Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Side 15
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. 15 Röng fullyrðing „Útgjöld skattgreiöenda vegna offramleiöslu í landbúnaöi sam- svara ráðherralaunum á hvert lög- býh í landinu“. (Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í Alþýðublaðinu 17. mai 1988.) Engin ein atvinnugrein í landinu hefur setið undir öðrum eins sleggjudómum og landbúnaðurinn. Því miður ganga þeir flestir í sömu átt: að bölsótast er yfir framlögum til landbúnaðarmála og látið hta ' svo út að þessari atvinnugrein sé haldið á floti með styrkjum og þar meö að bændur landsins séu ómag- ar á þjóðinni. Það er ekki einungis að slíkar fuhyrðingar séu settar fram af ein- stakhngum heldur er það hreinlega stefna ákveðinna fiölmiðla að vinna í þessa átt og heilu stjórn- málaflokkamir, með formenn sína í fararbroddi, virðast telja sér það til tekna að gera htið úr land- búnaði og þeim sem við hann vinna. Ríkisframlög og tekjur vegna landbúnaðarmála Fyrir nokkru birtist í Alþýðu- blaðinu viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og formann Alþýðuflokksins. Þar segir fjármálaráðherra landsins m.a. eftirfarandi: „Útgjöld skatt- greiðenda vegna offramleiöslu í landbúnaði samsvara ráðherra- launum á hvert lögbýh í landinu." Þessi fuhyröing ráðherrans stenst ekki og er undarlegt ef fjár- málaráðherra veit það ekki sjálfur. Th að upplýsa hvað rétt er í þessu sambandi skulu hér gefnar sem bestar upplýsingar um bein ríkis- framlög th landbúnaðarmála og tekjur sem ríkissjóður hefur vegna lanbúnaðar. Á fjárlögum fyrir árið 1988 voru framlög ríkissjóðs sem hér segir (í þús. kr.) og eru meðtalin fjárfram- Kjallarinn Níels Árni Lund Starfsmaður landbúnaðar ráðuneytisins lög sem beint eða óbeint koma í staöinn fyrir kostnað hjá bændum: Gjöld: Búnaðarfélag íslands 61.291.- Rannsóknarstofnun landb. 94.578.- Áburðarverksmiðj a ríkisins 20.000.- Skógrækt ríkisins 64.958.- Landgræðsla ríkisins 54.083.- Sauðfjárveikivarnir 241.923.- Verðlagsnefnd 5.420.- Veiðimálastofnun 45.590.- Yfirdýralæknir 41.850,- Einangrunarstöð 2.150.- Stofnlánadeild landbún. 34.620.- Jarðræktarlög 171.258.- Jöfnunargjald 295.000.- Útflutningsuppbætur 527.000.- Framleiðnisjóður 429.000,- Búfjárræktarlög 25.711.- Lífeyrissjóður fiármrnt. 57.780.- Lífeyrissjóður viðskrnt. 222.000.- Niðurgreiðslur 1.365.000.- Endurgreiðsla sölusk. 1.290.000.- Tekjur: Innheimt grunngjald 234.000.- Ihnheimt sérst. grunngj. 229.000.- Innheimt kartöflugj. (áætl.) 100.000.- Innheimta sölusk. á árinu af búvörum 3.475.000.- 5.049.212.- 4.038.000.- Alls úr rikissjóði nettó 1.011.212.- Niðurgreiðslur eru hagstjórnartæki Samkvæmt þessu greiðir ríkis- sjóður nettó th landbúnaðarins einn mhljarð króna. Rétt er þó og skylt að taka nokkur atriði fram sem lækka þessa tölu verulega eða snúa henni jafnvel við. Skógrækt ríkisins þjónar t.d. bændum ekki nema að hluta th. Hún sinnir mun stærra hlutverki, bæði fyrir einstakhnga, ótengda landbúnaði og þjóðinni allri í hehd. Af þessum sökum er ekki rétt að telja framlög th hennar sem fram- lög th bænda þótt það sé hér gert. Sömu sögu má segja um Land- græðslu ríkisins, yfirdýralæknir og Veiðimálastofnun. Ófært er að halda því fram með réttu að þessir aðhar þjóni eingöngu bændum landsins. Þá vita allir sem ekki eru heha- þvegnir af áróðri að niðurgreiðslur landbúnaðarvara dehast jafnt nið- ur á alla neytendur. Meira að segja fá bændur minna af þeim en aðrir þar sem heimtekið kjöt er ekki nið- urgreitt. Niðiu'greiðslur eru hagstjómar- tæki ríkisvaldsins sem með þeim kýs að greiöa niður ákveðnar vörur sem ætla má að koihi landsmönn- um öhum th hagsbóta í lægra vöru- verði. Landbúnaðarvörur em m.a. valdar vegna þess að niöurgreiðsla þeirra kemur bammörgum fjöl- skyldum og láglaunfólki th góða. Auðvitað gætu stjómvöld ákveðiö að greiða aðrar vörutegundir niður á sama hátt, t.d. verð á bensíni, ef hún teldi að það skhaði æskhegum árangri. Því er ekki rétt' að telja niðurgreiðslur styrk th bænda eins og svo oft er gert. Sömuleiðis er það svo að jöfnun- argjaldið er endurgreiddur sölu- skattur og því, ásamt „endur- greiddum söluskatti", er ætlað að vega á móti hækkun útsöluverðs sem stafar af álögðum söluskatti og stuðlar að því að halda niðri verði á þessum vömm til neytenda. Þá má líka benda á með rökum að inn í þessa upptalningu vantar fjölmarga hði sem ríkissjóður fær tekjur af í gegnum landbúnaðinn og bændastéttina sem ekki koma hér fram. Þar má m.a. nefna tekjur af sölu veiðheyfa í ár og vötn th útlendinga sem skipta tugum ef ekki hundruðum mhljóna króna og svo mætti áfram telja. Ekkert einsdæmi Að síðustu skal á það bent að við úrvinnslugreinar landbúnaðaraf- urða og við þjónustu og verslun, sem beint eða óbeint tengist land- búnaði, vinna tugþúsundir lands- manna. Þá em hér ekki taldar skatttekjur ríkissjóðs af bændum eða öömm þeim sem við landbúnað vinna. Skyldu þær ekki nema einhverjum mihjörðum króna? Þannig má færa mörg rök fyrir því aö ríkissjóöur greiði ahs ekki th landbúnaðar þann rúma mhlj- arö sem tölumar hér að framan gefa th kynna og að landbúnaður- inn skhi, þegar allt kemur til alls, ríkissjóði verulegum tekjum en þar sem ætlunin er að hrekja fullyrð- ingu fjármálaráðherra skal þessum mhljarði lofað að standa við út- reikning hér að neðan. Ef nú er litið th þeirrar fuhyrð- ingar að „útgjöld skattgreiðenda vegna offramleiðslu í landbúnaði samsvari ráðherralaunum á hvert lögbýh í landinu" skal það dæmi rakið nánar. Fjöldi lögbýla samkvæmt jarða- skrá landbúnaðarráðuneytisins er 6469. Ef þeim 1.011.212 þúsundum króna, sem fram kemur að ríkis- sjóður greiði með landbúnaði, er deht á þessi lögbýh sýnir sú út- koma að framlag á hvert býli er kr. 156.317 á ári. Ráðherralaun eru nú, samkvæmt upplýsingum launadehdar fiár- málaráðuneytisins, kr. 213.890 á mánuði, eða rúmlega tvær og hálf mhljón krónur á ári. Nú skal hér ekki lagt mat á ráð- herralaun en þar sem dæmið var sett upp á þennan máta er rétt að taka þessa viðmiðun. Jafnrangar fullyrðingar og sú, sem hér hefur verið vitnað til, eru því miður ekkert einsdæmi þegar landbúnaðurinn er annars vegar. Níels Árni Lund „Þá vita allir sem ekki eru heilaþvegn- ir af áróðri að niðurgreiðslur land- búnaðarvara deilast jafnt niður á alla neytendur.“ Andbyr og pus hjá Pósti og síma Síðustu misserin gerist það æ oftar að Póstur og sími komist á síður dagblaðanna og í aðra fiöl- miðla vegna misbresta á þeirri þjónustu sem menn hafa vanist að stofnunin léti áfallahtið í té. Skammt er að minnast vandræða með póstþjónustuna á Akureyri og víðar. Enn skemmra er síðan verk- lýðsfélögin fengu í fyrsta sinn að reyna að símskeyti er ekki nægi- lega trygg leið fyrir verkfallsboðun. Þetta gerist á „öld upplýsingaflæð- isins“, þegar tölur, texti og myndir eru sendar á örskotsstund heims- homanna á milli. Og nú síðast verður hversdagsleg jarðsímabhun thefni blaðaskrifa dag eftir dag, en hún bitnaði að vísu m.a. á blaða- manni Morgunblaðsins. Skýringar Póst og síma En hveijar em skýringar Pósts og síma þegar á annað borð drag- ast einhver svör upp úr höfðingjun- um þar á bæ? Jú, stundum er þetta bara röð af óhappathvhjunum sem enginn fær við ráðið. En stundum á stofnunin í einhveiju bash með starfsfólkið, t.d. þegar aörar ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki hggja á því lúalaginu að ræna þjálfuöu starfsfólki frá Pósti og síma með því að bjóða því betri kjör. Stundum skhja höfðingj- amir ekkert í því að starfsfólkið skuh vera óánægt og segja upp; búnir að láta það hafa nýja og betri stóla og hvaðeina. Aldrei er þetta rakið th þeirra sjálfra á nokkum KjaHarinn Leó Ingólfsson rafeindavirki - í stjórn Félags ísl. símamanna hátt, það er ekkert að athuga viö launastefnu stofnunarinnar eða framkomu gagnvart starfsfólki. Og það er ekkert athugavert við það þótt á annað þúsund manns láti af störfum ár hvert hjá stofnun sem telur u.þ.b. 2100 manns. Þeir verða bara snakilhr ef verið er að ragast í svona smámunum. Óunnin og ómeðvituð yfirvinna Hvemig er svo ástatt í launamál- um símamanna þessa dagana? Það hggja fyrir upplýsingar um hve mikið kaupmáttur dagvinnutekna BSRB-félaga hefur aukist undan- fama 17 mánuði. Hjá flestum hefur aukningin verið á bilinu 4,27 th 10,96%. Lestina reka svo póstmenn með 2,09%, tohverðir með 1,61% og símamenn með 0,69%. Núll komma sextíu og níu prósent! Ekki hafa þeir hrifsað mikið th sín af góðærinu! Skýringin á þessari út- reið er ekki sú að símamenn hafi verið svo vel settir fyrir og þess vegna mátt prýðhega við þessu. Fjarri því. Bæði fyrir og eftir em þeir við botninn hjá BSRB og BSRB við botninn á vinnumarkaðinum í hehd. Vita ráðamenn Pósts og síma af þessu? Vissulega. Það er sífeht ver- ið að reka þessar upplýsingar und- ir neflð á þeim, auk þess sem þeirra eigin opinberlega birtu launataxtar draga af þessu dám. Hins vegar bæta þeir sér og kumpánum sínum í BHM þetta upp með óunninni yfirvinnu sem stundum er hka kölluð ómeðvituð yfirvinna vegna þess að viðkomandi verður ekkert var við að hann sé að vinna þá stundina. Og nú em þetta ekki 20 ómeðvitaðir yfirvinnutímar á mán- uði, eins og var í byijun áratugar- ins, heldur 35 th 60; sumar heimhd- ir segja þó aht upp í 80 tímar. Biksvart á kolsvart Til þess að bæta gráu ofan á svart eða þó öhu heldur biksvörtu ofan á kolsvart kemur svo skyndhega dagskipan frá sjálfum stjóra, gegn- um aðstoðarstjóra, umdæmis- stjóra, símstjóra og dehdarstjóra niður í hálfmannaða jarðsíma- dehdina: „Af með yfirvinnu - strax!“ Engan þarf að undra þótt símsmiðunum og öðrum á jarð- símadehdinni, sem ekki sjá fram úr verkefnunum, bregði við þessi ósköp. Enda var þetta óframkvæm- anlegt og þar að auki ólöglegt. Launafólk er nefnhega nú á tímum varið gegn því að þurfa óvænt að vakna að morgni á aht öðrum kjör- um og meö miklu lakari tekju- möguleika en það hafði þegar það í góðri trú lagðist th svefns að kvö’di. Breytingar af slíku tagi ber að tilkynna með fyrirvara, jafn- löngum uppsagnarfrestinum, svo ráðrúm gefist th þess að forða sér í aðra vinnu. Kemur niður á þjónustunni Ekki er nema gott eitt um það að segja að ráðamenn Pósts og síma séu röggsamir. En mikið væri það gott ef röggsemin kæmi meir fram í öðru en því sem að ofan greinir. Verulegur hluti af röggseminni mætti t.d. beinast að því að fá fram lagfæringar á gjaldskránni, lagfær- ingar sem eru nauðsynlegar og brýnar ef stofnunin á yfirleitt að tóra. Og þar eð þeir fá Símablaðið þá vita þeir að stofnunin hefur dregist hrikalega aftur úr að und- anfórnu. Á síðasthðnum 7 árum- hafa t.d. afnotagjöld af sjónvarpi hækkað um 989%, hitaveitan í Reykjavík um 878%, Moggaáskrift um 606% og lánsHjaravísitalan um 594% en gjöld meðalsímnotenda í Reykjavík um 328%. Miðað við lánskjaravísitölu hafa símagjöld því lækkað um 45% í Reykjavík og enn meira úti á landsbyggðinni vegna breytinga á langlínutöxtum. En auðvitað þarf engar hagtölur, vísitölur eða sprenglærða spekinga th þess að vita að það er ekki hægt th lengdar aö pressa niður gjald- skrá Pósts og síma með því að níð- ast á starfsfólkinu. Það kemur mjög fljótlega niður á þjónustunni og dugar aldrei lengur en þann tíma sem það tekur að drepa af sér mannskapinn. Leó Ingólfsson „Lestina reka svo póstmenn meö 2,09%, tollveröir með 1,61% og síma- menn með 0,69%. - Núll komma sextíu og níu prósent!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.