Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNl 1988. 29 Neytendur Lífsstfll 1. Shell við Birkimel. 2. Esso við Ægisíðu. 3. Olís við Ánanaust. 4. Shell, Laugavegi 180. 5. Esso, Borgartúni. 6. Shell, Kleppsvegi. 7. Shell, Æsufelli. 8. Esso, Skógarseli 9. Olís, Álfabakka. 10. Esso, Stóragerði. 11. Olís, Álfheimum við Suðurlandsbraut. 12. Esso, Ártúnshöfða, sunnan megin. DV kannar bílaþvottaplön í Reykjavík: 13. Esso, Ártúnshöfða, norðan megin. 14. Sheli við Vesturlandsveg. 15. Shell í Hraunbæ. 16. Olís, Háaleitisbraut. 17. Shell, Skógarhlíð. 18. Esso, Fossvogi. Bensínstöðvar Reykjavíkur eru hver annarri íburðarmeiri. Því mið- ur er ekki sömu sögu að segja um bílaþvottaplönin sem við þær eru. Þar virðist oft sparað þá síst skyldi. Að slöngur séu of stuttar, illa festar við kústa, eða að kústar séu fuilir af tjöru er allt of algengt. Þó eru frá þessu nokkrar ánægjulegar undan- tekningar. DV kannaði aðstöðu á 18 bíla- þvottaplönum í Reykjavík. Af þess- um plönum var aðeins eitt mjög gott, en þrjú reyndust boðleg. Sex reynd- ust beinlínis fjandsamleg bíleigend- um og bílum. Hin tíu voru rétt á mörkum þess aö vera viðunandi. Plönin standa öll við bensínstöðv- ar. Það kemur nokkuð á óvart að ástandið skuli vera svo slæmt sem raun ber vitni því ekkert virðist til sparað við að gera bensínstöðvarnar sem glæsilegast úr garði. Best reyndist þvottaaöstaöa vera við bensínstöð Esso við Skógarsel. Að vísu voru nokkrir gallar, slöngur voru mislangar og engar klemmur til að halda þeim fóstum við kústinn. Það sem gerir þetta plan svo gott er skýb þar sem hægt er að bóna bíbnn. Þar er einnig hægt að skipta um olíu með þar til gerðri olíusugu. Þetta skýli er einsdæmi á reykvísk- um bílaþvottaplönum. Skeljungur stendur sig best Þegar á heildina er btið er áberandi hve frágangur er yfirleitt betri á plönum við Shell bensínstöðvar en við stöðvar annarra obufélaga. Þó Svona á að ganga frá hlutunum. Myndin er tekin á bensínstöð Shell við Birkimel. Svona er aðstaðan hjá Olís í Álfheimum, ekki einn einasti kústur á stóru þvottaplani. Kústur fullur af tjöru. Myndin er tek- in hjá Shell á Kleppsvegi. voru undantekningar frá'þessu eins og öðru. Til dæmis var planið á bens- ínstöð Sheb við Skógarhlíð afleitt, kústar grútskítugir og slöngur í stysta lagi. Ekki var ástandiö betra við be'nsínstöð Shell í Æsufelb. Þar voru kústar ýmist brotnir eða ljótir, slöngur flestar ótengdar og engar klemmur á slöngum. Á meðfylgjandi korti eru bíla- þvottaplönin sýnd. Þau bestu fá skín- andi bíl í verðlaun en þau verstu fá bíl sem er heldur súr á svipinn. -PLP Bfllinn þveginn. Bilaþvottaplön höfuðborgarinnar eru misgóð. DV- myndir S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.