Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNl 1988.
5
Dalvík-Húsavík:
Bundið slitlag alla leið
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Nú er lokið lagningu bundins slit-
lags á leiðinni Akureyri - Húsavík,
alls um 90 km leið.
Áður hafði verið lokið við lagningu
bundins sbtlags á leiðinni Dalvík-
Akureyri, svo að nú er hægt að aka
á bundnu slitlagi alla leið frá Dalvik
til Húsavíkur, um 135 km leið.
Síðasti vegarkaílinn á leiðinni Ak-
ureyri - Húsavík, sem lagður var
bundnu slitlagi, er í Ijósavatns-
skarði og lauk því verki fyrir nokkr-
um dögum. Lagning bundins slitlags
á þennan langa vegarkafla á Norður-
landi hefur tekið um 15 ár.
Á sínum tíma var ákveðið aö lagn-
ing slitlags á þessari leið hefði for-
gang á leiðina Reykjavík - Akureyri.
Á þeirri leið er nú reyndar um 80%
vegarins lagður bundnu shtlagi og
ekki tahð að mörg ár hði þar til hægt
verður að bruna mihi Reykjavíkur
og Akureyrar á bundnu slitlagi aha
leiðina.
Útgerðarfélag Akureyringa:
Mjög góður afli
togara undanfarið
Gyífi Kriatjánsson, DV, Akureyri;
Afli togara Útgerðarfélags Akur-
eyringa hefúr verið mjög góður að
undanfömu og hafa togararnir aö-
ahega fengið þorsk.
í gær var veriö að landa úr Kald-
daga veiðiferð. Svalbakur landaði
síðast 95 tonnum 8. júní og Hrím-
bakur 86 tonnum tveimur dögum
áður.
Sléttbakur, sem er eini frystitog-
ari félagsins, landaði í byrjun mán-
aöarins. Hann var með 285 tonn af
bak en hann var með 240 tonn eftir frystum flökum eftir um mánaðar
8 daga veiðiferð. í síðustu viku var veiðiferð. Sem fyrr sagði er mestur
landaö úr Sólbak sem var meö 106 hluti aflans að undanfómu þorsk-
tonneftir6dagaveiöiferðogHarð- ur.
bak sem var með 186 tonn eftir 7
Iðnó: áfram leiklist i húsinu?
Birgir íslerfur:
Vill menningu
áfram í Iðnó
„Ég hef skrifað fjármálaráðherra
og borgarstjóra með beiðni um að
þessir tveir aðilar, ásamt fulltrúa frá
menntamálaráðuneytinu, setjist nið-
ur til að kanna möguleika á því að í
Iðnó verði áfram starfandi leikhstar-
og menningarstarfsemi eins og yerið
hefur og kannski fjölbreyttari. Ég er
sjálfur eindregið þeirrar skoðunar
að það eigi að halda í húsinu menn-
ingarmiðstöð af því tagi sem verið
hefur,“ sagði Birgir ísleifur Gunn-
arsson menntamálaráðherra.
Birgir sagðist ekki hafa sett sig í
samband við eigendur hússins né
hefðu þeir leitað til hans. Hann heföi
því ekki í höndunum neinar hug-
myndir um kaupverð. -gse
Akureyri:
Held að ferðamönn-
um hingað fækki
- segir Gísli Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyxi:
„Þetta fer rólegar af stað nú en í
fyrra," sagði Gísh Jónsson, forstjóri
Ferðaskrifstofu Akureyrar, er DV
ræddi viö hann um horfur í ferða-
mannaiðnaðinum í bænum í sumar.
„Ég held að ástæðan sé sú að það
verði minna um ferðamenn nú en
t.d. 1 fyrra, en þá var reyndar um
metár að ræöa,“ sagði Gísli. „Ástæð-
an er að mínu mati sú dýrtíö sem
hér ríkir, það er orðið mjög dýrt að
feröast hér á landi."
Ahs koma 13 skemmtiferðaskip th
Akureyrar í sumar og hafa tvö þeirra
þegar komið þangað. Þá kom ein
flugvél með um 120 manns í beinu
flugi frá Þýskalandi og höfðu þeir
ferðamenn 18 tíma viðdvöl á Norður-
landi, skoðuðu Akureyri og fóru í
ferð um Mývatnssveit.
Fréttir
Unnið af kappi við byggingu Baldurs enda á skipið að vera tilbúið innan árs.
Baldur tilbúinn í mars
„Þetta gengur svona hjá okkur
með eðhlegum hætti og báturinn
ætti að vera tilbúinn í mars á næsta
ári, 1989,“ sagði Jósep Þorgeirsson,
forstjóri hjá Þorgeiri og Ehert h/f.
Smíöi á flóabátnum Baldri hófst í
júní 1987 en verðthboð fyrir smíðina
hljóðaði upp á 156,7 mihjónir króna.
Upphaflega stóð th að bátnum yrði
skilað í ágúst í ár en vegna peninga-
skorts hjá verkkaupa hefur verkið
dregist. Aðalorsök þessa fjárskorts
er sú að fjárveitingavaldið vhdi
dreifa kostnaði við smíði bátsins á
sem lengstan tíma auk þess sem
ýmsar lagfæringar þurfti aö gera á
höfnum báðum megin Breiöafjarðar
áður en skipið kæmist í gagnið.
Fullbúinn verður Baldur 38,8 metr-
ar á lengd og 9,2 metrar á breidd.
Hann mun geta ferjað 182 farþega og
hefur pláss fyrir 20 bíleiningar, en
hver bíleining er 10 fermetrar.
-JFJ
Kvíðir ekki mati á Örkinni
„Ég er ekki kvíðinn niðurstöðun-
um ef Hótel Örk verður metin. Ég
er viss um að fasteignin er mun
meira virði en það sem á henni hvíl-
ir. Ég hef sagt það áður, og segi þaö
enn, að ég á eignir umfram skuldir.
Fari svo ólíklega að niðurstöður
matsins yrðu þær aö Hótel Örk yrði
talin vera minna virði en það sem á
henni hvílir þá hef ég aðrar trygg-
ingar vegna dómsskulda minna,“
sagði Helgi Þór Jónsson, eigandi
Hótel Arkar.
í DV á fimmtudag var sagt frá því
að óskað hefur verið eftir mati á
Hótel Örk og úr því verði skorið
hvort eignin standi fyrir þeirri háu
íjárhæö sem á henni hvílir. -sme
í sumarfríið og sóiarlandaferðirnar
BÓMULL E R ÞAÐ BESTA
Pósthússtræti 13 - Sími 22477
í hjarta borgarinnar, á horni Pósthússtrætis og Kirkjustrætis
BLÚSSUR - KJÓLAR - TOPPAR - BUXUR - PEYSUR - PILS
w
ínn