefur Qölmiðlun tekið risastórt
stökk. Auk fimm dagblaða eru nú reknar fjölmargar
útvarpsstöðvar, tvær sjónvarpsstöðvar og aragrúi tíma-
rita er gefinn út í hverjum mánuði. Fjöldi blaðamanna
hefur vaxið gífurlega og ungt og reynslulítið fólk hefur
hópast til starfa á þessum vettvangi. Enn fleiri sækjast
eftir starfmu og enn ríkir sá hugsunarháttur að hver
og einn geti gengið inn í blaðamannastarf án sérstaks
undirbúnings. Fjölmiðlarnir hafa ekki verið tilbúnir til
að taka við auknu hlutverki, blaðamannastéttin hefur
ekki verið undir það búin að axla ábyrgðina og afleiðing-
in er sú að yfir okkur hellist Qölmiðlun sem er oft á
mörkum þess að vera frambærileg.
Blaðamennskan er ekki eingöngu fólgin í því að
skrifa og tala eða koma fram á skerminum. Blaðamaður-
inn þarf að kunna skil á rétti sínum og annarra, prent-
frelsinu og tjáningarfrelsinu, rétti sakborninga og
vemdun heimildarmanna. Hann þarf að þekkja skyldur
sínar og um leið takmörk. Hann þarf að þekkja til í þjóð-
lífinu, kunna erlend mál og síðast en ekki síst þarf blaða-
maður að hafa gott vald á okkar eigin tungu. Það ber
ekki skólakerfmu og íslenskukennslunni gott vitni
hversu móðurmálsþekkingu ungs fólks er ábótavant og
oft nístir það merg bein að heyra og lesa ambögurnar
sem boðið em upp á í fjölmiðlunum. Orðaforðinn virð-
ist takmarkaður við hundrað orð, sletturnar færast í
aukana og stafsetning eða orðatiltæki jaðra við klám.
Ungt fólk, sem hyggur á fjölmiðlastarf, sækir í er-
lenda skóla sér til undirbúnings. Þar er hvorki kennd
íslenska né lærist neitt um íslenskt þjóðlíf, menningu
eða atvinnusögu. Þegar þetta unga fólk kemur heim
aftur þekkir það hvorki haus né sporð á mönnum eða
málefnum hérlendis. Allt hnígur því að þeirri niður-
stöðu að íslenskur blaðamannaskóh sé æskilegur og
tímabær. Með einhverri lágmarksmenntun má gera
meiri kröfur til blaðamanna, sem aftur skilar sér í
ábyrgari fjölmiðlun og betra máh. Nám er ekki einhlítt
en úr því við höfum shtið barnsskónum í fjölmiðlun
verður að fylgja þeirri þróun eftir með hæfara fólki.
Blaðamannaskóh getur skihð hafrana frá sauðunum.
íslenskir fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og hafa enn
meiri völd. Við eigum að taka þau völd alvarlega og
átta okkur á því að blaðamennska krefst fólks sem kann,
sem þekkir og sem kennir.
Ehert B. Schram
Það er engu líkara en BandaríHja-
mönnum takist að klúðra öllum
stefnumálum sínum í Mið-Amer-
íku. í syöri hluta álfunnar hefur
allt mistekist sem stjóm Reagans
hefur tekið sér fyrir hendur, nema
innrásin á Grenada. Fyrsta for-
gangsmál stjómar Reagans var að
hefla mikla sókn gegn heims-
kommúnismanum á heimaslóðum
með því að efla hægrimenn í E1
Salvador og kontraskæruliða 1 Nic-
aragua. Þetta hvort tveggja er fariö
út um þúfur og þótt borgarastríðið
í E1 Saivador sé horfið úr fréttun-
um geisar það enn af fullum krafti
og er mannskæðara en stríðið í
Nicaragua.
í Nicaragua hefur stefnan beðið
skipbrot, þingiö hefur hætt stuðn-
ingi við kontraliðið og ekki annað
sýnna en borgarastríðið lognist þar
með út af. Ef til vill var við því að
búast að íhlutun í þessum ríkjum
mistækist. Þótt ítök Bandarflcja-
manna séu mikil eru þeim þó tak-
mörk sett. Öðm máli gegnir um
Panama. Þar em ítökum Banda-
ríkjamanna lítil takmörk sett, allt
frá upphafi hefur Panama verið þvi
sem næst bandarísk nýlenda. Pan-
ama var stofnað út úr Kólumbíu
fyrir tilstilli Bandaríkjamanna um
síðustu aldamót í þeim tilgangi ein-
Tilvera ríkisins byggist á Panamaskuröinum og honum ráða Bandarikja-
menn enn þá þótt þeir muni afhenda hann um næstu aldamót." - úrygg-
isvörður að störfum við Panamaskurð.
íhlutun sem
mistókst
um að grafa Panamaskurðinn sem
yrði bandarískt yfirráðasvæöi.
Sjálf tilvera ríkisins byggist á
Panamaskurðinum og honum ráða
Bandaríkjamenn enn þá þótt þeir
muni afhenda hann um næstu
aldamót. Í Panama geta Banda-
ríkjamenn ráðið því sem þeir vflja,
eða hafa getað húngað til. Nú eru
þeir að missa þau ítök úr höndum
sér.
Góður málstaður
í fyrstu höfðu Bandaríkjamenn
almenningsálitið með sér, aldrei
þessu vant, þegar þau ætluðu aö
láta til skarar skríða. Aðdragandi
þess máls er vel kunnur, Noriega
hershöfðingi var ákærður í Miami
fyrir eiturlyflasmygl og þess krafist
að hann yrði framseldur. Þetta setti
bandarísk yfirvöld í klemmu.
Noriega hefur um árabil verið
dyggur pólitískur erindreki Banda-
ríkjastjómar og mikilvægiu- milli-
liður í samskiptum hennar við
Kúbu og Nicaragua. Noriega hafði
verið hrósað á árum áður fyrir gott
framlag í baráttunni gegn eitur-
lyflasmygli, svo háðulegt sem það
er. Sannleikurinn er hins vegar sá
að Noriega þáði morð flár frá
myrkrahöfðingjum í Kólumbíu fyr-
ir að leyfa þeim að nota Panama
sem birgðastöð og bækistöð fyrir
hreinsun á kókaíni og að auki fór
mikið magn af hassi um Panama
til Bandaríkjanna.
Líkur benda til að sumir aðilar í
Bandaríkjasflóm hafi vitaö þetta
lengi en látið kyrrt liggja af póli-
tískum ástæðum. Noriega var mik-
ilvægur bandamaður. Þegar hann
var ákærður var sflómin neydd til
að kreflast þess aö fá hann fram-
seldan. Þetta litu Panamabúar á
sem beina íhlutun í innanríkismál
sín og hvorki Noriega né öðrum
datt í hug að sinna þessu. Þá upp-
hófust vandræði Bandaríkjamanna
sem ekki sér fyrir endann á.
Klúöur
Það fyrsta sem Bandaríkjamenn
gerðu rangt í þessu var aö leita til
forsetans. Delvalle forseti hafði
verið útvaliim af Noriega og kosinn
í kosningum þar sem úrslitin vom
svo greinilga fólsuð að Bandaríkja-
menn neituðu að viðurkenna þau.
Nú snera ráðamenn í Washing-
ton við blaðinu og viðurkenndu
Delvalle með því að fá hann á sitt
band á móti Noriega. Delvalle tók
KjaJlariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
rúmi liggja. Aðgerðir sflómar
Bandaröflanna hafa leitt til þess að
iðnframleiðsla Panama hefur
minnkað um 40 prósent og alvarleg
efnahagskreppa vofir yfir. En þess-
ar aðgerðir höfðu þveröfug áhrif,
sú andúö sem átti aö beinast aö
Noriega snerist upp í andúð á
Bandaröflunum og niðurstaðan
varð að Nóriega er traustari í sessi.
Það er ekki annað sýnna en hann
sé orðinn eins konár sameiningar-
tákn gegn íhlutun risans í norðri,
ekki aðeins meðal íbúa Panama
heldur líka annarra ríkja álfunnar.
Vanmegnugur risi
Af þessu má þann lærdóm draga
að það er mikið vandaverk að hlut-
ast til um málefni erlendra ríkja.
„Ef til vill var við því að búast að íhlut-
un í þessi ríki mistækist, þótt ítök
Bandaríkjamanna séu mikil eru þeim
takmörk sett. - Öðru máli gegnir um
Panama.“
á sig rögg og krafðist þess að Nori-
ega segði af sér sem yfirmaöur
hersins. Þá sýndi Noriega hver það
er sem ræðurí Panama. Hann ein-
faldlega rak forsetann, eða öllu
heldur lét þingið reka hann.
Lýðræðið í Panama nær jafnlangt
og Noriega vill láta það ná. Þá gripu
Bandarflflamenn til þess að beita
íbúa Panama efnahagslegu harð-
ræði. í landinu er fyrir mikil andúö
á Noriega og einræði hersins og
ætlunin með efnahagsþvingunum
var að gera Noriega ókleift að
sflóma.
Gjaldmiðill landsins er Banda-
ríkjadollar og efnahagslífiö byggist
að miklu leyti á bankastarfsemi.
117 bankar era í Panama, langflest-
ir þeirra erlendir. Bandarflflamenn
frystu aflar innistæður Panama-
sflómar í þeim fiármálastofnunum
innan Panama og utan sem þeir
réðu yfir. Afleiðingin varö aö pen-
ingastreymi stöðvaðist aö mestu.
Það var mikill misskilningur aö
þetta mundi þrýsta á Noriega, hon-
um tókst að útvega dollara til að
borga hemum laun og þar með var
hann á grænni grein. Hann lætur
sé þrengingar almennings í léttu
Bandarflflamenn fóra af staö með
offorsi óg fullir hneykslimar sem
kemur nokkrum áratugum of seint.
Allt frá upphafi hafa Bandarflfla-
menn til dæmis vitað að það var
Noriega persónulega sem drap
prestinn Hector Gallegos árið 1971
en það mál varð til þess að mikil
milliríkjadeila varð um mannrétt-
indabrot í Panama.
Eiturlyflamálið er heldur ekki
nýtt. Með því að vinna bak við
fiöldin í samvinnu við nefnd fyrr-
verandi forseta Kólumbíu, Venesú-
ela og Costa Rica, sem hafa fyrir
löngu boöið sig fram til milligöngu,
hefði veriö hægt aö ná þeim til-
gangi aö losna við Noriega á efdr-
laun. Þegar þjóðarmetnaöi er
blandaö í málið er ekki viö því aö
búast að Panama hlýöi undirdán-
ugast eins og til var ætlast.
Það er fyrirsjáanlegt að Banda-
rflfiamenn hafa ekkert annaö en
skömm og armæðu af þessu máli.
Jafnvel þótt Noriega fari frá, þegar
honum sjálfum sýnist, hefur hon-
um þegar tekist aö bjóöa risaveld-
inu í noröri byrginn og vinna sé
meiri hylli en hann á skilið.
Gunnar Eyþórsson