Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988.
33
LfisstíU
!!!!
Valdi með uppskeru siðustu koppaleitar, tíu dágóða hjólkoppa sem hann
fann á leið sinni upp Hvalfjörðinn og um Borgarfjörð. DV-mynd S
Glæsilegt koppasafn
Þorvaldur býr á bænum Hólmi rétt
hjá Geithálsi. Þar er skilti við Suður-
landsveginn sem segir að á bænum
séu hjólkoppar til sölu. Flestir höfuð-
borgarbúar hafa séð þetta skilti en
færri hafa heimsótt Valda til að
kanna úrvalið, serr. er með ólíkind-
um. Það er í rauninni dulítil upplifun
að líta viö í koppasafninu á Hólmi.
Koppamir hans Valda skipta þús-
undum, jafnvel tugþúsundum. Kopp-
ar af flestum gerðum og árgerðum
bifreiða gefur þar að líta. Það er helst
að húsnæðisskortur valdi erfiðleik-
um.
Valdi hefur mjög mikinn áhuga á
bifreiðum. Hann segist geta sagt til
um ágæti bílanna eftir því hvemig
kopparnir em. Hann er ekki mikið
hrifinn af nýjustu bílunum, sér í lagi
japönsku smábílunum. Kopparnir á
þeim eru pjáturkoppar eða úr plasti
og bílar sem bera slíkt skran geta
varla verið mikils virði. Öðru máli
Dægradvöl
gegnir um gömlu, amerísku trylli-
tækin. Valdi er hka félagi í Forn-
bílaklúbbnum og hefur bjargað
mörgum félögum sínum um koppa
undir drossíurnar.
Einföld verðlagning
Verðlagningin hjá Valda er einföld.
Plast- og pjáturkoppa selur hann á
fimm hundruð krónur stykkið. Al-
vörukoppa selur hann svo á þúsund
til fimmtán hundruð krónur. Sé um
koppa á gamla bíla og fornbíla að
ræða eru þeir ekki til sölu nema fyr-
ir innvigða, helst félaga í Fornbíla-
klúbbnum. Þá fer verðið hka eftir
samkomulagi, enda er nánast um aö
ræða ófáanlega dýrgripi. Valdi er
mjög hreykinn af elstu koppunum
og eru þeir gljáfægðir og fínir hjá
honum.
Sem fyrr sagði finnur Valdi flesta
koppana á ferðalögum um þjóðveg-
ina. Einnig eru nokkur brögð að því
að menn komi til hans með koppa
sem þeir hafa fundið og þá kaupir
hann, en að sjálfsögðu fyrir lægra
verð en hann lætur þá sjálfur á. Eitt-
hvað verður bissnessmaðurinn að fá
fyrir sinn snúð. Vinnan sem hann
leggur í söfnunina og flokkunina er
líka ómæld. Oft þarf Valdi að renn-
bleyta sig í skurðum og mýrum við
að ná í koppana. Að ekki séu taldar
með þær stundir sem fara í að gera
upp gamla og óásjálega koppa.
Meðal þeirra sem selja Valdá
marga koppa er Jóhannes Jónasson.
Hann ferðast um þjóðvegi í nágrenni
höfuðborgarinnar á afar glæshegu
og vel skreyttu hjóh. Þar finnur Jó-
hannes marga koppa og flesta þeirra
selur hann Valda sem í rauninni rek-
ur stórverslun á hjólkoppum.
Svöðusár á bílnum
Þeir eru ófáir sem aka um á bílum
með tveimur eða þremur hjólkopp-
um. Að áliti Valda er koppaleysiö
eins og svööusár á bílnum. Öku-
mennirnir eru margir hverjir sama^
sinnis en hafa sig ekki upp í að fjár-
festá í nýjum koppum. Þeir kunna
einnig að vera ófáanlegir eða þá rán-
dýrir.
Þessir menn ættu að gera sér ferð
upp að Hólmi og líta við hjá Valda.
Þótt ekki væri th annars en aö líta á
hjólkoppasafnið hans. Og séu menn
að leita að einhverjum sérstökum
koppum, er ekki ólíklegt að Valdi
geti fundið eitthvað fyrir þá. Og það
á hagstæðu verði!
-ATA
Valdi í skipulagðari hluta koppasafnsins. En innan um má þó sjá nokkra pjáturkoppa.
DV-mynd S
Verð að fá eitthvað fyiir minn snúð
- segir Valdi koppasali sem rekur hjólkoppastórmarkað
„Ríkur? Nei ég er ekkert ríkur. En
ætli ég sé nokkuð fátækari en blaða-
menn!“ sagði Þorvaldur Sigurður
Nordal. Þorvaldur er yfirleitt kallað-
ur Valdi koppasah, enda er hann með
stórtækari áhugamönnum um söfn-
un og sölu hjólkoppa undir bifreiðar
á landinu.
„Ég sel koppana ódýrt, en að sjálf-
sögðu verð ég að fá eitthvað fyrir
minn snúð. Eg er kannski aö vaða
auruga skurði upp að öxlum th að
ná í koppa. Eða þá að ég hef keypt
þá af öðrum mönnum. Einhverjum
aurum verð ég að bæta við fyrir mína
fyrirhöfn.“
Umsvifin aukast
Valdi er með koppasölu sína á bæn-
um Hólmi, rétt handan Rauðhóla,
nálægt Geithálsi. Valdi hefur stund-
að koppasöfnun og sölu í mörg herr-
ans ár og hefur sífeht verið aö auka
umsvifin. Nú má segja að Valdi eigi
til koppa á nánast ahar gerðir bif-
reiða og flestar árgerðir.
Ford-kopparnir í uppáhaldi
„Mér finnst skemmtilegast að finna
og gera upp koppa af gömlum, amer-
Þorvaldur Sigurður Nordal í hinu allra helgasta. Þarna eru samankomnir margir fágætir dýrgripir. Þeirra á með-
al nokkrir fornbílakoppar. Þessir koppar eru ekki til sölu nema um sé að ræða innvigða bílaáhugamenn eða
sérstaka vini. DV-mynd S
ískum bhum. Gamhr Ford-koppar
eru th dæmis í miklu uppáhaldi hjá
mér. Hins vegar er ég lítið hrifinn
af nýju plast- og pjáturkoppunum
undan japönsku dósunum. Þessir
koppar eru með svo lélegar festingar
að þeir eru ahtaf að detta af. Það er
hka svo lélegt í þeim að kopparnir
skemmast oft þegar þeir detta. Þetta
er hálfgert drasl.
En þar sem festingarnar eru svona
lélegar þá finn ég marga slíka koppa.
Eftir dags ferðalag er ég oft kominn
með tíu th tuttugu koppa, mest aht
pjáturkoppa."
Valda finnst kopparnir endur-
spegla aðra eiginleika bílsins sem
þeir eru festir á.
„Mér finnst bílar í dag vera hálf-
gert drasl. Hvítir pjátur- og plast-
bílar. Þeir voru betri gömlu, amer-
ísku bharnir," segir Valdi sem er fé-
lagi í Fornbílaklúbbnum.
Ekki til sölu
„Ég er með safn af koppum á gamla
bíla. Ég held mestúpp á 'þá af öllum
koppúnum og þeir eru ekki th sölu.
Nema fyrir sérstaka vini og bílaá-
hugamenn.“
Þegar gengið er um koppageymslur
Valda, sem eru í tveimur útihúsum
á Hólmi, vekur það furðu manna að
svo margir hjólkoppar skuli yfirleitt
vera th á landinu. En hvað æth þeir
séu margir?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Æth ég sé ekki með svona þijú th
fjögur þúsund pjáturkoppa. Svo er
ég sjálfsagt með nokkur þúsund al-
vörukoppa. Ég held reyndar að bestu
koppana hafi Buick framleitt árin
rétt fyrir 1970. Ég á nokkra svoleiðis
og þeir eru eins og nýir.“
- Nú ganga ýmsar sögur um það
að þú aflir þér koppa með ýmsu
móti, takir jafnvel suma þeirra
ófrjálsri hendi. Er það rétt?
Sama um sögusagnir
„Ég hef heyrt ýmsar svoleiðis sög-
ur. Jafnvel hef ég heyrt sögur sem
segja að ég hafi stolið koppum af bíl-
um manna sem hafa komið hingaö
til að kaupa koppa og selt þeim þá
svo. Þetta eru bara sögusagnir og
mér er alveg sama um þær.
Ég finn koppa við vegina og svo
koma ýmsir hlngað til að selja mér
koppa sem þeir hafa fundið. Ef ég-
held aö þeim hafi verið stohð þá
kaupi ég þá ekki.“
- Nú segja sumir að þú þekkir
flesta glæsilegustu koppana og vitir
oft hver hefur misst þá þegar þú finn-
ur koppana. Hefurðu samband við
þessa menn til að skha koppunum?
„Nei, yfirleitt ekki. Nema þetta séu
alveg einstakir koppar. Ég get
ómögulega verið að hringja út um
allan bæ þótt koppur finnist. Flestir
sem eiga bha með fágætum koppuirw
vita þó hvert þeir geta leitað ef þeir
missa kopp og hafa samband við
mig.“
Mikið að gera
Meöan blaðamenn voru að ræða
við Valda var töluverð umferð
manna sem komu til hans í koppa-
leit. Þessir menn þurftu ekki annaö
en að nefna árgerð og tegund bhsins
sem koppinn vantaði á. Valdi hugs-
aði þá í smástund, gekk að hrúgu,
stakk hendinni inn í hana og dró út
rétta koppinn. Viö spurðum Valda
hvort hann hefði aht í röð og reglu ,
hjá sér og vissi nákvæmlega hvar
hver koppur væri geymdur?
„Nei, það gæti verið betra skipulag
hjá mér. Mig vantar bara stærra
húsnæði undir aht safnið. Pjátur-
koppamir eru að yfirfýha allt plássið
hjá mér,“ sagði Valdi qg mátti ekki
vera lengur að því að eyða tímanum
í spjah.
-ATA