Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Síða 4
4
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988.
Fréttir
Ahrif staðgreiðslunnar:
Tekjuskattur einstaklinga
hækkar um rúman þriðjung
Útkoma fyrstu mánaöa ársins
bendir tíi aö hann getí hækkaö meira
Miðað við innheimtu ríkissjóðs á
fyrstu þremur mánuðum þessa árs á
tekjuskatti má búast við umtalsverð-
um auknum tekjum ríkissjóðs af
þessum sköttum. í fjármálaráðu-
neytiriu hefur verið gert ráð fyrir um
22-23 prósent meiri tekjum af tekju-
skatti einstaklinga á árinu og 35 pró-
sent aukningu vegna tekjuskatts fyr-
irtækja. Áætlanir fjármálaráðuneyt-
isins varðandi staðgreiðsluna miða
einungis við ellefu mánuði þessa árs
þar sem janúar var nær skattiaus og
skattur vegna eftirvinnu kom ekki
að fullu inn í kerfið fyrr en í mars.
Ef mið er tekiö af þessu gerir ráðu-
neytið í raun ráð fyrir að tekjuskatt-
ur einstaklinga aukist um 35 prósent
á tólf mánaða tímabili.
Síðastliöinn mars var fyrsti mán-
uðurinn sem innheimta tekjuskatts
samkvæmt nýja kerfmu var mark-
tæk. í gegnum staðgreiðslukerfið var
þá innheimt um 930 milljónir. Við
þetta bættust síðan eftirágreiddir
skattar fyrirtækja og eftirhreytur
einstaklinga frá fyrra ári. Samtals
var því innheimt um 1.080 milljónir.
Það jafngildir um 12.320 milljónum á
ári þegar eftirhreytur af sköttum ein-
staklinga frá gamla kerfmu hafa ver-
ið skildar frá. Innheimta í aprílmán-
uði mun hafa verið eitthvað minni
en í marsmánuði svo að gera má ráð
fyrir lítið eitt minni innheimtu á tólf
mánaða tímabili.
í staðgreiðslukerfmu koma bama-
bætur ekki til frádráttar tekjum rík-
issjóðs nema á fjögurra mánaða
fresti. Barnabætur og bamabóta-
auki, sem ríkissjóður greiddi út í jan-
úar og febrúar, námu um 670 milljón-
um á verölagi marsmánaðar. Á einu
áiri jafngildir það 2.680 milljónum.
Húsnæðisbætur, sem metnar eru á
950 milljónir, hafa enn ekki komið
til útborgunar. Þá hefur ríkissjóður
tekið á sig 150 milljónir með því að
flýta hækkun persónuafsláttar.
Hreinar tekjur ríkissjóðs vegna
tekjuskatta ætti því að verða um
8.690 milljónir á tólf mánaða tíma-
bih. í fyrra vom hreinar tekjur ríkis-
sjóðs af tekjuskatti um 5.100 milljón-
ir. Á verðlagi marsmánaðar gera það
5.870 milljónir. Samkvæmt þessu
yrði tekjuaukning ríkissjóðs vegna
tekjuskatta um 45 prósent.
Innheimta ríkissjóðs mun hafa orð-
ið minni í apríl en mars. Það mun
hafa einhver áhrif á þetta hlutfall til
lækkunar. Einnig að ríkissjóður
mun endurgreiða oftekinn skatt á
næsta ári. En þetta hlutfall sýnir að
ráðageröir fjármálaráðuneytisins
um innkomu í ríkissjóð af tekju-
skatti em síst of lágt áætlaðar.
-gse
DV
Minnainn-
heimtaf
eignar-
skatti
Þótt skattheimta ríkissjóðs hafi
aukist á flestum sviðum á það
ekki viö öll. Þannig hefur inn-
heimta á eignarskattí minnkað
miöað við raungildi. Þannig kom
19,5 prósent minna inn í rOdssjóð
af eignarskatti einstaklinga á
fyrstu þremur mánuðum þessa
árs en á sama tíma í fyrra. Eign-
arskattur fyrirtækja minnkaði
minna að raungildi eða um 2,6
prósent. Sérstakur skattur á
skrifstofuhúsnæði dróst meira
saman eða um 13 prósent. Á þess-
tun mánuðum var innheimt 5,4
prósent minna af eignarskatti
fyrirtækja og skatti á skrifstofu-
húsnæði samtals.
-gse
Söluskattsinnheimta í mars:
50 prósent meira í ríkissjóð en í fyrra
Stefhir í að skattheimtan í heild aukist um 20 prósent
Fyrstu þrjá mánuði þessa árs inn-
heimti ríltissjóður skatta fyrir 15 pró-
sent hærri upphæö en á sama tíma
í fyrra ef miðað er við fast verðlag.
Þessir mánuðir voru óeðlilegir fyrir
það að í janúar komu ekki nema 96
milljónir inn í gegnum staðgreiðslu
á meðan 550 milljónir voru greiddar
út í bamabætur. Þegar tekið er mið
af þessu má ætla aö skattheimta rík-
issjóðs hafl vaxið um 19 prósent við
þær skattkerfisbreytingar sem áttu
sér stað um áramót. í mars síðast-
hðnum innheimti ríkissjóður 26 pró-
sent hærri fjárhæð en í sama mánuöi
í fyrra.
I mars var innheimt 50 prósent
hærri fjárhæð í söluskatt en í sama
mánuði í fyrra eða tæpir 2,2 mihjarð-
ar. Fyrstu þrjá mánuði ársins er
munurinn minni eða um 29 prósent.
Þessi mikh munur felst meðal ann-
ars í matarskattinum.
Minna var innheimt af bæði að-
flutningsgjöldum og vörugjaldi á
fyrstu þremur mánuðum ársins. Rík-
isstjórnin lækkaði þessi gjöld þegar
söluskattheimtan var aukin um ára-
mót. Þegar öll þessi gjöld eru lögð
saman, söluskattur, aðflutningsgjöld
og vörugjald, á fyrstu mánuðum árs-
ins kemur í ljós að tekjur ríkissjóðs
af þeim hafa aukist um 10 prósent.
Skattar á bifreiðum hækkuðu mik-
ið á mhh áranna. Ríkissjóður inn-
heimti um 77 prósent hærri upphæð
vegna gjalds á bifreiðum í mars en í
sama mánuði í fyrra. Þá bættist við
nýr skattur á bifreiðar, bifreiðagjald,
og jók það heildarskattheimtuna um
Milljónatjón vegna
sýkingar í kvikfenaði
sænsk vinnustúlka bar sjúkdóminn með sér og sýkti menn og fé
Vandræðaástand ríkir nú á
nokkrum bæjum austur undir
Eyjafjöllum vegna skæðs kvhtijár-
sjúkdóms sem borist hefur á milh
bæja og lagst á kvikfénað. Um er
að ræða húðsjúkdóm, svonefndan
hringskyrfi. Svo er komið að um
270 nautgripir hafa sýkst af þessum
sjúkdómi, einnig sauðfé, önnur
húsdýr og menn. Sænsk stúlka,
sem réð sig til starfa á einn af þess-
um bæjum í fyrrasumar, bar sjúk-
dóminn með sér með fyrrgreindum
afleiðingum. Síðasthðinn vetur var
haldið að tekist hefði að komast
fyrir sjúkdóminn en nú í vor kom
í ljós að sú hefur ekki verið raunin.
Hringskyrfi lýsir sér þannig að
fyrst koma hringlaga skehur á
skrokk dýranna sem stækka og
renna saman í heil svæði. Þykkt
hrúður myndast og hárið dettur af
skepnunum. Hér er ekki um ban-
vænan sjúkdóm að ræða en honum
fylgja mikil óþægindi og kláði sem
dýrin eiga við að stríða í langan
tíma. Menn sem hafa smitast fá
útbrot og kláða á úthmi og andlit.
Ástandið er verst á 4 bæjum í
grennd við Holtsós og hefur þurft
að farga öllu fé á tveimur fjárbúum
þar sem kindur hafa komist í beina
snertingu við gripina. Fjölmörgum
gripum hefur einnig verið lógað
þar sem htið annaö er hægt að gera
til að koma í veg fyrir frekara smit.
Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar,
dýralæknis á Keldum, er mjög mik-
hvægt aö bændur fari eftir settum
reglum og passi að halda gripunum
innan girðingar nú þegar þeim
verður sleppt út. Einnig mega
bændur á þessu svæði alls ekki
kaupa eða selja húsdýr án leyfis.
Sigurður tók einnig fram að mikil-
vægt væri að herða heilbrigöiseft-
irlit meö erlendu fólki sem hygðist
koma til starfa hér á landi.
Þess má geta að húðsjúkdómsins
hringskyrfi hefur áður orðið vart á
íslenskum bæjum. Það var fyrir 20
árum þegar danskur vinnumaður
bar hann með sér hingað og smit-
aöi fé og menn. Umræddir smit-
berar hafa báðir borið sjúkdóminn
með sér frá erlendum býlum, þar
sem þeir störfuðu áður, en hring-
skyrfi er talsvert algengur sjúk-
dómur erlendis.
-RóG.
Innbrotið á Akureyri:
Eigandinn heitir
100 þúsund krónum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akoreyri:
„Ég hef ákveðið að verðlauna þann
sem getur gefið upplýsingar sem
leiða til þess að máhð upplýsist með
100 þúsund krónum,“ segir Pétur
Bjarnason, eigandi Sheh-Nestisins á
Ákureyri, en þar var brotist inn um
helgina.
Þjófurinn eða þjófamir höfðu á
brott með sér peningaskáp fyrirtæk-
isins og í honum er mikið magn af
skjölum og pappírum sem nýtast
Pétri einum. Auk þess voru í skápn-
um greiðslukortakvittanir og ávísan-
ir sem Pétur hafði stimplað og skrif-
aö á þannig að aðrir geta ekki fram-
vísað þeim.
Lögreglan, sem í fyrstu taldi að
innbrotið hefði verið framið um kl.
5.30 aðfaranótt hvítasunnudags, tel-
ur sig nú hafa vissu fyrir því að það
hafi verið á bilinu 2.30-4.00. Lögregl-
an biður alla sem veitt geta upplýs-
ingar um umferð nærri innbrots-
staðnum að gefa sig fram og geta
menn leitað til hennar eða Péturs
Bjamasonar.
Þá telur lögreglan aö um utan-
bæjarmenn hafi getað veriö að ræða
og em það því ekki einungis Akur-
eyringar sem em beðnir að láta vita
ef þeir verða varir viö peningakassa
sem gæti verið sá sem stohð var.
Pétur Bjarnason með samskonar peningakassa og stoliö var. „Eg heiti
þeim 100 þúsund krónum sem gefur upplýsingar sem verða til þess að
málið leysist". DV-mynd gk-Akureyri.
144 prósent.
Á fyrstu þremur mánuðum ársins
vom innheimtir þrír nýir skattar
auk bifreiðagjaldsins og munu þeir
alhr upprunnir í landbúnaðarráðu-
neytinu; fóðurgjald - grunngjald,
kartöflugjald og sérstakt fóðurgjald.
-gse
Það er öruggt aö kvikmynda-
taka hefst viö þrjár nýjar íslen-
skar myndir f sumar og þá er
mögulegt að þrjár íslenskar
myndir veröi frumsýndar í lok
ársins. Myndimar Foxtrot og í
skugga hrafhsins verða frum-
sýndar næsta haust og þá hefur
heyrst að mynd Hilmars Oddson-
ar „Meffi“ verði frumsýnd í
kringum næstu jól. Hhmar vhdi
þó ekki staðfesta þaö f samtah við
DV. Síðasta íslenska myndin,
sem var frumsýnd, var Skytt-
urnar en hún var frumsýnd á síð-
asta vetri.
Mynd Hilmars mun kosta 140
mhljónir kr. og er dýrasta mynd
sem framleidd hefur verið af ís-
lendingum. Kvikmyndafyrirtæk-
iö Umbi kvikmyndar Kristnihald
undir Jökli og á þaö að kosta 38
mhljónir. Þá ætlar Þráinn Bert-
elsson að fara af staö með kvik-
mynd sína „Magnús“ í septemb-
er. Sú mynd kostar 30 milljónir.
Þaö er þvi samtals 208 mhljónir
kr. sem kvikmyndað verður fyrir.
Reyndar má gera ráð fyrir að
hærri upphæðir fari í kvik-
myndagerð því nokkrir aöhar
vinna við handritsgerð og önnur
undirbúningsstörf.
Þá fékk Agúst Guömundsson
úthlutaö frá kvikmyndasjóði 10
mhljónum vegna myndar hans
Hamarinn og krossinn. Ekki er
vitað hvort hann kemst th að
vinna að þeirri mynd nú enda
Ágúst upptekinn við aö Ijúka viö
sjónvarpsmyndina um Nonna og
Manna. Ef Ágúst kemst ekki til
að gera Hamarinn og krossinn
gæti farið svo aö þeim peningum
veröi úthlutað annað.
-SMJ