Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Timothy Dalton sem býr nú með Vanessu Redgrave, lenti í slagsmálum við mann sem ofsótt hefur hjúin að undanfomu. Réðist maöurinn á parið er þau komu út úr leikhúsi í London, og hafði hann uppi hót- anir. Tim sýndi þá kauða að eit- hvað hafði haxm lært á því að leika James Bond og gaf honum einn á kjammann. Lögreglan var svo kölluð til, en þá hafði maöur- inn fyrir löngu forðaö sér. Frank Sinatra kenndi svo i brjósti um 67 ára gamla ömmu, sem barin hafði verið niður á heimiii sínu af inn- brotsþjófum, að hann sendi henni 24 rósir og álitlega upphæð í pen- ingum. Frank vorkenndi þó Dean Martin ekki eins mikiö, þegar sá síðastnefndi hætti viö að fara í tónleikaferö með honum og Sammy Davis Jr. Taldi Dean sig of veikan tU að standa í svona löguöu. Hann sást þó skömmu síðar í besta skapi í veislu. Ronald Reagan verður nú að teljast með hjátrú- arfyllri mönnum. Ekki er langt síðan að það fréttist aö þau hjón- in fylgdu út í æsar því sem stjömuspekingar þeirra segðu. Og það nýjasta er að hann lét breyta númerinu á húsinu sem þau munu búa í eftir að hann lætur af embætti. Númerið á hús- inu var nefnUega 666, sem er tákn fyrir djöfulinn, og var þvi á stimdiimi breytt í 668. Bamabami Mussolinis boðið hlutverk í Dallas JR á von á góöum fréttum, því ít- ölsku leikkonunni Alessöndru Muss- olini hefur verið boðið að leika nýj- ustu ástkonu hans í Dallas, og gera menn sér vonir um að það muni auka vinsældir þáttanna. Alessandra, sem er bamabam Mussohnis, er þó ekki eina leikkonan í ættinni, því að frænka hennar er engin önnur en sjálf Sophia Loren. En samkvæmt því sem Alessandra segir þá hefur sá skyldleiki lítið kom- ið aö notum. Hún segir Sophiu neita algjörlega að gefa sér góð ráð og þvemeita að hjálpa sér á nokkum hátt, samt seg- ist hún dá frænku sína bæði sem leik- konu og sem manneskju. Hún er sjálfsagt bara afbrýðisöm út í mig af því ég er ung, sagði Aless- andra um frænku sína, en bætti við að sú afbrýði væri ástæöulaus því Sophia væri ennþá mjög falleg kona. Með eða án hjálpar frænku sinnar, ætlar Alessandra sér svo sannarlega að slá í gegn í Dallas. Larry Hagman (JR) ætti ekki að hafa neitt á móti því að leika á móti barna- barni Mussolinis, henni Alessöndru Mussolini. Eddie Murphy er nú yfir sig ástfanginn af mótleikara sinum úr myndinni Coming to America. Samkvæmt nýlegri skoðanna- könnun njóta kvennalistakonur mikUs fylgis meðal þjóðarinnar og sýnir þaö best h versu vel íslending- ar hafa tekið þessu séríslenska fyr- irbæri sem Kvennalistinn er. Hafa útlendingar oft dáðst að þessari ffamtakssemi íslenskra kvenna og hefur hróður Kvennalistans borist víöa inn lönd. í lok maímánaöar efndu kvenna- listakonur á Vesturlandi til þriggja daga ráðstefiiu um atvinnu- og byggöamál fi*á sjónarhóU kvenna. Var ráöstefnan haldin á Hvanneyri og var að henni staðið af miklum myndarskap og með sóma. Meðal þeirra sem töluðu á þess- ari ráðstefhu voru Sigurður Guö- mundsson frá Byggðastofnun, sem lýsti ástandinu í byggðamálum, og Sigrún Jóhannsdóttir á Bifröst sem talaði um hvernig konur annars staðar á Norðurlöndunum hafa orðið virkari í ákvarðanatöku um atvinnu- og byggöamál. Það varö Ijóst aö þessi mál brunnu mjög á konum. Einnig töluðu Sigríður Sigriöur Dúna Kristmundsdóttir var meðal ræðumanna ráðstefnunnar á Hvanneyri. Dúna Kristmundsdóttir, Guðný Guðbjömsdóttir og Þórir Jökull Þorsteinsson. Konumar skiptu sér svo niöur í starfshópa og komu upp um 200 hugmyndir um hvernig konur gætu orðið virkari á þessu sviði og ráðið meiru um sín mál. Komu konurnar ur öllum kjördæmum og vom sumar komnar langt aö. Eddie Murphy ástfanginn Eddie Murphy er nú ástfanginn upp fyrir höfuð. Sú sem á hug hans og hjarta þessa dagana heitir Shari He- adley, er nítján ára og leikur á móti honum í nýjustu mynd hans, Coming to America. í myndinni leikur Eddie afrískan prins sem kemur til Bandaríkjanna í eiginkonuleit. Leit hans að réttri leikkonu í hlutverkið varð víst svip- uð og leit prinsins að konuefni. Hann valdi Shari úr hópi 100 annarra stúlkna, og er sagt að Eddie hafi vitað það strax þegar hann leit hana aug- um að hún var sú rétta í hlutverkið. Hann er nú svo langt leiddur að hann bað Shari um aö flytja inn í villuna sína, og þykir það gefa til kynna að hann sé alveg í skýjunum því hann hefur aldrei beðið neina um að flytja inn til sín áður, þar sem hann hefur ekki viljað hætta að lifa því glaumgosalífi sem hann hefur lif- að. Shari hefur því fiust inn til Eddie, þó að hún þurfi að deila húsinu með hinum fjölmörgu lífvörðum hans og bróður hans. Það er þó engin hætta á að þeir verði á vegi hennar, því þau Eddie hafa heila álmu út af fyrir sig. Parið fer svo saman í vinnuna á morgnana í glæsivagni einum, og þá daga sem Shari þarf ekki að vinna þá hringir Eddie í hana oft á dag. Eddie sagði aö honum liði eins og hann væri giftur og að hann hefði hreint ekkert á móti þeirri tilfmn- ingu, því hann væri hamingjusam- asti maður í heimi. Shari, aftur á móti, sagði að hún að hefði aldrei trúað að hún ætti eftir að verða svona ástfangin. Það munar ekki um það! Shari Headley heitir hún, heillin sem heillað hefur Eddie upp úr skónum. Helga Jóhannsdóttir og Kristin Halldórsdóttir fyigdust með því af at- hygli sem fram fór. Það var góð þátttaka á Hvanneyri og voru sumar kvennanna komnar langt að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.