Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Page 3
3
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988.
.Fréttir
Síbrotamaður dæmdur í átta mánaða fangelsi:
Stal fjórtán þús-
und lyfjatöflum
DV
Móbnæla setu
í verðlagsráði
Almennur fundur hjá Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu
Bylgjunni á ísafirði, sem haldinn
var að Hótel ísafirði i fyrrakvöld,
mótmælti harölega setu fulltrúa
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands í Verðlagsráði sjáv-
arútvegsins.
í samþykkt fimdarins segir að
með því sé verið að grafa undan
sjómannasamtökunum og koma
í veg fyrir að sjómenn geti sam-
einast „til vamar því kjararáni,
sem yfir okkur heftn- duniö á
undaníömum misserum. Ljóst er
aö þeir sjómenn, sem fá greitt
eftir verölagsráðsverði, hafa
dregist 'aftur úr í launum allt að
30% sé miðað við framfærsluvísi-
tölu á meðan aðrar stéttir hafa
fengið kíarabætur allt að 24%
umfram framfærsluvísitölu".
Þjóðhátíðarsam-
koma í Colorado
Aima Bjamason, DV, Denver
Tæplega eitt hundrað íslend-
ingar í Colorado komu saraan til
aö minnast þjóðhátíðardagsins á
laugardaginn á útivistarsvæði í
Dear Creek Lake Park við rætur
Klettafjallanna rétt vestan við
Denver. Boðið var upp á rammis-
lenskar veitingar, hangikjöt og
flatkökur, sem Kjötmiðstöðin gaf
félaginu og ekta afipylsur frá Síld
og fiski, einnig gjöf til félagsins
frá íyrirtækinu. Voru þessi fyrir-
tæki hyllt sérstaklega af gestum
og runnu veitingamar fiúilega
niður. Þá voru einnig á borðum
harðfiskur og kleinur.
Ræöur vom fiuttar, íslenskir
söngvar sungnir og börn og fufi-
orðnir bmgðu sér i leiki. Þá var
happdrætti og vinningar gjafir
frá ýmsum fyrirtækjum, Sam-
bandinu, íslenskum matvælum,
Hildu og einkaaðilum.
Stjómarskipti í félaginu fóm
fram á hátíöinni. Fráfarandi
formaður er Aníta Patterson og
meðstjómendur Anna Vincens
og Helga McCarthy. Við tóku þrjú
systkini. Formaður var kjörinn
Asgeir Hjelm jr., sem búsettur er
í Colorado Spring, og systur hans
tvær, Emílía og Bryndís.
Algjor bytting
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Þetta er algjör bylting, enda
um að ræða fyrsta árið sem unn-
ið er eftir nýrri flugmálaáætlun.
Það lætur sennilega nærri aö
unniö verði á árinu á Norður-
landi fyrir um 80% þeirrar upp-
hæöar sem áöur fór til allra flug-
mála í landinu," segir Rúnar Sig-
mundsson, umdæmisstjóri Flug-
málastjómar á Norðurlandi.
Rúnar sagði að raestar fram-
kvæmdir verði á Akureyri. Þar á
að fullgera öryggissvæði með-
fram flugbrautinni, um 50 metra
breitt svæði sitt hvorum megin
brautarinnar, en verkið verður
boðið út á næstunni. Þá er einnig
áformað aö stækka flugvélapla-
niö fyrir framan flugstöðina og
enduraýja aöflugsradar á Akur-
eyri.
Á Húsavíkurflugvelfi á aö full-
gera öryggissvæði meðfram flug-
braut. I Mývatnssveit var hafist
handa á síðasta ári við gerö flug-
brautar og i haust er reiknað með
að ljúka gerð brautar sem veröur
um 800 metra löng.
Rúnar sagði að þessa dagana
væri veriö að vinna við útboð á
flugstöð á Sauðárkróksvelfi. Um
er að ræða 200-250 fermetra bygg-
ingu og eráætlað að Ijúka smíði
hennar um næstu áramót. Þá
verður í sumar hafin bygging
flugstöðvar á Blönduósi.
Síbrotamaður hefur verið dæmdur
í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa
brotist inn í Garðsapótek og stolið
þaðan 14.400 lyfjatöflum, þar af 1.363
töflum af amfetamíni.
Þáð var aðfaranótt þriðjudagsins
3. mars 1987 sem innbrotið var fram-
ið. Sjö vikum síöar var maðurinn
handtekinn og úrskuröaður í gæslu-
varðhald. Lögreglunni var tilkynnt
um að sést hefði til manns fara inn
um glugga á íbúð í húsi við Berg-
staðastræti. Þegar lögregla kom á
vettvang var maðurinn sofandi í sófa
í stofu íbúðarinnar. Húsmóðirin
kvaðst ekkert kannast við manninn
og ekki hafa vitaö til að hann væri í
íbúð sinni. Síbrotamaðurinn taldi sig
hafa gist íbúðina með leyfi eigin-
manns konunnar.
Við handtökuna fannst í fórum
mannsins krakka með 1.642 lyfjatöfl-
um, sem eingöngu eru afgreiddar í
apótekum samkvæmt tilvísun
lækna, mest af valium og diazepam.
Sá handtekni kvaðst hafa keypt lyfin
af grænlenskum togarasjómönnum.
Við nánari rannsókn kom fram að
saga mannsins stóðst hvergi. Við svo
búið var maðurinn úrskurðaður í
gæsluvarðhald.
Um sjö mánuðum siðar, eða í des-
ember 1987, er maðurinn afplánaði
refsivist á Litla-Hrauni fundust í fór-
um hans og fleiri fanga, svo og á
ýmsum stööum í fangelsinu, 655 töfl-
ur af gerðinni klórdíazepoxið, diaz-
epam og mogadon. Við yfirheyrslur
játaði maðurinn að hafa brotist inn
í Garösapótek. Þá vísaði hann lög-
reglunni á 1.057 lyfjatöflur sem hann
hafði falið á eyðibýli í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Þar fundust einnig 5
ampúlur af róandi stungulyfjum.
Langur afbrotaferill
Maðurinn var einn við innbrotið.
Hann hafði komist inn í kjallara
hússins og brotið þar upp rennihurö,
en hurðin var læst aftur með keðju
og hengilás. Hann braut einnig upp
þrjár hurðir í kjallaranum og vann
þar nokkrar skemmdir. Eftir að hann
komst upp á 1. hæð hússins braut
hann niöur-skynjara í þjófavarna-
kerfi og sleit rafleiðslur úr tenging-
um og gerði kerfiö óvirkt. Járnskúff-
ur, sem innihéldu lyfin, og fleiri
geymslur spennti maðurinn upp og
stal eins og áður sagði 14.400 lyfjatöfl-
um.
Þessi síbrotamaður á langan af-
brotaferil að baki. Á átján árum hef-
ur hann hlotið 31 refsidóm, þar af 27
vegna hegningarlagabrota, aðallega
vegna þjófnaðar- og skjalafalsbrota.
Samtals hefur hann hlotið átta ára
óskilorðsbundið fangelsi fyrir af-
brotin. Auk þeirra brota hefur mað-
urinn fimm sinnum gengist undir
dómsátt fyrir umferðar- áfengislaga-
ogfikniefnabrot. -sme
ST0RK0STLEG FRETT
fyrir eigendur örbylgjuofna
grspntv'"1'l!
1(00"
Kynningarverð kr. 1.960,-
Nú geturðu matreitt kjúklinga, læri
og svinakjöt i örbylgjuofninum og
fengið fallega, stökka brúningu á
kjötið. Gúður íslenskur leiðarvisir
fylgir. Kynnist töfrapottinum hjá
okkur.
Útsölustaðir úti á landi:
KEA, Járn og gler, Akureyri Kaupfélag
Straumur, Ísafirði
Stapafell, Keflavik
KASK, Höfn, Djúpavogi
Kjarni, Vestmannaeyjum
Sigurjón Árnason, Vopnafirði
Kaupfélag
Kaupfélag
Kaupfélag
Kaupfélag
Kaupfélag
Kaupfélag
Héraðsbúa, Vopnafirði
Héraðsbúa, Seyðisfirði
Héraðsbúa, Egilsstöðum
Rangæinga, Hvolsvelli
Rangæinga, Rauðalæk
Árnesinga, Selfossi
Þingeyinga, Húsavik
t
Einar Farestveit&Co.hf.
BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLAST/EÐI