Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 19
Vésteinn meðbesta kast í ár Vésteinn Hafsteinsson náði í gærkvöldi besta árangri íslend- ings í kringlukasti á þessu ári, Hann kastaði 62,38 metra á inn- anfélagsmóti HSK á Selfossi. Ólympíulágmarkið er 63 metrar og nægir Vésteini að ná því einu sinni í sumar, ekki er ólíklegt að það takist í harðri keppni á Flug- leiðamótinu í kvöld. Islandsmet Vésteins, sem hann setti í ágúst í fyrra, er 65,60 metrar. -VS US open: Strange sigraði Bandaríkjamaðurinn Curtis Strange vann opna bandaríska meistaramótið í golfi en Strange mætti Bretanum Nick Faldo í gær í sérstakri viðureign þar sem þeir voru jafnir eftir flóra hringi, báð- ir með 278 högg. Strange lék 18 holur á pari í gær og var fiórum höggum undir Nick Faldo. -JÖG Körfuboiti: Lee Nober með ÍBK Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Lee Nober, 29 ára gamall Bandaríkjamaður, skrifaði um helgina undir samning við ór- valsdeildarlið Keflvikinga um að þjálfa þaö næsta vetur. Hann tek- ur til starfa þann 1. september. Nober hefur skoðað liö ÍBK af myndböndum siöustu daga og segir greinilegt að það spili ekki nógu góðan varnarleik, hann verði að bæta talsvert fyrir næsta keppnistímabil. Kvennalandsliðið í knattspymu lagt niður sljóm KSI hætt við fyririiuguð verkefni í ár A-landsliö kvenna í knattspymu hefur verið lagt niður í ár. Hætt var við ferð til Færeyja sem átti að hefjast á fimmtudaginn kemur með einnar viku fyrirvara og sömuleið- is ákvað stjórn KSÍ að taka ekki boði Dana um landsleiki ytra í haust. Þar með eru engin verkefni eftir fyrir landsliðið á þessu ári. „Það er engin einfóld skýring til á þessu. Stjórn KSÍ vill reyna að byggja kvennaknattspymuna upp frá grunni, byrja neðan frá og leggja áherslu á yngra landsliðið, eins og gert hefur verið frá því í fyrrasumar. Fjárhagsstaða KSÍ er heldur ekki góð og fyrirsjáanlegt var að útgjöld til kvennalandsliðs- ins færu langt fram úr íjárhagsá- ætlun," sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri KSI, í samtali við DV í gærkvöldi. „Það er greinilegt að stjórn KSÍ hefur ekki áhuga á að skapa verk- efni fyrir landsliðið. Það var þegar búið að ganga frá öllu með Fær- eyjaferðina og furðulegt að hætta við hana með svona skömmum fyr- irvara. Þetta gerist á meðan við horfum upp á aðrar íþróttagreinar sinna kvenfólkinu af aukinni áherslu, eins og t.d. handboltann. Ég veit aö það eru fjárhagsvand- ræöi hjá sambandinu en mér finnst lélegt að ráðast á það sem minnst er þegar skera á niður,“ sagði Aðal- steinn Ömólfsson, þjálfari A-lands- liðs og unglingalandsliðs kvenna, um málið. -VS • Grétar Einarsson, sem skoraði mark ÍBK gegn ÍA í gærkvöldi, sækir hér að Ólafi Gottskálkssyni, Keflvikingnum í marki Skagamanna. DV-mynd Óskar örn Staðan 1. deild Fram ......6 5 1 0 13-2 1R KR 6 4 1 1 12-7 13 ÍA 6 3 3 0 2-3 12 KA 6 3 1 2 6-6 10 Valur 5 2 1 2 7-5 7 ÍBK 6 1 3 2 8-9 6 Leiftur 6 0 4 2 4-6 4 Þór 6 0 4 2 5-8 4 Víkíngur.... 5 1 1 3 4-11 4 Völsungur. 6 0 1 5 3-12 1 Markahæstir: Guðraundur Steinsson, Fram..7 Aöalsteinn Víglundsson, ÍA..3 BjörnRafnsson, KR...........3 Pétur Pétursson, KR.........3 Steinar Ingimundarson, Leiftri ...,3 Sæbjöra Guðmundsson, KR.....3 Víkingur-Valur í Fossvogií kvöld Víkingur og Valur mætast 1 síð- asta leik 6. umferðar í kvöld. Leik- urinn fer fram á heimavelli Vík- inga í Fossvogi og hefst kl. 20.30. Islandsmótið -1. deild: „Verðum að taka okkur á“ - sagði Þorsteinn Bjamason eftiir jafhtefli ÍBK og ÍA í Keflavík Sjökoma ao utan Flugleiöamótið hefst í Laugar- dalnum í kvöld kl. 18. Þar er flest besta frjálsíþróttafólk íslands meðal þátttakenda en auk þess sjö erlendir keppendur. Þekktast- ir þeirra eru kringlukastararnir Wolfgang Schmidt frá Vestur- Þýskalandi, íyn’um heimsmet- hafi, og Knut Iljeltnes frá Noregi, og hástökkvarinn Hans Burchard frá Vestur-Þýskalandi sem hefur lyft sér yfir 2,27 metra. -VS Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Mér fannst úrslitin óréttlát miö- aö við marktækifærin sem við feng- um. Mark ÍA var mjög ódýrt þar sem varnarmenn okkar bmgöust illilega. Við verðum aö taka okkur verulega á í næstu leikjum ef ekki á illa aö fara,“ sagöi Þorsteinn Bjarnason, markvörður Keflvíkinga, í samtali við DV eftir 1-1 jafntefli gegn Skaga- mönnum í Keflavik í gærkvöldi. „Við vorum mjög slakir í byrjun leiksins, en okkur tókst aö ná tökum á honum þegar lengra leið. Ég er mjög ánægöur með leik okkar í seinni hálfleik, nema að okkur tókst ekki að skora nema eitt mark. Þau hefðu átt að vera fleiri,“ sagði Sigurð- ur Lárusson, þjálfari og leikmaður ÍA. IBK lék á móti kaldanum og kvöld- sólinni og kom Skagamönnum greinilega á óvart með ákveðni sinni og hraða. Fyrra mark leiksins kom þegar Einar Ásbjörn Ólafsson skaut fimafostum jarðarbolta aö marki. Ólafur Gottskálksson, markvörður ÍA, hélt ekki knettinum og missti hann frá sér fyrir fætur Grétars Ein- arsson sem þakkaði fyrir sig með því að senda knöttinn í netiö, 1-0 fyrir ÍBK. Fyrri hálfleikur var hraöur og skemmtilegur og fjörið hélt áfram í seinni hálfleik. Liðin skiptust á um sóknartilraunir og var oft djarft teflt. Enginn varnarleikur, allir í sóknina, og mark hlaut því að verða skorað, spumingin var bara hvorir yrðu fyrri til og það urðu Skagamenn. Ölafur Þórðarson geystist fram með hliðarlínu vinstra megin, lék á nokkra heimamenn og sendi síöan frá endamörkum að markstönginni íjær þar sem Gimnar Jónsson teygði sig hátt í loft og skallaði knöttinn yfir Þorstein sem reyndi að fálma í hann án árangurs, 1-1. Jöfnunarmarkið hleypti nýjum krafti í gestina, þeir náðu yfirtökum á vallarmiðjunni en heimamenn hörfuðu að sama skapi. Um tíma leit allt eins út fyrir að Skagamenn ætl- uðu að kveða Keflvíkinga í kútinn, en vömin með Sigurð Björgvinsson sem langbesta mann varðist af mikl- um móð og Þorsteinn markvörður hremmdi svo knöttinn þegar mest á reið. Aftasta vörn ÍBK reyndist traust, en miðvallarspilaramir náðu ekki tökum á miðjunni og gátu því ekki byggt upp sóknarleikinn, hörfuðu um of og fóm allt að því inn í hlut- verk vamarinnar. Það leiddi til þess að sóknarmenn ÍBK fengu ekki þann stuðning sem þurfti til að skapa færi. Auk Sigurðar var Þorsteinn traustur í markinu, Ingvar Guðmundsson átti ágætan leik, sem og hinn ungi Gestur Gylfason sem sýnir framfarir í hverj- um leik. Ólafur Þórðarson var ódrepandi baráttujaxl í Skagaliðinu sem orkaði öllu heilsteyptara en lið heima- manna. Sigurður Lárasson var eins og klettur í vöminni og Ólafur Gott- skálksson markvörður var hreint ekkert feiminn við sína gömlu félaga í Keflavík og varði mjög vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.