Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1988, Page 36
48 LAUGARDAGUR 9J JÚUÍ'' 1988. Skák íí Heppnissigur Vaganjans á opna i Kaupmannahafnarmótinu - Karl Þorsteins hafnaði í 2.-4. sæti Armenski stórmeistarinn Rafael Vaganjan er einn þessara manna sem ekkert viröast þurfa aö hafa fyrir hlutunum. Sumir skákmeist- arar sitja rjóðir við borðið og reyna að einbeita sér að taflinu en Vag- anjan arkar jafnan um gólf milli leikja og það er varla að hann setj- ist niður til að leika sjálfur. Ungir skákmenn fengju vafalítið orð í eyra frá þjálfara sínum fyrir slíka hegðun. „Sittu á höndunum á þér, drengur!" er gjaman haft á orði er æstur skákmaðurinn sér leik á borði og ætlar sér að vinna taflið umhugsunarlaust. Oft leynist maðkur í mysunni og þá er betra að hugsa sig um tvisvar. Fljótfærnin hefur stolið mörgum vinningnum frá Vaganjan en á stundum hefur hann einnig hagn- ast af því að tefla hratt. Oft er það svo að andstæðingnum verður órótt og von bráðar er hann lentur í tímahraki. Á opna Kaupmannahafnarmót- inu, sem lauk 30. júní, var Vaganj- an langstigahæstur keppenda og var að því er virtist kæralausari en nokkru sinni fyrr. Þessar fáu mínútur, sem hann notaði af um- hugsunartíma sínum, fóru flestar í ferðir að borðinu og í að skrásetja leikina. Hann var jafnharðan sprottinn upp aftur og farinn að þvælast um sahnn. Ef hann sá eitt- hvað spaugilegt á öðrum borðum hristi hann hausinn og tuldraði um að þetta væri eins og í fjölleika- húsi. Skák hans við Svíann Thom- as Ernst í síðustu umferð, úrslita- skák mótsins, minnti þó meira á trúðslæti en nokkur önnur skák mótsins. Vaganjan tefldi af geysilegri hörku og fómaði báðufn biskupum sínum til að reyna að ná höggstaö á hvíta kóngnum. Ernst tók á móti fómunum og með því að vanda sig tókst honum að smjúga úr greipum Armenans. Eftír 39 leiki var svo komið að Ernst átti tveimur mönn- um meira, gjöranna stööu og einn leik fram að tímamörkunum. Hann náði aldrei að leika þennan eina leik. Emst mátti bíta í það súra epli að falla á tíma og þar með hlaut Vaganjan vinninginn og efsta sætíð óskipt. Vaganjan hlaut 8 vinninga af 10 mögulegum en Karl Þorsteins, sem var eini íslendingurinn meöal 60 keppenda, sovéski stórmeistarinn Viktor Kupreitsjik og ungverski stórmeistarinn Attila Groszpeter, fengu allir 7 v. og höfnuðu í 2.-4. sæti. Síðan komu Barbero (Argent- ínu), Berg (Danmörku) og Englend- ingamir Davies og Levitt með 6,5 v. og 6 v. hlutu Emst, Inkiov, Con- quest, Plachetka, Höi, L. Bo Hans- en, Callergaard og Djurhuus. Áður en lengra er haldið er rétt að hta á þessa örlagaríku skák Vaganjans og Ernst. Skákin sjálf er bráðskemmtileg og lokastaðan á eftir að fara á spjöld sögunnar. Hvítt: Thomas Ernst Svart: Rafael Vaganjan Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 exd5 5. Bb5+ Rc6 6. Rgf3 Bd6 7. dxc5 Bxc5 8. (M) Re7 9. Rb3 Bd6 10. c3 0-0 11. Hel h6 12. h3 Rf5 13. Bd3 DfB í skákinni Smagin-Lalic í Sotsí í fyrra tefldist 13. - Bc7 14. Bc2 Dd6 15. Dd3 g6 16. Dd2!? h5 17. Bxf5 Bxf5 18. Dh6, sem gaf hvítum betri færi. Vaganjan reynir aö endur- bæta taflmennsku svarts. Skák Jón L. Árnason una. Drottninguna myndi hann þó ekki taka strax því að eftír 41. - Kf4 42. De5+ Kg4 43. Dg5+ Kh3 44. Dh4+ Kg2 45. Dg4+ Khl 46. Dxgl yrði svartur mát um leið. En örlög- in gripu í taumana. Ernst féll á tíma áður en hann náði að leika síðasta leik sinn fyrir tímamörkin og tap- aði þar með skákinni! Karl fléttar Ef Emst hefði unnið Vaganjan hefðu þeir deilt efsta sætínu ásamt Karli Þorsteins, Kupreitsjik og Groszpeter. Karl má vel við frammistöðu sína una þó að hann hafl þurft að horfa upp á efsta sæt- ið fljúga tíl Armeníu. Hann tapaöi tveimur skákum á mótínu, fyrir Vaganjan eftir nokkrar sviptingar og Groszpeter þar sem tímahrakið tók sinn toll. Ungverski stórmeist- arinn var í heiftarlegu tímahraki en fór betur að ráði sínu en Ernst og sneri tafhnu við. Karl Þorsteins. 23. - Dhl+ 24. Ke2 Dh5+ 25. g4 Dxg4+ 26. Kf2 Df4+ 27. Kg2 Dg4 + 28. Hg3 He2+ 29. Kfl Dxg3 30. Dxa8+ Kg7 31. Bxh6+!? Kxh6 32. Dh8+ Kg5 33. Kxe2 Dg2+ 34. Kel Kf4?? Vaganjan leikur sér að eldinum - hann reynir greinhega að færa sér geigvænlegt tímahrak Ernst í nyt. Með 34. - Dg3+ 35. Kd2 Df4 + 36. Kdl Dfl + o.s.frv. heldur svart- ur jafntefh með þráskák. Með kóngsleiknum hlýtur Vaganjan að vera að vonast eftir 35. Dh4+?? Ke3! og óverjandi mát. Eða 35. Df6+ Ke3, en þá á hvítur reyndar vörnina 36. Dfl. 35. Rd2! Kg5 36. Bd3 Dg3+ 37. Ke2 Re5 38. Hgl! Dxgl 39. Dxe5+ Kh6 Rafael Vaganjan. 14. Bc2 Be6 15. Dd3 Hfe8 16. Bd2 g6 17. Db5 Rh4!? Á meðan hvítur fer á peðaveiðar drottningarmegin freistar svartur gæfunnar á kóngsvæng. Atlaga hans lítur vel út en ekki er aht sem sýnist. 18. Rxh4 Dxh4 19. Dxb7 Bxh3 Kannski hefur Vaganjan ætlað að tryggja sér sigurinn á mótínu með jafntefli því að eftír 20. Dxc6 á hann ekkert betra en 20. - Bh2 + ! 21. Kfl (ekki 21. Kxh2 Bd7+ og vinnur drottninguna) Bxg2+ 22. Kxg2 Dg4 + og þráskákar. En Ernst á sterkari leik. 20. He3! Snjall vamarleikur. Hann „lok- ar“ e-hnunni og býr þannig tíl skjól fyrir kóng sinn á e2. Eftir 20. - Hxe3 21. Dxa8+ Kg7 22. Bxe3 Dg4 23. Kfl! sleppur kóngurinn úr mát- sókninni. Svartur viröist eiga í vanda því aö nú em bæði biskup hans á h3 og riddarinn á c6 í upp- námi. Svariö við 20. - Bh2+ yrði 21. Kfl. 20. - Bxg2! 21. Kxg2 Dh2+ 22. Kfl Bg3!! Útsjónarsemi Vaganjans í erfið- um stöðum er viðbrugðið. Þessi frábæri leikur ætti að gefa honum jafntefli. 23. fxg3 Eftir 23. Hxg3 Dhl+ 24. Hgl Dh3+ 25. Hg2 þráskákar svartur beint. I I A %JL A A A w A & &&É.É. A A s s Karl tefldi nokkrar hressilegar skákir á mótinu. Hér er ein, gegn Dananum Sörensen, sem lýkur með laglegri héttu: Hvítt: Karl Þorsteins Svart: H. Sörensen Benkö-bragð 1. d4 RfB 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. e3 Bb7 6. Rc3 Da5 7. bxa6 Bxd5 8. Bd2 Bc6 9. Rf3 d6 í skák Karls við Þröst Þórhalls- son á alþjóðamótinu á Eghsstöðum hálfum mánuði fyrr tefldist 9. - Rxa6 10. Re5 Dc7 11. Rxc6 Dxc6 12. Be2 og hvítur stendur betur að vígi. Afbrigöi svarts virðist harla vafa- samt. 10. a3 Rxa6 11. Rd5! Dd8 12. Rxf6 gxf6 13. b4 Dd7 14. a4! cxb4 Eftir 14. - Rxb4 haföi Karl undir- búið 15. Bxb4 cxb416. Rd4 Kd8 (eini leikurinn) 17. Bb5 Bxb5 18. axb5 með vinningsstöðu. 15. Rd4 Rc7 16. Rxc6 Dxc6 17. Hcl Db7 18. Hxc7! Dxb7 19. Bb5+ Kd8 20. Df3 Hb8 21. 0-0 Skiptamunsfórnin hefur gefið hvítum rífandi sókn. Svarti kóng- urinn er strandaður á miðborðinu og það er ekki að sjá að hann eigi neina haldbæra vöm. Hann flýtir hins vegar fyrir ósigrinum með næstu leikjum. 21. - Hg8? 22. Hcl Db7?! 22. Bxb4! Db6 Ef hann þiggur drottninguna verður hann mát: 22. - Dxf3 23. Ba5+ Hb6 24. Bxb6 mát. 23. Ba5! Og svartur gaf. Eftir 23. - Dxa5 24. Dc6 blasir mátíð við. -JLÁ 1 iK m AA A A A jl A A A #111 ÉL &&& s :É: 8 7 6 5 4 3 2 1 Ernst á gjörunna stöðu, tveimur mönnum yfir og ekki nóg með það því að með 40. Dh8+ Kg5 41. Rf3 + getur hann unnið svörtu drottning- A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.