Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. enum undir stjórn Sovétmannsins Júrí em fer fram í Eyjum á þriðjudag. DV-mynd GVA Landsiið U-21: Island msatSv BHlCXrUB Norskur landsliðsmaður í Kópavoginn? Norsk skytta í raðir Blika? - UBK hefur rætt við örvhentu skyttuna Oddvar Jakobsen Forráðamenn handknattleiks- deildar UBK hafa rætt við norska landsliðsmanninn Oddvar Jakobsen meö það fyrir augum aö fá hann til liðs við félagið. Kann svo aö fara að hann leiki með liðinu á næsta ári en viðræður milli aðilanna eru þó enn á frumstigi. „Jú, við höfum rætt við Oddvar Jakobsen og ætlum einnig að tala við Káre Rammeklev en þeir eru báðir örvhentar skyttur og norskir lands- liðsmenn. Oddvar er raunar gamall jaxl en Káre er hins vegar ungur og efnilegur leikmaður. Oddvar tók hreint ekki illa í að koma til Breiðabliks er við ræddum við hann, hann kvaðst spenntur fyrir þessu handknattleikslega séð. Hins vegar sagðist hann vilja ræða þessi mál við fjölskyldu sína og taka ákvörðun eftir það.“ Þetta sagði Sigurður Hjaltason, formaöur handknattleiksdeildar UBK, í samtali við DV í gærkvöldi. „Samhliða þessu höfum við einnig verið að leita að örvhentum leik- manni í Júgóslavíu. Ekkert ákveðið hefur hins vegar komið fram í þeirri eftirgrennslan," sagði Sigurður einn- ig í spjaliinu vdð DV. Eins og fram hefur komið í blaðinu er Slavko Bambir, landsliðsþjálfari kvenna, milligöngumaður í þvi máli. -JÖG Víðar og Þorsteinn gefa ekki kost á sér í ól-liðið: Viðar og Þorsteinn glíma ekki við ítali - Heimir, Gunnar og Kristinn með gegn ítölum Þrír nýir leikmenn hafa bæst vdð ólympíulandshðshóp íslands fyrir leikinn gegn ítölum á sunnudaginn kemur. Sigi Held landsliðsþjálfari hefur valið þá Kristinn Jónsson Fram, Heimir Guðmundsson Akra- nesi og Gunnar Oddsson úr KR í lið- ið eftir að ljóst var að þrír leikmenn sem léku gegn Portúgölum á dögun- um verða ekki með á sunnudaginn. Rúnar Kristinsson, sem kom inn á sem varamaður gegn Portúgal, er í leikbanni og þeir Viðar Þorkelsson og Þorsteinn Þorsteinsson gáfu ekki kost á sér vegna prófa í Háskólanum. Að öðru leyti verður landsliðið skip- að sömu leikmönnum og léku gegn Portúgölum á þriðjudaginn var. Landsliðshópurinn Markverðir eru þeir Friðrik Frið- Sigi Held landsliðsþjálfari. riksson og Guðmundur Hreiðarsson en aðrir leikmenn eru Ágúst Már Jónsson, Þorsteinn Guðjónsson, Gunnar Oddsson, Heimir Guð- mundsson, Kristinn Jónsson, Halld- ór Áskelsson, Ingvar Guðmundsson, Jón Grétar Jónsson, Guömundur Steinsson, Guömundur Torfason, yalur Valsson, Þorvaldur Örlygsson, Ólafur Þórðarson og Pétur Arnþórs- son. Leikurinn við Itali er á sunnu- dag Leikurinn vdð ítali verður eins og áður sagði á Laugardalsvelli á sunnudaginn og hefst klukkan 20. Hann ræður úrslitum um hvort lið Ítalíu eða A-Þýskalands fer til Seoul. -RR Svíþjóð í Eyjum íslendingar munu mæta Svíum í vin- áttulandsleik liða undir 21 árs í knatt- spymu næstkomandi þriöjudag og verður leikurinn háöur í Vestmanna- eyjum. Erfiðlega gekk að flnna leikstaö en Eyjamenn buðust loks til þess aö halda leikinn þar sem engan lausan vöU var að finna á höftiðborgarsvasö- ínu. „Við höfum ungu liöi á aö skipa en þetta eru samt sem áöur leikmenn sem hafa fengið góða og dýrmæta reynslu hjá liðum sínum í fyrstu og annarri deild en nú spíla þeir saman i fyrsta sinn í U-21 árs landsliöi," sagði Júri Sedov, þjálfari íslenska liösins, í sam- tali við DV í gærkvöidi. Landsliðs- hópurinn er skipaöur 28 leikmönnum en Júrí mun síðan á sunnudaginn veija 18 leikmenn sem mæta til leiks gegn Svíum. -RR Vor-rall Bylgjunnar og Eika-grills: Blikkbeljur berjast - tuttugu rallbílar reyna með sér í dag I dag hefst önnur umferð Islands- meistarakeppninnar í rall-akstri, tuttugu bröndóttar blikkbeljur munu berjast í beygjum og tugir öku- glaðra rallara fá útrás fyrir íþrótt sína. Formleg ræsing er kl. 18.00 í Bylgjuportinu, Snorrabraut 54, keppnin stendur yfir í kvöld og á morgun, eftirtaldar sérleiöir verða eknar: Kapelluhraun (við Álveriö), lokaö kl. 18.10. ísófsskáli, (Krísuvík- Grindavík) lokað kl. 18.55. Stapafell, (Grindavdkurvegur-Hafnir), lokað kl. 19.36. ísólfsskáli, (Grindavík- Krísuvík), lokað kl. 20.40, Nætur- stans. Á morgun, laugardag: Lyngdalsheiöi, (Þingvellir-Laugar- vatn), lokað kl. 06.40. Fossá, (á vegi 30 nálægt Gullfossi), lokað kl. 07.55. Lyngdalsheiði, (Laugarvatn-Þing- vellir), lokað kl. 09.20. Kapelluhraun, (sama og nr. 1), lokaö kl. 12.30. ísólfs- skáli, (sama og nr. 2), lokað kl. 13.10. Stapafell, (sama og nr. 3), lokað kl. 13.55. ísólfsskáli, (sama og nr. 4) lok- aö kl. 15.00. Endamark í Bylgjuport- inu Snorrabraut kl. 17.00. Áhuga- sömum áhorfendum er bent á aö út- vega sér áhorfendaleiðarbók í Eika- grilli eða hjá starfsmönnum keppn- innar. íslenska ralliö þróast sífellt, afitaf fjölgar kraftmiklum bílum og hafa sumir keppenda áhyggjur af leiða- vali með tilliti til of mikils hraða. Sigurvegarar úr Tomma-ralli, þeir Jón S. Halldórsson og aðstoðarmað- ur hans, Guðbergur Guðbergsson á Porsche, vdrðast þó áhyggjulausir og hljóma nokkuð sigurvissir, helstu keppinautar þeirra um fyrsta sætið eru: Jón/Rúnar á Escort, Birgir/Haf- þór á Talbot, Guömundur/Bjartmar á Nissan, Steingrímur/Witek á Niss- an og Siguröur/Amar á Talbot Lót- us. Síðasti sigurvegari standard- flokksins, Óskar/Jóhann á Subaru turbo er einnig til alls liklegur. Einn keppenda kemur frá Skotlandi til keppni, Philip Walker á Toyota, gam- alreyndur Ljóma-rallari. Keppnisbílar hafa undanþágu frá hámarkshraða á sérleiðum, þess vegna eru þær lokaðar á meöan þær eru eknar. Þeir og allir aðrir skuiu minntir á islensk umferðarlög. Góða skemmtun. Ás/BG £ íþróttii Badminton: Malaysía og Danmörk í undan- úvslit Malaysía og Daiunörk tryggðu sér í gærkvöldi rétt til aö leika í undanúrslitum í Thomas-bikam- um sem er óopinbert heimsmeist- aramót kai'lalandsliða í badmin- ton. Þar eru fyrir Kinverjar og Indónesar. Malaysíubúar lögðu Englend- inga aö velli, 4-1, á sama tíma og Danir keyrðu yfir S-Kóreumenn en þeir unnu Asíubúana með sama mun. í átta þjóða úrslitunum vakti mesta afiiygli leikur Danans Morten Frost vdð S-Kóreumann- inn Sung Han Kuk. Daninn átti erfitt uppdráttar í byrjun. Tapaði fyrstu hrinunni, 4-15. í þeirri næstu hafði hann hins vegar bet- ur, 15-11, og oddahrinuna vann Frost eftir að hafa verið 0-9 undir. í átta þjóða úrslitum í kvenna- flokki, Uber-cup, lögðu Kínverjai' lið Hollendinga, 5-0, en Indónesar lögðu Englendinga, 3-2. -JÖG Stefna á Seoul - lentu í 26. sætl í Kiel Siglingamennimir Gunnlaugur Jónasson og ísleifur PriðriksFon kepptu á dögunum í fiölþjóðlegu siglingamóti í Kiel í V-Þýska- landi. Sigldu þeir á svokölluðum 470-bát og höfnuðu í 26. sæti af 77 keppendum: „Við erum ánægðir með þenn- an árangur og stefnum að þvl að komast á ólympíuleikana I Seo- ul,“ sagöi Gunnlaugur í stuttu spjalli við DV í gær. Hann og ísleifiir em nú staddir í Hollandi þar sem þeir keppa á fiölþjóðlegu móti þessa dagana. -JÖG Fijálsar. FRÍ semur við Flugleiðir Fijálsíþróttasamband íslands hefur gert sarastarfssamning við Flugleiðir sem léttir mjög undir meö starfi Fijálsíþróttasam- bandsins sérstaklega hvað varðar samskipti viö utiönd. Saraningur þessi felur í sér að Flugleiöir veiti FRÍ góðan afslátt á ferðum félags- ins gegn því að Sambandið aug- lýsi nafii Flugleiöa erlendis. Einnig er um að ræða frímiða fyrir afreksfólk okkar þannig aö hægt sé að senda ólympiuþátttak- endur og annað aíreksfólk á stór- mót erlendis. Flugleiðamótidijúni Ákveðið hefur veriö að halda Flugleiðamót í Laugardalnum þann 21. júní næstkomandi. Er hér um að ræða sterkt mót þar sem margir af okkar bestu ftjáls- íþróttamönnum mæta til leiks. Ætlunin er einnig að bjóða þekkt- um erlendum ftjálsíþróttamönn- um til mótsins og verður eflaust um hörkukeppni að ræða. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.