Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988. 45 Ástralskur kvikmyndaiðnaöur þykir standa á háu stigi, og marg- ar athyglisverðar kvikmyndir komið frá Ástralíu. Þó hefur kvikmyndaiðnaður þeirra verið í nokkurri lægð undanfarin ár, og vega fjármál þar þungt. Aðilar iryian ástralska kvikmyndaiðn- aöarins vilja að stjómin styðji iðnaðinn meö opinberum fram- lögum og hafa opinber yfirvöld lofað að gera eitthvað í málinu. Þó má sjá ljósa punkta inn á milli, og ber hæst myndimar um Krókódíla-Dundee. Þær em nú orðnar tvær því mynd númer tvö var frumsýnd fyrir skömmu í Ástralíu og víðar. Fyrri myndin er vinsælasta erlenda mynd sem sýnd hefur verið í Bandaríkjun- um og halaði inn hvorki meira né minna en 210 milljónir dollara. Nokkrir erfiðleikar vom á fjár- mögnun fyrri myndarinnar og þurfti aðaUeikarinn Paul Hogan sjálfur að punga út 17 milljónum króna til þess að myndin yrði veruleiki. Hann hefur fengið þá upphæð ríflega til baka. Síðari myndin hefur vakið athygh ekki aðeins vegna þess að menn em Paul Hogan sem leikur Krókódíla-Dundee var umkringdur Ijósmyndurum á frumsýningu myndar númer tvö I Sydney fyrir skömmu. Símamynd Reuter spenntir að sjá meira af Krókó- díla-Dundee, heldur vegna þess að hún er nokkuð öðmvísi en sú fyrri. Það er miklu meiri hraði í síðari myndinni, og hún er í raun og vem spennumynd. Þó er alltaf stutt í grínið. Fyrstu viðtökurnar em mjög góðar hjá áhorfendum og menn spá henni ekki síðra gengi. Það hefði sjáifsagt ekki verið happa- drjúgt að festast í sömu formúl- unni og í fyrri myndinni, úr því á annað borð var farið út í fram- hald myndarinnar. AðaUeikari á móti Paui Hogan í síðari mynd- inni er Linda Kozslovski sem fyrr, enda þótti hún góð í fyrri myndinni. Krókódíla-Dundee II gerist í New York fyrst í stað þar sem Dundee kemst í kast við eitur- lyfjasmyglara, en síðan berst leikurinn yfir tíl Ástralíu. Hand- ritið að myndinni er skrifað af Paul Hogan og syni hans, Brett, en leikstjóri er John Comell. Ekki er að efa að íslenskir kvik- myndaunnendur bíða seinni myndarinnar með óþreyju. í Q\œs\bœ HUÓMSVEIT ANDRA BACKMAN gömlu og nýju dansamír Rúllugjald kr. 500,- Opið kl ÍO00-!00 Snyrtilegur klæðnaður. 20 ára aldurstakmark. Snyrtilegur klæðnaöur Opið í kvöld frá 22-03 STJÓRNLAUS.T í kvöld LOKAÐ vegna einkasamkvæmis LAUGARDAGUR ^ STUÐ Big Foot sér um tórdist Tunglsins í kvöld Hljómsveit Magnusar Kjartanssonar leikur fyrir dansi Pálmi Gunnarsson skemmtir I diskótekinu er hinn eldhressi Halli Gísla Opið frá kl. 22-03 Mímisbar er opinn föstudaga og laugardaga frá kl. 19 til 03 Prógramm leikur MARKO PÓLÓ dúettinn leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld IKV0LD LENNON v/Austurvöll Rina (Turner) skemmtir i kvöld. „Stjörnustæling ’88“ Undankeppni hefst í kvöld! Keppnin er þannig aö keppendur koma fram og reyna aá líkja sem best eftir uppálialdspoppstjörnunni sinni í útliti og látbragói. í tilefni „Stjörnustælingar ’88“ er banda- ríski „stjörnustœlirinn" Rina sér- staklega komin til landsins til aó skemmta aó luetti Tinu Turner. Stjórnandi og kynnir keppninnar er Guómundur Albertsson. Missið ekki af stórskemmti- , 'egri kepptti- sem færykkur til að festa munnvikin aftan við eyru sökum hláturs!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.