Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 10
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. 10 f PR. Búðin hf. Kársnesbraut 106 Kóp. ■■ S. 641418 / 41375. m smáskór Skólavörðustíg 6b gegnt Iðnaðarmannahúsinu. Opið í verkfalli. Sími 622812. Póstsendum. UNGBARNASKÓR margar gerðir. Litir: Hvítt m/bleiku eða bláu, stærðir 3ja—9 mánaða. Verð 760. STRIGASKÓR Litur: Bleikur, stærðir 22-34. Verð 1.160 STRIGASKÓR Litir: Rauður og Ijósgrænn, stærðir 28-37. Verð 995. SANDALAR Litur: Grár, stærðir 24-30. Verð 1.230. Fréttir Sýrlendingar tilbúnir til árásar í Beirút Um sjö þúsund sýrlenskir her- menn hafa fengið fyrirmæh um að ráðast inn í íbúðarhverfi í suður- hluta Beirút í Líbanon í dag og stöðva þar bardaga þá sem staðið hafa í þijár vikur milli andstæðra fylkinga shíta. Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að Sýrlendingar tilkynntu þessa ákvörðun sína sluppu fjórir æðstu liösforingjar þeirra í Líbanon naum- lega frá banatilræði sem þeim var sýnt. Múhameðstrúarmenn réðust á bifreið sem þeir voru í og skutu á hana af vélbyssum. Einn þeirra sem í bifreiðinni voru var yfirmaður leyniþjónustu hers Sýrlendinga. Auk hans var ráðist á Saeed Bair- akdar, yfirmann herafla Sýrlendinga í Líbanon, Ali Hammoud, yfirmann eftirlitssveita Sýrlendina, og einn háttsettan Uðsforingja í viðbót. Sýrlendingarnir íjórir voru á leið frá fundi sem þeir áttu með Sheikh Mohammed Hussein Fadlallah sem er andlegur leiðtogi hizbollah. Bifreiðir, sem í voru fréttamenn og öryggisverðir, urðu einnig fyrir skot- um og þykir mesta mildi að allir skyldu sleppa ómeiddir. Yfirmaður leyniþjónustunnar, Ghazi Kanaan, sagði eftir tilræðiö að það myndi engin áhrif hafa á þá Palestínsk börn í rústum húss sem varð fyrir loftárás Israela í suðurhluta Libanon í gaer. Simamynd Reuter ákvörðun Sýrlendinga og írana að stöðva bardagana í Beirút. Liðsmenn hizbollah (flokks guðs), sem fylgja írönum að málum, og amal-þjóövarð- liða, sem fylgja Sýrlendingum, hafa barist um þriggja vikna skeið og hafa bardagarnir kostað um íjögur hundruð tuttugu og fimm mannslíf. „Stríðinu í úthverfunum er lokið,“ sagði Kanaan á fundi með frétta- mönnum í gær. „Það er búið að ákveða hvenær því lýkur og það veröur mjög fljótlega. Ég fullvissa ykkur um að áætlun okkar verður sett í framkvæmd á morgun." Sýrlenskir hermenn hafa verið til- búnir til þess að ráðast inn í úthverf- in þár sem barist hefur veriö allt frá því 14. maí. Þeir eru búnir T-54 skrið- drekum, eldflaugum, stórskotaliði og öðrum fullkomnum vopnum. Stjórnvöld í Sýrlandi vildu hins vegar tiyggja sér samþykki stjórnar- innar í íran áður en þau létu til skar- ar skríða í borginni. Með því var ætlunin að komast hjá frekari bar- dögum við liðsmenn hizbollah sem hafa náð nær öllum hverfunum sem barist hefur verið um. Hverfi þessi eru fátækrahverfi sem hafa verið á valdi skæruliðafylkinga, án þess að líbönsk stjórnvöld gætu haft þar nokkur áhrif á gang mála, um fjög- urra ára skeið. Mannfall í átökum á Sri Lanka Alsirsættist við Egyptaland Indverskir hermenn hafa frá því á mánudag fellt að minnsta kosti þrjá- tíu skæruliða tamíla í baráttunni um birgðastöð skæruliða sem staðsett er í frumskóginum á norðausturhluta Sri Lanka. Þrjátíu og níu skæruliðar eru sagðir hafa særst í átökunum og að minnsta kosti tíu Indveijar hafa fallið. Bardaginn, sem er sá mesti frá þvi að Indveijar náðu á sitt vald höfuö- vígi skæruliða við Jaffna í október, stóð enn í morgun. Notuðu Indveijar herþyrlur við liðs- og vopnaflutn- inga. Um sjötíu þúsund indverskir her- menn hafa verið fluttir til norður- og austurhéraðanna á Sri Lanka og er það í samræmi við samkomulag yfirvalda í Colombo og Nýju Delhi sem miöar að því að binda enda á uppreisn skæruliða. Þeir hafa í fimm ár barist fyrir sjálfstæðu ríki fyrir tamíla. Að sögn yfirmanna indverska hers- ins hafa tvennar búðir skæruliða verið eyðilagðar. í öðrum þeirra fundust sextíu og sex rifflar, sprengi- þræðir, handsprengjur og matar- birgðir. Bjana Hnvriksson, DV, Bordeaux: Eftir að hafa veriö útskúfað af öðrum arabaríkjum sökum friðar- samningsins viö ísrael 1979 er Egyptaland nú smám saman aö ná sáttum aftur við frændur sína. Allt viröist benda til að Alsír muni á næstunni taka upp eðlilegt stjórn- raálasamband viö Egyptaland, lfk- legast fyrir fund arabaríkjanna um ástandið á herteknu svæðunum í ísrael. Fundurinn verður haldinn 7. júní í Algeirsborg. Alsírbúar, sem fyrir rúmri viku tóku upp eðlilegt samband við Mar- okkó eftir tólf ára sambandsslit, vilja fá sem flest ríki til þessa fund- ar og reyna þvi að ganga frá sam- skiptunum við Egypta sem fyrst enda er í raun lítið annað eftir en aö afgreiða þau formlega því að á milli ríkjanna tveggja er á mörgura sviðum þegar komið eðlilegt sam- band. Eftir þetta eru Sýrland, Lí- banon og Líbýa einu arabaríkin sem ekki hafa sæst við Egypta. Eldur í Ermar- sundsferju Eldur kom upp í vélarrúmi Ermarsundsfeiju í morgun og hlutust af nokkrar skemmdir. Fljótlega tókst að ráða niður- lögum eldsins og urðu engin slys á mönnum. Áttatíu og sex farþegar eru um borð í ferjunni sem nú rekur á Ermarsundi. Þyrlur frá Bretlandi og Belgíu fluttu slökkviliösmenn um borð í feijuna og sovéskur togari og bresk herskip voru nálæg. Drátt- arbátur var einnig sendur til að- stoðar. Ekki er vitað um eldsupptök en þetta er í annað sinn í þessari viku sem eldur kemur upp í ferju sem siglir á Ermarsundi. Á mánudaginn fórst einn áhafharmeðlimur i eldsvoöa og annar slasaðist mikið. í mars á síðasta ári hvolfdi feij* unni The Herald of free Enter- prise fyrir utan belgísku hafnar- borgin Zeebrugge og fórust þá tæplega tvö hundruö manns. Ný tilraun til að koma Noriega frá Noriega hershöfðingi, æðsti ráöa- maður í Panama, sagði í gær á þingi aö viðræðumar við Bandaríkjamenn hefðu farið út um þúfur vegna óað- gengilegra skilyrða. Noriega kvaðst þó enn vera fús til viðræðna. Samkvæmt frásögn Noriega buð- ust Bandaríkjamenn til að falla frá ákæru á hendur honum varðandi eiturlyfjamisferli auk þess sem efna- hagsrefsiaðgerðum yrði aflétt gegn því að Noriega færi frá völdum. Til- boði Bandaríkjanna yrði að taka strax, annars yrði það dregið til baka. Noriega sagðist ekki hafa viljað ganga að slíkum skilmálum. Noriega gaf einnig í skyn aö vara- forseti Bandaríkjanna, George Bush, hefði haft hönd í bagga varðandi til- boðin. Sagði Noriega að í ýmsum til- fellum hefðu Panamamenn sam- þykkt breytingar settar fram af ráð- gjöfum varaforsetans til þess aö hlífa Manuel Antonio Noriega ávarpar Panamaþing í gær. Símamynd Reuter honum í kosningabaráttunni. Forsetar Mið-Ameríkuríkja og Lýðræðisstofnunin í Washington vinna nú að því að finna nýjar dipló- matískar leiðir til þess að koma her- stjórninni í Panama frá eftir að við- ræöumar við Noriega fóra út,um þúfur. Viðræðurnar leiðir forseti Guatemala, Vinicio Cerezo. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Panama, Ju- an Sosa, sem er sendiherra Panama í Washington, segist hafa tjáð emb- ættismönnum bandaríska utanríkis- ráðuneytisins að stjórnarandstaðan óski eftir samstarfi við Bandaríkin í þessu máli. Forseti Lýðræðisstofnunarinnar í Washington segir aö Noriega sé já- kvæður og áhugasamur. Markmiðið er að fá Noriega og stjórnarandstöðu- menn í Panama til að taka upp bein- ar viðræður með tilstilli Mið-Amer- íkuríkja um hvemig koma megi á lýðræði í Panama. Þar yrði ákæran um eiturlyfjamisferli og efnahags- þvinganir ekki á dagskrá þar sem það væri mál er snertu aðeins Banda- ríkin og Noriega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.