Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Síða 29
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. 45 Sviðsljós Áttræður stórleikari James Stewart á afmæli í dag Einn af þekktari leikurum kvik- myndasögunnar, James Stewart, er áttræður í dag. Hann er borinn og barnfæddur í Indianafylki. Ja- mes Stewart fékk snemma áhuga á að troða upp og sýna sig, þótt hann væri feiminn í eðli sínu. í æsku kom hann oft fram sem töframaður pða harmóníkuspilari og lék oft í skólaleikritum í bamaskóla. Síðar lá leið hans í háskólann í Princeton þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í arkitektúr árið 1932, þá 22ja ára gamall. Skólafélagi hans hvatti James til að fara í leiklistarskóla í Falmouth í Massachusetts vegna áhuga hans á leiklistinni, og Stewart sló til. Svo sérkennilega vildi til aö herbergis- félagi hans þar var leikarinn Henry Fonda. Þeir fóra síðan saman til Hollywood til að freista gæfunnar árið 1935. Báðir náðu þeir miklum frama, eins og sagan sannar, og hafa alla tíð síðan verið miklir mátar. Þó er til þess tekið að þeir hafi verið á sitt hvorum vængnum í stjórnmálum, Henry Fonda til vinstri, en Stewart hefur alla tíð verið mikill íhaldsmaður. Þremur árum eftir að James Stewart kom til Hollywood fór hann að geta sér gott orð sem leik- ari. Fyrsta mynd hans, þar sem hann fór að láta að sér kveöa, var myndin „You Can’t Take It With You“ frá 1938. í kjölfarið fylgdu þijár myndir árið eftir sem juku enn á frægð hans. Það voru mynd- irnar „It’s A Wonderful World“, „Mr Smith Goes To Washington" og „Destry Rides Again“ sem sýnd var í ríkissjónvarpinu fyrir skömmu. Þá var hann strax búinn að skipa sér sess sem eitt af stóru 'nöfnunum í Hollywood. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst gekk James Stewart í flug- herinn og var sprengjuflugmaður. Hann þótti standa sig vel sem slík- ur og fór einar tuttugu sprengju- ferðir til Þýskalands. Hann náöi talsverðri tign innan hersins, áður en hann snéri sér aftur að leiklist- inni. Eftir stríð fóru hlutverk hans að breytast og verða fjölbreyttári. Áö- ur voru þau yfirleitt fyrir feimna persónuleika sem bárust ekki mik- ið á og hlutverkin keimlík. Eftir stríð fékk hann allar tegundir af hlutverkum, með alls konar mann- gerðum og þótti gera flestum hlut- verkum góð skil. James Stewart kvæntist aðeins einu sinni, sem sjaldgæft telst með- al leikara vestanhafs, og gekk til- tölulega seint í hjónaband, eða 41s árs gamall. Hann hefur alla tíð gætt þess að halda einkalífi sínu aðskildu frá leiklistinni. Stewart er ótrúlega afkastamikill leikari og hefur leikið í á áttunda tug kvikmynda. Margar þeirra eru mjög frægar eins og til dæmis „The Plúladelphia Story“ (1940), „Harv- ey“ (1950), „Rear Window" (1954), „The Spirit of St. Louis“ (1957), „Vertigo" (1958), „Anatomy Of Murder” (1959) og „Chayenne Aut- umn“ (1964). Líklega er James Stewart þekkt- astur fyrir samvinnu sína við Al- fred Hitchcock og af myndum hans, sem Stewart lék í, eru þekktastar „Rope“ (1948) og „The Man Who Knew Too Much“ (1956). Hin siðari ár hefur James Stewart lítið látið á sér kræla sem leikari, og í mesta lagi tekið að sér smáhlutverk. Þrátt fyrir að James Stewart sé með þekktari leikurum vestanhafs, þá hefur hann aldrei fengið Óskars- verðlaun. Fjórum sinnum var hann þó tilnefndur á árunum 1939-59, en varð aldrei að ósk sinni. Ein af frægari myndum James Stewart var myndin „Rear Window" frá árinu 1954 þar sem hann lék á móti Grace Kelly. Simamynd Reuter 20 ára aldurstakmark. Snyrtilegur klæðnaóur_ Opiðí kvald frá 22-03 STJÖRNLAUST STUÐííí^ Big Foot sér um tónlist Tunglsins í kvöld í<ijcííia J'i /z ri Kvosmni undir LanK|drtungii Slmar 11340 og 621625 Lokaö um hvítasunnuna á laugardag og sunnudag Bíókjallarinn opinn mánudagskvöld Aldurstakmark 20 ár Aðgöngumiðaverð kr. 500,- laugardagskvöld föstudagskvöld í KVÖLD LENN0N v/Austurvöll LOKAÐ um helgina MARCO-POLO dúettinn leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Vinningsmidinn ú tónleika F östudagsk völdið er aðalkvöldið um hvítasunnuna / kvökl veróur niikió ad gerasl i EVRÓPU og búast niá vió miklu Jjölmenni þvi að á morgun letlum vió aó hafa EVRÓPU lakaóa. Láttu sjá þig i EVRÓPU i kvöid og mundu aó láta skrá þig i „Stjörnustœlingu '88" Aógöngumióaveró kr. 500.- Stjörnustæling ’88 Vinnið ferð á tónleika Michaels Jackson í Hollandi Þér gefst ná kostur á að taka þátl i skemnuiiegum leik i EVRÓPU. Þá skellir þér i gervi uppáhalds- poppstjörnunnar þ'rnnar og lcetur sem þá syngir eitthverl af hennar fratgustu lögum - svo einfalt er það. Keppnin fer fram um nastu helgi og verðlaunin eru ekki af lakara taginu: tvar helgarferóir til Holl- ands og aógöngumióar á hljóm- leika með Michael Jackson. Og nota bene, þaó var uppselt á tón- leikana í janúar! Skráning þátttakenda i s. 35355 á daginn. li HUÓMSVEIT ANDRA BACKMAN gömlu og nýju dansamir Rúllugjald kr. 500,- Opið kl 1000-300 Snyrtilegur klæðnaður. SKEMMTISTAOiRNip - œtian ctcc cct ccm ketýuta, /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.