Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 30
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1988. ,Jú, það fer að líða að því að maður verði þjóðsagnapersóna," sagði Hákon o ,Það fer sjálfsagt að líða að því.“ Það hefur alltaf blundað í mér að yrkja Ijóð. Eg las mikið af Ijóðum og hafði gaman af lausavísum. Hagyrðinguiinn Hákon Aðalsteinsson „Karlmenn nema þeir geta ekki sann< eigi fullt af laus< Hann er tvígiftur og tvífráskilinn. „Þetta var lífsmáti sem hentaöi mér ekki. Það er einkennilegt vegna þess að svokallaöur „bóhem“ lífsmáti, sem ég er sagður lifa eftir, samræm- ist ekki minu stjömumerki. Ég er krabbi. Þama skýtur skökku viö. Þaö hljóta aö vera mjög ruglaðar afstöður minna himinttmgla ef þær em eitt- hvaö svipaðar mér sjálfum. Konum- ar mínar vom hins vegar báðar og em miklir kvenskörungar. Það leið ekki árið þar til þær vom giftar aö nýju,“ sagði Hákon. „Get ekki sannað kvenhylli mína“ „Ég á fjögur böm, öll með sömu konunni, og þau eru öll getin í hjóna- bandi. Þessi kvennamennska mín stenst því ekki. En yfirleitt geta menn ekki sannað kvenhylli sína nema að þeir eigi fullt af lausaleiks- bömum." Þessi (ó)lánsami maður er Hákon Aðalsteinsson. Hann er fæddur í Jök- uldalnum og var þar á ungdómsárum sínum, aUt fram undir tvítugt. „Þá fór ég á flakk og hef verið á flakki síðan, hingað og þangað um landið,“ sagði hann kíminn eins og ævinlega. I vetur varð Hákon kunnur ís- lensku þjóðinni vegna þátttöku sinnar í vinsælustu sjónvarpsþáttum vetrarins, Hvaö heldurðu? Þar var hann í hlutverki hagyrðings fyrir sýslu sína, Suður-Múlasýslu, og vakti ekki síður mikla athygh fyrir hnittni í vísum sínum en kohegi hans, Flosi Ólafsson. Hann átti til að slá aðra hagyrðinga út af lagjnu. Hver man til dæmis ekki eftir dansk/íslenska ljóðinu hans um sam- skipti Dana og íslendinga í bam- eignamálum sem hann flutti á sinni einstöku dönsku íslensku. Lét ekki hagyrðing vanta Hákon nýtur álíka mikihar hylli á Austflörðunum, aht til Húsavíkur, og Flosi í Reykjavík og nágrenni. Það er varla haldin sú skemmtun á Aust- urlandi að Hákon sé ekki grátbeðinn um að semja og flytja ljóðakom og kútveltast menn þá jafnan úr hlátri. „Það var hringt í mig á sínum tíma og ég var beðinn um aö vera hagyrð- ingur í spumingakeppninni Hvaö heldurðu? Ég svaraði því til að það hlyti nú einhver betri að fást í þaö hlutverk en ég. „Ja, það vih bara enginn taka það að sér,“ var sagt við mig. Þá svaraði ég, það ætti svo sem að vera í lagi. Við getum ekki látið hagyrðing vanta í keppnina." Hvenær byijaöir þú að yrkja? „Það var einhvem tíma innan við tvítugt. Það hefur ahtaf blundað í mér að yrkja ljóð. Ég las mikið af ljóðum og hafði gaman af lausavís- um. Ég hugsa aö þannig hafi ég lært að setja saman vísu. Það er geysimik- ið atriði ef maður ætlar að setja sam- an vísu og vera fljótur að því. TU þess þarf maður að vera búinn aö lesa mikið og safna oröaforða. Sér- staklega er nauðsynlegt að kunna að fara með íslenskt mál og helst frá öUum tímum. Ég tek eitt skáld fyrir í einu og verö ævinlega yfir mig hrifinn. Einu sinni sá ég ekkert nema Davíð Stef- ánsson. í annan tíma er það Tómas Guðmundsson. Það fer svolítið eftir því hvemig Uggur á manni, hvað ég er að gera og hvar ég er. Ef maður er að spekúlera í ljóðagerð á annað borð er ekki hægt að eiga eitt uppá- haldsskáld. Ég hef óskaplega gaman af því aö glíma við breytileg form. Þá þarf að leita tíl allra skáldanna. Byrjunin ekki í Hvaö heldurðu? Það hefur aUtaf verið mitt aðalá- hugamál að skrifa ljóð og stinga þeim niður í skúffuna. Eg hef samt aldrei legið neitt á þessu en ég hef aldrei fundið hjá mér þörf fyrir að birta ljóðin. Mér finnst allt í lagi að leyfa fólki að heyra þetta ef það vUl. Það er auösótt mál. Ég hef verið að semja gamanbragi fyrir skemmtanir, árshátíðir og fleira. Það var svo sem ekki byrjunin að koma fram í spumingaþáttum Ómars. Ég fer ekki í grafgötur með þaö að ég hef þetta í mér. Þetta er nokkuö sem ekki er hægt að læra. Menn geta hins vegar farið í skóla og lært brag- fræði og lært hana mjög vel. SkUið þetta og sett saman rétt vísukom. En það skal aUtaf vanta í það neist- ann.“ Hvar Uggur uppspretta áhugans? „Þessu var mjög lítið haldið á lofti þegar ég var að alást upp. Maöur varð aö fara varlega í þessum efnum; beittar vísur gátu verið hættulegar. En þaö var mikið og ágætt bókasafn hér á mínum uppeldisslóðum og við lásum mikið af bókmenntum og lærðum ljóð. Við settum allan okkar metnað í að læra ljóð og sérstaklega að kunna að fara rétt með þau. Það mátti ekki skeika einu orði þá fékk maður heldur betur að kenna á því frá öðmm. Lítil skólaganga Skólaganga mín var ekki mikil. Ég hef kannski náð samanlögðum ein- um heilum vetri í barnaskóla. Einnig var svokallaður farskóli þar sem kennarinn fór á milli sveitaheimila. Síðar fór ég einn vetur í framhalds- skóla á Laugum í Reykjadal. Það er aUt og sumt. Áhuginn fyrir skóla- göngu var ekki brennandi á þessum tíma. Við vomm níu alsystkini og tvö fóstursystkini. Þetta var nokkuð stórt heimili. Við miðluðum hvert öðm af þeirri þekkingu sem hver og einn bjó yfir. Systkini mín vora mjög vel að sér á þessum ámm. Mér finnst það alveg ótrúlegt hversu mikla þekkingu þau höfðu þrátt fyrir að upplýsingar lægju ekki á lausu. - Hvað þau í raun höfðu víðtæka þekk- ingu á yfirleitt öllum hlutum, bæði hvað viö kom innlendum og erlend- um málefnum. Það fór ekki hjá því að uppeldið nýttist manni betur en nokkur skólaganga." Siðanefndarkærur í dag sér Hákon um heimavistina við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hann segist vera að líta eftir því að nemendumir setji ekki blett á þjóð- félagið, eða það sem sumir myndu telja bletti. Auk þess sem hann keyr- ir ferðamenn um landið í rútu. Þú segist hafa verið á flakki frá tví- tugu, hvað hefurðu haft fyrir stafni? „Það er ýmislegt. í fyrstu ritstýrði ég blaði sem var og hét Þingmúli og var sjálfstæðismannablað. Þar sá ég að það þýðir ekkert að vera með landsmálablöð. Einnig átti ég þátt í stofnun Víkurblaðsins á ólafsvík og er nyög stoltur af. Síðar ritstýrði ég Reykjanesinu, það var ægilega fínt þar. Þéir voru alltaf vitlausir út í mig á Víkurfréttum í Keflavík. Þeir kærðu mig fyrir blaðamannafélag- inu hálfsmánaðarlega - alltaf þegar blaðið kom út. Það kom til af því að þegar Víkurfréttamenn voru að rífa mannorðið af nærsveitungunum þá tók Reykjanesiö aUtaf upp hanskann fyrir þá. Við fórum ekki alltaf mjúk- um höndum um blaðamennsku þeirra Víkurfréttamanna. Nema hvað þeir kærðu mig aUtaf undir eins og ég var í sífellu að fá einhveijar áminningar frá siðanefnd blaða- mannafélagsins. Blaðamannafélagið sendi mér reglugerð í hvert skipti sem það áminnti mig. Ég veit ekki hvað ég á margar reglugerðir. Alltaf var mér sagt að lesa þetta og ég gerði það að sjálfsögðu. Og alltaf lenti ég einhvern veginn í fla.upp á kant við þessa siðanefnd. Áminntur um betra líferni Eitt dæmi um það var þegar Víkur- fréttamenn fundu það út að allir Grindvíkingar væru vitleysingar. Það var í tengslum við ákveðið mál sem ég man nú ekki lengur hvað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.