Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Síða 9
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. 9 Berjast ákveðnir gegn hætbim velgengninnar Munkamir í Scourmontklaustrinu í Belgíu, nærri landamærum Belgíu og Frakklands, berjast nú ákveðnir gegn hættunum sem fylgja efnahags- legri velferð og standa ótrauðir gegn öllum freistingum sem markaös- hyggja samtímans leggur í veg fyrir þá. Munkamir stunda bjórgerð, hafa raunar gert það lengi, en imdanfarin ár hafa vinsældir framleiðslu þeirra vaxið svo mjög að þrýst er á þá um að auka hana til muna. Þrátt fyrir mikla eftirspum er yfir- bmggari klaustursins ákveðinn í að láta ekki undan. Hann telur það sið- ferðislega rangt að láta undan freist- ingunni. Segir hann líf munkanna í klaustrinu snúast um bænahald og leitina að guði og engin veraldleg gæði megi trufla þá viö iðju sína. Munkamir bragga þrjár tegundir af bjór sem seldur er undir vöra- merkinu Chimay. Sterkasta tegund- in er níu prósent að áfengisinni- haldi, sú veikasta sjö prósent. Munkamir drekka sjálfir hluta framleiðslu sinnar. Fjórðungur hennar er fluttur úr landi en afgang- inn selja þeir nágrönnum sínum og fá færri en vilja. Bjórgerð í munkaklaustram á sér langa hefð. Allt frá miðöldum hafa munkar framleitt bjór, líkt og brauð, osta og aðra vöra, til þess að sjá sér farborða. Þeim klaustrum, sem stunda braggun, hefur þó farið mjög fækkandi og nú era aðeins sex bjór- tegundir framleiddar af munkum. Philippe Macq, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem tappar bjór munk- anna í Scourmont á flöskur og sér um dreifingu, segist geta selt marg- falt það magn sem munkamir fram- leiða. Bjór þeirra er seldur á flöskum með korktappa, svipað og kampavín, og helst hann góður í fimm ár. Veit- ingahús 1 nágrenni klaustursins leggja metnað sitt í að eiga nokkra árganga af Chimay í vínkjallara sín- um, auk þess sem Belgíumenn, líkt og margir aðrir Vesturlandabúar, era nú í sívaxandi mæh fúsir að greiða hærra verð fyrir gæðavöra. Macq segir hins vegar að erfitt sé að gera áætlanir um þessi viðskipti á meðan munkamir stjórni alfariö framleiðslunni. Þeir neita að' hlíta boðum eftirspumarinnar og mark- aðssérfræðingarnir hafa ekkert sem þeir geta freistað þeirra með þar sem áhugi klausturbúa fyrir peningum er mjög takmarkaður. Dreifingarfyrirtækið fékk sínu þó framgengt að hluta nýverið. Munk- amir fengust til þess að auka fram- leiðsluna um fjórðung gegn því að aukningin næðist með því að búa bragghús þeirra nýjum tæknibúnaði þannig að framleiösluaukningin tek- irn ekki tíma frá bænahaldi. Þrátt fyrir efnahagslega velferð er framtíð klaustursins engan veginn trygg. Um íjörutíu munkar dveljast þar nú, flestir nokkuð komnir til ára sinna. Aðeins einn nýhði er í hópn- um. Svo gæti því farið að innan fárra áratuga kæmist framleiðsla Chimay bjórsins í hendur markaðshyggju- mannanna því fáist ekki nýir munk- ar leggst klausturlífið niöur. Útiönd Vill rannsókn á gömlum farþega- flugvélum Araia Bjamason, DV, Denver Vegna fjölda óhappa í farþega- flugi á undanfömum dögum og vikum hefiu- flugmálastjóra Bandaríkjanna hvatt til þess að alþjóðleg ráðstefna verði kölluð saman sem fyrst til að {jalla um málmþreytu, tæringu og önnur atriöi sem gera gamlar flugvélar varhugaverðar. Viil flugmála- stjómin helst ná alþjóðlegri sam- stöðu um sérstaka skoðun á öll- um eldri farþegaflugvélum vegna þessara atriða. Flest óhöppin hafa orðiö í Bœ- ing-vélum enda er nálega önnur hver farþegaflugvél af þeirri teg- vmd. Óhappaaldan hófst fyrir mánuði þegar stór hluti af þaki farþegarýmis í 23 ára gamalli Boeing-vél rifnaði af. Þaö þótti kraftaverki líkast aö flugstjóran- um tókst að lenda. Aöeins einn flughði fórst en rúmlega sextíu farþegar slösuðust. Síöan hefur tveimur Boeing- vélum hlekkst á í flugtaki og vél- arnar stórskemmst en farþegar og flugliöar sloppið ómeiddir. Þriðja Boeing-vélin nauölenti á þriöjudaginn skammt frá New Orleans eftir aö hreyflar hennar misstu afl af ókunnum ástæðum. Sú vél var aðeins þriggja vikna gömul. Blaðamenn á Ítalíu í verkfalli Bjanu Hmriksson, DV, Bordeaux; Fyrir tíu áram töpuðu ítölsk dagblöð gífurlegu fé hvort sem um gott eða slæmt ár var að ræða. ítalir vora aftarlega á merinni hvað snerti fjölda lesenda, 1980 lásu aðeins 10 prósent lands- manna dagblöð. En þetta hefur á skömmum tíma breyst gjörsam- lega. Dagblöö hafa aukið sölu sína um 20 til 30 prósent, auglýsinga- tekjur hafa á 7 áram aukist um 258 prósent og nú er gróði press- unnar reiknaður í þúsundum milljarða líra. Veigamiklar breytingar hafa einnig orðið á eigendum. Áður fyrr áttu blaöakóngar stærstu blöðin, fjölskyldur einbeittu sér að útgáfu og engu öðru. Nú era flest ítölsk dagblöð komin í hend- ur iönjöfra, olíukónga og annarra Öársterkra aðila. Nokkur blöð era gefin út af stjórnmálaflokk- um og aðeins eitt blað, II mani- festo, er í eigu blaðamannamia gálfra. Blaðamenn era himdóánægðir með kíör sín. TeJja þeir sig fá skammarlega litinn bita af gróða- kökunni og eru því í flögurra daga verkfalli sem lýkur á sunnu- dag. Þangað til kemur ekki út eitt einasta dagblaö, fréttastofur starfa ekki og í útvarpi og sjón- varpi veröur lágmarksþjónusta. Blaðamennimir 7400 hafa aldrei verið jafnákveðnir og ganga svo langt aö ákveða verkfallið á sama tima og bæjarstjórnarkosningar fara fram í landinu og það þýöir engar kosningafréttir. Eigendur blaðanna og blaða- menn era aðeins sammála um eitt atriði, nefhilega að þessir kjarasamningar séu þeir erfið- ustu og lengstu í sögu ítölsku pressunnar. Blaöameiin hafa alls farið í verkfall í 10 daga á síöustu fjórura mánuðum. ___________________________I CQ =•»-( (Q C IIS i Jl£ Matvörumarkaöur DCVTT nCi I l Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.