Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. Frjálst,óháÖ dagblaO Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og IMGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Á mörkum tveggja heima Tilraunin til að drepa Turgut Özal forsætisráðherra segir í sjálfu sér ekkert um Tyrkland eða Tyrki. Síðan Olof Palme var myrtur í Svíþjóð, gera menn sér grein fyrir, að voðaverk eru framin hvar sem er í heiminum, jafnvel þar sem siðareglur eru í heiðri hafðar. Tyrkir líkjast Grikkjum um margt. Þeir eiga sameig- inlegar rætur í meira en tveggja árþúsunda sögu, frá því er Grikkir settust að í Litlu-Asíu. Matur og drykkur er svipaður í þessum löndum, svo og dansar og skemmt- anir. Heiðarleiki einkennir Grikki og Tyrki í senn. Munurinn sést á hvítu skyrtunum í stoltu Grikklandi og hinum svörtu í feimnu Tyrklandi. Grikkir brosa líka meira en Tyrkir. Þeim finnst ferðamenn vera heppnir að vera í Grikklandi, meðan Tyrkjum finnst þeir sjálfir vera heppnir að hafa ferðamenn í landi sínu. Grikkir eru stoltir af sér sem tiltölulega nýfijálsri þjóð á uppleið og tengja sig vel við gullöld fornaldar. Tyrkir sitja hins vegar í fátækum rústum gamals heims- veldis og eiga erfitt með að ná sambandi við fortíðina. Martröð soldánanna hvílir enn á herðum þeirra. í Tyrklandi er sagnfræðilega allt miðað við árið 1923, þegar Mústafa Kemal Tyrkjafaðir steypti síðasta soldán- inum og stofnaði lýðveldi. Hann fetaði í fótspor Péturs mikla í Rússlandi og hófst þegar handa með heimsfrægu ofíbrsi við að þvinga evrópskum háttum upp á Tyrki. Hann lét þá taka upp latneskt letur í stað arabisks, skildi að ríki og islamska trú, skipaði fólki að klæðast að evrópskum hætti, bannaði andlitsslæður kvenna og fez-húfur karla, tók upp vestur-evrópska lagabálka og skozkt viskí. Tyrkir skyldu verða evrópsk þjóð. Tyrkir hafa ekki enn náð hinu nýja hlutverki. Undir niðri kraumar trúin á Allah, sem meðal annars veldur því, að bönnuð eru ritverk höfunda á borð við David Hume og Henry Miller og brenndar eru 109 kvikmyndir Tyrkjans Yilmaz Gunev, svo að örfá dæmi séu nefnd. Fjölmiðlar í Tyrklandi verða að fara afar varlega gagnvart stjórnvöldum. 25 blaðamenn og ritstjórar sitja í fangelsi. Sjónvarp er algerlega undir hæl ríkisstjórnar- innar og má lítið segja frá stjórnarandstæðingum, sem sumir mega alls ekki taka þátt í stjórnmálum. Verst er framganga lögreglunnar. Pyndingar eru enn stundaðar í fangelsum og stjórnvöld gera lítið til að draga úr þeim. Saffet Beduk lögreglustjóri segir bara, að mistök geti orðið og lítið sé við því að gera. 169 manns hafa dáið af pyndingum í fangelsum landsins síðan 1980. Mjög mikið er bogið við stjórnvöld, sem láta sig htlu varða, þótt mannréttindasamtök landsins hafi upplýst, að fimm ára drengur var pyndaður fyrir framan for- eldra sína til að fá þá til að játa misgerðir. Á öhu þessu bera ábyrgð Turgut Özal og herstjórarnir að baki hans. Vandi þessi á sér rætur í, að ekki eru nema nokkrir áratugir síðan Tyrkir losnuðu undan aldagamalli grimmdarhefð soldánaveldisins. Lögregla og her hafa ekki verið siðvædd nægilega á evrópska vísu, þrátt fyr- ir róttækar tilraunir Kemals Tyrkjaföður í þá átt. Stjómarfar í Tyrklandi þarf að verða lýðræðislegra og mannlegra, áður en Vestur-Evrópa getur tekið landið sem fuhgildan aðila í sinn hóp. Fram að því ber Evrópu- bandalaginu að hafna beiðni Tyrklandsstjórnar um að- ild og Evrópuráðinu að meina henni fuhgilda þátttöku. Tilraunin til að myrða Turgut Özal minnir á, að Tyrk- land stendur á mörkum tveggja heima og hefur enn ekki ákveðið, hvomm megin það ætlar að festa rætur. Jónas Kristjánsson Úrelt sjónarmið: Fjárfestingar auki framleiðni en fækki ekki starfsfólki! inni vöru. Birgðahald veldur vaxtakostnaði og tekur upp hús- næði og mannafla. Fyrirtæki okkar eru að minnsta kosti hálfum öðrum áratug á eftir fyrirtækjum í grann- löndum okkar hvað varðar mat á þessum rekstrarþætti. Japanir eru meistarar í birgðahaldi. Þeir kom- ast af með brot af þeim birgðum sem fyrirtæki hér á landi hggja með. Til þess að nýta betur aðfóng sín verða fyrirtæki að íjárfesta í þekkingu. Sú fjárfesting skilar sér oft betur en tækjakaup sem miða aö því einu að fækka verkafólki. Skortur á gæðaeftirliti Gæðaeftirliti er viöa ábótavant. Þegar gæðastjómun er áfátt verður þjónusta léleg, framleiðsla óvönd- uð og viðskiptamenn óánægðir. Það veldur því að fyrirtæki tapa viðskiptum. Ef gæðastjómun væri betri mundi innlend framleiðsla njóta meiri vinsælda en raun ber vitni. Fólk tekur oft erlenda vöru fram yfir íslenska sökum þess að það telur innlendu framleiðsluna óvandaðri. Mörg fyrirtæki hafa misst viðskipti vegna lítilla gæöa. Sem dæmi um skort á gæðaeftirliti má nefna framleiðslu einingahúsa. Hér á landi er almennt áhtið að verksmiðjuframleidd hús standist ekki sömu kröfur og hús sem byggð eru á hefðbundinn hátt. Sala ein- ingahúsa hefur dregist saman. í Þýskalandi er hins vegar tahð aö verksmiöjuframleidd einingahús séu vandaðri sökum þess að unnt sé að koma við nákvæmara eftirhti í verksmiðju en á byggingarlóð. Árangur tölvuvæðingar ofmetinn Tölvuvæöing er dæmi um fjár- festingar sem menn hafa ofmetið. Á yfirstandandi ári munu fyrirtæki og opinberir aöilar kosta hölega 5 Rándýr framleiðslutæki, vélar og ýmis búnaður stendur ónotaður mikinn hluta dags,“ segir greinarhöfundur m.a. ’ laga á rekstur fyrirtækja að breytt- um tímum verða stjómendur að meta fjárfestingar á annan hátt en afar þeirra gerðu á kreppuárunum. Þetta á ekki síst við hér á landi. ar og ýmis búnaður stendur ónot- aður mikinn hluta dags. Ótrúlega algengt er aö eigendur fyrirtækja noti eigur þeirra í eigin þágu. Þeir leggja sjálfum sér til einkabíla á Nýlega var fjölda fólks sagt upp störfum í fiskvinnslufyrirtæki. Að sögn stjórnarformanns þess voru uppsagnirnar meöal annars vegna þess að keypt voru sjálfvirk, af- kastamikil tæki. Þessi „hagræð- ing“ er dæmigerð fyrir hugmynda- fræði margra íslenskra atvinnurek- enda. Þeir virðast einkum stefna að þvi með fjárfestingum að fækka starfsfólki. Margir fremstu rekstr- aráðgjafar í heimi eru hins vegar á þeirri skoðun aö þetta sé úrelt stjómviska. Þeir benda á aö hún byggist á áratuga gömlum hug- myndum frá þeim tíma er fram- leiösluhættir vom fnunstæðari en nú gerist. Hin nýja, byltingar- kennda upplýsingatækni með tölvuvæðingu og róbótum krefst hins vegar nýrra starfshátta. Ef KjaJIaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur „Of mikil yfirbygging háir mörgum fyrirtækjunum hér á landi. Ófá þeirra þurfa að halda uppi mörgum stjórnend- um á háum launum. Þegar yfirmenn eru margir gengur seint að taka ákvarðanir.“ Einhæft markmið að fækka fólki í reikningmn fyrirtækja vegur launakostnaður þungt. Oft er hann dýrasti þátturinn. Fyrirtækin reyna sífeht aö minnka launa- kostnaöinn. í þeim tilgangi kaupa þau sjálfvirk tæki og tölvubúnaö. í rekstri fyrirtækja er unnt að hag- ræða mörgum öðrum þáttum. Nefna má betri og vandaöri fram- leiösluvörur, meiri sveigjanleika í rekstri, hraðari ffamleiðslu og minni yfirbyggingu. Reynsla ann- arra þjóða bendir til að fækkun starfsfólks sé einhæft markmið. Fyrirtæki, sem fiárfesta í öðrum tilgangi, nái oftast betri árangri. Vitnað er til japanskra fyrirtækja hvað þetta varðar. Þau leggja áherslu á að bæta framleiðslu sína, minnka birgðahald og hraða fram- leiðslu. Fyrirtæki í Suður-Kóreu og Formósu hafa farið svipaðar leiðir. Þá má benda á að dönsk fyrirtæki eru þekkt fyrir að fiárfesta í útlits- hönnun og gæðum. Of mikil yfirbygging Of mikil yfirbygging háir mörg- um fyrirtækjunum hér á landi. Ófá þeirra þurfa að halda uppi mörgum stjómendum á háum launum. Þeg- ar yfirmenn era margir gengur seint að taka ákvarðanir. Ef bregð- ast þarf skyndilega við breyttum aðstæðum skiptir sköpum að ákvarðanir séu teknar fljótt og yfir- vegað. Mörg fyrirtæki eru í mun stærra og veglegra húsnæöi en þau hafa þörf fyrir. Stórt og dýrt hús- næði er óþarfa yfirbygging, hvort sem fyrirtæki leigja eða eiga það sjálf. Þá er algengt að tæki séu iha nýtt. Rándýr framleiðslutæki, vél- kostnað fyrirtækjanna, láta þau greiða utanlandsferðir og hafa af þeim önnur hlunnindi. Þaö fehur undir óþarfa yfirbyggingu. Við höf- um of mörg dæmi um efnaða eig- endur að gjaldþrota fyrirtækjum. Slæmt verkskipulag { mörgum fyrirtækjum eru að- fóng iha nýtt. Með aöfóngum er átt við vinnuafl, tæki, hráefni og fiár- magn. Ótrúlega algengt er að vinna starfsfólks sé iha skipulögð. íslensk fyrirtæki ná oft minni afköstum en erlend. Fyrir nokkrum árum var leitað tilboða í fatasaum. Thboð frá Noregi var hagkvæmast. Þegar verkið var boðið út voru laun iön- verkafólks tvöfalt hærri í Noregi en hér á landi. Lágur launakostn- aöur hér á landi hefði átt að skipta sköpum. Þó stóðust íslensku fyrir- tækin því norska ekki snúning. ís- lendingar, sem vinna hjá erlendum fyrirtækjum, þykja góðir starfs- menn. Það er íhugunarefni fyrir íslenska stjómendur að erlendir starfsbræður þeirra ná meiri af- köstum með íslensku verkafólki en þeir sjálfir. Birgðahald er iha skipulagt í mörgum íslenskum fyr- irtækjum. Það er dýrt aö hggja með miklar birgöir af hráefni og unn- mihjörðum króna til kaupa og reksturs tölvukerfa. Tölvukaup og upplýsingavæðing eru nauðsynleg viö tæknivæðingu fyrirtækja. Tölvur eru keyptar til að fækka fólki, hraða vinnslu, minnka yfir- byggingu, auka sjálfvirkni eða bæta afkomu fyrirtækjanna á ann- an hátt. Kannanir hafa þó leitt í Ijós að tölvuvæðing fyrirtækja hef- ur almennt skhað lítilli framleiðni- aukningu. Viö fiárfestingar í tölv- um og upplýsingakerfum gera flestir stjómendur sömu mistökin. Flestir ofmeta afrakstúr af tölvu- kaupunum. Þeir ná ekki þeim markmiðum sem að var stefnt og vanmeta hlhega rekstrarkostnað tölvukerfanna. Það er reynsla tölvuráðgjafa að kostnaður við tölvuvæðingu fari oft aht að 500% fram úr upphaflegum áætlunum. Fjárfestingar til að auka mark- aðshlutdehdr bæta framleiðslu, minnka yfirbyggingu, minnka birgðahald, auka hráefnisnýtingu eða skapa aukinn sveigjanleika í rekstri eru í dag líklegar th að skha árangri. Þegar fyrirtæki fækkar starfsfólki er það á hinn bóginn dæmi um samdrátt og hnignun. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.