Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 31
43 „Mér líkar við konur og ég laðast að konum," segir hann. Kvenhylli þessa manns er mikil enda fer hann ekki í launkofa með það að hann kveði þær upp úr skónum. Hann segist í fyrstu reyna 60 gráða heit ástar- Ijóð og ef þau dugi ekki til fari hann með 95 gráðu heit. Þá segir hann að þær bráðni allar, án undantekn- inga. „Það þarf ekki meira til," segir hann sjálfur. „En að minnsta kosti falla þær ekki fyrir mér vegna þess að ég sé snoppufríður." LAUGARDAGUR 9. JÚLl 1988. g andvarpaöi. „Þeir hafa alltaf getaö talað eifthvað um mig hérna. Það hefur aldrei verið hljótt í kring um mig.“ Dv-myndir GVA. id kvenhylli sína jleiksbörnum'' var. í kjölfariö héldu Grindvíkingar borgarafund og víttu Víkurfréttir. I töluvert langan tíma mátti blaðið ekki sjást innan marka Grindavíkur. í tilefni þessa tók ég viðtöl við ráða- menn í hveiju sveitarfélagi og spurði þá um álit þeirra á skrifum Víkur- frétta. Þótt þeir væru sammála þeim gátu þeir ekki látið neitt sjást eftir sig nema fordæmingu á prenti. Ég vissi alveg hvað ég var að gera. Þegar allir Grindvíkingar voru orðn- ir vitlausir datt engum manni í hug, hversu sammála sem hann var, að fara aö mæla þessu bót. Þarna var talið að mjög hastarlega hefði veriö vegið að Víkurfréttamönnum. Ég fékk sendar siðareglurnar og var áminntur um betra líferni, hvort það voru tvö eintök í það skiptið man ég ekki. Hins vegar lét ég verða af því að lesa þær spjaldanna á milh. Svo það er ekki hægt að segja ann- að, þótt blaðið hafi verið gefið út í fáum eintökum, með fáa starfsmenn, raunar var ég bara einn á blaðinu, en að ég hafi náð alveg gífurlegum árangri í því að brjóta siðareglur." Mjóafjaröarvegurinn hraðbraut Áður en Hákon gerðist ritstjóri hafði margt drifið á daga hans. Með- al annars hóf hann sinn starfsferil sem bílstjóri en við það starfar hann í dag - keyrir rútur. Hann segir frá því þegar vegimir voru nánast hesta- götur. „Ég ók á milli Norðfjarðar og Egilsstaða. Það var skrautlegt tíma- bil enda voru þetta gamhr bílar. Meðal annars gamh Ford árgerð 1947 en þessir bílar höfðu þá sérstöku eig- inleika að verða bremsulausir öðru hvoru við Oddsskarðið. Ég hef, að ég held, aldrei orðið eins oft hræddur á einu sumri því oftast gerðist þetta þegar maður var að fara niður brekkuna og þegar allt var orðið bremsulaust mátti maður þakka sín- um sæla fyrir aö umferðin var ekki meiri en hún var þá. Það var ekki hægt að mæta öðrum bíl nema ef útskot var á veginum. Mjóafjarðar- vegurinn er hraðbraut miðað við vegina þá. „Mikið svakalega keyrir mað- urinn glannalega“ Oft kom fyrir að ég varð bremsu- laus með fullt af fólki í vagninum og oft skaut upp í kohinn hversu mörg börn yrðu móður- og föðurlaus í dag. Eitt sinn varð bíllinn hremsulaus í brekku á leið til Eskifjarðar. Eini möguleikinn var að skipta bílnum niður með því að gefa örsnöggt inn bensínið. Við það hvein svo rosalega í bílnum að ég beiö eftir því að gír- kassi eða vél færi. Hann hélt, enda var gamh Fordinn ágætur þrátt fyrir allt. Þá sá ég að bíll kom þjótandi á móti mér og var fljótur að sjá aö ekki voru nema þrjár leiðir til að sleppa frá stórslysi. Möguleikarnir, sem voru fyrir hendi, voru að fara inn í garð hjá Landsbankanum, í lækinn eða á bílinn. Ég ákvað að fara inn í Landsbankagarðinn. Hins veg- ar, sem betur fer, sá ég þegar ég fór fyrir hornið að mér hafði missýnst. Það kórónaði svo allt saman, þegar ég loks gat stoppað bílinn fyrir utan kaupfélagiö, að heyra konu, farþega fyrir aftan mig, segja skrækum rómi: „Mikiö svakalega keyrir maðurinn glannalega.“ Ég leiðrétti þetta ekki neitt enda vissi ég að hún hefði orðið ennþá vitlausari ef hún hefði vitað að bílhnn var bremsulaus,“ sagði Hákon og rak upp hlátur. Stórt „pungapróf" Næsta viðfangsefni Hákonar var að reyna sjóinn enda er enginn mað- ur með mönnum úti á landi nema hann fari allavega nokkra túra. Há- kon hefur aö vísu þá sérstöðu meðal íslendinga að hafa ekki séð sjóinn fyrr en hann varð 12 ára gamall. „Þaö voru 100 kílómetrar að sjó frá Jök- uldalnum og ógreiðfær leið þangað,“ sagði hann. „Mín fyrsta sjóferð var á togara, í janúar, á Nýfundnalands- miðum. Sjóferðin stóð í 19 kvalafulla sjóveikisdaga. Ég ætlaði ekki aftur á sjóinn en það stóðst hins vegar ekki og ég sigldi í 5 ár og losnaði aldrei almennilega við sjóveikina. Á sjónum nældi ég mér í 1019 hest- afla vélstjóraréttindi sem þykir rosa- lega stórt pungapróf - stærri pungar eru vart til. Fyrst fengum við 400 hestafla réttindi sem ég fékk á nám- skeiði hjá fiskifélaginu. Ég tók námið utanskóla. Til þess þurfti sérstakt ráðuneytisleyfi. Ég varð endilega að ná mér í vélstjóraréttindi enda vant- aði vélstjóra á báta sem voru hér fyrir austan. Þessi, sem ég var á, var hins vegar orðinn hálfgert skrapatól. Nema hvað eitt atriðið í prófinu um haustið var að finna veilu á þremur mismunandi vélum. Það var ekkert mál fyrir mig og gekk eins og í sögu. Ég labbaði mig bara inn og lagaöi vélarnar og út aftur eins og að drekka vatn. Þá sagði prófdómarinn: „Hvers konar vél er er eiginlega í bátnum hjá þér, er hún hálfgert skrapatól?" Honum fannst grunsam- legt hvað ég var fljótur að finna hvað var að. Engu að síður stóðst ég próf- ið með prýði.“ „Siður að bjóða bílstjóranum sopa“ Næsta starf mitt var ansi skemmti- legt. Ég varð fyrsta lögreglan á Hér- aði. Héraðsbúar höfðu aldrei þurft að hlýða lögum og reglum áður. Svo kemur einhver strákpatti ofan úr Dal og ætlar að segja hvað snúi upp og niður á þjóðfélaginu. Þetta fannst Héraðsbúum fáránlegt. Hvemig átti annað að vera þegar þeir voru búnir að brjóta af sér í 1000 ár, eða meira, og svo átti að breyta þeim á tveimur th þremur mánuðum? Þetta dæmi var sett upp sem alveg óframkvæm- anlegt enda gekk þaö illa. Til dæmis voru Héraðsbúar búnir aö keyra undir áhrifum alveg frá þvi bíllinn var fundinn upp. Það var siður hér að flaska var tekin með í bíl og þá fékk bílstjórinn ævinlega fyrsta sop- ann. Þaö var sérstakt virðingartákn við hann. Þetta var siður sem þeir vildu síður leggja niður. Það urðu aldrei nein stórslys á ár- unum áður en lögreglan kom hingað. Lætin byrjuðu fyrst eftir að Héraös- búar áttu að fara að hlýða lögum. Of mikil löggæsla held ég að sé aðeins til hins verra.“ Þú ert að verða þjóðsagnapersóna hér fyrir austan - ekki rétt? „Jú, það fer að líða að því að maður verði þjóðsagnapersóna,“ sagði Há- kon og andvarpaði „Það fer sjálfsagt að líða að þvi,“ endurtók hann. „Hins vegar er óvist að það sé nokkur geislabaugur í kring um þá persónu. Þeir hafa alltaf getað talað eitthvað um mig hérna. Það hefur aldrei verið hljótt í kring um mig. Oft og tíðum hef ég líka gefið þeim ærna ástæðu til umtals. „Gaman aðkoma fólki á óvart" Ég hef sérstaklega gaman af því að koma fólki á óvart. Ég fæ vissa útrás í því að sjá viðbrögð fólks, það getur verið alveg stórkostleg upplifun. Sumir bregðast við á ákaflega skemmtilegan hátt en aðrir missa andlitið og þegar svo er getur tekið langan tíma að bæta fyrir glöp sín. Ég veit oft ekki hvort ég geng fram af fólki með fullum Vilja. En ég tek eftir því oft eftir á að ég hef verið að ganga fram af fjölda fólks án þess að hafa ætlað mér það beinlínis.“ Heitar og kaldar vísur Með viðtalinu við Hákon látum við fljóta nokkrar vísur eftir hann með viðeigandi skýringum hans sjálfs: „Eins og landsmenn vita var mjög kalt vor fyrir norðan og mönnum leið illa og sérstaklega illa að sumu leyti. Þá orti ég þessa vísu:“ Hart og grimmt má frostið finna, fer um landið norðansvali. Lafir milli læra minna lítill hnípinn næturgali. „En svo hlýnaði, þá kom næsta vísa:“ Lítill neisti leyndist falinn, loksins þegar fór að hlýna. Svo núna hefur næturgalinn náð í fyrri krafta sína. „Svo hlýnaði meira og komin var hitablíða, þá kom þriðja vísar: “ Hann er orðinn ansi sperrtur eins og honum ber að vera. Hann er býsna hnakkakertur og heimtar sífellt meir að gera. „Eítt sinn tók ég mynd af konu á hennar eigin vél. Sú kona vann hjá borgarfógetaembættinu og hafði gert þá djö... vitleysu að stela umslagi þar og senda mér myndina af sér í einu BSRB verkfallinu. Ég taldi þegar ég fékk bréfið að einhver fj... væri kom- inn upp á, eitthvað slæmt. Út frá því kviknuðu þessar stökur:“ Þrátt fyrir verkfall barst mér bréf í hendi sem borgarfógetaembættið til mín sendi og þó mér sé talsvert þrek og áræði gefið þorði ég ekki í fyrstunni að opna bréfið. Hvað skyldi blessaður borgarfógetinn vilja? Ég byrjaði í huganum flest mín afbrot að þylja. Ég hafði jú eitt sinn inn fil fógetans litið og útþvældu vonlausu hjónabandi þar slitið. Nú hefur hann eflaust séð eftir öllu saman og sé það rétt fer heldur að kárna mitt gaman. Kannski vill hann nú konunni skila aftur. Kristúr, Jesús og allur himneskur kraftur hjálpi mér drottinn heilagur frá þeim raunum. Ég heiti sál minni til ykkar að launum. Og þrjátíu sinnum þuldi ég bænaskrifm og þorði loksins aö opna helvkis bréfin. „Svo náttúrlega opnaði ég bréfin." Svo leit ég á blaðið lotningarfullur og hljóður og léttir var eins og fæðing hjá kornungri móður. Ég get ekki lýst þeirri gleði sem altók minn huga, af geislandi hamingju fylltist hver einasta smuga. Blóðið um æðarnar barst eins og dunandi straumur, blaðið í hendi mér varð eins og fallegur draumur. Starandi augu mín fylltust af fagnaðar tárum, það fór um mig skjálfti sem vorblær á rauðgullnum bárum. Ég fann að ég gæti að eilífu lífinu lifað og lofaö þá hönd sem á örkina hafði skrifað og boðin til mín hafði búið af leikni og snilli er bárust um landið með pósti, okkar á milli. Bréfið í hendi mér hrann eins og lýsandi stjarna og birti mér sannleik um muninn á hismi og kjarna. Hamingjusólin í huganum fór að skína og hjarta mitt draup eins og vax yfir myndina þína. „Þetta kvæði mitt um konuna og póstinn er allt að því 70 gráða heitt,“ sagði Hákon Aðalsteinsson þúsund- þjalasmiður. -.GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.