Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Síða 11
LAUGARDAGUR 9. JTJLÍ 1988. 11 ,, Höfuð að veði" - nýr spennandi framhaldsmyndaflokkur hjá Sjónvarpinu „Margir eru grunaöir, valdasjúk eiginkona, afbrýöisöm hjákona....“ Lýsingin hljómar líkt og á fyrsta flokks spennumynd sem myndin og er - eöa öllu heldur nýr, spennandi framhaldsmyndaflokkur í sex þátt- um sem Sjónvarpið hefur sýningar á næstkomandi þriðjudag. Þættimir eru breskir og bera heitið „A Killing On The Exchange“ en hafa í íslenskri þýöingu verið kallaö- ir Höfuö aö veði. Breska blhðiö The Sunday Times segir eftirfarandi um þættina: „Hér er á ferðinni fullkomin spenna, með öllu sem til þarf í myndir af þeirri gerðinni. Handritiö er stórvel unnið og öll persónusköpun ein- stök.“ Önnur bresk blöð taka í sama streng: „Framleiðendum hefur tekist aö gera spennuþætti sem halda fólki vakandi svo um munar. Atburðarás- Aðalleikararnir Bresku leikaramir Tim Woodward og John Duttine og Bandaríkjamaö- urinn Gavan O’Herlihy fara með þijú helstu hlutverkin í þáttunum. Uppanna tvo leika Woodward og O’Herlihy. John Field er ungur upprennandi kaupsýslumaður frá London en Dan Maitland er einkasonur bandarísks milljónamærings. Metnaðargjarna leynilögreglu- manninn leikur John Duttine en með hlutverk ekkjunnar vonsviknu fer Sian Phillips. Hjákonu þess látna leikur Lois Baxter og Kim Thomson kaupsýslukonuna sem ruglar upp- ana tvo svo laglega í ríminu. Höfundur sjónvarpshandritsins er Paul Ableman. Vænta má verulega spennandi þriðjudagskvölda fyrir framan skjá- inn næstu vikurnar. -RóG. Einskis er svifist í fjármálaheiminum í þáttunum „A Killing On The Exchange” eða Höfuð að veði sem Sjón- varpið hefur sýningar á næstkomandi þriðjudagskvöld. Hér sjást tveir aðalleikararnir, Gavan O’Herlihy og Tim Woodward, í hlutverkum sínum. John Duttine leikur hinn metnaðar- gjarna leynilögreglumann Lancelot Thorne. Með hlutverk aðstoðar- manns hans, Davids Ballantyne, fer Adam Blackwood. in er hröð og mögnuð... “ í þeim dúr eru dómarnir. Áhrifamikill fjármálamaður í Lon- don, Charles Makepeace, finnst lát- inn í skrifstofu sinni og fer ekkert á milli mála að hann hefur verið drep- inn. En hver sá ástæðu til að drepa hann? Um þaö snúast þættimir. Fljótlega er dregin upp dálítið vafa- söm mynd af þeim heimi sem Make- peace hefur lifað og hrærst í. Þama virðist sem einskis sé svifist þegar fé er annars vegar. Peninganna er fljótaflað en oftar en ekki enn auðveldara að tapa þeim. Svik og prettir eru daglegt brauð, engum treyst. Svo er framið morð... Þegar leynilögreglumaðurinn Lance Thome er fenginn til að rann- saka málið uppgötvar hann fljótt aö sitthvað býr að baki atburðinum - valdatafl, fégræðgi og aðrir prettir. Tveir ungir kaupsýslumenn á upp- leið, John Field og Dan Maitiand, hafa um tíma keppt um frekari völd og frama sín á milli og fljótiega bein- ast spjótin að þeim valdaátökum. En fleiri þykja grunsamlegir með einum eða öðrum hætti - eins og yfirmaður bankans sem Makepeace vann fyrir. Ekkjan Isobel þykir líka athygli verð. Hún ætiar augljóslega að reyna að komast ái'ram á þeim peningum sem eiginmaðurinn skildi eftir sig og klekkja á þeim sem hafa gert henni lífið leitt, svo sem hjákonunni Stellu Tyson. Forkunnarfógur stúlka, Kate Mac- Renny, kaupsýslukona og hjákona Johns, blandast líka inn í málin. Og svo er framið annaö morð. Toyota Land Cruiser fer jafn léttilega um götur bæjarins sem úti á þjóðvegunum. Vökvastýrið gerir hann lipran í akstri og farþegaiýmið er búið öllum þægindum og lúxus sem smekkmenn kunna að meta. Útlitshönnun bílsins er sterkleg og traust- LAND CRUISER II BENSÍN Júlíverð Tilboðsverð 1.339.000.- 1.139.000.- LAND CRUISER II DÍSIL Júlíverð Tilboðsverð 1.459.000,- 1.359.000.- LAND CRUISER STATJLON I SJÁLFSKIPTUR Júlíverð Tilboðsverð 2.099.000,- 1.799.000.- Ath. verð án afliendingarkostnaðar. TOYOTA vekjandi. En hann er ekki útlitið eitt heldur sameinast í Toyota Land Cruiser aflmikil vél, sterkur íjaðurbúnaður, drif og undirvagn. Hvprt sem þú skreppur með fjölskyldunni á skíði, í lax eða í lengri ferðir þarftu voldugan bíl sem treystandi er á. TIL AFGREIÐSLU STRAX! AUK/SlA k109-86

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.